Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. júlí 1990 - DAGUR - 9 af erlendum veffvangi Brennivín veldur oft höfiiðverk - en getur einnig linað höfuðverk Aðalfundur Hlutar hf. Vegna slæmrar mætingar á áður boðaðan aðalfund Hlutar hf. 3. júlí sl., er ákveðið að boða til annars fundar í Áshóli í Grýtubakkahreppi, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 21.00. Dagskrá samkvæmt fyrri boðun. Pað eru ekki bara þeir, sem mest svolgra, sem verður illt í höfðinu eftir brennivínsdrykkju. Til er fólk, sem fær höfuðverk, þótt það drekki aðeins vínblöndu úr einu glasi. Höfuðverkurinn lýsir sér þá með miklum sársauka í hnakkanum og/eða við gagn- augun. Skýringin á þessu er sú, að áfengi víkkar æðarnar í höfð- inu. Það er orsök þess, að höfuð- verkur, sem tengist mígreni og annar höfuðverkur svipaðs eðlis, þ.e.a.s. verkur, sem er í beinu sambandi við blóðrennslið um slagæðarnar, versnar við áfengis- neyslu. Flestir þeirra, sem þjást af höfuðverk, er orsakast af spennu eða áhyggjum, kannast hins veg- ar við það, að áfengi getur dregið úr þjáningunum. Sé þér ekki ljóst, lesandi góður hvort það er mígreni eða spenna, sem veldur þér höfuðverk, getur þú komist að niðurstöðu um það, með því að kanna, hver áhrif brennivín hefur á þig. Ef höfuðverkurinn versnar, þá er það einhver tegund mígrenis, sem þjáir þig. En dragi úr höfuð- verknum, má reikna með að hann sé þeirrar tegundar, sem orsakast af spennu eða áhyggj- um. En þú skalt ekki lækna höfuðverkinn með brennivíni í hvert skipti, sem hans verður vart, því að þá færð þú bara ennþá meiri höfuðverk. (Benct Bengtsson í Fakta 7/89. - Þ.J.) Hvaðan er aprílgabbið ættað? Stjórnin. Verkstjórar! Verkstjóra vantar í frystingu við frystihús á Ólafsfirði. Einnig vantar verkstjóra í saltfiskvinnslu. Nánari upplýsingar gefa Þorsteinn Ásgeirsson í síma 96-62268 og Gunnar Þór Magnússon í síma 96-62205 og 62139. Það eru uppi ýmsar kenningar um það, hvers vegna við reynum að leika á náungann 1. apríl og fyrirgefst það fremur en aðra daga. Sumir telja, að aprílgabbið tengist fornum vorhátíðum í Suð- ur-Evrópu. Amerískir sagn- fræðingar hafa nýverið sett fram þá kenningu, að aprílgabbið eigi upptök sín í Frakklandi á 16. öld. Þar, eins og víða um lönd, var vani að fagna nýju ári með viku- langri hátíð. Menn færðu hver öðrum gjafir og enduðu vikuna með miklum veisluhöldum. Á fyrri öldum kristninnar tald- ist nýja árið hins vegar ekki hefj- ast 1. janúar, eins og nú er, held- ur um páskaleytið (25. mars) og sums staðar 25. desember. Karl 4. frakkakonungur var ekki neinn andstæðingur nýjárs- hátíðanna, en það var einn þáttur í aðgerðum hans til að koma skipulagi á stjórn ríkisins, að hann ákvað, að nýjárshátíð skyldi haldin á sama tíma um allt landið. Því var það, að hann gaf út tilskipun þess efnis, að árið 1564 skyldi hefjast 1. janúar um gervallt kóngsríkið. En Frakkland var stórt og vanabundið ríki, og opinber skjöl, sem dagsett eru samkvæmt fyrra tímatali, sýna að það tók tímann sinn, að nýjársbreytingin kæmi að fullu til framkvæmda. Fólk hélt áfram að fagna nýju ári 25. mars og viku fram á nýja árið, þó að smám saman breyttist þetta. En þá kom nýr siður til sögu í lífi þjóðarinnar. 1. apríl var ekki lengur opinber hátíðisdagur. Eigi að síður buðu sumir vinum og kunningjum til hefðbundins veisluhalds. Svo áttu þeir það til að standa á gægjum bak við tré eða húshorn og njósna um hátíð- arbúna gestina, sem komu að auðum veislusölum.... Fimmtíu árum síðar tóku þýsk- ir upp sama sið, hafa kannski lært hann í þrjátíu ára stríðinu. í Englandi, þar sem íhaldssemi hefur löngum verið mikil, var haldið upp á 25. mars sem nýjárs- dag allt til ársins 1752. En ári síð- ar byrjuðu líka enskir á að láta hver annan hlaupa 1. apríl. (Odd Letnes í Fakta 7/89. - Þ.J.) Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar^S? 96-24222 [ tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækiö til Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðið Dag. Koss leiðir af kossi Þú skalt kyssa þann, sem þú elsk- ar - oft. Þá endist ástin lengur. Þetta fullyrðir enskur vísinda- maður, sem Bubba heitir Nichol- son, og færir rök fyrir sínu máli. Þegar varir þínar snerta blíð- lega við húð ástvinar þíns, berst efni, sem líkist hormónum, frá honum til þín. En efni þetta, sebum, er í húðfitunni, og er skylt lyktarmerkjaefnum þeim, sem vekja losta hjá dýrum, og verka fá svipaðan hátt og vanda- bindandi eiturlyf. Sá er munur- inn, að þetta efni hefur engin skaðleg áhrif. Bubba Nicholson telur, að þetta efni valdi líffræðilegum breytingum í líkamanum, er tengist ást og hrifningu. Fram- leiðsla efnisins vex mjög við kynhrif og er almennt veruleg á kynþroskaaldrinum. Bæði hjá körlum og konum er hún mest á milli tvítugs- og þrítugsaldurs, árunum sem frjósemi manna er mest. Þungaðar konur framleiða sér- staklega mikið af þessu efni. Það er að öllum líkindum til þess gert frá náttúrunnar hendi að fá karl- manninn til að annast um konuna og sýna henni blíðu, þegar hún þarf mest á því að halda, telur Nicholson. Sérstök umönnun karlmannsins gæti kannski líka komið til af því, að honum „þyki vænt um“ konuna, en þess konar tilgátur eru ekki viðfangsefni Nicholsons. (Bengt Bengtsson í Fakta 7/89. - Þ.J.) Reglur keppninnar eru einfaldar: Öllum er heimil þátttaka. Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. Æskileg stærö mynda er 10x15 cm. Keppnin stendur yfir til 15. september nk. Tekiö er á móti myndum í verslunum Pedromynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. Veitt veröa tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi myndefni“ (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eöa form. % Dagur áskilur sér rétt til aö birta þær myndir sem til álita koma, sér að kostnaöarlausu. Úrslit verða tilkynnt um miöjan október. Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni! Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur. cPedIÖ/Hyníílr, Hafnarstræti 98, sími 23520 • Hofsbót 4, simi 23324 Strandgötu 31, sími 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.