Dagur - 27.07.1990, Qupperneq 12
Fjölbreytt
kaffihlaðborð
alla sunnudaga frá kl. 15-17.
Hægt aÖ sitja úti ef veÖur leyfir.
Áætlunarstaðir flugfélaga á Norðurlandi:
Sætanýting í meðaflagi í sumar
- stöðugt minnkandi til Blönduóss hjá Arnarflugi
Samkvæmt upplýsingum frá
flugfélögum sem stunda áætl-
unarferðir til og frá stöðum á
Norðurlandi hefur sætanýting í
flestum tilfellum í sumar verið
í ágætu meðallagi, hvorki betri
né verri en árið áður. Þetta má
segja að gildi um öll þau flug-
félög sem haft var samband
við, þ.e. Flugleiðir, Flugfélag
Norðurlands og Arnarflug.
Hjá FN var það að frétta að
ágætlega hafi gengið það sem af
er sumri. Sætanýting hefur verið
svipuð og í fyrra og engin flugleið
sem sker sig þar úr. „Ef eitthvað
er þá er sætanýtingin ívið verri í
ár, en árið í fyrra var gott ár hjá
okkur, þannig að þetta er í með-
allagi hjá okkur,“ sagði starfs-
maður FN í samtali við blaðið.
Mikið hefur verið að gera í
leiguflugi hjá FN, jafnvel meira
en nokkru sinni.
Arnarflug flýgur til Blönduóss
og Siglufjarðar frá Reykjavík og
hefur sætanýting til Siglufjarð-
ar verið góð í sumar. Sæta-
nýtingin til Blönduóss hefur
stöðugt farið minnkandi og er
komin niður í um 30 prósent.
Arnarflug flýgur daglega til
Siglufjarðar og hefur sætanýting-
in verið í kringum 55%. Arnar-
flug hefur tekið nýja Dornier-vél
í notkun og styttir það flugleiðina
Reykjavík-Siglufjörður um rúm-
ar 20 mínútur, tekur nú um 45
mínútur í stað 65 áður með
Twin-Otter vélum.
Hjá Flugleiðum hefur sætanýt-
ing til og frá Akureyri verið vel í
meðallagi í sumar og sagði Gunn-
ar Oddur Sigurðsson að aukning
hafi verið á erlendum ferða-
mönnum en eitthvað minna um
íslendinga í loftinu. Sætanýting
hjá Flugleiðum til Húsavíkur hef-
ur verið nokkuð góð í sumar, sér-
staklega eftir að hlýindin byrj-
uðu, þegar ferðamenn tóku að
streyma austur. Eftir mikla aukn-
ingu á flugi til Sauðárkróks sl.
háfíð á Leiruvegi og Veganesli
á morgun laugardag
ESSO Veganesti kl. 11-14
Kynnum RC Cola
Allir fá dós af RC Cola og skyggni
Stóra útigrillið í gangi: Kjötiðnaðarstöðin kynnir
nýjar rækjupylsur í ferðalagið og grillveisluna
Kynningarverö á staðnum
10% afslóltur
af sumarhúsum og garðverkfœrum
ó meðan ó hótíðinni stendur.
ESSO Leiruvegi kl. 14-18
Stóra RC Cola dósin á lofti
Stóra grillið í gangi
Kynningarverð á nýju rækjupylsunum
Hjólamarkaður 10-25% afsláttur
af hjólum fyrir alla fjölskylduna.
Sýnum 5 gerðir af gasgrillum og veitum
10% afslátt af Royal Oak grillkolum
Drekkið RC Cola og gerið góð kaup í stórum pakkningum
fyllið geymsluna, búrið og sumarbústaðinn
Cola
NESTIN
vetur datt nýtingin nokkuð niður
í sumar og hefur verið dræm.
-bjb
Vaglaskógur:
Mikið tjaldað
að undanfómu
- opið um verslunar-
mannahelgina
Eftir að kuldakastið sem gekk
yfir Norðurland kvaddi, hefur
aðsókn ferðamanna að tjald-
stæðunum í Vaglaskógi aukist
mikið. Mikið hefur verið af
tjöldum í skóginum síðustu
tvær helgar og óvenjumikið á
virkum dögum.
Sigurður Skúlason, skógar-
vörður, segir að 50-200 tjöld hafi
verið í skóginum um nætur
undanfarið og mun fleiri virka
daga en í fyrra. Óhagstæð veður-
skilyrði framan af sumri, og
dræm aðsókn sökum þeirra, geri
það samt að verkum að ekki næð-
ist sami fjöldi yfir sumarið og í
fyrra. Törnin undanfarið hafi þó
verið góð og vonaðist Sigurður
til, að hún stæði fram yfir mán-
aðamót.
Um verslunarmannahelgina
verða tjaldsvæðin í Vaglaskógi
opin eins og aðrar helgar. Engar
skipulagðar uppákomur verða þó
í skóginum þessa margumræddu
helgi en öllum er velkomið að
tjalda, svo lengi sem landrými
leyfir. Að sögn Sigurðar verður
reynt að skipta svæðinu og
afmarka fjölskyldusvæði og mun
fjölskyldufólk væntanlega geta
verið í ró og næði fyrir þeim sem
vilja frekar hafa fjör í kringum
sig. -vs
I loftbelg.
Mynd: IM
Ferðamálaár Evrópu 1990:
Loftbelgsflug við Mývatn
Rétt fyrir miðnætti á þriðju-
dagskvöldið sveif 20 metra hár
loftbelgur, með 1950 m3 af
heitu lofti í belgnum og þrjá
karla í körfu, upp frá bökkum
Mývatns.
Loftbelgurinn var um klukku-
tíma á lofti og lenti skammt frá
veginum að Kröflu. Ferð þessi
var farin til að vekja athygli á
Ferðamálaári Evrópu 1990, en í
sumar eru tveir hópar lofbelgja-
flugmanna á ferð um Evrópu og
munu þeir fljúga belgjum sínum
á 29 stöðum í 18 löndum í tilefni
Ferðamálaársins.
Það varð átta tíma bið á því að
hentug skilyrði sköpuðust til loft-
belgjaflugs í Mývatssveit á
þriðjudaginn, ekki vegna skorts á
lofti í sveitinni heldur vegna of
mikils aðstreymis þess í formi
golu.
En það lygndi um Iágnættið og
síðar birtir Dagur fleiri myndir
og segir frá þessu fyrsta loft-
belgsflugi við Mývatn. IM
Fyrstu greiðslu vaxtabóta af íbúðaröflun flýtt:
Bætumar koma um mánaðamótin
Fjármálaráðherra hcfur
ákveðið að vaxtabætur verði
greiddar út 1. ágúst, á sama
tíma og húsnæðisbætur og
barnabætur, þótt lög heimili
að draga greiðslur til 1. sept-
ember. Vinna við útreikning
og frágang vaxtabótanna hefur
gengið betur en áætlað var og
var því ákveðið að greiða þær
út á sama tíma og aðrar bætur,
þrátt fyrir nokkurt vaxtatap
ríkissjóðs af þeim sökum.
Vaxtabæturnar voru ákveðnar
með lögum í fyrra í tengslum við
upptöku húsbréfakerfisins og
greiðast þeim sem byggja eða
kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta
Hrossarækt:
Krístni hafiiað á héraðssýningu
Héraðssýning á kynbótahross-
um verður á Vindheimamelum
um verslunarmannahelgina
eins og undanfarin ár og hefur
Dagur öruggar heimildir fyrir
því að hrossaræktendur í
Skagafirði hafi farið fram á
það við Búnaðarfélag Islands
að tilnefna oddamann dóm-
nefndar, en hafna Kristni
Hugasyni sem dómara eða
starfsmanni dómnefndar.
Eftir því sem heimildamaður
Dags hermir voru hrossarækt-
endur í Skagafirði upphaflega að
hugsa um að hætta við héraðssýn-
ingu vegna þeirrar reynslu sem
þeir fengu af dómurum í vor.
Fundur var haldinn um málið og
samþykkt að hafa héraðssýningu,
en óska jafnframt eftir því við
Búnaðarfélagið að tilnefna Krist-
in Hugason hvorki sem dómara
né starfsmann dómnefndar.
SBG
sinn. Þær miðast við hverja fjöl-
skyldu, eru tekju- og eignatengd-
ar og eiga því að stuðla að jöfn-
uði í þjóðfélaginu. Eldri hús-
næðisbætur voru hins vegar föst
upphæð á hvern einstakling í sex
ár. Þeir sem hafa fengið greiðslur
úr því kerfi, geta valið um hvort
þeir halda sig við það eða skipta
yfir í það nýja.
Vaxtabæturnar fyrir yfirstand-
andi ár nema um 1,4 milljarði
króna og munu um 10 þúsund
hjón, rúmlega 1500 einstæðir for-
eldrar og tæplega 3.500 ein-
hleypingar njóta þeirra. Meðal-
bætur hjóna eru um 100.000
krónur, einstæðra foreldra um 80
þúsund og einhleypinga um 60
þúsund. Bæturnar geta þó ekki
orðið hærri en 174 þúsund til
hjóna, 140 þúsund til fjölskyldu
einstæðs foreldris og 107 þúsund
til einhleypings.
Framlög til þessa nýja vaxta-
bótakerfis eru um 20% hærri að
raungildi miðað við vaxtaafslátt
og húsnæðisbætur samanlagt í
fyrra. -vs