Dagur - 11.08.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 11.08.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. ágúst 1990 - DAGUR - 3 Tár í tómið. Mynd: Golli Norðurland vestra: Allt við það sama í kennaramálum - ennþá margar stöður óskipaðar Ennþá vantar fjölda kennara í stöður á Norðurlandi vestra. Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri umdæmisins, seg- ir ástandið samt vera svipað og yfirleitt á þessum tíma, nema hvað að fleiri kennara vanti nú á Blönduósi og Sauðárkróki en undanfarin ár. Guðmundur kvað það skrýtið að ekkert af nýútskrifuðum kennurum hefði sést ennþá með- al umsækjenda, þar sem skólar fyrir sunnan væru nú búnir að ráða sína kennara. Hann sagði einnig að töluvert væri um það að ómenntað fólk spyrði um leið- beinendastörf. Sömu sögu er að segja af sér- kennslumálum í umdæminu og ekkert hefur bæst við af sérkenn- urum með réttindi. í gær var Guðmundur að taka saman í eina auglýsinguna enn og vonaði að hún bæri betri árangur Akureyri: Æðarfugli fækkar ár frá ári á Pollimim „Vissulega ætti að vera nokk- uð gott að koma æðarfuglinum til hér við ósa Eyjafjarðarár og á Pollinum,“ sagði Svanberg Þórðarson, meindýraeyðir hjá Akureyrarbæ, er rætt var við hann um þá miklu fækkun sem orðin er á æðarfugli á svæðinu, og þau miklu vanhöld á ungum sem verða þegar hann skríður úr eggi og fer til sjávar. Mjög margir Akureyringar hafa veitt þessu eftirtekt, því fuglinum fækkar ár frá ári og nú í vor var mjög lítið af fugli og unga- dauðinn mikill. „Af mink er töluvert í óshólm- um Eyjafjarðarár og á Bökkun- um, en á hverju ári fara minka- veiðimenn með hunda og byssur á svæðið og reynt er að fella þennan vágest. Töluvert er um svartbak á svæðinu og hann er eins og allir vita bæði eggja- og ungaþjófur. Vissulega höfum við reynt að skjóta svartbakinn, en sú viðleitni er sem að skvetta vatni á gæs. Ég hef verið að berj- ast fyrir leyfi til að nota svefnlyf, en þannig náum við meira magni, þess er þörf. T.d. sækir svartbak- urinn mikið á öskuhaugana á Glerárdal, sérstaklega í sláturtíð- inni á haustin og því væri upplagt að fella hann þar öðru lífríki að meinalausu. Maður eða menn með byssur ráða ekki við vandann. Hettumáfurinn er friðaður, þessi bölvaður ormur, en hann er plága og það er sannleikanum samkvæmt að hann er farinn að ræna eggjum æðarfuglsins, ekki aðeins hér um slóðir heldur um land allt. Hann er sem fljúgandi rottur um allan bæ og frekjan er yfirþyrmandi. Vissulega þyrft'i að taka á þessum vanda og endur- skoða friðunarlög sem hann nýt- ur góðs af. Ekki er langt síðan að fugl þessi nam land á íslandi og því vildu menn friða hann, þann- ig að fuglinn næði fótfestu, en nú er í óefni komið því hann er plága. Ekki er verið að tala um að útrýma honum, aðeins halda honum í skefjum. Ég er öðru hvoru boðaður á fund hjá Umhverfisnefnd og æðarfuglinn hefur aldrei borið þar á góma og því væri rétt að ég vekti máls á þessu næst er ég sit fund nefndarinnar, það er þarft og sjálfsagt," sagði Svanberg Þórðarson. ój en undanfarnar svo að endar næðu saman í tíma. Ástæðuna fyrir kennaraþörf sagðist Guð- mundur ekki sjá, en að einhverju leyti væri það e.t.v. tilkoma 6 ára bekks í skyldunámi. SBG Olíuverðshækkun er óumflýjanleg - búast má við 15-20% hækkun í næsta mánuði Hækkun á olíuverði hér á landi vegna atburðanna við Persa- flóa er óhjákvæmileg. Búast má við allt að 20% hækkun og samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá tveimur olíufélög- um er líklegt að farið verði fram á hækkun í byrjun næsta mánaðar. „Ég held að það sé alveg ljóst að hjá hækkun verður ekki komist. Áhrifin munu þó væntan- lega ekki koma fram fyrr en eftir svona mánaðartíma," sagði Magnús Ásgeirsson hjá innkaupa- deild Olíufélagsins hf. í samtali við Dag. Magnús sagði að jafnvel þó þeir atburðir sem nú verða við Persaflóa hefðu ekki orðið, þá hefði hækkun orðið í kjölfar nýafstaðins fundar leiðtoga OPEC. En hver verður hækkunin? „Ennþá erum við bara með get- gátur og ég vil ekkert um það segja núna,“ sagði Magnús. Hann sagði þó að tvennt væri það sem drægi nokkuð úr áhrifunum hér á landi. Annars vegar það að olíufélögin hefðu að undanförnu haft birgðir með mjög hagstæða samsetningu, vegna hagstæðra innkaupa í júní og júlí, og hins vegar að mörg ríki hefðu ákveðið að auka olíuframleiðslu sína. En leikum okkur þá aðeins að tölum. Nú eru til í landinu um tveggja mánaða birgðir af gas- olíu, eða um 50 þúsund tonn. Verðl á þeim birgðum er um 158 dollarar fyrir tonnið. Síðar í mánuðinum kemur til landsins skip með urn 15 þúsund lestir þar sem tonnið kostar nú urn 225 dolltya. Næst þegar verð á birgð- um veröur reiknað út má gera ráð fyrir að þær hafi minnkað um 25 þúsund lestir og til séu þá um 25 þúsund lestir á 158 dollara og 15 þúsund lestir á 225 dollara. Hlutfallsreikningur gefur að verð á hvert tonn sé þá um 183 dollar- ar sem gefur um 16% hækkun. Fyrr í vikunni var verð á þessum sama farmi um 240 dollarar sem hefði gefið 23% hækkun. Ógern- ingur er að spá fyrir um hvert verður endanlegt verð á farmin- um en eitt er víst, olíuverð hækkar. ET EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 75. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.