Dagur - 11.08.1990, Blaðsíða 11
efst í hugo
Framleiðsla á fiskafurðum í fullum gangi, en á veiðum og vinnslu sjávar-
afla veltur lífsafkoma íslendinga.
Skipta þarf þjóðarkökunni
sem rettlátast milli allra
Það sem er efst í huga mín-
um þessa dagana og senni-
lega flestra Islendinga eru
bráðabirgðalögin, sem sett
voru á BHMR-fólk.
Deilur um kaup og kjör á
íslandi eru ekkert nýtt fyrir-
bæri. Margoft á undanförn-
um árum og áratugum hefur
ríkisvaldið gripið inn í slíkar
deilur með bráðabirgðalög-
um og þó miklu oftar með
gengisfellingum. Okkur ís-
lendingum hefur gengið
ákaflega illa að læra að skilja
það, að það er kaupmáttur-
inn sem skiptir mestu máli
þegar samið er um kaup og
kjör en ekki háar prósentu-
tölur sem alltaf hafa leitt til
gengisfellinga og kjara-
skerðinga, ekki síst fyrir þá
sem minnst bera úr býtum í
þjóðfélaginu. Með svokail-
aðri „þjóðarsátt" í febrúar sl.
var farið inn á nýjar brautir í
kjarabaráttu hér á landi.
Samið var um mjög litlar
þrósentuhækkanir á laun en
reynt að auka kaupmátt með
minnkandi verðbólgu, lækk-
un vaxta og sem mestum
stöðugleika á gengi islensku
krónunnar og hækkunum á
vöru og þjónustu haldið í
lágmarki. Allir lægst launuðu
þegnar þjóðfélagsins gerðu
kjarasamninga á þessum
nótum. Flestir voru sammála
um, eftir nokkurra mánaða
reynslu af þessari leið, að
hún væri vænlegri til árang-
urs en gamla gengisfellinga-
leiðin. Vextir lækkuðu, verð-
bætur lækkuðu, gengið hélst
stöðugt og hagur fólks batn-
aði og einnig fyrirtækja, sem
mörg hver voru komin á von-
arvöl að miklu leyti vegna
vaxta og verðbóta af láns-
fjármagni en eigið fé í
íslenskum fyrirtækjum hefur
alla tíð verið of lítið. Þess
vegna kom 4,5% samnings-
bundin kauphækkun há-
skólamanna eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum.
Samningurinn við háskóla-
menn var gerður árið 1989
og þá var verðbólga 20-25%
hér á landi og „þjóðarsáttin"
ekki í sjónmáli þegar sá
samningur var gerður. Það
er alltaf neyðarbrauð að
þurfa að hrófla við kjara-
samningum en nauðsyn
brýtur iög. Stjórnvöld stóðu
frammi fyrir þeirri staðreynd
að „þjóðarsáttin" og þar með
allar forsendur í kjarasamn-
ingum þeirra lægst launuðu
rynnu út í sandinn og ný víxl-
hækkun hæfist í þjóðfélag-
inu, sem leiddi til nýrrár og
enn einnar kollsteypu í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, þar
sem þeir lægst launuðu færu
enn einu sinni halloka vegna
prósentuhækkana. Við erum
rík þjóð íslendingar og okkur
verður að takast á næstunni
að skipta þjóðarkökunni sem
réttlátast milli allra. Það eru
allir sammála um það aö
lægstu taxtalaun sem greidd
eru hér á landi eru til
skammar. Það þarf því að ná
þjóðarsátt um skiptingu allra
launa í landinu milli stétta og
starfshópa, hvort sem menn
eru verkamenn, iðnaðar-
menn, menntamenn eða
stjórnendur. Það verður eng-
in þjóðarsátt nema allir
íslendingar á vinnumarkað-
inum nái samkomulagi um
skynsamlega skiptingu á
þeim hluta þjóðarkökunnar
sem fer í laun. Er ekki mál til
komið að forystumenn launa-
manna í landinu setjist niður
og nái samkomulagi um
þessa skiptingu launa?
Svavar Ottesen.
Laugardagur 11. ágúst 1990 - DAGUR - 11
' dagskró fjölmiðlo
Sjónvarpið
Laugardagur 11. ágúst
16.00 íþróttaþátturinn.
18.00 Skytturnar þrjár (17).
18.25 Ævintýraheimur prúðuleikaranna
(3).
(The Jim Henson Hour.)
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Ævintýraheimur prúðuleikaranna
framhald.
19.30 Hringsjá.
20.10 Fólkið í landinu.
Efnispiltur í sókn og vörn.
Illugi Jökulsson ræðir við Helga Áss Grét-
arsson skákmeistara.
20.30 Lottó.
20.35 Hjónalíf (13).
(A Fine Romance.)
Lokaþáttur.
21.00 Múraramorðin.
(Inspector Morse - The Masonic Myster-
ies.)
Ný bresk mynd um Morse lögreglufull-
trúa í Oxford og Lewis aðstoðarmann
hans.
Hinn tónelski Morse er að æfa Töfra-
flautuna ásamt kórfélögum sínum. Ein
kvennanna í kórnum er myrt og böndin
berast að Morse sjálfum.
Aðalhlutverk: John Thaw og Kevin
Whately.
22.50 Ást og ógnir.
(Haunted Honeymoon.)
Bandarísk gamanmynd frá árinu 1986 um
heldur misheppnaða nótt sem tilvonandi
hjón eiga saman í gömlu og dularfullu
húsi.
Aðalhlutverk: Gene Wilder, Gilda Radner
og Dom DeLuise.
00.15 Útvarpsfréttir i dagskrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 12. ágúst
16.00 Evrópuleikar fatlaðra - Setningarat-
höfn.
Dagana 14.-24. júlí voru Evrópuleikar fatl-
aðra haldnir í Assen í HoUandi. Átta
íslenskir íþróttamenn tóku þátt í leikun-
um og unnu tU nítján verðlauna.
17.40 Sunnudagshugvekja.
17.50 Pókó (6).
18.05 Útilegan (2).
(To telt tett i tett.)
18.25 Ungmennafélagið (17).
í sjávarháska.
Eggert og Málfríður taka þátt í æfingu
Slysavarnafélagsins á Eyrarbakka.
Umsjón Valgeir Guðjónsson.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Vistaskipti (10).
19.30 Kastljós.
20.30 Á fertugsaldri (9).
21.15 Sumarsmellir.
Sýnd verða ný myndbönd með lögum
sem íslenskar hljómsveitir eru að senda
frá sér þessa dagana.
21.40 Á flótta.
(Jumping the Queue.)
Bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum.
í myndinni segir frá lífsleiðri ekkju og
kynnum hennar af ungum manni sem er á
flótta undan lögreglunni.
Aðahlutverk: Sheila Hancock og David
ThrelfaU.
22.50 Áslaug, einhverf stúlka.
í þættinum er fjaUað um einhverfu og sér-
staklega greint frá lífi unglingsstúUui
sem á við þessa fötlun að striða. Hún tjáir
sig með mjög sérstökum og athyglisverð-
um teikningum.
23.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 13. ágúst
17.50 Tumi.
(Dommel.)
18.20 Litlu prúðuleikararnir.
(Muppet Babies.)
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Yngismær (136).
19.20 Við feðginin (4).
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Ljóðið mitt (11).
Að þessu sinni velur sér ljóð Rósa lngólfs-
dóttir auglýsingateiknari.
20.40 Ofurskyn (5).
(Supersense.)
Á sunnudagskvöldið kl. 21.20 hefst
um um einræðisherrann ítalska,
George C. Scott.
ingja. Að venju glímir hann við dularfullt morðmál og berast böndin að
honum sjálfum að þessu sinni.
21.10 A flótta.
(Jumping the Queue.)
Seinni hluti.
22.30 Neil Young á tónleikum.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Neil Young
á tónleikum í New York í september 1989.
Hann flytur bæði ný lög og gömul, m.a.
After the Gold Rush og This Note’s For
You.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok.
Stöð 2
Laugardagur 11. ágúst
09.00 Morgunstund með Erlu.
10.30 Júlli og töfraljósid.
10.40 Perla.
11.05 Stjörnusveitin.
11.30 Tinna.
12.00 Dýrarikið.
(Wild Kingdom.)
12.30 Eðaltónar.
13.00 Lagt í’ann.
13.30 Forbodin ást.
(Tanamera.)
14.30 Veröld - Sagan í sjónvarpi.
(Th*e World - A Television History.)
15.00 Skær ljós borgarinnar.
(Bright Lights, Big City.)
Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Kiefer
Sutherland, Phoebe Cates og Swoosie
Kurtz.
17.00 Glys.
(Gloss.)
18.00 Popp og kók.
18.30 Bilaíþróttir.
19.19 19.19.
20.00 Séra Dowling.
(Father Dowling.)
20.50 Kvikmynd vikunnar.
Bylt fyrir bord.
(Overboard.)
Hjónakornin Kurt Russel og Goldie Hawn
leika hér saman í laufléttri gamanmynd
um forríka frekju sem fellur útbyrðis á
lystisnekkju sinni. Hún rankar við sér á
sjúkrahúsi og þjáist af minnisleysi. Eigin-
maður hennar hefur lítinn áhuga á því að
nálgast hana og smiður nokkur, sem hún
er nýbúin að reka úr þjónustu sinni, sér
sér leik á borði og heldur því fram að hún
sé eiginkona hans og móðir barna hans,
sem eru síst til fyrirmyndar. Eitthvað
gengur henni brösuglega að aðlagast
nýju lífi og ekki bætir úr skák þegar ljóst
er að þau fella hugi saman, hún og smið-
urinn.
Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Kurt Russel,
Roddy McDowall og Katherine Helmond.
22.40 Byssurnar frá Navarone.#
(The Guns of Navarone.)
Myndin fjallar um árás nokkurra breskra
hermanna á vigbúna eyju undan strönd-
um Grikklands. Þjóðverjar hafa risafall-
stykki á eyjunni og nota þau til að gera
usla á siglingaleiðum bandamanna.
Aðalhlutverk: Gregory Peck, David
Niven, Anthony Quinn, Irene Papas,
Richard Harris o.fl.
Bönnuð bömum.
01.10 Hættuleg fegurð.
(Fatal Beauty.)
Hættuleg fegurð eða Fatal Beauty er illa
blandað kókaín sem kemst á markaðinn i
Los Angeles.
Aðaihlutverk: Whoopi Goldberg og Sam
Eiliott.
Stranglega bönnuð börnum.
01.55 Pink Floyd í Pompeii.
Mynd sem tekin var á hljómleikum hljóm-
sveitarinnar í Pompeii snemma á áttunda
áratugnum. Mörg laganna, sem flutt eru,
þykja með betri og þyngri verkum sveit-
arinnar enda er Syd Barrett ennþá með i
för.
Rétt þykir að benda á að tónleikar þessir
voru haldnir fyrir útgáfu „léttari” verka
þeirra eins og Dark Side of the Moon og
The Wall sem eru söluhæstu verk þeirra.
02.50 Dagskrárlok.
Stöð 2
Sunnudagur 12. ágúst
09.00 í Bangsalandi.
09.20 Popparnir.
09.30 Tao Tao.
09.55 Vélmennin.
10.05 Krakkasport.
10.20 Þrumukettirnir.
10.45 Töfraferðin.
11.10 Draugabanar.
11.35 Lassý.
12.00 Popp og kók.
12.30 Björtu hliðarnar.
13.00 Ógætni.
(Indiscreet.)
Bráðskemmtileg og rómantísk mynd um
ástarsamband leikkonu nokkurrar og
háttsetts sendifulltrúa Bandaríkjastjóm-
ar. Hann kemur ekki fram af fullum heið-
arleik í sambandi þeirra og það gæti
reynst honum dýrkeypt.
15.00 Listamannaskálinn.
(Southbank Show.)
Christopher Hampton.
16.00 íþróttir.
19.19 19.19.
20.00 í fréttum er þetta helst.
(Capital News.)
20.50 Björtu hliðarnar.
21.20 Mussolini.
Mjög vönduð framhaldsmynd um þennan
ítalska einræðisherra.
23.00 Brúður mafíunnar.
(Blood Vows.)
Ung kona telur sig hafa himin höndum
tekið þegar hún kynnist ungum og mynd-
arlegum manni. Þau fella hugi saman og
fyrr en varir em þau gengin í það heilaga.
En þegar brúðurin fer að grennslast fyrir
um lifibrauð gumans kemur ýmisleg
gruggugt í ljós.
Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Joe Penny
og Eileen Brennan.
Bönnuð börnum.
00.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
á Stöö 2 framhaldsmynd í sex þátt-
Mussolini. Meö hlutverk hans fer
Mánudagur 13. ágúst
16.45 Nágrannar.
(Neighbours.)
17.30 Kátur og hjólakrílin.
17.40 Hetjur himingeimsins.
18.05 Steini og Oili.
18.30 Kjallarinn.
19.19 19.19.
20.30 Dallas.
21.20 Opni glugginn.
21.35 Töfrar.
(Secret Cabaret.)
22.00 Mussolini.
Annar þáttur.
22.55 Fjalakötturinn.
í sálarfylgsnum.#.
(Eaux Profondes.)
Eiginmaður Mélanie virðist umburðar-
lyndur á yfirborðinu. Hann leyfir henni
góðlátlega að daðra við aðra karlmenn en
í hvert sinn sem einhver alvara virðist
fylgja hverfur maðurinn. Eiginmaðurinn
er grunaður en aldrei tekst að sanna neitt
á hann. Mélanie gmnar þó að ekki sé allt
með felldu í sálarfylgsnum hans og reynir
að komast að hinu sanna.
Aðalhlutverk: Jean-Loius Trintignant og
Isabelle Huppert.
00.25 Dagskrálok.