Dagur - 27.07.1990, Page 4

Dagur - 27.07.1990, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 27. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (fþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hlutverk Akureyrar í verslun og þjónustu Akureyri hefur um langan aldur verið stærsta mið- stöð verslunar og þjónustu á Norðurlandi. Vegna staðsetningar, samgangna og íbúafjölda hefur kaupstaðurinn gegnt mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Framþróunin hefur verið hæg, en markviss og stöðug um áratugaskeið. Nú, þegar tímamót virð- ast framundan í byggðamálum, er eðlilegt að staldra við og gera sér grein fyrir framtíðarhorfunum. Ekki er hægt að fjalla um hlutverk Akureyrar í verslun og þjónustu án þess að Kaupfélag Eyfirðinga komi þar við sögu. Akureyringar hafa átt þeirri gæfu að fagna að KEA hefur verið hornsteinn atvinnu og framfara í bænum, um áratugaskeið. Vissulega hafa naprir vindar stundum blásið um kaupfélagið, eins og flest önnur fyrirtæki hér á landi undanfarin ár. Rekstrarumhverfið hefur verið óhag- stætt ýmsum rekstrareiningum félagsins, en þess eru greinileg merki að vörn hafi verið snúið í sókn, bæjarbúum öllum og starfsfólki KEA til heilla. Á Akureyri hefur samvinnurekstur og einkarekst- ur fléttast saman með margvíslegu móti, áratugum saman. Gætti þar ákveðinnar verkaskiptingar, sem enn heldur sér í veigamiklum atriðum. Kaupfélagið hefur að langmestu leyti með úrvinnslu landbúnað- arafurða að gera og þjónustu við bændur. Verslun- arrekstur félagsins er umsvifamikill og afar mikil- vægur, og löngum hefur kaupfélagið haldið úti þjónustu sem tap hefur verið á, í hinum dreifðari byggðarlögum. Þar hefur máttur samvinnuhug- sjónarinnar verið sýndur ótal sinnum í verki. Stór hluti af atvinnulífinu á Akureyri grundvallast á því að til bæjarins sækja nágrannabyggðirnar mikla, og oft sérhæfða, þjónustu. Mikilvægi bæjar- ins í verslun fer ekki milli mála, hafnarskilyrði eru góð og hafa batnað og verslunar- og þjónustufyrir- tæki standa mörg traustum fótum. Þetta hlutverk Akureyrar er óumdeilanlegt, en spurningin er sú hvers vegna því er ekki meiri gaumur gefinn. Ástæða væri fyrir atvinnumálanefnd bæjarins að gera úttekt á verslun og þjónustu í bænum, með til- liti til stefnumótunar til framtíðar í þessum efnum. Bæjarfélagið getur gert margt til að styðja þjón- ustustarfsemi, og hún er síst ómerkari en margar aðrar atvinnugreinar. Oft hefur verið rætt um fyrirtæki í verslun og þjónustu sem afætur á grundvallaratvinnuvegun- um. Margir tala um að slík fyrirtæki skapi engin verðmæti, eins og sjávarútvegur og landbúnaður geri. Bæði sjávarútvegur og landbúnaður þurfa þó margvíslega þjónustu, og sú starfsemi skapar atvinnu. Svo einfalt er það. Það er alkunna, að mikið samband er milli bú- setuþróunar, þéttbýlismyndunar og þjónustustigs. Krafa almennings er að eiga aðgang að fullkominni þjónustu á sem flestum sviðum og nýtískulegum verslunarháttum. Eigi Akureyri að standa undir nafni, sem miðstöð verslunar og þjónustu, verður að gaumgæfa þessa þætt vel í nútíð og framtíð. EHB hvoð er að gerast Margrét Bóasdóttir, sópran, Prófessor Heinz Markus Göttsche, oregl og Carola Bischoff, sópran, halda sumartón- leika í þremur kirkjum á Norðurlandi um helgina. Mynd: im Sumartónleikar í þremur kirkjum á Norðurlandi Sumartónleikar í kirkjum á Norðurlandi, hinir fjórðu í röð- inni í sumar, verða haldnir um helgina. Það eru prófessor Heinz Markus Göttsche, orgel og Car- ola Bischoff, sópran frá Þýska- landi og Margrét Bóasdóttir, sópran sem flytja orgelverk, ein- söng og dúetta, m.a. eftir Bexte- hude, Purcell, Monteverdi, Distler, Kretzschmar, Mendels- sohn og Bach. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld í Húsavíkurkirkju og hefj- ast kl. 20.30. Tónleikarnir á morgun laugardag, verða haldnir í Reykjahlíðarkirkju og hefjast einnig kl. 20.30. Þriðju og síð- ustu tónleikarnir þessa helgina eru í Akureyrarkirkju á sunnu- dag og hefjast kl. 17.00. Aðgang- ur er ókeypis. Prófessor Heinz Markus Gött- sche f. 1922, hefur verið kirkju- organisti frá unglingsárum. Hann stundaði tónlistarnám í Lubeck og Berlín í orgelleik, tónsmíð- um, kór- og hljómsveitarstjórn. Síðan 1960 hefur hann starfað í S-Þýskalandi, sem kennari, org- elleikari og stjórnandi. Árið 1968 var hann söngmálastjóri í Pfalz og stjórnandi „Die Evangelische Jugendkantorei der Pfalz.“ Hann er nú starfandi organleikari við Stiftskirkjuna í Landau. Heinz Markus hefur haldið tónleika í það minnsta 11 Evrópulöndum og gert fjölmargar hljómplötur með kór- og orgeltónlist. Carola Bischoff nam einsöng, kór- og hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Heidelberg- Mannheim. Auk þess að vera kennari í Neustadt/Weinstrasse, hefur hún yfirumsjón með barna- kórastarfi kirkjunnar í Pfalz og er starfandi einsöngvari. Hún stjórnar unglingakórnum „Pfalz- ische Kurrende" sem nýlega vann 2.. verðlaun í þýskri keppni ungl- ingakóra. Margrét Bóasdóttir og Carola Bischoff voru samsíða við Tón- listarháskólann í Heidelberg- Mannheim og hafa þær oftsinnis sungið saman í Þýskalandi. Þetta er 4. sumarið sem sumartón- leikarnir eru haldnir og sumarið 1988 tóku þau öll þátt í þeim, ásamt „Die Kantoeri an der Paul- uskirkche" Neustadt/Hambach en Carola Bischoff er stjórnandi þess kórs. „Fjölskyldudagur Þórs ’90“: Útiskemmtiin á félagssvæðinu svæðinu verður ýmislegt til sem mæta að finna eitthvað við skemmtunar og ættu allir þeir sitt hæfi. Hrossasölusýning íþróttafélagið Þór á Akureyri gengst fyrir fjölskyldudegi á íþróttasvæði sínu við Glerárskóla á morgun laugardag. Dagurinn hefur hlotið nafnið „Fjölskyldu- dagur Þórs ’90“ og stendur frá kl. 13.00-18.00. Þessi dagur er tileinkaður öll- um börnum sem æfa hjá félaginu og ekki síst foreldrum þeirra og öðrum velunnurum félagsins. A Á morgun, laugardag, verður líf og fjör á Melgerðismelum í Eyja- firði. Þar verður efnt til sölusýn- ingar á hrossum og eru allir áhugamenn velkomnir. Það er Alda hf. - ferðaþjón- usta í Melgerði, sem stendur fyrir sölusýningunni. Hún hefst á Melgerðismelum kl. 16 á morg- un. Akureyri: Stjórnin í SjaUamim Hljómsveitin Stjórnin er stödd á Akureyri þessa vikuna og stund- ar m.a. líkamlegar og tónlistar- legar æfingar fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyja. Það er síðan í kvöld sem hljómsveitin leikur í Sjallanum á Akureyri. - Og loksins segja sum- ir en þetta verður í eina skiptið í sumar sem sveitin leikur á Ákur- eyri. Stjórnin tekur sér hins vegar frí annað kvöld og fram á fimmtu- daginn í næstu viku en þá leikur hljómsveitin á húkkaraballinu svokallaða, sem er árlegur undanfari þjóðhátíðar þeirra Vestmannaeyinga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.