Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 11
 Fimmtudagur 26. júlí 1990 - DAGUR - 11 2. flokkur: Guðmundur með þrennu - þegar Þór vann Stjörnuna 4:1 Verðlaunahafar í 5000 m hlaupi, f.v.: Ólafur Gunnarsson ÍR, Rögnvaldur Ingþórsson UMSE og Orri Pétursson UMSK. Rögnvaldur vann bæði 1500 og 5000 m hlaupin- Mynd: jhb Opið mót UFA: Gunnar Guðmundsson náði langbesta árangrinum 2. flokkur Þórs vann öruggan sigur á Stjörnunni á Þórsvelli í fyrrakvöld. Eftir að Þórsarar höfðu haft eins marks forystu í leikhléi tóku þeir ærlega við sér í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk í röð áður en gest- unum tókst að svara fyrir sig. Það var Guðmundur Bene- diktsson sem náði forystunni fyrir Þór snemma í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Axels Vatnsdal. Eftir markið náðu Sjörnumenn yfirhöndinni en náðu ekki að skapa sér færi og staðan í hléi var 1:0. Þórsarar mættu mjög grimmir eftir hlé og Axel Vatnsdal skor- aði fljótlega þegar hann fékk stungusendingu og lék á mark- Guðmundur Bencdiktsson. Mynd: JHB Golf: Landsmótið hefst í dag 49. Landsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Mótið stendur yfir til 4. ágúst. Mótið er tvískipt þannig að í dag byrjar 2. flokkur kvenna og 2. og 3. flokkur karla. Meistaraflokkar karla og kvenna og 1. flokkur karla og kvenna byrja hins vegar ekki fyrr en 1. ágúst. manninn. Skömmu síðar átti Steindór Gíslason skot að marki Stjörnunnar og Guðmundur stýrði boltanum í netið með hælnum og breytti stöðunni í 3:0. Guðmundur skoraði einnig fjórða mark Þórs og var það einkar glæsilegt. Hann fékk bolt- ann við miðlínu vallarins og lék upp allan völlinn, framhjá þrem- ur Stjörnumönnum og inn í teig- inn. Á markateigshorninu kom markmaðurinn út á móti honum en Guðmundur vippaði laglega yfir hann úr þröngri stöðu og í fjærhornið. Algert einstaklings- framtak og ótrúlega glæsilega gert hjá þessum bráðefnilega og stórskemmtilega knattspyrnu- manni. Ætti að vera óhætt að spá honum bjarti framtíð í íþróttinni. Skömmu fyrir leikslok minnk- aði Kristinn Lárusson muninn fyrir Stjörnuna með laglegu skallamarki. Sigur Þórs var sanngjarn og liðið lék mjög vel í sein'ni hálf- leiknum. Verður gaman að sjá hvað liðið gerir á laugardaginn en þá mætir það Fram í undanúrslit- um bikarkeppninnar. 2. flokkur: Stórsigur ÍAáKA ÍA burstaði KA 7:1 í 2. flokki á KA-velIinum í fyrrakvöld. Staðan í hléi var 1:1 en í seinni hálfleik tóku Skagamenn öll völd á vellinum og áttu KA- menn aldrei möguleika eftir það. Það voru KA-menn sem urðu fyrri til að skora í jöfnum fyrri hálfleik og var þar að verki Helgi Níelsson. Skagamenn jöfnuðu og fengu bæði lið færi til að skora fleiri mörk fyrir hlé. í seinni hálfleik hreinlega rúll- uðu síðan Skagamenn yfir KA- liðið sem náði sér aldrei á strik. Stefán Þórðarsson og Bjarki Gunnlaugsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍA og Arnar Gunn- laugsson, Bjarki Pétursson og Hreiðar Bjarnason skoruðu eitt hver. Um síðustu helgi fór fram á Akureyrarvelli Opið mót UFA í frjálsum íþróttum. Mótið var liður í stigakeppni Frjálsíþrótta- sambandsins. Þátttaka í karla- greinum var ágæt en lakari í kvennagreinunum. Engin stór- afrek voru unnin á mótinu en árangur í nokkrum greinum var þó ágætur. Langbestum árangri náði Gunnar Guðmundsson úr FH. Hann hljóp 100 m á 10,8 sek. og 400 m á 49,6 sem er mjög gott. Þá hljóp Oddný Árnadóttir, FH, 100 m á 12,4 sek og Birgitta Guðjónsdóttir og Valdís Hall- grímsdóttir, báðar úr UMSE, hlupu 100 m grindahlaup á 15,5 og 15,6 sek. sem er nálægt þeirra besta árangri. Skýringin á dræmri þátttöku í kvennagreinunum liggur senni- lega í hversu stutt var síðan Landsmóti UMFÍ lauk, auk þess sem stutt er í næsta stórmót sem er deildakeppnin um næstu helgi. Veður var mjög gott meðan á mótinu stóð en þó fór vindur upp fyrir viðmiðunarmörk í tveimur greinum, 100 m grindahlaupi kvenna og 100 m hlaupi karla. Urslit í einstökum greinum fara hér á eftir. Konur 100 m grindahlíiup (vindur ól.) 1. Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE 15,5 2. Valdís Hallgrímsdóttir, UMSE 15,6 100 m hlaup 1. Oddný Arnadóttir, ÍR 12,4 2. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 13,1 3. Hulda Olafsdóttir, HSÞ 13,3 4. Hólmfríður Erlingsdóttir, UMSE 13,3 5. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, HSÞ 13,5 400 m hlaup 1. Oddný Arnadóttir, ÍR 58,2 2. Valdís Hallgrímsdóttir, UMSE 63,0 800 m hlaup 1. Margrét Brynjólfsd., UMSB 2:24,7 2. Lillý Viðarsdóttir, UÍA 2:26,9 3. Þorbjörg Jensdóttir, ÍR 2:31,5 4. Arnfríður G. Arngrímsd., HSÞ 3:02,2 3000 m hlaup 1. Sigríður Gunnarsd., UMSE 12:57,6 Hástökk 1. Maríanna Hansen, UMSE 1,50 2. -3. Guðný Sveinbjörnsdóttir, HSÞ 1,45 2.-3. Erla Valdís Jónsdóttir, HSÞ 1,45 Kringlukast 1. Stefanía Guðmundsdóttir, HSÞ 28,88 2. Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE 27,80 Karlar 100 m hlaup (vindur ól.) 1. Gunnar Guðmundsson. FH 10,8 2. Þórarinn Pétursson, UMSE 11,7 3. -4. Ketill Sverrisson, HSÞ 11,9 3.-4. Pétur Friðriksson, UMSE 11,9 5. Sigurður Magnússon, UFA 12,3 400 m hlaup 1. Gunnar Guðmundsson, FH 49,6 2. Sigurbjörn Arngrímsson, HSÞ 56,7 3. Stefán Thorarensen, UMSE 64,9 1500 nt hlaup 1. RögnvaldurIngþórsson,UMSE 4:09,7 2. Daníel S. Guðm.son, USAH 4:11,8 3. Gunnlaugur Skúlason, UMSS 4:17,4 4. Jóhann Ingibergsson, FH 4:20,9 5. Jón Stefánsson, UFA 4:21,8 5000 m hlaup 1. Rögnvaldur Ingþórss., UMSE 16:38,9 2. Ólafur Gunnarsson, ÍR 16:59,0 3. Orri Pétursson, UMSK 17:09,9 4. Sveinn Erntsson, ÍR 17:20,2 5. Sigurður Jónatansson, ÍR 18:34,4 Langstökk 1. Jón Oddsson, KR 6,65 2. Unnar Vilhjálmsson, HSÞ 6,30 3. Óskar Finnbjörnsson, ÍR 6,15 4. Friðrik Þór Oskarsson, ÍR 6,05 5. Hreinn Hringsson, UMSE 5,66 Kúluvarp 1. Unnar Vilhjálmsson, HSÞ 13,43 2. Hclgi Björnsson, UDN 11,53 3. Hreinn Karlsson, UMSE 11,08 4. Ævar Austfjörð, HSÞ 9,76 5. Pétur Friðriksson, UMSE 9,56 Spjótkast 1. Gunnar Sigurðsson, UMSE 51,81 2. Hallgrímur Matthíasson, UMSE 50,84 3. Pétur Friðriksson, UMSE 49,74 Handknattleikur: Líklegt að Jan Larsen þjáM Þór - kom KA í 1. deild 1983 Danski handknattleiksþjálf- arinn Jan Larsen þjálfar að öllum líkindum liö Þórs á næsta keppnistímabili. Hann er nú staddur á Akureyri til að ræða við forráðamenn félagsins. Larsen hefur komið víða við, hann þjálfaði t.d. 2. deildarlið KA keppnistíma- bilið 1982-’83 og kom því upp í 1. deild. „Við höfuni staðið í samningaviðræðum við Larsen að undanförnu en það hefur ekki enn verið skrifað undir. Þetta skýrist endanlega um helgina," sagði Kristinn Sigur- harðarson, formaður hand- knattleiksdeildar Þórs í samtah við Dag. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið rætt um þriggja ára santning. Þórsarar hafa verið að leita nokkuð lengi fyrir sér með er- lendan þjálfara sem jafnvel gæti leikið með liðinu. Höfðu þeir aðallega leitað fyrir sér í Aust- ur-Evrópulöndunum þar til Larsen kom inn í myndina. „Okkur finnst þetta miklu betri kostur og nú er verið að ræða um allt aðra hluti. Nú erum við ekki að kaupa leikmenn dýrum dómum til að komá liðinu strax upp í 1. deild heldur ætlum við að byggja upp okkar eigið lið,“ sagði Kristinn. Larsen hefur þjálfað hjá danska 1. deildarliðinu Ribe sl. ár. Síðasta vetur hafði hann yfirumsjón með þjálfum allra flokka félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.