Dagur - 10.08.1990, Side 11
Föstudagur 10. ágúst 1990 - DAGUR - 11
4. ílokkur - undanúrslit:
Matthías skoraði
tíu gegn Gróttu
- í 16:1 sigri KA
KA-menn byrjuðu undanúr-
slitin í 4. flokki karla giæsilega
þegar þeir unnu Gróttu með
hvorki meira né minna en sext-
án mörkum gegn einu á Akur-
eyri í fyrradag. Miðvallarleik-
maðurinn efnilegi í KA-liðinu,
íþróttir
Knattspyrna
Föstudagur
2. deild:
Tindastóll-Leiftur kl. 19
Selfoss-KS kl. 19
3. deild:
Völsungur-Þróttur R. kl. 19
4. dcild E:
HSP b-Narfi kl. 19
Laugardagur
2. deild kvenna:
Völsungur-KS kl. 14
3. deild:
Dalvík-Próttur N. kl. 14
TBA-BI' kl. 14
Einherji-Reynir Á. kl. 14
4. deild D:
Prymur-Geislinn kl. 14
Hvöt-Kormákur kl. 14
4. deild E:
SM-UMSEb kl. 14
Magni-Austri kl. 14
2. flokkur A:
UBK-Þór kl. 17
2. flokkur B:
Hveragerði-Völsungur kl. 14
Sunnudagur
1. dcild:
KR-Þór kl. 16
KA-Fram kl. 19
2. deild kvenna:
Sindri-Einherji kl. 14
2. flokkur A:
Fram-Þór kl. 14
2. flokkur B:
KR-Völsungur kl. 14
2. flokkur C:
KS-Snæfell kl. 14
Mánudagur
1. deild kvenna:
KA-Þór kl. 19
2. deild:
Leiftur-UBK kl. 19
ÍBK-Tindastóll kl. 19
KS-Fylkir kl. 19
Að auki fara fram um helgina
undanúrslit í 3., 4. og 5. flokki
karla og úrslit f 2. og 3. flokki
kvenna. Undanúrslitin í 4.
flokki karla fara fram á
Menntaskólavellinum og Þórs-
vellinum á Akureyri.
Golf
Laugardagur
Sveitakeppni GSÍ, L, 2. og 3.
deild í Grafarholti, Hafnar-
firði og Borgarnesi.
Opna KEA-mótið í Ólafsfirði.
Sunnudagur
Sveitakeppni GSÍ (frh.).
Opna KEA-mótið (frh.).
Olís-mótið á Skagaströnd, 18
holur.
Handknattleikur
Föstudagur
Haukar-Þór kl. 20
Laugardagur
Grótta-Þór kl. 14
Matthías Stefánsson, gerði sér
lítið fyrir og skoraði tíu mörk í
leiknum. Sama dag gerðu
Austri og Þór V. jafntefli, 1:1,
en Breiðablik, sem er flmmta
liðið í undanúrslitunum, sat
hjá.
Úrslitin í leik KA og Gróttu
segja allt sem segja þarf, yfir-
burðir KA-manna voru ótrúlegir.
Eins og fyrr segir skoraði Matt-
hías tíu mörk, Þórhalllur Hin-
riksson skoraði þrjú og Óli Björn
Ólafsson, Gauti Reynisson og
Markús Högnason eitt hver.
„Þetta var mjöggaman en ger-
ist nú ekki oft. Áður hafði ég
mest skorað fjögur mörk í einum
leik," sagði Matthías Stefánsson í
samtali við Dag. Hann hefur æft
knattspyrnu frá sex ára aldri og
alltaf með KA. Það sem vekur
kannski mesta athygli við þetta
afrek hans er að hann leikur á
miðjunni en ekki í fremstu víg-
línu. En hvað segja sóknar-
mennirnir við þessu?
„Þeir segja nú lítið. Ég held að
þeir hafi bara verið ánægðir með
þetta,“ sagði Matthías. Hann
sagðist hafa talið mörkin og vitað
hvað hann hafði skoraði mörg
þegar flautað var til leiksloka.
Þess má geta að staðan í leikhléi
var 5:0 og hafði Matthías þá
skorað fjögur.
KA-liðið sat hjá í gær en í dag
mætir liðið Austra kl. 18, á morg-
un Breiðabliki kl. 10 og á sunnu-
daginn Þór V. kl. 11.15. Allir
leikirnir fara fram á Mennta-
skólavellinum.
Þórsarar sækja hér að niarki UBK en markvörðurinn horfir á eftir boltanum
afturfyrir. Mynd: jhb
1. deild kvenna:
Breiðablik sigraði
Þór í jöfnum leik
Matthías Stefánsson var í miklum
ham gegn Gróttu. Mynd: jhb
Breiðablik sigraöi Þór 1:0 í 1.
deild kvenna á Þórsvellinum í
Þorvaldur
skoraði þrjú
í Svíþjóð
Þorvaldur Örlygsson hefur
byrjað vel með liði sínu, Nott-
ingham Forest, eftir sumarfrí-
ið. Forest lauk nýlega viku
keppnisferð um Svíþjóð þar
sem liðið spilaði fimm leiki og
var Þorvaldur í byrjunarliðinu
í fjórum leikjum og skoraði
þrjú mörk í þeim.
Forest var með alla sína bestu
menn í ferðinni nema í fyrsta
leiknum en þá voru landsliðs-
mennirnir ókomnir úr fríi. Þor-
valdur lék vel í leikjununt fjórum
og ekki spilltu mörkin þrjú fyrir.
í gær átti Forest að spila góð-
gerðarleik í London en um helg-
ina fer liðið til Ítalíu þar sem það
tekur þátt í sterku fimm liða
móti. Meðal liða sem taka þátt
eru þrjú ítölsk 1. deildarlið og er
eitt af þeim hið geysisterka lið
Napolí sem knattspyrnugoðið
Maradona leikur með.
Hörpudeildin af stað
- KA-Fram og KR-Pór á sunnudag
Hörpudeildin fer af stað um
helgina eftir stutt hlé. KA-
menn fá bikarmeistara Fram í
heimsókn á Akureyrarvöll á
sunnudaginn kl. 19 og sama
dag kl. 16 leika KR og Þór í
Reykjavík. Dagur spjallaði við
Nóa Björnsson, fyrirliða Þórs,
og Hauk Bragason, markvörð
KA, en hann lék áður með
Frömurum.
„Þetta veröur örúgglega mikill
baráttuleikur. Við mætum endur-
nærðir til leiks eftir fríið og ætl-
um okkur að hefna fyrir útreiðina
sem við fengum hjá Frömurum í
fyrri leiknum," sagði Haukur.
„Nú er hver leikur úrslitaleikur
og Framararnir verða grimmir
því þeir eigá möguleika. En þetta
er allt á réttri leið hjá okkur,
Ormarr verður væntanlega með
og það er feykilegur styrkur fyrir
okkur. Ég vil ekki spá um tölur
en ég er klár á að við vinnum."
„Þetta hlýtur að fara að ganga
upp hjá okkur. Það er nú eða
aldrei," sagöi Nói. „Næstu tveir
til þrír leikir hafa gífurlega þýð-
ingu. Ef við fáum ekki þrjú til
fjögur stig úr næstu leikjum held
ég að megi afskrifa okkur. Við
höfum unnið KR í Reykjavík og
nú leggjum við allt í sölurnar.
Þeir rændu af okkur sigrinum í
fyrri umferðinni og við ætlum að
bæta fyrir það. Við höfum hins
vegar ekki skoraði í fimm leikj-
um í röð og það þarf að breyt-
ast,“ sagði Nói Björnsson.
fyrrakvöld. Leikurinn var
mjög jafn en Blikastúlkurnar
náðu aö skora eina mark leiks-
ins í síöari hálfleik þegar Asta
María Reynisdóttir braust upp
kantinn og renndi undir mark-
vörð Þórs.
Blikarnir fengu reyndar annað
dauðafæri í seinni hálfleiknum
sem fór forgörðum. Þórsarar
fengu einnig sín færi, það besta
þegar Soffía Frímannsdóttir
komst ein innfyrir vörn Breiða-
bliks en Blikar náðu að bjarga á
síðustu stundu. Sigurmarkið var
skorað þegar um 15 mínútur voru
til leiksloka.
Þess má geta að Sigurði Páls-
syni, þjálfara Þórs, var vísað af
svæðinu í fyrri hálfleik eftir að
hann hafði gert heldur hressileg-
ar athugasemdir við dómgæsluna
og verður hann því í banni í
næsta leik.
Handknattleikur:
„Gerum okkar
besta“
- segir Jan Larsen
um aukakeppnina sem
hefst um helgina
Nú uin helgina hefst auka-
keppni fjögurra liða um tvö 1.
deildarsæti í handknattleik.
Þórsarar eru eitt af þessum lið-
um en hin þrjú eru Haukar,
Grótta og HK. Þórsarar leika
gegn Haukum í Hafnarfirði í
kvöld og Gróttu á Seltjarnar-
nesi á niorgun.
„Við gerum okkar besta í þess-
ari keppni. Þetta kemur á heldur
óheppilegum tíma fyrir okkur,
eitthvað af mannskapnum kemst
ekki í keppnina þar sem hann er
í fótbolta og við höfum lítinn
tíma haft til undirbúnings," sagði
Jan Larsen, þjálfari Þórs. „Þessi
leikir verða mikilvægir fyrir
okkur, við fáum dýrmæta reynslu
úr þeim sem ætti að vera búin að
skila sér þegar mótið hefst í
haust. Ég þekki ekkert til hinna
liðanna og get því ekkert sagt til
um möguleika okkar en við mun-
um berjast og reyna að spila góð-
an handbolta og svo sjáum við
hvað kemur út úr því,“ sagði Jan
Larsen.
4. deild E:
Dýraiæt stig
til HSÞ-b
eftir sigur
á UMSE-b
- HSÞ-b einu stigi
á eftir toppliði Magna
HSÞ-b hlaut þrjú dýrmæt stig í
toppbaráttunni í E-riðli 4.
deildar þegar liðið sigraði
UMSE-b 3:1 á heimavelli
þeirra síðarnefndu á miðviku-
dagskvöldið. UMSE-b réði
gangi leiksins lengst af en tvö
mörk HSÞ-b á upphafsmínút-
um leiksins gerðu útslagið.
HSÞ-b er í öðru sæti riðilsins,
stigi á eftir Magna, en UMSE-
b er í þriðja sæti, fímm stigum
á eftir HSÞ-b.
Þegar fimm mínútur voru liðn-
ar var staðan orðin 2:0 fyrir HSÞ-
b. Viðar Sigurjónsson náði for-
ystunni og Pálnti Steinar Skúla-
son bætti öðru marki við strax á
eftir. UMSE-b lék á móti nokk-
urri golu en sótti samt stíft í fyrri
hálfleik en án árangurs. Að vísu
fékk liðið vítaspyrnu þegar um 15
mínútur voru til hlés en Haukur
Grettisson skaut í stöng.
í seinni hálfleik jafnaðist
leikurinn en UMSE-b sótti þó
áfram heldur meira. Þrátt fyrir
það skoraði Ari Hallgrímsson
fyrir HSÞ-b áður en Ásgrímur
Reisenhaus minnkaði muninn
fyrir UMSE-b.
2. flokkur A:
Stjaman
sigraði KA
Stjurnan sigraöi KA 1:0 í 2.
flokki á Akureyri í fyrrakvöld.
KA-menn voru heldur sterkari
þegar á heildina er litið en
fengu á sig klaufainark í fyrri
hálfleik og náðu ekki að svara
fyrir sig.
Fyrri hálfleikur var góður hjá
KA-liðinu og var það sterkari
aðilinn. Þeir fengu ágæt mark-
tækifæri en það voru þó Stjörnu-
menn sem skoruðu eina markið
þegar sóknarmaður þeirra plat-
aði bæði varnar- og markmann
KA langt úti í teig og renndi í
markið.
Leikurinn jafnaðist í síðari
hálfleik en þá náði hvorugt liðið
sér á strik.
2. flokkur C:
Markalaust
hjáKS
og Fylki
KS og Fylkir gerðu markalaust
jafntefli í C-riðli 2. flokks á
Siglufírði í fyrrakvöld.
Úrslitin voru sanngjörn þegar
á heildina er litið. Éylkismenn
voru meira með boltann og fengu
vítaspyrnu sem Magnús Benónýs-
son, markvörður KS, varði. Önn-
ur hættuleg færi komu í hlut KS
en sóknarmenn liðsins fengu
fjögur til fimm dauðafæri sem
ekki nýttust.