Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 26. júlí 1990 Rás 2 dettur út í tíma og ótíma: Hvimleiðar bilanir og allt of algengar - segir Björn Sigmundsson tæknimaður á RÚVAK fréttir Hinir fjölmörgu hlustendur Rásar 2 á Norðurlandi hafa sjálfsagt orðið varir við þau tíðu skipti sem Rásin dettur út í tíma og ótíma. Nú síðast í gærmorgun datt Rásin út drykklanga stund og kom ekki inn aftur fyrr en rétt fyrir kl. 8.00. Björn Sigmundsson tæknimað- ur á RÚVAK á Akureyri, sagði í samtali við Dag, að bilunin í gærmorgun hefði verið frá Efsta- leitinu og að Múlastöðinni í Reykjavík. Hvað nákvæmlega hefði verið að, sagði hann að menn vissu ekki. „Þessar tíðu bilamr eru mjög hvimleiðar og allt of algengar. Hér á Norðurlandi er um mjög flókið kerfi að ræða og mun flókriara heldur en t.d. í Reykja- vík, þar sem einungis er sent beint úr Efstaleitinu og upp í sendinn á Vatnsendshæð," sagði Björn. Hann sagði ennfremur að þrátt fyrir að Rásin dytti oft út, tækist þeim nær undantekningarlaust að senda svæðisútvarpið út á aug- lýstum tímum. „Engu að síður er þetta afleitt mál með Rásina, þar sem t.d. er vitað að fjölmargir hlustendur nota útvarpsklukkur til þess að vekja sig á morgnana.“ KK Útlitsteikning af húsi aldraðra á Blönduósi. Blönduós: Framkvæmdir að heíjast við bygg- ingu 8 kaupleiguíbúða fyrir aldraða Húsnæðisstofnun ríkisins hef- ur lokið við að yfirfara tilboð í byggingu 8 kaupleiguíbúða fyr- Þid gerid betrí matarkaup ÍKEANETTO Athugið opið virka daga frá ki. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Kynnist NEITTÓ-verði ° KEA NETTÓ ir aldraða á Blönduósi. Eins og áður hefur verið greint frá í Degi, er þessi framkvæmd á vegum Félags eldri borgara í A.-Hún. Áætlað er að verkinu Ijúki haustið 1991. Húsið sem íbúðirnar eru í er 775 fm að grunnfleti og var hann- að hjá Húsnæðisstofnun. Sigur- bergur Árnason arkitekt hafði umsjón með því. Kostnaðaráætl- un hönnuða hljóðaði upp á 52,8 millj. kr. en verktakarnir fjórir sem send voru útboðsgögn, sendu allir inn tilboð á bilinu 85-89% af þeirri áætlun. Lægsta tilboðið kom frá Sigur- jóni Ólafssyni og Hlyni Tryggva- syni á Blönduósi og hljóðaði það upp á 45,1 millj. kr., sem er um 85,3% af kostnaðaráætlun. Tré- smiðjan Stígandi var með tæpar 46,5 millj. kr. eða 88% af kostn- aðaráætlun, Hjörleifur Júlíusson á Blönduósi bauð um 47 millj. kr. eða 89% af kostnaðaráætlun og Eðvarð Hallgrímsson á Skaga- strönd bauð 47,7 millj. kr. eða um 90,4% af kostnaðaráætlun. Að sögn Guðbjarts Ólafssonar byggingafulltrúa Blönduósbæjar verður verkinu hraðað eins og hægt er. Búið er að taka grunn- inn svo að sá sem hlýtur verkið getur hafist handa við bygging- una þegar hann vill. Guðbjartur taldi nær öruggt að lægsta tilboð- inu yrði tekið. Hann sagði ennfremur að verkið hefði verið talið dýrt í byggingu í byrjun en þegar búið var að reikna allt út, var bygging- arkostnaðurinn ekki nema tæpar 60 þús kr. á ferm. og þykir það nokkuð gott. Þessar íbúðir eru eins og áður hefur komið fram, fyrsti áfanginn hjá Félagi eldri borgara í A.-Hún. í byggingu íbúða á vegum þess og áformin hjóða upp á 30 slíkar á næstu árum. SBG Sumarbústaður í Hrísey: Vel bókaður fram á haustið - í eigu þriggja plskyldna á eynni í Hrísey er sumarbústaður í útleigu fyrir ferðamenn og er þetta þriðja sumarið sem Eyland sf. leigir bústaðinn út. Eyland er í eigu þriggja fjöl- skyldna í Hrísey og að sögn Narfa Björgvinssonar, eins af eigendum, hefur gengið ágæt- lega að leigja bústaðinn út í sumar. „Það er vel bókað fram í viku af september,“ sagði Narfi. Narfi sagði að sumarið hafi far- ið rólega af stað, en upp á síð- kastið hafi sumarbústaðurinn verið þéttbókaður. Bústaðurinn er 33 fermetrar að stærð með svefnlofti og getur tekið a.m.k. tvær stórar fjölskyldur. Narfi sagði að Eyland væri jafnvel að hugsa um að bæta við öðrum bústað, en það færi eftir fjár- magni. Það eru fyrst og fremst íslend- ingar sem hafa dvalið í bústaðn- um í Hrísey og komið víða af landinu, allt frá Njarðvík til Raufarhafnar. Narfi sagði að fólk hafi almennt verið ánægt með dvölina í Hrfsey. Aðspurður sagði hann að fátt stæði í vegi fyr- ir því að sumarbústaðahverfi gæti risið á eynni. Sumarbústaður Eylands sf. er sá eini í Hrísey sem er leigður út. Einstaklingar eiga einn bústað rétt hjá, og svo hefur íbúð verið til leigu fyrir starfsfólk Flugleiða í sumarfríi. bjb Landsvirkjun: Tekur 4,4 miUjarða króna erlent lán - lánstíminn sjö ár og lánið afl)orgunarlaust fyrstu þrjú árin Lánssamningur á milli Lands- virkjunar og Sumitomo Bank Limited í London og 17 ann- arra erlendra lánastofnana, var undirritaður í London fyrir helgi. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undirrit- aður af Davíð Oddssyni borg- arstjóra og Halldóri Jónatans- syni forstjóra. Upphæð lánsins nemur 75 milljónum Bandaríkjadollara eða 4.400 milljónum króna á núverandi gengi. Lánstíminn er7 ár og lánið afborgunarlaust fyrstu 3 árin. Vaxtakjör er millibanka- vextir í London (LIBOR) eins og þeir eru á hverjum tíma að við- bættu vaxtaálagi, 0,20% á ári. Lántökugjald nemur 0,225% af lánsfjárhæðinni í eitt skipti fyrir öll. Upphaflega átti þessi lántaka að nema 55 milljónum Banda- ríkjadollara en vegna þess hve lánsfjárútboðið hlaut góðar við- tökur á lánamarkaðnum var ákveðið að hækka lánsfjárhæðina í 75 milljónir Bandaríkjadollara. Af lánsfjárhæðinni verða 55 milljónir Bandaríkjadollara not- aðar til að fjármagna fram- kvæmdir Landsvirkjunar á árinu 1990, aðallega við Blönduvirkjun en 20 milljónir Bandaríkjadoll- ara verða notaðar til að greiða upp samsvarandi hluta af láni sem Landsvirkjun tók á árinu 1986 fyrir milligöngu Citicorp Investment Bank í London með óhagstæðari kjörum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.