Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 26. júlí 1990 í dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför Erlings Davíðssonar, fyrrverandi ritstjóra Dags. Mér er vissulega vandi á höndum að skrifa minningarorð um hann, vin minn og samstarfsmann um áratuga skeið. Kynni okkar Erlings hófust árið 1950, en þá var ég nemi í setningu í P.O.B. Þá tók hann við afgreiðslumannsstarfi við Dag, sem þá var vikublað. Var hann upp frá því eðlilega tíður gestur í prentsmiðjunni. Erlingur var á miðjum aldri þegar þetta var, en ég stráklingur. Með okk- ur tókst strax góð vinátta, sem Ý Kveðjuorð: Erlingur Davíðsson fyrrverandi ritstjóri Dags Fæddur 11. apríl 1912 - Dáinn 17. júlí 1990 hélst alveg til dauðadags hans. Samskipti okkar Erlings áttu síð- ar eftir að verða mjög mikil og góð. Erlingur var fæddur á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd, en foreldrar hans voru Davíð Sigurðsson, bóndi og hreppsstjóri, og María Jónsdótt- ir. Davíð var frá Glerá við Akur- eyri, en María móðir hans frá Hólum í Saurbæjarhreppi. Erlingur ólst upp við öll algeng bústörf þeirra tíma og hugur hans stefndi að því að verða bóndi. Hann settist því á skólabekk í Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1934 og lauk búfræðinám árið 1935. Að loknu námi lá leið hans að Laugaskóla í Reykjadal þar sem hann gerðist ráðsmaður eða bryti. Starf hans á Laugum fólst m.a. í því að hafa umsjón með matarfélagi skólans, en í skólanum voru yfir hundrað manns. Ráðskonur voru þrjár. Haustið 1935 kvæntist Erlingur eftirlifandi konu sinni, Katrínu Kristjánsdóttur frá Eyvík á Tjörnesi, en hún vann við skólann. Árið 1939 lá leið þeirra Erlings og Katrínar í Eyjafjörð- inn, og hann varð starfsmaður KEA. Kaupfélagið hafði keypt jörð- ina Klauf í Óngulsstaðahreppi og hóf þar kornrækt. Erlingur stjórnaði kornræktinni og síðar gróðurhúsunum á Brúnalaug. Árin þeirra í Eyjafirðinum urðu fjórtán. Sumarið 1950 urðu umskipti í lífi Erlings þegar hann skipti um starf og varð afgreiðslu- maður og auglýsingastjóri Dags á Akureyri. Síðar tók hann við afgreiðslu Tímans og Samvinn- unnar. Þetta sama sumar keypti svo Erlingur býlið Mela sunnan Akureyrar og rak þar smábúskap næstu árin ásamt störfum sínum við blaðið. Það var á þessum tímapunkti í ævi Erlings Davísðssonar sem ég kynntist honum. Okkur strákun- um í P.O.B. leist strax vel á þennan nýja starfsmann Dags. Þó þorðum við ekki að vera með neitt gaspur fyrst í stað við þenn- an fullorðna mann. Skipti mín við Erling urðu strax nokkru meiri en hinna strákanna, því ég sá um setningu auglýsinganna í Degi og hann kom með handritin af þeim til mín. Ritstjóri Dags á þeim tíma var Haukur Snorrason, skarp- greindur og snaggaralegur blaða- maður. Hann var um tíma einnig ritstjóri Samvinnunnar. Ég komst fljótlega að því að Erlingur Davíðsson var hug-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.