Dagur - 27.07.1990, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 27. júlí 1990
Ljósin eru kveikt, er
skarínn heimtar meira
- í austurferð með Hljómsveit Geirmundar
Það er föstudagskvöld í júlí,
mildur rigningarúði og fjörður-
inn gárast blítt í sunnanblæn-
um. Úti er ró og friður, en í
einu húsi staðarins leikur
hljómsveit fyrir dansi. Fólkið,
sem er á öllum aldri, kvíslast
um dansgólfið, syngjandi og
dansandi af lífi og sál við lagið
sem drynur út úr hátalarabox-
unum. Staðurinn er Vopna-
fjörður, húsið Mikligarður,
hljómsveitin Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar og lagið
gamalt Cleerdence Clearwater
Revivial lag, Have you ever
seen the rain. Stuðið er
algjört, hárið flaksast, brjóstin
lyftast, rasskinnar hristast.
Nóttin er ung, björt og full af
fjöri.
Klukkan er 16:08 á föstudegi,
staðurinn er Sauðárkrókur.
Rauður rútubíll flautar svo að
blaðamaðurinn (ég) hrekkur upp
úr hugsunum sínum og stekkur
upp úr stólnum, grípur mynda-
vélar og annað hafurtask, treður
sér út um skrifstofudyrnar og
steypir sér inn í bifreiðina.
Hljómsveit Geirmundar heilsar.
Ferðin er hafin, könnun á því
hvernig ballferðalög hljómsveita
ganga fyrir sig og hvernig Aust-
firðingar kunna að meta skag-
firskan sveiflukóng er í augsýn.
Spurningin sem liggur fyrir er: Er
sagan um flautuleikarann, sem
stjórnaði jafnt mönnum sem dýr-
um með tónum sínum, sönn?
Stefnan er tekin á Austfjarða-
mið, spila skal á Vopnafirði og
Egilsstöðum svo gamli Benz er
^ er þaninn til hins ýtrasta.
Hverjir eru svo innanborðs í
rútunni? Við stýrið situr sjálft
goðið, Geirmundur Valtýsson
(Geiri) og er öryggið uppmálað
þegar hann smeygir rútunni aftur
á bak framhjá Ijósastaur, sem
hann hefur ekki hugmynd um,
svo nálægt honum að staurinn
svitnar. Frammí hjá Geira situr
rótari hljómsveitarinnar, Krist-
ján Kristjánsson (Kiddi). Hann
ijómar af ánægju og stolti enda
nýorðinn faðir. Hinir segja að
hann sé nú búinn að gera skyldu
sína við þjóðfélagið. Aftan við
framsætin og framan við hljóð-
færin er komið fyrir sex flugvéla-
sætum, þremur í röð eins og í
stóru þotunum. Ég er settur í
miðsætið á fremri röðinni, en fyr-
ir aftan mig sitja skytturnar þrjár.
Næst glugganum er Jóhann Frið-
riksson (Jói), trommuleikari og
laxveiðimaður með meiru. I
miðjunni Sólmundur Friðriksson
(Sóli), bassaleikari og risi hljóm-
sveitarinnar. Á hinum endanum
næst hurðinni situr síðan Eiríkur
Hilmisson (Eiki), gítaristi og
grínisti hópsins sem svo sannar-
lega átti eftir að sýna á sér
skemmtilegar hliðar.
Eitt það fyrsta sem blaðamanni
er boðið þegar hann sest inn er
að sjálfsögðu ælupoki með rós á og
tímaritið Við sem fljúgum. Þetta
fylgdi víst sætunum segja þeir.
Ekið er sem leið liggur til bæj-
ar Ingimars Eydal, en þar er áð í
sjoppu eins og öllum sönnum
rútuferðalöngum sæmir. Þegar
allir eru síðan búnir að nesta sig
lupp fyrir næsta áfanga leiðarinn-
ar er brunað áfram. Leiðin liggur
framhjá Leirutjörn þeirra Akur-
eyringa, sem ku nú vera orðin
einn af bestu laxveiðistöðum
landsins og það er eins og við
manninn mælt. Laxveiði berst í
tal og þar er Jói fremstur í flokki
frummælenda, en einhvern veg-
inn dettur umræðan upp fyrir
þegar farið er að minnast á litlu
ána hans heima í Skagafirði, sem
á vfst fátt sameiginlegt með
Leirutjörn.
Ferðalög hjá hljómsveitinni
eru mikil, endalaus þeytingur út
um hvippinn og hvappinn. Þegar
spilað er í nágrenni Sauðárkróks
(nágrenni er talið allt frá Borgar-
nesi og austur á Mývatn), er keyrt
heim eftir ball. Dagurinn fer síð-
an í það að sofa og þegar menn
vakna aftur um kvöldmatarleytið
er kominn tími til að halda af
stað til næsta staðar. Konur
þeirra Geirmundarkappa sjá því
menn sína ósköp lítið öðruvísi en
sofandi um helgar, ef þær sjá þá
þá nokkuð fyrr en að kvöídi
sunnudags, úrvinda af þreytu.
Nú er gamli Benz kominn á
Mývatnsöræfin og Austfjarða-
fiðringur kominn í mannskapinn.
Mikið af fjallalömbum með
mæðrum sínum er statt við og á
veginum og ein fjölskyldan vill
bara ómögulega færa sig, sama
þó að Geiri flauti níundu sinfóní-
una aftur á bak með bílflautunni.
Aðeins eitt ráð er eftir. Kiddi
rekur höfuðið út um gluggann og
hrópar: „Hvað er þetta eiginlega,
heyriði ekki að það er verið að
flauta á ykkur? Fariði frá.“ og
það er eins og við manninn mælt,
vegurinn er auður.
Á Skútustöðum er Benzjálkn-
um brynnt og meira nesti keypt
og síðan er komið við hjá Helga
Gunn, Sauðkrækingi sem rekur
verslun við Mývatn, eins og vana-
lega í austurferðum hljómsveitar-
innar og kaffisopi þeginn.
Lítið markvert gerist það sem
eftir er ferðarinnar austur á
Vopnafjörð. Sungið er með þeg-
ar góð lög koma í útvarpinu og
sumir laumast til að fá sér kríu.
Að Miklagarði á Vopnafirði er
komið um tíuleytið og þá fer allt
það í gang sem fæstir ballgestir
gera sér grein fyrir að gerist.
Hamast er við að bera dótið
inn. Botnar, hljómborð, bassi,
snúrur, mónitorar og fleira og
fleira að ógleymdu hljómborða-
statífinu hans Geira, sem minnir
á nýlistarsýningaskúlptúr sökum
aldurs og þreytu. Öllu er stillt
upp og kartöflumjöli á dansgólfið
svo að fólk geti nú aldeilis sveifl-
ast. Þá þarf líka að hljóðprófa
allt heila draslið og stilla strengi.
Að öllu þessu loknu er síðan ekk-
ert annað eftir, en bara drífa sig í
vinnufötin og bíða síðan þangað
til klukkan verður ellefu.
Ballið byrjar og fólk fer strax
að streyma inn. Ungir sem
gamlir, feitir sem magrir, allt í
bland. Fyrsta lagið er Spönsku
augun og pörin taka að líða um
á dansgólfinu. Fljótlega er þó hert
á taktinum og sveiflulögin hans
Geira hljóma um salinn og fólk
syngur og dansar af fullum krafti.
Gamlar og nýjar lummur eftir
aðra eru síðan látnar fljóta með
inn á milli og allt rennur þetta
ljúflega niður í gestina eins og
kallakókið úr glösunum.
Svitinn bogar af öllum og ekki
síst hljómsveitarmönnum sem
gefa ekkert eftir, hvort sem lagið
er Ort í sandinn eða Tutti Frutti.
Spilað er þar til hálftvö, en þá
tekin 15 mínútna pása, sem menn
nota til að kæla sig aðeins niður.
Á meðan geta þeir dansóðu samt
haldið áfram að dilla sér við tón-
list Geirmundar því að snældan
hans nýjasta er sett í segulbandið
og ekki víst að allir taki eftir því
að hljómsveitin er í pásu.
Seinni hluti dansleiksins er
engu stuðminni en sá fyrri. Þó að
ekki séu nema tæplega 200
manns á ballinu dugir það til að
mynda feikna stemmningu og ekk-
ert lát verður á dansinum hjá því
fólki sem fyrst kom og alveg fram
í lokin. Sérstaklega tek ég eftir
einum frekar þéttvöxnum sem
sýnir fádæma fótafimi og snýst
svo sannarlega á tá og hæl svo að
svitinn bókstaflega rennur af
honum.
Einhvern tímann tekur allt
enda og þessi dansleikur endar
um hálffjögur. Fólk fer að tínast
heim, húsverðir að taka til og rót-
arinn að pakka saman á sviðinu.
Geiri fer að gera upp og Eiki,
Sóli og Jói hvíla lúin bein niðri í
búningsherbergi hússins. Kiddi
er ekki lengi að koma öllu út í
Benzinn, en öllu þarf að raða
snyrtilega upp þannig að plássið
nýtist sem best. Endirinn er síðan
sá að ekið er niður að Hótel
Tanga og lagst til svefns í þremur
herbergjum svo að tveir deildu
með sér klefa. „Hjónin" Geiri og
Kiddi fara í eitt, Sóli og Eiki í
annað og ég enda í herbergi með
Jóa. Morguninn eftir þykist ég
vita hvers vegna það varð hlut-
skipti mitt. Hann hefur nefnilega
ansi góðan hrotutakt líka strák-
urinn.
Þegar komið er á fætur um
hádegisbilið daginn eftir, skín
sólin í heiði og veðrið minnir á
suðræn sólarlönd. Geiri er alveg
að farast í hálsinum og fer til
læknis til að fá meðöl. Síðan er
borðað og Kiddi þvær vagninn
meðan við hinir liggjum og sleikj-
um sólskinið eins fáklæddir og
sómatilfinning okkar leyfir. Lagt
er af stað með ís í maganum og
sólgleraugu á nefinu klukkan
rúmlega þrjú, áfangastaðurinn er
Egilsstaðir.
Stoppað er í Fjallakaffi í
Möðrudal og þar er komið að
Eiríks þætti Hilmissonar. Tölu-
verður vindstrekkingur er úti svo
fremur erfitt er að opna hurð-
ina inn í skálann. Þegar ég, Sóli,
Kiddi og Jói erum komnir út í bíl
aftur, þá kemur Eiki út og ákveð-
ur að vera nú svolítið herralegur í
sér og halda opnu fyrir konu sem
býst til að ganga í bæinn. Um leið
rennir full rúta af erlendum
ferðamönnum upp að skálanum
og Eiki kemst ekki hjá því að
leika dyravörð og heldur opnu
fyrir nær alla súpuna með tilheyr-
andi látbragði út af rokinu. Túr-
istagreyin vita varla hvaðan á sig
stendur veðrið, en brosa samt fal-
lega til þessa kurteisa pilts meðan
við hinir liggjum í hláturskrampa
úti í bíl.
Til Egilsstaða er komið um sjö-
leytið og þá strax klárað að
stilla upp græjunum í Hótel Vala-
skjálf. Sérstakur hátíðarmatseðill
er þar vegna komu hljómsveitar-
innar, en ekki fáum við að prófa
hann, svo við förum á annan veit-
ingastað til að fá okkur í
svanginn. Allir panta sér kjötrétti
nema Eiki. Aumingja hann, við
fáum auðvitað kjötið mjög fljót-
lega, en ekkert bólar á lúðunni
hans Eika. Farið er að gera grín
að því að sennilega hefði maður
verið sendur út af örkinni til að
veiða eina í Lagarfljótinu. Að
lokum kemur þó lúðan og þá
dettur brosið af okkur, en færist
yfir á Eika, því að sökum þess að
svo langan tíma tók að framreiða
lúðuna fær hann ókeypis að
borða meðan við hinir pungum
auðvitað út seðlunum.
Sama áætlun hófst nú í Vala-
skjálf og í Miklagarði kvöldið
áður. Menn klæða sig upp og
snyrta svo allir líti nú vel út í
sviðsljósunum. Á slaginu ellefu
hefst dansleikurinn. Geiri er orð-
inn aðeins skárri í hálsinum, en
þó ekki góður, samt er ekkert
gefið eftir. Raddböndin þanin til
hins ýtrasta og Valaskjálf ber
nafn með rentu, það skelfur
hreinlega allt.
Biðröð er fyrir utan þangað til
um klukkan eitt og í lokin eru
komnir á ball um 550 manns,
mesti fjöldi á dansleik í Vala-
skjálf síðan á einhverjum styrkt-
ardansleik árið 1988. Færri fá
borð en vilja, en það skiptir svo
sem engu máli, fólkið er aðallega
úti á gólfinu. Fjörið skín af
hverju andliti og gleðin er algjör,
hvílík stemmning. Ung kona,
klædd í bleikar smekkstuttbuxur,
sveiflar eldri manni í kringum sig
eins og tuskudúkku, þéttvaxin
kona hoppar og hoppar og syng-
ur og syngur. Nokkrar koma upp
að sviðinu, kalla í Geira og biðja
um óskalög. Hitinn er kæfandi og
spilararnir eru hreinlega að
stikna, pásan er því kærkomin
þegar klukkan slær hálftvö, en
fjörið á gólfinu minnkar lítið,
fólk heldur áfram að dansa Lífs-
dansinn þó að sviðið sé mann-
laust. Ekki er pásan samt algjör
fyrir strákana, fólk sem „þekkir“
þá þarf að komast að til að tala
við þá. Meðan Jói reynir að
Það þýðir ekkert að slappa neitt af á dansgólflnu þegar Hljómsveit Geir-
mundar er annars vegar. Myndir: sbg