Dagur - 27.07.1990, Page 11

Dagur - 27.07.1990, Page 11
• - .-V Föstudagur 27. júlí 1990 - DAGUR - 11 fþróttir 'X' ■ Margir vildu meina að Bjarni Sveinbjörnsson hefði ált að fá vítaspyrnu í gærkvöld en Guðmundur Maríasson var ekki sammála. Hörpudeildin: Framsigur í rislitlum leik - og Pórsarar áfram í neðsta sætinu Fram sigraði Þór 1:0 í Laugar- dalnum í gærkvöld. Leikurinn var daufur og frekar risiítiil. Framarar eru nú í þriðja sæti deiidarinnar, einu stigi á eftir KR, en Þórsarar eru í neðsta sæti og er óhætt að segja að útlitið sé ekki bjart hjá þeim. Eina mark leiksins kom strax á 13. mínútu. Framarar tóku þá hornspyrnu og Þórsurum gekk erfiðlega að koma boltanum frá. Hann endaði hjá Jóni Erling Ragnarssyni sem skoraði af stuttu færi. Framarar voru mun hættulegri í fyrri hálfleik og voru t.d. nálægt því að skora annað mark þegar Guðmundur Steinsson átti skalla í stöng. í upphafi seinni hálfleiks kom besti kafli Þórsara og þá virtist dómari leiksins bregðast illa hlut- verki sínu. Jón Sveinsson felldi þá Bjarna Sveinbjörnsson innan vítateigs en dómarinn vildi meina að brotið hefði verið fyrir utan og dæmdi aukaspyrnu. Voru flestir sammála um að það hefði verið rangt mat. Framarar tóku nánast öll völd eftir þetta og áttu mörg ágæt færi Birgir Karlsson iék sinn fyrsta leik Hörpudeildinni í sumar. Mikið um að vera í íþróttalífinu um helgina: Landsmót í golfi, frjálsar og fótbolti en þau nýttust ekki. Þórsarar áttu fjörkipp í lokin en náðu ekki að jafna þrátt fyrir góð færi. Besti maður Þórs var Friðrik Friðriksson markvörður og Lárus Orri hélt Guðmundi Steinssyni vel niðri. Jón Erling Ragnarsson var frískastur Framara. G.Sv./JHB Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Lárus Orri Sig- urðsson, Siguróli Kristjánsson, Birgir Pór Karls- son (Axel Vatnsdal á 64. mínútu), Nói Björns- son (Unnar Jónsson á 75. mínútu), Þórir Áskelsson. Þorstcinn Jónsson, Júlíus Tryggva- son, Bjarni Sveinbjörnsson, Sveinn Pálsson og Hlynur Birgisson. Lið Þórs: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Por- kclsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórs- son, Guðmundur Stcinsson (Arnljótur Davíðs- son á 75. mínútu), Baldur Bjarnason, Steinar Guðgeirsson og Jón Erling Ragnarsson. Dómari:Guðmundur Maríasson og var hann ekki sannfærandi. Mikið verður að gerast í íþróttalífinu um heigina. Hæst ber Landsmótið í goifi sem fram fer á Jaðarsveilinum á Akureyri og Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins sem fram fer á þremur stöðum á landinu. Þá fara fram tveir mikilvægir leikir í undanúrslit- um Bikarkeppni kvenna og 2. flokks karia í knattspyrnu á Akureyri, úrslitaleikur í B-riðli 2. deildar kvenna á Siglufirði auk fjölmargra annarra leikja á íslandsmótinu í knattspyrnu. Hilmar sló fyrsta höggið á Landsmótinu 49. Landsmótið í golfi hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í gær með keppni í 2. flokki kvenna og 2. og 3. flokki karla. 162 keppendur mættu til leiks í gær og er búist við öðru eins í seinni hópnum, 1. flokki karla og kvenna og meist- araflokkunum, en hann byrjar að spila miðvikudaginn 1. ágúst. Þátttakendur á Landsmóti hafa flestir verið 301 en það var í Keflavík í fyrra. Þátttakenda- fjöldi á Landsmóti á Akureyri hefur mestur orðið um 200 manns, árið 1987. Keppendur fengu mjög gott veður á fyrsta degi mótsins, sól og blíðu en nokkra golu. Það var hinn skemmtilegi kylfingur Hilm- ar Gíslason sem sló fyrsta höggið og var það þráðbeint og á miðja braut eins og við mátti búast. Bikarkeppni í frjálsum Bikarkeppni í frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Keppni í 1. deild fer fram í Mosfellsbæ og þar eiga Norðlendingar tvö lið, UMSE og UMSS. Keppni í 2. deild fer fram í Aðaldal og þar eiga Norðlendingar einnig tvö lið, HSÞ og USAH. Keppni í 3. deild verður í Borgarnesi og eftir því sem Dagur kemst næst mun aðeins eitt lið af Norðurlandi mæta til leiks en það er Ung- mennafélag Akureyrar. Mikilvægir leikir í knattspyrnunni Margir mikilvægir leikir í knatt- spyrnunni fara fram um helgina. Stúlkurnar í meistaraflokki KA eru komnar í undanúrslit í Bikar- keppninni og þær mæta í A á KA- velli kl. 14 á morgun. 2. flokkur Þórs er í sömu stöðu og mæta þeir Frömurum á Þórsvelli á sama tíma. ÍA-stúlkurnar leika á sunnu- deginum gegn Þór í 1. deild kvenna. Leikurinn fer fram á Þórsvellinum og hefst kl. 12.00. Á Siglufirði fer fram úrslita- leikur í B-riðli 2. deildar kvenna og eigast þar við lið Dalvíkur og KS. Dalvík vann fyrri leikinn á Dalvík 4:0. Leikurinn fer fram á sunnudaginn og hefst kl. 17. 12. umferð Hörpudeildarinnar lýkur í kvöld kl. 20 en þá eigast við KA og ÍA á Akureyrarvelli. Leikurinn er mjög mikilvægur þar sem bæði lið eru í fallbaráttu sem stendur. Á mánudaginn fá svo Þórsarar ÍBV í heimsókn á Akureyrarvöll og hefst sá leikur kl. 20. Þetta er leikur úr 11. umferð sem var frestað þar sem ekki var flugfært frá Eyjum og er hann afar mikilvægur fyrir Þórs- ara. Heil umferð fer fram í 2. deild í kvöld og þá mætast KS og ÍBK á Siglufirði, Tindastóll og Grindavík á Sauðárkróki og Sel- foss og Leiftur á Selfossi. Leikirnir hefjast kl. 20. í 3. deildinni hófst 11. umferð með ieik Dalvíkur og Bí í gærkvöld. Á morgun eigast við Einherji og Þróttur R., Reynir og ÍK og TBA og Völsungur. Leikirnir hefjast kl. 14. Boltinn rúllar líka í 4. deild- inni. í D-riðli mætast Þrymur og Neisti og Geislinn og Kormákur á morgun kl. 14. í E-riðlinum mætast Magni og SM í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 14 eigast við UMSE-b og HSÞ-b og Austri og Narfi. Hörpudeild Úrslit í gærkvöld: Fram-Þór 1:0 ÍBV-KR 2:2 Stjarnan-FH 0:1 Valur KR Fram ÍBV FH Víkingur Stjarnan KA ÍA Þór 11 8-1-2 19:10 25 12 7-2-3 18:12 23 12 7-1-4 23:10 22 11 5-4-2 18:19 19 12 5-1-6 16:18 16 11 3-6-2 12:11 15 12 4-2-6 14:17 14 11 3-1-7 12:15 10 112-2-7 12:21 8 112-2-7 6:16 8 Dalvík vann BI Einn leikur var í 3. deild í gærkvöld. Dalvíkingar fengu BÍ í heimsókn og sigruðu 3:0. Guðjón Antóníusson, Sverrir Björgvins- son og Ágúst Sigurðsson skoruðu mörkin. NM drengja í knattspyrnu: íslendingar byrja gegn Englendingum Þrír Norðlendingar eru í drengjalandsliði íslands í knattspyrnu, skipuðu leik- mönnum 16 ára og yngri, sem tekur þátt í Norðurlandamót- inu sem hefst í Finnlandi á nrorgun og lýkur laugardaginn 4. ágúst. Þetta eru þeir Brynj- ólfur Sveinsson, KA, Guð- mundur Benediktsson, Þór, og Dalvíkurinn Sigurbjörn Hreið- arsson. Þrjár Norðurlandaþjóðir, auk íslands, eiga lið í mótinu, Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Þá munu Englendingar og Frakk- ar einnig senda þangað lið. íslendingar leika við Englend- inga á morgun, Frakka á sunnu- dag, Dani á þriðjudag, Svía á miðvikudag og loks Noreg á föstudag. Bílasala • Bílaskipti Vantar notaða bUa í nýjan, glœsilegan sýningarsal okkar við Hvannavelli RlLflSAlfWW Möldursf. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.