Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. júlí 1990 - DAGUR - 7 sjónamaður og hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðanir í anda ung- mennafélags- og samvinnuhreyf- ingarinnar. Næstu árin sinnti Erl- ingur sínum störfum við blaðið af mikilli elju og samviskusemi. Af og til á þessum árum ritaði hann smágreinar í blaðið og kom þá strax í ljós að hann kunni vel að halda á penna. Síðla árs 1955 fengum við í prentsmiðjunni ein- hvern pata af því að Haukur væri á förum suður og tæki við rit- stjórn Tímans. Ekki vissum við hver kæmi í hans stað. Mál þró- uðust svo að Erlingur tók við starfi Hauks og var það ekki auð- velt fyrir hann, því Haukur var viðurkenndur sem einn besti blaðamaðurinn á landinu. Nú hófst nýr kapítuli í lífi Erlings. Hann tekur við ritstjóra- starfi á útbreiddasta og stærsta vikublaði á landsbyggðinni, 55 ára að aldri. Ég er sannfærður um að hann sá aldrei eftir að hafa tekið þá ákvörðun. Hófst nú far- sæl stjórn hans á Degi, sem stóð óslitið í 24 ár. Á þessum árum komu út þrjú önnur vikublöð á Akureyri, því í þá daga fannst pólitísku tlokkunum í bænum nauðsynlegt að gefa út blöð til stuðnings sínum málstað, en oft held ég að launin fyrir slík út- gáfustörf hafi verið af skornum skammti. Hin blöðin voru íslend- ingur, Verkamaðurinn og Al- þýðumaðurinn. Ekki var fjárhagur Dags ýkja traustur, fyrstu ár Erlings á blað- inu. Erlingur var svo heppinn að skömmu eftir að hann tók við rit- stjórninni réðist ungur maður, Jóhann Karl Sigurðsson, til Dags. Hann sá um auglýsingar og afgreiðslu blaðsins. Undir sam- eiginlegri stjórn þeirra varð Dag- ur fjárhagslega sjálfstæður og vel það, því blaðið eignaðist sitt eig- ið húsnæði og prentvél og síðan leiddi eitt af öðru til þess sem er í dag. Dagur varð dagblað, fyrsta og eina dagblaðið á landsbyggð- inni. Eitt af fyrstu verkum Erlings eftir að hann tók við ritstjórninni var að koma upp neti fréttaritara á Norðurlandi eystra og vestra. Það var skynsamleg ákvörðun og efldi blaðið að mun. Einnig átti bindindishreyfingin og ung- mennafélagshreyfingin greiðan aðgang að blaðinu. Það kom fljótlega í ljós, eftir að Erlingur tók við ritstjórninni, að honum lét einkar vel að skrifa viðtöl við fólk. Leiddi þetta sfðar til þess að hann varð einhver mikilvirkasti ritari viðtalsbóka hér á iandi. Samskipti okkar urðu meiri eftir að hann tók við ritstjóra- starfinu. Léiddu þau síðar til þess að hann varð einn af mínum bestu vinum á lífsleiðinni. Gaf hann mér mörg góð ráð um dag- Erfingur Davíðsson, fyrrum ritstjóri Dags, lést þann 17. júlí, og er útför hans gerð í dag frá Akureyrarkirkju. Með honum er fallinn frá mikilhæfur persónu- leiki og virtur borgari á Akur- eyri. Erlingur fæddist 11. apríl árið 1912 á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri árið 1935, og starfaði eftir það í fjögur ár við Laugaskóla í Reykjadal. Sama ár og Erlingur braut- skráðist frá Hvanneyri gekk hann að eiga Katrínu Kristjánsdóttur frá Eyvík á Tjörnesi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Synir þeirra eru Davíð, háskólakennari í Revkiavík, Kristján, verslunar- ana. Ég fór að skipta mér af pólitík og átti sæti í blaðstjórn Dags. Eðlilega ræddum við Erl- ingur oft um blaðið og vorum við sammála um og ólum báðir þann draum í brjósti að Dagur yrði dagblað. Um stjórnmálaskoðanir Erl- ings er það að segja að hann var einlægur samvinnumaður, en samt ekki ýkja hrifinn af stjórn- málaþrasi. Hann var enginn framamaður og sóttist ekki eftir pólitískum vegtyllum. Fastur var hann á skoðunum sínum og eftir því sem kynni okkar jukust fann ég sífellt betur fyrir þessum eigin- leika Erlings. Langur vegur var frá því að við værum alltaf sam- mála í afstöðu til mála, og svo var einnig um mikinn vin okkar beggja, Sigurð Óla Brynjólfsson. Tókum við oft allmiklar brýnur, en skoðanaskiptin leiddu aldrei til annars en að menn skildu sátt- ir að kalla, eða urðu það strax daginn eftir. Sennilega vorum við þremenningarnir andlega skyldir. Við vildum ekki láta okkar hlut fyrr en í fulla hnefana. Þótt Erlingur væri fastur fyrir í sínum skoðunum, var alltaf grunnt á glettni og gamansemi hjá honum. Frásagnarmaður var hann góður og fjölfróður um menn og málefni. Það sem mér fannst mest um vert í fari hans var hin einlæga vinátta sem þeir áttu að mæta sem þekktu hann best. Ráðhollur var hann með afbrigðum og ræddum við oft saman viðkvæm einkamál. Sagði hann mér oft til syndanna í sam- bandi við áfengismál. Þegar ég tók stærstu ákvörðun lífs míns, að hætta störfum hjá P.O.B. og taka ásamt öðrum við rekstri P.B.J., leitaði ég til Erlings og spurði hann ráða. Það var í fyrsta og eina skiptið sem Erlingur varð alveg orðlaus, er ég leitaði til hans. Hann horfði langa stund á mig þegjandi, en sagði svo: „Svavar minn, ég get ekki ráðlagt þér í þessum efnum. Þessa ákvörðun verður þú að taka sjálfur." Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem mér varð ljóst að á þessari stundu ótt- aðist Erlingur að ég tæki ranga ákvörðun, og að miklir erfiðleik- ar væru framundan hjá mér. Erlingur var vel heilsuhraustur fram eftir aldri og þoldi vinnu- álag vel. Ég man varla eftir að hann væri veikur, og sumarfríin hans voru af skornum skammti, aldrei samfelld heldur aðeins dagur og dagur. Það vita þeir ein- ir sem reynt hafa að gífurleg streita fylgir því að vera einn á báti með blað, þótt það kæmi ekki út nema vikulega. Þetta fékk Erlingur að reyna. Aðstæð- ur í skrifstofum Dags í Hafnar- stræti 90 voru hinar erfiðustu og mikill gestagangur, því margir vildu hitta ritstjóra blaðsins að máli er þeir áttu leið til Akureyr- ar. Erill var því mikill og annríki á skrifstofunni, ekki síst þegar kosningar voru framundan. Þessu öllu tók Erlingur með jafn- aðargeði. Menn sem komu til Erlings hugleiddu kannski ekki að blaðið þyrfti að koma út á ákveðnum tíma, og enginn annar en ritstjór- inn bar ábyrgð á því að nægilegt efni lægi fyrir. Það fór því oft svo að bestu stundir Erlings til rit- starfa voru laugardagar og jafn- vel sunnudagar, og það veit ég að ekki var talað um aukavinnu. Þannig var þetta í þá daga, engin stimpilklukka, engin tímamæl- ing, en verkin unnin af skyldu- rækni og alúð, burtséð frá af- rakstrinum í launaumslagið. Þannig var Erlingur, og reyndar margir fleiri á þeim árum. Þeir voru góðir kunningjar og vinir, Jóhannes Óli Sæmundsson og Erlingur. Jóhannes Óli var hugsjónamaður. Hann var orð- inn vel fullorðinn og átti og rak fornbókaverslunina Fögruhlíð í húsi sínu í Glerárhverfi. Árið 1970 ákvað Jóhannes, í samráði viö Erling, að hefja útgáfu á tímaritinu Súlum. Kom fyrsta heftið út 1971. Erlingur var með- ritstjóri með Jóhannesi og skrif- aði nokkra þætti í ritið. Súlur koma enn út, nú á vegum Sögu- félags Eyfirðinga. Jóhannes var mikill bókamað- ur, og ákvað á árinu 1971 að gefa út æviminningar Jóhanns Daníels Baldvinssonar, sem Erlingur var að vinna að, og ákveðið var að bókin „Jói norski“ kæmi út árið 1972. Þannig hófust afskipti Erl- ings af bókaútgáfu og ritun bóka. Bókaútgáfan Skjaldborg, sem ég og fleiri stofnuðum, hafði gef- ið út nokkrar bækur þegar hér var komið sögu. Einu sinni sem oftar, þegar ég leit við á skrif- stofu Dags að Hafnarstræti 90 til viðræðna við Erling, spurði hann mig hvernig bókaútgáfan gengi. Hann hafði áður sagt mér frá samvinnu sinni og Jóhannesar Óla. Þar kom tali okkar að ég spurði Erling hvort hann væri ekki til í að skrifa bók fyrir Skjaldborg. Hann vildi fá að vita hverskonar bók ég hefði í huga. Sagði ég honum þá að það gæti orðið vinsælt bókarefni að taka viðtöl við eldra fólk, og nefndi nöfn nokkurra Akureyringa, sem mér fannst að gætu verið í þessari fyrstu bók. Ekki ræddum við meira um þetta að sinni, enda stóð ég ekki lengi við í þetta sinn. Nokkrum dögum síðar hitt- umst við Erlingur aftur og það fyrsta sem hann sagði var: „Þú hefur trú á að svona bækur seljist.“ Ég kvað já við því. Hann hafði hugleitt málið í nokkra daga og leist vel á þetta bókar- form, viðtöl við eldra fólk. Til að gera langa sögu stutta ákvað Erl- ingur nú að taka þetta verk að sér. Ekki var fyrirfram ákveðið hversu margir viðmælendur yrðu í hverju bindi, og má segja að til- viljun hafi ráðið að þeir urðu sjö í fyrsta bindinu. Erlingur hófst handa við við- tölin og í nóvember 1972 kom út fyrsta bindið í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið.“ Þeirri bók var mjög vel tekið, og ákveðið að halda útgáfunni áfram. Þannig hófust viðskipti bókaútgáfunnar Skjaldborgar og Erlings Davíðs- sonar. Samvinna þessi hélst svo óslitið í 18 ár, með miklum ágæt- um. Síðasta bindið af „Aldnir hafa orðið“ kom út í nóvember á síðasta ári. Árið 1975 þróuðust mál svo hjá Skjaldborg að Björn Eiríks- son gerðist einn aðaleigandi fyrir- tækisins, en Björn á Skjaldborg nú ásamt fjölskyldu sinni. Þeir Erlingur og Björn þekktust vel frá þeim tíma að Björn var nemi í prentiðn hjá P.O.B. Tókst strax með þeim góð vinátta sem entist öll þessi ár. Eins og áður sagði var vinnu- þrek Erlings með ólíkindum mikið. Ég held að það sé nærri lagi að hann hafi tekið um 250 viðtöl, öll á segulband, sem síðan voru unnin á ritvélina góðu, á þessum 18 árum. Bækur Erlings urðu 32, en auk þess ritaði hann þætti í bækur sem aðrir gáfu út. Skjaldborg gaf út 30 bækur eftir Erling. Árið 1979 veiktist Erlingur af kransæðasjúkdómi, en varla er hægt að segja að honum hafi orð- ið misdægurt fram að því. í lok ársins 1979 lét hann af störfum sem ritstjóri Dags, eftir að hafa gegnt starfinu samfleytt í 24 ár. Erlingur tók sjúkleika sínum af karlmennsku, en greinilegt var að veikindin höfðu mikil áhrif á hann, þótt hann gæfi sig hvergi. Til marks um það er þetta: Átt- unda bindið af „Aldnir hafa orðið“ var í próförk um það leyti sem Erlingur veiktist. Ekki voru liðnir margir dagar er hann hafði samband við Björn ofan af sjúkra- húsi, og vildi fá að sjá prófarkir. Björn fór uppeftir. Ekki hafði hann staldrað lengið við er hjúkr- unarkona vindur sér inn í sjúkra- stofuna og sér að Erlingur er að fletta blöðum. Hún snýr sér að honum og segir með miklum þunga að þetta megi hann ekki, honum sé stranglega bannað að vinna nokkuð. Erlingur snéri sér þegar við, segist ekki vera að vinna enda sé engin vinnuaðstaða á þessum stað. Eftir þetta fyrsta áfall varð Erl- ingur ekki samur maður, en hann lærði að lifa með sjúkdóminn það sem eftir var. Ekki lét hann bug- ast fyrr en kallið kom. Erlingur átti sitt tómstunda- gaman, en það var stangveiði. Hann notaði hinn stopula frítíma sinn yfir sumarið til veiða, og skipti ekki öllu máli hvaða fisk- tegund veidd var, ufsi, þorskur, silungur eða lax. Veiðifélaga átti hann marga og góða og varð Björn Eiríkisson einn af þeim. Hann lýsir undirbúningi laxveið- anna í Vopnafirði svo: Veiðileyf- um var úthlutað um áramótin, síðan var veiðiferðin undirbúin allan veturinn. Loks rann stóra stundin upp. Veiðifélagarnir voru, auk Érlings og Björns, Bjarni Jóhannesson skipstjóri, Jóhann Ögmundsson og fleiri. Allt var í föstum skorðum hjá þeim gömlu. Mæting klukkan sex að morgni brottfarardagsins á Krókeyri. Síðan var stöðvað á ákveðnum stöðum á leiðinni austur í Vopnafjörð og drukkið kaffi. Veiðiferðir þessar voru oft stórkostleg upplifun og Björn, sem oft var með Erlingi, segist hafa lært mikið í þeim ferðum. Annað tómstundagaman Erl- ings var að fylgjast með íþrótt- um, og ekki spillti fyrir að sonar- synir hans tveir, Erlingur og Jón, voru burðarásar hjá K.A., bæði í handknattleik og knattspyrnu. í fyrrasumar hittumst við Erlingur einhverju sinni og þá sagði hann við mig: „Það gengur vel hjá strákunum.“ Ég játti því. Þá seg- ir hann að nafni sinn hafi platað sig til að gerast styrktaraðili K.A. það sumarið, „og þeir vinna nú hvern leikinn á fætur öðrum.“ Nú brosti Erlingur, og ég vissi auð- vitað að honunr þótti ekki verra að strákarnir ynnu sem flesta leiki. Ótalin eru störf Erlings að málefnun Félags aldraðra á Akureýri. Hann settist í stjórn þess þegar við stofnun, árið 1982. Jón Sólnes varð fyrsti formaður félagsins, en Erlingur tók við eft- ir fráfall Jóns. Erlingur var einnig í framkvæmdanefnd um íbúða- byggingar aldraðra við Víðilund. Þar eru nú risin tvö 30 íbúða hús og þjónustukjarni rís á næstunni. Þrátt fyrir mikil veikindi hlífði Erlingur sér ekki, ef hann gat lagt góðu málefni lið. Þannig var hann. Ég hef reynt í þessum kveðju- orðum að draga upp mynd af Erlingi Davíðssyni. Hann verður mér ógleymanlegur, Ég lýk þessum orðum með til- vitnun í texta á bókarkápu í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið": Með hinum öldnu hverf- ur jafnan mikill fróðleikur, er þeir falla í valinn, sem betur er geymdur en gleymdur. Þótt Erl- ingur Davíðsson sé fallinn í val- inn munu bækurnar hans áfram halda minningu hans á lofti, um ókomin ár. Svavar Ottesen. Kveðja M blaðstjóm Dags maður á Akureyri, Sigfús, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum í New York, og Bergur, bílasmið- ur á Akureyri. Árið 1939 hóf Erlingur störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, við kornrækt og ylrækt á bæjunum Klauf og Brúnalaug í Önguls- staðahreppi. Eftir 11 ára starf hjá KEA gerðist hann starfsmaður Dags, árið 1950. Það var mikil gæfa fyrir Dag að Erlingur Davíðsson skyldi ráðast til starfa hjá blaðinu. I fyrstu var hann auglýsingastjóri og af- greiðslumaður Dags, en eftir sex ár í því starfi tók hann við rit- stjórastarfinu af Hauki Snorra- syni. Það var árið 1956. Erlingur hafði því starfað um nærfellt þriggja áratuga skeið við Dag, er hann lét af ritstjórastörfum árið 1979. Þeir sem þekktu Erling og störf hans vita að þar fór maður sem hvergi hiífði sér og gerði alltaf miklar kröfur til sjálfs sín. Hag blaðsins bar hann alla tíð fyrir brjósti og reyndi í hvívetna að gera veg þess sem mestan. í dag njótum við uppskerunnar af því brautry ðj endastarfi. Erlingur Davíðsson var sjálf- um sér samkvæmur, fastur fyrir í skoðunum en vinsæll meðal sam- starfsmanna. Sjaldan tók hann sér frí frá störfum, og venjulega aðeins örfáa daga á ári. Sam- viskusemi og vinnusemi ein- kenndu hann öðru fremur, ásamt hugsjónaglóð í anda samvinnu- stefnu og ungmennafélagshreyf- ingar. Hæfiieiki til ritstarfa og frá- sagnargáfa var Erlingi í blóð borinn, eins og fjölmargar bækur hans bera vott um. Þar gætir sömu vönduðu vinnubragðanna og einkenndu starf hans sem rit- stjóra Dags. Dagur var ekki stór í sniðum þegar Erlingur tók þar við stjórn- artaumum. Á litlu vikublaði verður ritstjórinn að ganga í öll verk þegar þörf krefur, og oft varð vinnudagurinn bæði langur og strangur. Erlingur Davíðsson var ekki maður sem lét bugast af mótlæti, hann efldist við hverja raun, og Dagur dafnaði og óx undir hans stjórn. Á ritstjóraferli sínum kapp- kostaði Erlingur Davíðsson að birta mannbætandi greinar og fróðleik í Degi, jákvæðar fréttir og efni sem höfðaði til norð- lenskra byggða, dreifbýlis jafnt sem þéttbýlis. Hann gleymdi ekki fámennu byggðarlögunum, og hafði víða fréttaritara til að afla frétta frá sem flestum stöðum á Norðurlandi. Af þessum sökum m.a. varð blaðið svo vinsælt sem raun varð á. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja Erling Davíðs- son og þakka fyrir fórnfús störf hans um áratugaskeið. Eftirlif- andi eiginkonu hans, sonum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blaðstjórn Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.