Dagur - 27.07.1990, Side 1

Dagur - 27.07.1990, Side 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 27. júlí 1990 142. Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Löggæsla verður í lagi í Húnaveri - segir Jón ísberg sýslumaður „Löggæslan veröur í lagi, en fjöldi lögreglumanna fer eft- ir atvikum. Ef það koma mjög margir þá verður bara fjölgað og viö erum búnir að tryggja okkur heilmikinn mannskap ef í það fer,“ segir Jón ísberg, sýslumaður Hún- vetninga, um löggæslu í tengsl- um við Húnavershátíðina um verslunarmannahelgina. Grenivík: Mikið að gera hjá Kaldbak Mikil vinna hefur undanfarið verið í frystihúsi Kaldbaks hf. á Grenivík. Unnið var á laug- ardaginn um síðustu helgi, en alla helgina vikuna áður. Hrafnhildur Áskelsdóttir, verkstjóri hjá Kaldbak, segir að milli 50 og 60 manns vinni nú í frystihúsinu, en það er svo margt vegna þess að skólafólk sækir mikið vinnu þangað yfir sumar- tímann. Sjöfnin er komin á rækju en togarinn Frosti er á hefðbundn- um botnfiskveiðum. í fyrravor var fremur lítið að gera hjá Kaldbak, en þó hélst alltaf átta tíma vinnudagur. Eftir því sem leið á sumarið varð meira að gera. í ár er ástandið mun betra, og mikil helgarvinna hefur verið í júlímánuði. í fyrra var töluverð skreiðarvinna hjá Kaldbak, en í ár er engin skreið verkuð nema hausar. „Við höfum fengið mikið af botnfiski þennan mánuð, júlí- mánuður hefur verið þannig að mikið hefur verið að gera, og útlitið er ennþá gott hérna, hvað sem verður í haust,“ segir Hrafn- hildur. EHB Ekki er nú nema vika þar til fjörið byrjar í Húnaveri, undir- búningur stendur yfir og eftir helgi verður m.a. 16 vatnssalern- um komið fyrir til viðbótar við þau 10 sem fyrir eru oggæslu- og sjúkraaðstaða girt af. I gær var verið að ljúka við vatnslagnir á svæðinu að sögn Gests Pálssonar, húsvarðar í Húnaveri. Jón ísberg sagði að enginn ótti væri hjá löggæslumönnum vegna hátíðarinnar, það hefði gengið ágætlega í fyrra og vonandi yrði því eins farið í ár. Að sögn Jóns var svarti bletturinn á hátíðinni í fyrra sá, að sorphreinsun brást, en nú sagði hann aö búið væri að ganga frá öruggum samningum í því sambandi. „Við, þessir aðilar sem unnum að hátíðinni í fyrra, hittumst eftir hana og ræddum um hvað hefði farið úrskeiðis og samkvæmt þvf gerum við ráðstafanir núna,“ sagði Jón fsberg sýslumaður. SBG (Jtför Erlings Davíðssonar, fyrrv. ritstjóra Dags, fór fram frá Akureyrarkirkju í gær. Mikið fjölmenni var við útför- ina. Ljósmyndari Dags tók myndina er synir og sonarsynir Erlings báru kistuna úr kirkju. Fjárhagserflðleikar steðja að mörgum ungum fjölskyldum á Akurevri - fjölskyldufólk leitar í auknum mæli hjálpar vegna peningamála þegar það sér ekki fram úr skuldunum Fjárhagserfiðleikar og hjóna- skilnaðir meðal ungs fólks virðast fara vaxandi á Akur- eyri. Dagur hafði samband við tvo sóknarpresta á Akureyri, og telja þeir báðir að vaxandi erfiðleika gæti hjá mörgum fjölskyldum vegna peninga- mála og minnkandi atvinnu hjá fjölmörgum fjölskyldum í bænum. Séra Pétur Þórarinsson, sókn- arprestur, segir að frá áramótum fram til vors hafi a.m.k. þrjátíu pör komið til sín vegna vanda- mála sem rekja má beint til fjár- hagserfiðleika. Dæmigert tilvik eru hjón á þrítugsaldri, sem eru að missa sína fyrstu íbúð. Stund- um spilar Bakkus inn í myndina þegar gripið er til tlöskunnar til að deyfa áhyggjurnar, og marg- víslegir harmleikir steðja að fólk- inu, þegar það sér fram á að ráða ekki við vanskilin. Pá er það áberandi að unga fólkið gerir oft miklar kröfur til lífsins, og margir vilja t.d. kaupa allt nýtt inn í íbúðir sínar. Pá virðist það vera Brunamálastofnun íslands gerir skýrslu um Krossanesbrunann: Engiim vélstjóri hafði eftirBt með gufukatlinum Skýrsla Brunamálastofnunar íslands vegna eldsvoðans í Krossanesverksmiðjunni um áramótin hefur ekki enn verið birt opinberlega. Þar kemur fram að ekki hafi verið starf- andi neinn vélstjóri í Krossa- nesi þegar bruninn varð, en svartolíukatlar af þeirri gerð sem eldsupptök voru rakin til krefjist kunnáttusamlegrar umhirðu réttindamanna. Hjá Brunamálastofnun fengust þær upplýsingar að brunamála- stjóri væri að vinna við lokafrá- gang skýrslunnar, en hún verður birt í haust. Guðmundur Gunn- arsson, verkfræðingur hjá Bruna- málastofnun, segir að eldsupptök hafi verið við svartolíukyntan gufuketil, eins og áður heíur komið fram. Guðmundur segir að óeðlilegt hafi verið að kynda svartolíuket- ilinn án þess að hafa starfandi vélstjóra með réttindi til þeirra starfa hjá Krossanesverksmiðj- unni. „Það kom manni á óvart að það skyldi ekki vera réttinda- maður sem keyrði ketilinn. Mað- ur hefur séð það í mörgum tilvik- um að þessir katlar eru mjög hrekkjóttir, og það þarf vana vél- stjóra til að reka þá, svo eitthvert öryggi sé í því,“ segir Guðmund- ur. EHB Flutningar ÁTVR til Akureyrar: Stefiiir fékk vínið og Þóroddur Sana-bjórinn Gengið hefur verið frá því að Bifreiðastöðin Stefnir á Akur- eyri fái flutninga á áfengi og tóbaki fyrir ATVR á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en eftir er að skrifa undir samn- inga. Stefnir bauð lægst í þessa flutninga, en alls bárust 15 tilboð. Þóroddur Gunnþórs- son á Akureyri fékk bjórflutn- inga fyrir Sana til Reykjavíkur, en í þá flutninga bárust 17 tilboð. Síðustu daga hafa tilboðin í vínflutninga til útsölustaða ÁTVR út um land verið til skoðunar hjá Innkaupastofnun og ÁTVR og eftir er að ganga frá nokkrum stöðum. Meðal þeirra eru útsölustaðirnir á Sauðárkróki og Siglufirði, en það skýrist fljót- lega hvaða aðilar fá flutninga þangað fyrir ÁTVR. Eitt tilboð barst á Siglufjörð og tvö á Sauð- árkrók. Fram að þessu hefur Sanitas séð um bjórflutningana á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en hér eftir verður það Þóroddur sem sér um það. Friðjón Eyþórs- son hefur hingað til flutt áfengi og tóbak í verslun ÁTVR á Akureyri, en Stefnir kom með lægsta tilboðið að þessu sinni. -bjb alltof fátítt að fólk geri greiðslu- áætlanir. „Það eru margar ungar fjölskyldur í greiðsluerfiðleikum í Glerárhverfi," segir sr. Pétur. Séra Þórhallur Höskuldsson hefur svipaða sögu að segja. Fjöldi fólks leitar til hans vegna erliðleika sem það sér ekki fram úr. Sr. Þórhallur hefur undanfar- in ár haft umsóknareyðublöð um greiðsluerfiðleikalán á skrifstofu sinni, og bendir fólki á að leita sérfræðilegrar aðstoðar. Fjár- hagserfiðleikar bitna óhjákvæmi- lega á fjölskyldulífinu og hjóna- bandinu. Hann segir það skoðun sína að þjóðfélagið hlúi ekki að fjölskyldunum í erfiðleikum þeirra, þvert á móti. Þessir tímar séu ákaflega erfiðir fyrir margar fjölskyldur, og margir harmleikir gerist vegna fjármála. Minnkandi atvinna og litlir möguleikar á aukavinnu eða eftirvinnu geri sitt til að stuðla að þessari þróun. „Það er erfitt að bera saman fjölda hjónaskilnaða eða þróun þeirra. Sem betur fer enda ekki öll málin með skilnaði, og oft er hægt að leiðbeina fólki. En þetta eru ákaflega erfiðir tímar fyrir marga,“ segir hann. Dagur hefur fregnað að tölu- vert sé um að hjón, sem sjá fram á gjaldþrot, reyni að gera ráðstaf- anir í tíma til að bjarga því sem bjargað verður. Dæmi eru um að hjón geri kaupmála, skilji síðan, selji sameiginlega eign, t.d. ein- býlishús, og kaupi tvær minni íbúðir í fjölbýlishúsi. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.