Dagur - 17.07.1990, Page 16

Dagur - 17.07.1990, Page 16
Kodak Express Gæöaframköllun Tryggðu f ilmunni þinni k baösta cPedi6myndir~’ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Akureyri, þriðjudagur 17. júlí 1990 Fljót: Suzuki valt 40 metra - ökumaður slapp ómeiddur Stúlka slapp ótrúlega lítið slösuð þegar Suzuki-bifreið sem hún ók valt á að giska 40 metra niður brekku við Þorfinnustaði í Fljótum sl. laugardagskvöld. Stúlkan, sem var ein í bílnum, mun hafa misst stjórn á honum í lausamöl og skipti engum togum að bíllinn fór fram af veginum. Hann er gjörónýtur. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði má telja að bílbelti hafi bjargað stúlkunni í þessu tilfelli. Hún skarst lítillega á höföi, en að öðru leyti mun hún hafa sloppið án meiðsla. óþh Akureyri: FéUafsvölum Sextíu og fimm ára gömul kona féll af svölum húss á Akureyri aðfaranótt sunnu- dags og var flutt á slysa- deild. Ekki fengust upplýs- ingar í gær um meiðsli kon- unnar. Slökkviliðsmenn höfðu nóg að gera í sjúkraflutningum aðfaranótt laugardags. Góð- viðrið gerði það að verkum að margir fengu sér neðan í því og hlutust nokkur meiðsli af. Sjúkrabíll var kvaddur til í að minnsta kosti fjórum tilfellum af þessum sökurn. óþh Tekinn á 135 Einn ökumaður var sviptur ökuleyfí um hclgina í um- dæmi lögreglunnar á Akur- eyri. Hann steig of þétt á bensíngjöfína norðan Akur- eyrar og sýndi radarmælir lögreglunnar 135 km hraða. Nokkrir aðrir voru kærðir vegna hraðaksturs um helgina. f>á var einn ökumaður tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. óþh 20. Landsmóti UMFÍ lauk í Mosfellsbæ á sunnudagskvöldið. Mótið þótti í heild takast vel þrátt fyrir að veðurguð- irnir hafi strítt mótshöldurum og keppendum óþyrmilega á köflum. Myndin hér að ofan er frá æsispennandi keppni í 110 m grindahlaupi karla en þar sigraði Skagfirðingurinn Gísli Sigurðsson, sem er í miðjunni, Hjört Gíslason, sem er leiigst til vinstri, mjög naumlega. Sjá nánari umfjöllun um Landsmótið á bls. 7-10. Mynd: kl Dalvík: Túristar í ákeyrslu Ekið var á kyrrstæða bifreið af Datsun-gerð við hús Söltunar- félags Dalvíkur sl. föstudags- kvöld. Sem betur fer skemmd- ist bifreiðin ekki mikið. Að sögn lögreglu voru það erlend- ir ferðamenn sem urðu fyrir því að keyra á bifreiðina. Bakkus mun ekki hafa verið með í för að þessu sinni. t>á var bifreið af gerðinni Toyota Corolla ekið út af Ólafs- fjarðarvegi á móts við afleggjar- ann niður á Hauganes að kvöldi sunnudags. Ökumaður mun hafa ekið bifreiðinni af Hauganesvegi upp á Ólafsfjarðarveg, en ekki náð beygjunni. Ökumaður og tveir farþegar sluppu án teljandi meiðsla. óþh Félagsheimilið Miðgarður: Stuðmenn sluppu ekki við skattinn Hljómsveitin Stuðmenn lék fyrir dansi í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafírði sl. laug- ardagskvöld eftir að hafa aug- lýst uppákomuna sem tón- leika. Þar sem um tónleika var að ræða voru stólar á dansgólf- inu og ekki selt úr sjoppu á meðan Stuðmenn spiluðu. En tæplega 400 ballgestir röðuðu stólunum saman strax í fyrsta laginu og tóku til við fímar fótamenntir. Lögreglan var á staðnum og fylgdi því eftir að Stuðmenn borguðu skemmt- I anaskatt eins og af venjulegum dansleik og eftir tveggja tíma ^ þref að balli loknu borguðu Stuðmenn skattinn, en sam- | kvæmt heimildum blaðsins ætla þeir ekki að láta þar við sitja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem styr stendur um Stuðmenn og skemmtanaskattinn. Samkvæmt lögum eru tónleikar, þar sem éin- göngu er flutt frumsamin tónlist, undanþegnir skemmtanaskatti og í viðkomandi tónleikahúsi verða að vera stólar fyrir áhorfendur. Stuðmenn hafa hingað til sloppið við að greiða skattinn og hafa stólar voru fjarlægðir áður en „ballið“ byrjaði hártoganir gengið á milli manna um réttmæti þess. Áður en „tónleikarnir“ hófust ætluðu sumir ballgesta að hverfa frá Miðgarði þegar þeir sáu stóla á gólfinu, en samkvæmt öruggum heimildum blaðsins voru það starfsmenn Stuðmanna sem sögðu gestunum að stólarnir yrðu teknir. Björn Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, var staddur í Miðgarði og í samtali við Dag sagði hann að um leið og stólarnir voru fjarlægðir gerði hann Stuðmönnum grein fyrir að um venjulegan dansleik væri að ræða. Björn sá síðan til þess að dansleik loknum að Stuðmenn greiddu skattinn umrædda. Eins og áður segir var sjoppan lokuð á meðan Stuðmenn spiluðu en hún var opnuð tvisvar á með- an hljómsveitin tók sér pásu. Var þá handagangur í öskjunni því eitthvað þurftu ballgestir að bæta drykkjum við þá drykki sem þeir höfðu með sér! Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær tókst ekki að ná tali af fors- varsmanni Stuðmanna, Jakobi F. Magnússyni, til að inna hann eftir þessu máli. -bjb Kippur í ferðamaimastraum Feröamannastraumurinn hér norðanlands tók verulegan kipp nú um helgina, og urðu gistinætur á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti 1355, en voru 486 helgina þar á undan. Flest- ir tjaldgestir voru að sunnan, en eitthvað mun hafa verið um útlendinga. Að sögn lögreglunnar var tals- verð umferð í bænum um helg- ina, en mjög rólegt var og ekki var tilkynnt um nein meiriháttar umferðaróhöpp. Þrátt fyrir mik- inn fjölda á tjaldsvæðunum var allt mannlíf þar gott, en eins og gengur og gerist á bjartri og heitri sumarnótt ganga sumir ekki til náða fyrr en undir morgun. Að sögn tjaldvarðar var síð- asta helgi ein sú fjölmennasta undanfarin ár í Vaglaskógi, en á laugardeginum var þar 24 stiga hiti og nánast logn. Allt fór þó friðsamlega fram og engar skemmdir unnar á gróðri. f Ásbyrgi voru um 500 tjöld um helgina, og var þar fjöl- skyldufólk á ferðinni, mest frá Húsavík og Akureyri. Einnig var talsverð umferð um svæðið og upp í Jökulsárgljúfur, en gisting er ekki leyfð þar enn. Lítið var um útlendinga í Ásbyrgi þessa helgi. Síðasta helgi var methelgi í Reynihlíð hvað varðar tjaldgist- ingu og umferð, en alls voru þar 415 tjöld þegar mest var, en aðal- lega voru það Þjóðverjar og Frakkar sem þar voru, ýmist í skipulegum hópferðum eða á eig- in vegum. Mesta aðsókn á árinu 1989 um eina helgi voru 700 tjöld. Sáralítil nýting hefur verið á tjaldsvæðinu á Dalvík í sumar, en um síðustu helgi var dágóð nýtingu á því, en aðallega voru það sunnlendingar sem bæði vildu tjalda utan fjölmennustu tjaldsvæðanna og einnig fólk sem ætlaði að nota. sér ferðir SÆ- FARA til Grímseyjar, en ferjan hefur viðkomu á Dalvík. GG Svífandi brúðkaupsgestir: „Við kynntumst í loftinu“ - sagði Sigurður Baldursson, sem gekk í það heilaga sl. laugardag Brúðguminn, Sigurður Baldursson, ásamt nokkrum fallhlífarstökkvurum sem komu svífandi til brúðkaupsins. Brúðurin sjálf var ekki mætt þegar myndin var tekin en kom þó að sjálfsögðu á nákvæmlega réttum tíma. Mynd: SS Sigurður Baldursson, fallhlíf- arstökkvari, gekk í það heilaga síðastliðinn laugardag og fór það ekki fram hjá neinum hvaða áhugamál Sigurður og vinir hans hafa þegar veislu- gestir komu svífandi til brúð- kaupsins. Gestirnir komu í fallhlífum úr háloftunum og lentu á flötinni fyrir framan Minjasafnskirkjuna á Akur- eyri. Akureyringar kannast flestir við Sigurð Baldursson svo og allir landsmenn sem hafa áhuga á fall- hlífarstökki enda er Sigurður einn kunnasti fallhlífarstökkvari landsins og annar íslendingurinn sem hefur náð 1000 stökkum. Hann bar sigur úr býtum í lend- ingarkeppni á dögunum sem haldin var í tengslum við ÍSÍ há- tíðina og fékk hann verðlaunin í hendur að lokinni athöfninni í kirkjunni. Blaðamaður Dags hitti Sigurð fyrir utan Minjasafnskirkjuna þegar brúðkaupsgestir voru að streyma á staðinn úr háloftunum og eftir jarðbundnari leiðum. Fádæma veðurblíða var þennan dag og sagðist Sigurður hafa ákveðið brúðkaupsdaginn í mars og greinilega valið rétt. Eiginkona Sigurðar heitir Sandra og er sænsk, en Sigurður hefur einmitt dvalið í Svíþjóð að undanförnu og er nú búsettur þar. Þau notuðu tækifærið og létu skíra dóttur sína um leið og þau gengu í hjónaband. En hvers vegna komu þau ekki sjálf svíf- andi til brúðkaupsins? „Þótt maður hafi dellu getur maður Iagt hana til hliðar í viss- um tilfellum. Annars hefði það auðvitað verið hægur vandi því við Sandra kynntumst í loftinu, hún var einn af nemendum mín- um í fallhlífarstökkinu í Svíþjóð,“ sagði Sigurður og brosti mót sólu. Séra Birgir Snæbjörnsson gaf brúðhjónin saman og hafði hann gaman af tiltækinu. Hann kvaðst þó vera feginn yfir því að hafa ekki þurft að gefa þau saman í háloftunum. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.