Dagur - 25.07.1990, Page 12

Dagur - 25.07.1990, Page 12
I F Kodak Express Gæöaframkollun Akureyri, miðvikudagur 25. júlí 1990 Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Gerðu kauptilboð í Aðalvíkma KE Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta ^PedíSmyndir . Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Stjórn Hraðfrystihúss Kefla- víkur hf. hefur ekki tekið afstöðu til tilboðs Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. í frysti- togarann Aðalvík KE. Ríkhaður Jónsson, stjórnar- formaður Hraðfrystihúss Kefla- víkur, segir að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, en tilboð bárust frá nokkrum aðilum í togarann og frystihúsið. „Það er verið að skoða málin,“ segir Rík- harður. „Þetta er flókið mál, það þarf undirbúning áður en hægt er að ganga til samninga. Slíkt er ekki hægt fyrirvaralaust," segir hann. Aðalvík KE, áður Drangey SK, hefur verið í eigu Hraðfrysti- húss Keflavíkur frá því að fyrir- tækið fékk skipið í skiptum á síð- asta ári fyrir Bergvík og Aðalvík KE, sem eru ísfisktogarar. Hrað- frystihús Keflavíkur fékk greiðslustöðvun í þrjá mánuði 1. apríl sem síðar var framlengd um tvo mánuði, eða til loka ágúst- mánaðar. Vitað er um áhuga for- ráðamanna Ú.A. á skipinu og aflakvóta þess. EHB Sauðárkrókur: Ný stofiilögn í Túnahverfi - miklar veituframkvæmdir í sumar Hita- og vatnsveita Sauðár- króks stendur í töluverðum framkvæmdum í sumar. Lagn- ing nýrrar stofnlagnar fyrir heitt vatn í Túnahverfi er hafin og verið er að gera allar lagnir í því hverfi klárar fyrir malbik- un á götum. Virkjaðar verða nýjar lindir við Veðramót og heitavatnssvæðið við Ashildar- holtsvatn magnmælt. Við Áshildarholtsvatn eru 14 borholur, en aðeins 5 virkar og 4 af þeim í notkun. Magnmæling hefur ekki verið framkvæmd þar síðan 1984 og að sögn Páls Páls- sonar, veitustjóra, bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort rennslið hefur minnkað eða auk- ist. „Árið 1984 var talið að við gætum tekið um 140 sekúndulítra, en þarna er um sjálfrennsli að ræða. Þrýstingurinn virðist hafa aukist síðan þá og eru menn því mjög forvitnir að vita hvort þetta hefur versnað eða skánað,“sagði Páll. Reynt verður að virkja nýjar lindir við Veðramót, nálægt hefur versnað eða skánað," sagði sé heldur lítið fyrir bæinn og því megi segja að nýjar lindir séu nauðsynlegar til að koma til móts við vatnsþörfina, en í vetur þegar snjór lá yfir öllu og frost var upp á hvern dag mánuðum saman lá við vatnsskorti í bænum. Stærsta framkvæmdin er samt ný stofnlögn frá dælustöðinni í Borgarmýrinni og upp í Túna- hverfið. Lengdin á henni er um einn kílómetri og með tilkomu hennar hverfur Túnahverfið að miklu leyti út af stofnlögninni upp í Hlíðahverfi. Að sögn Páls mun sú byggð sem rís sunnan Túnagötu alfarið tengjast inn á þessa nýju lögn, en ekki er hægt að keyra meira inn á gömlu lögn- ina en þegar er gert. í Jöklatúni er síðan verið að koma fyrir lögnum vegna nýbygginga sem þar eru í gangi. SBG Framkvæmdir eru hafnar á planinu við Glerárskóla, mörgum tii óblandinnar ánægju. Byrjað var á að skipta um jarðveg undir helmingi þess sem verður malbikað. Glerárskóli: Mynd: KL Framkvæmdir haftiar á lóðiimi Framkvæmdir eru hafnar á planinu við Glerárskóla í umsjá umhverfisdeildar og gatnadeildar Akureyrarbæj- ar. Byrjað var á því að skipta alveg um jarðveg á helmingi plansins og síðan verður það allt malbikað. Einhverjar tafir urðu á því að verkið hófst, en að sögn Árna Steinars Jóhannssonar, um- hverfisstjóra, verður það klárað áður en kennsla hefst við skól- ann í haust. Auk þess að mal- bika planið verða lagðar gang- stéttir, eins mikið og fjármagn leyfir. Framkvæmdin mun kosta meira en áætlað var, þar sem ekki var vitað að skipta þurfti um jarðveg undir helmingnum af planinu. Skólanefnd fól Árna Steinari að kanna með hitalagnir í gang- stéttirnar við Glerárskóla og m.a. vegna þess má reikna með að framkvæmdir standi lengur en áætlað var í upphafi. Á fjárhagsáætiun þessa árs voru 12 milljónir króna settar í framkvæmdir við frágang lóðar við Glerárskóla, þ.e. malbikun á plani, gangstéttir og aðgengi að sundlaug. -bjb Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki: Fjárveiting fékkst til undirbúnings á malbikun - „fagna Qárveitingunni“ segir Snorri Björn bæjarstjóri Fjárveitinganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita 1,5 milljón króna í hönnun á malbikun Alexandersflugvallar á Sauð- árkróki. í samtali við blaðið sagðist Snorri Björn Sigurðs- son, bæjarstjóri á Sauðár- króki, fagna þessari fjárveit- ingu, en heimamenn hafa bar- ist lengi fyrir því að flugvöllur- inn verði malbikaður. Þar sem ákvörðun fjárveitinga- nefndar er það nýtilkomin gátu þeir embættismenn flugmála- stjórnar sem blaðið náði tali af í gær, ekki sagt nákvæmlega til um hvernig hönnun myndi eiga sér stað á flugvellinum, en það yrði fljótlega ákveðið. Ekki náðist heldur í fjárveitinganefndar- Melrakkaslétta: 2 tonn af vatnableikju bíða útflutnings, en uniðinn fer tíl veitingahúsa á Akureyri Silungsveiði í Hraunhafnar- vatni á Melrakkasléttu hefur verið nokkuð góð í sumar, en hins vegar hefur veiði í Sigurð- arstaðavatni verið dræm. Fisk- urinn í Sigurðarstaðavatni er hins vegar allvænn, en mjög smár í Hraunhafnarvatni. Eiríkur Þorsteinsson á Raufar- höfn segir megnið af fiskinum í Sigurðarstaðavatni vera um 2 pund og allt upp í þrjú pund, en meðalstærð í Hraunhafnarvatni er ekki nema um 500 grömm, og er það álit sumra fiskifræðinga að þar sé um að ræða sérstaka teg- und af silungi, en hann er hins vegar mjög feitur, fallegur og bragðgóður. Afli hefur verið um 30 til 40 kg á dag, og hafa þeir Jónas og Reynir Finnbogasynir, erfingjar eyðijarðanna Harðbaks og Skinnalóns sem land eiga að Hraunhafnarvatni aðallega nýtt vatnið. Einnig hafa veiðst um 150 kg af urriða í vatninu sem seldur hefur verið veitingahúsum á Akureyri, og hefur hann líkað mjög vel. Vegna tregrar veiði í Sigurðar- staðarvatni hefur veiði nú lagst þarf af, a.m.k. í bili, en eftir að veiðst höfðu þar um 300 silungar í vor virtist veiðin detta niður. Bleikja virðist ganga upp í Sig- urðarstaðavatn eftir læk sem ligg- ur frá vatninu til sjávar, og feng- ist hefur gullfalleg sjóbleikja í vatninu. Enginn fiskgengur lækur rennur hins vegar úr Hraunhafn- arvatninu. Silungurinn er ýmist frystur heill eða flakaður til útflutnings á vegum félags veiðibænda, Vatna- fangs, og eru nú um tvö tonn til- búin til útflutnings hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf., en fyrsta út- skipun er fyrirhuguð í næstu viku. Eiríkur segir silunginn mjög tregan að taka á stöng, en slíta megi upp einn og einn fisk, en augljóst sé að grisja þurfi þessi vötn svo og önnur sem veiði fæst í á Melrakkasléttu miklu meira eigi þetta að verða að vinsælum stangveiðivötnum. Vegna mikils botngróðurs er víða erfitt að veiða þarna, svo spúnninn er oft fullur af gróðri. GG menn, þar sem þeir eru á ferða- lagi á Vestfjörðum. Snorri Björn sagðist halda að hönnunarkostnaðurinn færi m.a. í rannsókn á burðarþoli flugvall- arins. „Þegar við höfum verið að berjast fyrir framkvæmdum við flugvöllinn, þá höfum við löngum fengið þau svör að það væri alls óvíst að flugbrautin hefði burðarþol til að geta tekið við stórum þotum. Satt að segja höf- um við aldrei skilið að menn skuli yfirhöfuð hafa einhverjar efa- semdir í því efni, einfaldlega vegna þess að undirstaðan er hreinn sandur og malarlag þar ofan á,“ sagði Snorri Björn og benti á að Akureyrarflugvöllur væri byggður við nákvæmlega sömu aðstæður og Alexanders- flugvöllur. Snorri sagðist að öðru leyti vera mjög ánægður með að fjár- veiting hafi fengist til hönnunar. „Það er klárt mál, að ef malbik kemst á flugvöllinn þá skapast skilyrði t.d. til þess að stórar vél- ar geti lent hér þegar veður leyfir ekki lendingar annars staðar. Eins skapast möguleikar til út- flutnings á laxi og jafnvel öðrum fiski með beinu flugi héðan,“ sagði Snorri Björn ennfremur. -bjb l

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.