Dagur - 11.08.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 11.08.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 11. ágúst 1990 Hún birtist á skjánum á kvöldin að kynna dagskrá Sjónvarpsins. Daginn eftir má heyra rödd hennar í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins, seinna um daginn í Svæðisútvarpinu á Akureyri og síðan jafnvel í kvöldfréttum útvarps. „Er manneskjan fjöl- miðlasjúk?“ mátti heyra einn ónefndan mann á götunni segja og var eitt spurningamerki í framan. Umrædd kona er María Björk Ingvadóttir, fréttamaður hjá RÚVAK og sjónvarpsþula, og félagsráð- gjafi að mennt. Til að reyna að leysa úr ráðgátum fyrrgreinds manns á götunni og fræðast nánar um hagi hennar var ekki úr vegi að fá Maríu Björk í helgarviðtal. Hún tók þeirri beiðni blaðamanns vel og kurteislega og fór viðtalið fram á heimili foreldra hennar við Löngumýri á Akureyri, einn blíðviðrisdag fyrir skömmu. María Björk hefur síðustu vikur verið að leysa kollega sína af á Svæðisútvarpinu á Akureyri, en starfar þess utan sem fréttamaður útvarpsins á Sauðárkróki, þar sem hún er búsett, og skýst síðan í þularstarfið hjá Sjónvarpinu sex daga í mánuði. María Björk er fædd á Akur- eyri fyrir rétt rúmum 30 árum og er fjórða barn í röð 8 barna þeirra hjóna Ingva Rafns Jóhannssonar og Sólveigar Jóns- dóttur. „Það komu þarna 6 stelp- ur í röð og svo tveir strákar í lokin. Þetta kláruðu foreldrar mínir á 17 árum og það var auð- vitað mikið fjör á heimilinu. Við bjuggum fyrst í litlu húsi við Gils- bakkaveg og ég man eftir því þegar við fluttum hingað á Löngumýri 22. þó ég hafi ekki verið nema þriggja ára. Hér við Löngumýri er allur skarinn alinn upp,“ segir María Björk þegar hún rifjar upp æskuárin á Akur- eyri. Forréttindi í dag að hafa alist upp í stórum systkinahópi f>ó María sé fædd og uppalin á Akureyri segist hún vera stolt af því að vera Vestfirðingur í aðra ættina. „Móðir mín er hreinrækt- aður Vestfirðingur, kemur frá Aðaivík á Hornströndum. Mér er mikið í mun að halda uppi merki móður minnar. Ég lít ekk- ert endilega á mig sem Akureyr- ing, þó ég sé fædd hérna og upp- alin. Þetta er bara spurning um hvar þú kemur í heiminn." - Hvernig var að alast upp á Akureyri? „Mér fannst það mjög gott. Akureyri er yndislegur staður að alast upp á. Náttúran er svo nálægt með fullt af gróðri og klöppum. Ég get ekki hugsað mér að lifa nema með mikinn gróður í kringum mig. Besti kost- urinn er að hafa alist upp í svona stórum systkinahópi og í dag finnst mér það vera algjör for- réttindi. Þetta kennir manni fyrst og fremst umburðarlyndi og að hafa sjálfur fyrir því að vinna sig áfram. Ef þú ætlar þér eitthvað þá þýðir ekkert að sitja út í horni og bíða eftir að það verði munað eftir þér, þú verður að berjast. Foreldrar mínir stóðu sig alveg frábærlega í uppeldinu, kenndu mér alveg ótrúlega margt og eiga allt gott skilið.“ Leiddist hrikalega fyrsta árið í MA María gekk hefðbundna skóla- göngu á Akureyri og byrjaði á því að fara í Barnaskóla íslands, eins og hann var kallaður þá. „Ég var svo heppin að fá alveg yndis- legan kennara, sem heitir Kristín Aðalsteinsdóttir. Hún kenndi mér mjög margt og þegar ég hugsa til baka þá mótaði hún margar af þeim hugmyndum sem ég hef í dag urn lífið og tilver- una,“ segir María og á greinilega góðar minningar frá barnaskóla- árunum. Síðan tók við gagn- fræðaskólinn og landspróf þaðan. Þá blasti Menntaskólinn á Akur- eyri við og innritaðist María Björk í félagsfræðideild, sem hún kláraði sumarið '79 með hvítu húfuna á kollinum. Hvað hefur hún um menntaskólaárin að segja: „Mér leiddist alveg hrika- lega fyrsta árið í MA, mér leið eins og ég væri ein á flæðiskeri stödd. Ég skipti alveg um vina- hóp þegar ég fór í skólann, en þetta lagaðist þegar ég fór að kynnast nýju fólki. Eftir það voru menntaskólaárin mjög ljúf og liðu eins og gengur og gerist, en auðvitað alltof fljótt.“ Fékk ferö til Englands í stúdentsgjöf - aðra leiðina! - Hvað tók við að loknu stúd- entsprófi? „Þá sendu foreldrar mínir mig til Englands, en þau gáfu mér ferð þangað í stúdentsgjöf, aðra leiðina. Ekki hlæja,“ segir María en auðvitað gátum við ekki stillt okkur. Af einskærri forvitni leyfði undirritaður henni að halda áfram til að útskýra málið nánar. „Þau sögðu mér að ég mætti hringja þegar ég væri til- búin að koma heim og búin að átta mig á hlutunum. Ég var nokkra mánuði í skóla í Eng- landi, þar sem ég lærði m.a. rétta framkomu, snyrtingu og viðtals- tækni. Ég kom aftur heim um haustið '79 og fór að vinna á barnaheimili. Þá var ég löngu búin að ákveða að læra félagsráð- gjöf, var reyndar búin að ákveða það í menntaskóla." Heillaðist af Tindstæling og þar með ruglaðist kerfið María sagðist strax hafa verið ákveðin að læra í Noregi, þar sem Noregur hefur ætíð heillað hana. Til að komast inn í skóla í Noregi þurfti María að safna að sér punktum hér heima, eins og það var kallað, því félagsráðgjöf var ekki kennd þá á íslandi. Umsóknir urðu að fara í gegnum menntamálaráðuneytið og eftir að hafa unnið á barnaheimili. sem ritari hjá handlækningadeild FSA og kennt tónmennt og dönsku einn vetur í Barnaskóla Sauðárkróks, komst María inn í þann skóla sem hana langaði í. þ.e. Norges Kommunal og Sosial Hógskole í Osló. Þetta var árið 1981, en eitthvað hafði gengið á áður, eða hvað? Gefum Maríu Björk orðið: „Um vorið 1980 þrammaði Tindastólslið í bæinn og gerði hosur sínar grænar fyrir akur- eyrskum stúlkum í hrönnum. Þar var einn sem ég heillaðist af og þar með ruglaðist kerfið. Ég ætl- aði að fara að sækja um í Noregi en hætti við það því ég ætlaði að fylgja ástinni." Tröllatrú á föstu- deginum þrettánda Ástin var ungur maður frá Sauð- árkróki að nafni Ómar Bragi Stefánsson og starfar nú sem verslunarstjóri Skagfirðingabúð- ar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ómar og María eiga nú tvo stráka, þá Stefán Arnar 8 ára og Ingva Hrannar 4 ára. „Ég man nákvæmlega hvaða dag við kynntumst, það var föstu- daginn 13. mars 1980. Síðan hef- ur það verið happadagurinn okk- ar og við höfum tröllatrú á honum. Við eignuðust t.d. okkar fyrsta barn, Stefán Arnar, föstu- daginn 13.“ María Björk fór með Ómari til Sauðárkróks haustið 1980, þar sem hann starfaði sem íþrótta- kennari, og fékk María kennara- starf við Barnaskólann, eins og áður kom fram. María var spurð hvernig henni hafi líkað að koma á Krókinn fyrst fyrir 10 árum og svaraði hún því til að henni hafi leiðst á staðnum. „Ómar var í meira en 100% stöðu sem íþróttakennari, þannig að hann var lítið heima. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór að heiman til að búa, og ef ég hefði ekki átt þessa yndislegu tengdamóður til að leita til, þá held ég að ég hefði veslast upp. Það var svo lítið hægt að gera og allt annaö líf heldur en er í dag á Sauðárkróki, Fjölbrautaskólinn varla byrjaður og lítið af ungu fólki yfir veturinn í bænum.“ Neyddist til að hlusta á aðra tala án þess að koma orði að sjálf! - Síðan kemst þú í skólann í Osló haustið ’81 og þið flytjist út. Hvernig var að vera í Noregi? „Ég hef ekkert nema stór orð um það að segja, það var alveg yndislegt. Til að byrja með höfð- um við ekki húsnæði í Osló og Ómar ekki vinnu. En þetta bjarg- aðist og við fengum fallega íbúð í austurhluta borgarinnar, þar sem við komum okkur fyrir. Síðan byrjaði skólinn og ég ekki mjög sleip í norskunni. Ég skildi að vísu meira en ég gat talað. Það er mikil fötlun fyrir mig því ég tala svo rosalega mikið. Þetta var besti skóli sem ég gat hugsað mér. Þarna þurfti ég allt í einu að neyðast til að hlusta á aðra tala daginn inn og daginn út, án þess að koma orði að sjálf!“ María Björk var þrjú ár í skólanum og útskrifaðist frá hon- um sem félagsráðgjafi 1984. Þá fékk hún vinnu sem félagsráð- gjafi á félagsmálastofnun í Roms- ás og var þar í eitt ár. Á meðan vann Ómar hjá IKEA í Svíþjóð og '85 flytjast þau til íslands, þar sem Ómari bauðst vinna við nýja verslun IKEA í Reykjavík. Þegar til íslands kom fór María Björk að vinna hjá Svæðisstjórn Reykjaness um málefni fatlaðra sem félagsráðgjafi og var þar þangað til í febrúar '86. Þá bauðst henni betra starf hjá Greinipgar- og ráðgjafarstöð ríkisins, þar sem fötluð börn eru tekin í athugun og meöferð. Hjá Greiningarstöðinni vann María þar til í september í fyrra, að fjöl- skyldan fluttist norður á Sauðár- krók. En víkjum að öðru í bili. Það var allt að springa og annaðhvort að drukkna eða... - Síðan ferðu að birtast á sjón- varpsskjánum sem þula hjá Ríkissjónvarpinu, öllum að óvör- um að mér skilst. Hvernig í ósköpunum bar það til? „Við helltum okkur út í íbúð- arkaup og ég fór líka að skúra hjá Greiningarstöðinni á kvöldin. Ég var þvf í tveim störfum og Ómar vann eins mikið og hann gat. Það var allt að springa og annaðhvort að drukkna eða reyna að synda. Fyrir tilviljun heyrði ég í útvarp- inu að það var verið að auglýsa eftir þulum í sjónvarpið. Ég hugsaði með mér að þarna væri tækifæri til að lyfta sér upp úr skúringunum og gera eitthvað annað. Ég sótti um starfið ásamt nærri 80 öðrum og sagði engum frá því, ekki einu sinni Ómari. Síðan var ég bara allt í einu kom- in á skjáinn og ég sagði engum frá því nema Ömari að ég hefði fengið starfið. Mér fannst engin ástæða til þess að blaðra um það að ég hefði fengið vinnuna, sem ég tek eins og hverja aðra. Svo var móðir mín og ein systir að horfa á sjónvarpið einn góðan veðurdag í desember ’88. Þær heyrðu rödd- ina, en kveiktu ekki, gengu að sjónvarpinu og horfðu í smá stund. Katrín systir mín sagði: „Mamma, ofboðslega hefur hún líka rödd og María." Það kom smá þögn og síðan hrópuðu báð- ar í kór: „Þetta ER María!“ Skemmtilegt að koma fólki á óvart María hlær mikið þegar hún rifj- ar þetta upp og hvernig vinir og ættingjar hennar tóku nýja auka- starfinu. Frá því í desember ’88 hefur María verið í þularstarfinu. Oftast eru 5 þulir starfandi og skipta þeir með sér 30 dögum, sem þýðir að hver um sig fær um 6 vaktir í mánuði. María var spurð hvernig henni hefði líkað þularstarfið í byrjun og hún viðurkenndi að það hefði verið svolítill „púki“ í henni, þar sem enginn vissi að hún væri byrjuð. „Ég hafði gaman af því að koma fólki á óvart og finnst það yfirleitt mjög skemmtilegt. Þó ég segi sjálf frá þá var ég ekki vitund stressuð í fyrstu skiptin. Ég var bara inn í einhverjum kassa að þylja einhvern texta upp. Ég var ekki að velta því fyrir mér, og hef aldrei gert það, að fleiri þúsund manns væru að horfa á mig.“ Löðrandi sveitt ad kynna langan texta - Hefur þú ekki frá einhverju spaugilegu atviki að segja úr þul- arstarfinu? „Jú. það hefur margt spaugi- legt gerst. Nú er ég talin frekar hláturmild og tæknimennirnir á Sjónvarpinu voru fljótir að átta sig á því að það var ekki erfitt að koma mér til að hlæja. Enn þann dag í dag eru brandarar gjarnan látnir fjúka þegar eru 10 sekúnd- ur í það að ég „fari í loftið", oft- ast hinir ótrúlegustu brandarar, og ég oft hálf hlæjandi í byrjun þannig að skín í endajaxlana. Mér eru mörg atvik eftirminni- leg. Eitt var að kvöldi aðfanga- dags jóla ’88. Strákarnir mínir höfðu báðir verið veikir heima og þegar ég fer á vaktina er ég orðin veik og komin með hita. Á hátíð- isdögum er sá háttur hafður á hjá Sjónvarpinu að ljósin eru látin minnka smá saman, en ekki slökkt snögglega þegar við erum búnar með textann. Ég var löðr- andi sveitt að kynna langan texta og leið hryllilega illa, þegar allir heirna í stofu voru búnir að borða jólasteikina og taka upp pakk- ana. Um leið og ég var búin með síðasta orðið, og hélt ég væri komin úr mynd, þá lagði ég mig aftur í stólnum, lygndi aftur aug- unum og dæsti hátt og snjallt, alveg búin að vera. Þetta sáu allir landsmenn og enginn vissi hvað var að gerast, enda ég ekki með merki utan á mér þar sem stóð að ég væri með 39 stiga hita!“ Að ég sé lítið á Króknum er auðvitað della - Svo var það Krókurinn í fyrra. Hvernig var að koma þangað aft-! ur eftir 10 ár? „Miðað við fyrri reynslu hafði ég ekki miklar væntingar. En það hefur komið mér þægilega á| óvart og reyndar mjög á óvart, hvað mér þykir gott að vera á Sauðárkróki. Nú er ég eiginlega orðin hrædd við það hvað mér þykir gott að vera þar. Stærsta breytingin er tilkoma Fjölbrauta- skólans. Skólinn hefur haft jákvæð áhrif, bæði það að það verður fólk eftir í bænum og það er líf þar. Þannig að mér líkar og líður vel á Króknum. Þó fólki - „Þetta er María Björk Ingvadóttir sem talar frö Sauðárkróki" - en talar að þessu sinni við Dag í helgarviðtali Laugardagur 11. ágúst 1990 - DAGUR - 9 íinnist ég lítið vera þar, þá er það auðvitað della. Ég er ekkert minna á staðnum en aðrir, þó ég fari burtu 6 daga í mánuði til starfa annars staðar." Engin vandamál - enginn félagsráðgjafi Skömmu eftir að María Björk fluttist ásamt manni sínum til Sauðárkróks, en hann gerðist versl- unarstjóri í Skagfirðingabúð, fór hún að starfa sem fréttamaður á Sauðárkróki fyrir Útvarp Norður- lands. Bak við það, af hverju hún gerðist fréttamaður, liggur smá saga og gefum Maríu Björk orð- ið: „Ég fór að leita eftir vinnu við mitt fag, félagsráðgjöf. Þar sem enginn félagsráðgjafi var starf- andi á Norðurlandi vestra þá hélt ég að það hlyti að vera starf fyrir félagsráðgjafa í bæ af þessari stærðargráðu. Ég talaði við for- ráðamenn sjúkrahússins, fram- kvæmdastjóra Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, félagsmála- stjóra og bæjarstjóra, en það var enga vinnu að fá fyrir mig. Ég túlka viðbrögð þeirra þannig að þeir hafi álitið engin vandamál á staðnum það stór að þörf hafi verið fyrir félagsráðgjafa. Þetta eru stór orð en ég stend við þau. Þar sem ég fékk ekki vinnu við hæfi minnar menntunar sótti ég um stöðu fréttamanns og fékk hana." Sauðkrækingar vilja fréttir en ekki að allur sannleikurinn heyrist Að sögn Maríu Bjarkar er Sauð- árkrókur fyrsti staðurinn fyrir utan Reykjavík og svæðisstöðvar útvarpsins sem fær fréttamann á föstum launum. Mikill áhugi var fyrir því hjá forráðamönnum bæjarins að fá þangað fréttamann frá útvarpinu en María segir að þar sé mikill tvískinnungur á ferðinni. „Þeir vilja að fréttirnar heyrist en vilja ekki að komi neitt sem þeir kalla neikvæðar fréttir af staðnum. Þetta gildir um for- ráðamenn bæjarins og marga bæjarbúa líka. Það má segja já- kvæða hluti þar sem kemur fram „halelúja-ræða“ um Sauðárkrók en það má ekkert fjalla um ef eitthvað er að. Þá fæ ég hringing- ar og „hnífa í bakið“. Fólk er að biðja um að það sé sagt frá staðn- um en það vill ekki að allur sann- leikurinn heyrist, tvískinnungur- inn liggur í þessu.“ María Björk segir að í fyrstu hafi henni verið vel tekið á Sauð- árkróki í fréttamannsstarfinu, en fengið fáar jákvæðar strokur á bakið. „Annars eru íslendingar ekki gefnir fyrir það að hrósa náunganum. Ég hef oft fengið kaldar gusur og þær gusur flestar varðandi pólitík. Það er þegar menn þykjast geta dregið mig í ákveðinn bás og sagt að ég sé hlutdræg. Ég er ekki það full- komin að ég sé yfir alla gagnrýni hafin og það er enginn sá frétta- maður til sem ekki gerir mistök, en pólitísk er ég ekki." Bitist um bita, sem ég veit ekki af hvaða köku er - Nú var útsendingartími svæðis- útvarpanna styttur um hálftíma vegna „Þjóðarsálarinnar". Hvað fannst þér og þínum kollegum um þá tilhögun? „Ég get ekki svarað fyrir alla mína samstarfsmenn því það eru ekki allir á sama máli innan RÚVAK. Sumum fannst þetta góð breyting því þá yrði útsend- ing okkar hnitmiðaðri og gerði ineiri kröfur um betri vinnu- brögð. Mín skoðun er sú að svæðisútvarp á fullan rétt á sér, ennþá lengur heldur en í 45 mínútur á dag. Mér finnst útvarpið vera ákveðið tæki til að sameina landshluta, og þá meina ég l að rjúfa Tröilaskagann milli N< lurlands vestra og eystra. Þa er bagalegt að menn séu að bí’ t um einhvern bita, sem ég ve :kki af hvaða köku er. Akur- eyringar mega ekki hafa það betra en Sauðkrækingar, og öfugt. Útvarpið gefur betri möguleika á því að sameina fólk með áhrifaríkum hætti. Þess vegna finnst mér stytting útsend- ingartímans fáránleg. Það verður þess valdandi að maður verður að fara að ritskoða og kasta efni sem annars yrði notað. Þetta þýðir að það heyrist ekki eins mikið frá litlu stöðunum og stóru staðirnir fá mesta umfjöllun, og þá á ég við Húsavík, Akureyri, Siglufjörð og Sauðárkrók. Grátlegt hvernig komið er fyrir atvinnulífinu á Akureyri Mér finnst „Þjóðarsálin“ ekki það mikilvægt efni að það eigi að ýta út svæðisútvörpunum. Ann- aðhvort á að hafa þáttinn á öðr- um tíma eða hreinlega sleppa honum, hann er orðinn þreyttur. Ég veit að kollegar mínir á ísa- firði eru þessu innilega sammála, sem er ekki skrýtið, því þeir þurfa nauðsynlega á sameiningu að halda í gegnum útvarpið. Vestfirðingar eru svo fáir og dreifðir að þeir sjá þörfina fyrir svæðisútvarp enn meir og betur heldur en við, svo ég tali nú ekki um marga Reykvíkinga sem skilja þetta ekki.“ Texti: Björn Jóhann Björnsson Mynd: Kristján Logason - Eftir þennan tíma sem þú hefur unnið á Akureyri síðustu vikurnar, finnst þér þá staðurinn hafa breyst mikið frá því þú „fórst út í heim" eftir stúdents- prófið ’79? „Já, hann hefur breyst að því leyti að hann er orðinn mun fal- legri, og ég stend við það þegar ég segi að hann sé fallegasti bær á íslandi. Hins vegar finnst mér vanta meira líf í bæinn. Það er grátlegt hvernig er komið fyrir atvinnulífinu á Akureyri, og það er slappleiki misvitra stjórnmála- manna á Akureyri og þjóðarinn- ar sem hefur skapað þannig .ástand að fólk er heppið að hafa vinnu hér í dag. Þetta er áfall fyr- ir bæ eins og Akureyri, sem gæti hæglega verið 30 þúsund manna bær í dag, ef rétt hefði verið á málum haldið.“ Erum hérna til þess að læra að lifa Fram að þessu hefur viðtalið nær eingöngu snúist um störf Maríu í gegnum árin, og tími til kominn að forvitnast meira um hana sjálfa. Ein fyrsta spurningin sem kom upp í hugann er „týpísk", en það er að inna eftir áhugamálum fréttamannsins og þularins. „Áhugamál, jesús minn,“ sagði María og leist greinilega ekki mikið á þessa spurningu. En það stóð ekki á svörum frekar en fyrri daginn! Tónlist, útivist og ferða- lög komu fyrst fram í huga hennar, en mannlegu hliðina á lífinu bar einnig á góma. „Ég held að við séum hérna til þess að læra að lifa. Við eigum að reyna að gera lífið betra í dag heldur en það var í gær. Það eiga allir að leggja sitt af mörkum til þess. Hvort sem þeir gera það með því að springa úr hlátri í útvarpinu eða gera einhverja menn reiða þannig að þeir fara að hugsa, þá er mér alveg sama með hvaða aðferðum, svo framarlega sem maður er ekki að traðka á öðrum. Það er mitt áhugamál að t.d. minnihlutahópar fái betur að njóta sín og það sé tekið mark á fleirum heldur en einhverjum fáum útvöldum í þjóðfélaginu.“ Verðum á Sauðárkróki á ineðan okkur líður öllum vel þar Það var ískyggilega farið að stytt- ast í endalok viðtalsins við Maríu Björk og um margt annað var rætt en fram hefur komið hér að framan. Má þar nefna stöðu kvenna í þjóðfélaginu, spaugileg atvik í fréttamannsstarfinu og enn meira um stöðu Svæðisút- varpsins á Norðurlandi, í þátíð, nútíð og framtíð. Allt saman góð og gild mál en lítið blað leyfir engin Mannlífs-viðtöl, þannig að einhvers staðar verður punktur- inn að koma yfir i-ið. Blaða- manni fannst tilvalið að spyrja Maríu þeirrar spurningar í lokin hvort framtíð ungu hjónanna væri fastmótuð eða áform uppi um flutning. María Björk Ingva- dóttir á lokaorðin, um leið og henni er þakkað gott spjall á sól- ríkum sumardegi á klöppum Ytri-Brekkunnar á Akureyri. „Við ætlum að vera á Sauðár- króki áfram. Við höfum bæði fundið okkur í því sem við erum að gera. Fyrir utan það þá líður strákunum okkar mjög vel á Króknum. Það er tvennt ólíkt að ala upp börn þar en á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta finnst mér það mikill kostur að við erum farin að predika yfir vinum okkar í Reykjavík og fá þá til að koma, þó ekki væri nema til að finna kyrrðina. Við búum á Sauðár- króki á meðan okkur líður öllum vel þar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.