Dagur - 27.07.1990, Page 3
tréttir
Föstudagur 27. júlí 1990 - DAGUR - 3
Akureyri:
Hraðskákmót í göngu-
götmmi í dag
Útihraöskákmót veröur haldið
í göngugötunni í dag kl. 16.00.
Keppendur verða 12 og tefla
fullorðnir og unglingar saman í
einum flokki. Umhugsunar-
frestur fyrir hverja skák er 5
mínútur fyrir hvern keppanda,
og tefla Jlir við alla.
Svipað mót hefur verið haldið
undanfarin sumur af Skákfélagi
Akureyrar, og hafa ýmis fyrir-
tæki styrkt það t.d. með með því
að gefa verðlaunin. Að þessu
sinni verður keppt um nýjan far-
andbikar sem Stefán Jónasson
hjá Bókaverslun Jónasar gefur,
og er með því vonandi gefinn
tóninn um það að þetta mót verði
árlegur viðburður í sumarlífinu í
göngugötunni. GG
Aðaldalur:
tilefni afmælishátíðarinnar á Hólmavík, bruggaði Sana á Akureyri sérstak-
an drykk sem hlaut nafnið; Bjartur í afmælisskapi. í gær var mjöðurinn sett-
ur á bíl á Akureyri og fluttur til Hólmavíkur þar sem honum verður skolað
niður um helgina. Mynd: KL
Fjárhús, hey og hlaða
eyðilögðust í eldi
Fjárhús og hlaða við bæinn
Brekku í Aðaldal eyðilögðust
af eldi síðdegis á þriðjudag.
100 ára afmæli verslunarréttinda á Hólmavík:
Þriggja daga afinælishátíð hefst í dag
Afmælishátíð þeirra Hólmvík-
inga, í tilefni eitt hundrað ára
verslunarréttinda staðarins
hefst í dag og stendur fram á
sunnudag, eins og reyndar
kom fram í Degi í gær. Mikil
undirbúningsvinna hefur þegar
verið unnin og framkvæmda-
stjóri hennar er Örn Ingi
Gíslason myndlistarmaður á
Akureyri.
Af þessu tilefni verður stofnað
til menningarlegs og félagslegs
sambands við Raufarhafnarbúa
sem munu fjölmenna til Hólma-
víkur um helgina. Þá mun Átt-
hagafélag Strandamanna í Reykja-
vík taka þátt og einnig er í undir-
búningi þátttaka Hvammstanga-
búa. Pá er þess vænst að byggða-
lög og þéttbýli á Norðurlandi
sendi fulltrúa til þess að taka
virkan þátt í hátíðinni og mæti
helst á staðinn í stað þess t.d. að
senda heillaóskaskeyti.
Myndlistarmenn munu dvelja í
hálfan mánuö á Hólmavík fyrir
hátíðina og hafa aðstöðu í
Grunnskóla Hólmavíkur. Sýning
á verkum þeirra verður opnuð í
dag, föstudaginn 27. júlí, í
skólanum. Félagar úr leikfélög-
um á Norðurlandi munu einnig
dvelja á staðnum yfir hátíðina til
þess að undirbúa leiksmiðju í
samvinnu við heimamenn og
Framleiðsla DNG á miðunarstöðvum:
Hlýtur mjög góðar viðtökur
Framleiðsla og sölumálin hjá
DNG-rafeindaiðnaði hf. við
Lónsbakka í Glæsibæjarhreppi
hafa gengið þokkalega, en þau
eru samkvæmt áætlun fyrstu
sex mánuði ársins, þannig að
góður hugur var í Kristjáni
Jóhannessyni framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins þegar Dag-
ur leitaði frétta.
Salan innanlands hefur gengið
ágætlega, en einnig hefur nokkur
sala verið til Bretlands og á vest-
urströnd Bandaríkjanna og Kan-
ada. DNG hefur tekið þátt í sjáv-
arútvegssýningum bæði í Seattle
og Glasgow á þessu ári þar sem
framleiðslan hefur verið kynnt og
hlotið lof.
Framleiðslugetan er helmingi
meiri en það sem selt er í dag, og
uppi eru vissar vonir um að hægt
verði að auka framleiðsluna og
nýta þar með betur það húsnæði
og tæki sem fyrir eru.
í vor var hafin framieiðsla á
miðunarstöðinni sem fengið hef-
ur mjög góðar viðtökur á mark-
aðnum, en þar er um verkefni að
ræða scm unnið var fyrir Flug-
málastjórn, en utan þess ramma
hefur verið mikill áhugi en raun-
verulcga er hér ekki um neina
tækninýjung að ræða heldur nýja
útfærslu á gömlu tæki sem hefur
orðið útundan í tæknibylting-
unni. Þetta tæki mundi bæði flýta
og auðvelda alla leit að gúmmí-
björgunarbátum á opnu hafi ef
það væri í öllum skipum en stað-
setningar frá gervitunglum eru
oft orðnar of gamlar.
í dag starfa 17 manns hjá
DNG-rafeindaiðnaði hf., við
Lónsbakka. GG
veröur hún í gangi meira og
minna sanifellt alla hátíðina.
Dagskrá hátíðarinnar verður
fjölbreytt, iðulega óvænt og að
mestu samfelld. Útvarpsstöð hóf
starfsemi á Hólmavík viku fyrir
hátíðina og sendir út alla hátíðar-
dagana.
Tvö svið verða byggð og er
annað á báti úti á höfninni. Úti-
kaffihús verður rekið af Hótel
Matthildi og Vertshúsið á
Hvammstanga mun sjá um að
kitla bragðlaukana í geysistóru
sjávarréttaveitingahúsi sem verð-
ur við höfnina.
Það verður því margt að gerast
á Hólmavík og vafalítið að
skemmtilegt verður að baða sig í
fjörugu mannlífi og sólskini sem
aðstandendur hátíðarinnar eru
að sjálfsögðu búnir að panta sér-
staklega. -KK
Einnig brann talsvert magn af
úrvals rúllubundnu þurrheyi
sem hirt var í síöustu viku og
einangrunarrör sem hitaveitan
í Aðaldal geymdi í húsunum.
Mesta mildi er talin að enginn
skyldi slasast af völdum eldsvoð-
ans og að eignatjón varð ekki enn
meira en raun varð á. Slökkvilið-
ið í Aðaldal og bændur úr ná-
grenninu börðust við eldhafið og
stóðu síðan vakt við húsarústirn-
ar þar til í gærmorgun, en af hús-
unum standa aðeins uppi steyptir
veggir. Eldsupptök eru ókunn.
Þrjár konur og þrjú börn voru
gestkomandi á bænum er eldur-
inn kom upp og höfðu börnin
verið að leik útivið áður en elds-
ins varð vart. Á milli útihússins
og íbúðarhússins stóðu tveir
vörubílar og tvær dráttarvélar
sem slökkviliðsmönnunum tókst
að forða frá eldinum. Fjárhúsin
og hlaðan hafa ekki verið í notk-
un undanfarin ár vegna þess að fé
á Brekku var skorið niður eftir að
riðuveiki gerði vart við sig. Heyið
í hlöðunni var eign ábúenda á
næsta bæ, Miðhvammi, sem hófu
búskap í fyrrahaust en verulegur
hluti af fyrsta heyfengnum þeirra
eyðilagöist í brunanum. IM
Þjónustuskilti við bæjarmörk Akureyrar:
í endumýjun hjá JC-Akureyri
Þeir sem ekið hafa Hörgár-
brautina inn í bæinn í sumar
hafa kannski ekki tekið eftir
því, en þjónustuskilti sem þar
stóð af Akureyri, rétt innan
bæjarmarkanna, hefur ekki
staðið þar lengi. Astæöan fyrir
því er sú að félagar í JC-Akur-
eyri hafa verið að endurnýja
skiltið, og að sögn Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar, forseta JC-
Akureyri, er stefnt að því að
koma skiltunum upp nú um
helgina. Ófyrirsjáanlegar tafír
urðu á verkinu, þar sem málning
flagnaði af skiltunum og pússa
varð allt upp á nýtt og mála.
JC-Akureyri hefur haft þjón-
ustuskiltin við bæjarmörkin
norðan- og sunnanmegin í sinni
umsjá í gegnum tíðina og vegna
þess hve umrætt skilti norðan-
megin var illa farið var ákveðið
að taka það niður og setja upp
nýtt. Hlutar af skiltinu sunnan-
megin, við Drottningarbraut,
voru einnig teknir niður til
endurnýjunar, en kort af bænum
var látiö standa þai.
Sveinbjörn sagði í samtali við
Dag að skiltiö við Hörgárbraut
hafi verið illa farið, allt sundur-
skotið bæði mcð riffil- og hagla-
skotum. „Það er aldrci hægt að
sjá þcssi skilti í friði. Ég gct ekki
sagt hvers vcgna. cn þctta var
orðiö óþolandi," sagði Svcin-
björn, og vonaði að nýju skiltin
fái að standa uppi í friði fyrir
skemmdarvörgum. -bjb
Þessi grind við Hörgárbraut hefur ekki komið fcrðainönnuin að miklu gagni
í sumar, en skiltið á liana er á leiðinni að sögn forseta JC-Akureyrar.
Mynd: bjb
Allt tíl útivistar
Tjöld, svefnpokar, bakpokar,
vindsængur, kælitöskur, pottasett,
sóltjöld, sólstólar, tjaldborð
EYFJÖRÐ
HJALTEYRARGÖTU 4 SÍMI 96-22275