Dagur - 18.08.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 18. ágúst 1990 fréffir i íþróttahúsið á Hrafnagili: Arkitektar viöurkenna hönnunar- gaJla Hönnuðir nýja íþróttahússins á Hrafnagili í Eyjafirði hafa fall- ist á aö galli sé í hönnun húss- ins frá þeirra hendi en ekki hefur verið samiö um hvernig þeir bæta eigendum hússins skaðann. Húsið var vígt síðast- liðið haust en í ljós hefur kom- ið að klæðning á stafnveggjum salarins er engan veginn nógu traust. Styrkja þarf því klæðn- inguna áður en regluleg starf- semi hefst í salnum í liaust. Strax á fyrstu starfsviku húss- ins í haust kom í Ijós að festingar loftljósa voru veikbyggðar og þurfti því strax að loka húsinu til viðgerða. Pegar á leið veturinn kom í ljós að plötur á stafnveggj- um í salnum sjálfum stóðust ekki það álag að knettir lendi á þeim af fullu afli og því var Ijóst að stærri viðgerð þyrfti að fara fram. Annar hönnuða hússins, Orm- arr Þór Guðmundsson, kom fyrir skömmu til fundar með forsvars- mönnum sveitarfélaganna sem byggðu íþróttahúsið og niður- staða þess fundar var sú að um mistök í hönnun sé að ræða en um bætur hefur hins vegar ekki verið samið. Viðgerð fer fram á næstunni og á að vera lokið fyrir miðjan september þegar húsið verður opnað á ný. JÓH Haltur ríður hrossi. Mvnd: -bjb Helgarveðrið: Áfram súld og svalt - hlýnar eftir helgi Norðlendingar losna ekki við súldina yfir helgina en norðan- áttin verður saklaus og á sunnudag er búist við hægviðri með hugsanlegum skúrum. Eftir helgina gæti hins vegar birt til með sunnanátt. Á laugardag verður róleg norðanátt með súld út við annes og strendur en þurrt að mestu leyti inn til landsins. Svalara verður en undanfarna daga. hita- stigið á milli 8 og 10 stig. Á morgun, sunnudag, verðut breytileg átt á landinu og skúrir víða um land. Hægviðri verður norðanlands og hitastig mun haldast óbreytt. Á mánudag mun lægð nálgast suðurströndina með suðlægum vindi, sem kemur til með að hlýja Norðlendingum um hjartaræturnar. -bjb Netadeilur í Miðfirði: Ofomileg sáttanefnd leitar lausnar - ólögleg net segir Tumi Tómasson hjá Veiðimálastofnun Miðfírðingar eru nú búnir að stofna óformlega sáttanefnd í netadeilum þeim sem staðið hafa yfír í héraðinu vegna sil- ungsveiða í sjó. Hugmynd að þessari nefnd kom frá stjórn Átaksverkefnis V-Hún, en Átaksverkefnið mun samt ekki Lögreglan á Akureyri leitar að óskoðuðum bílum: Dæmalaus trassa- skapur bfleigenda Þessa dagana leitar lögreglan á Akureyri með logandi ljósi uppi þá bfla sem eiga að vera skoðaðir og klippir númerin miskunnarlaust af. A fímmtu- dag var klippt af 8 bílum og í gærmorgun var búið að klippa af tveim þegar haft var sam- band við lögreglu. „Trassaskapurinn í fólki er alveg dæmalaus, það virðist vera alveg sama þó fresturinn sé orð- inn tveir mánuðir að skoða bíl- ana,“ sagði lögregluvarðstjóri í samtali við blaðið, þungur á brún. Síðdegis á fimmtudag var smávægilegur árekstur á mótum Þingvallastrætis og Grundargerð- is milli tveggja bíla. Bílarnir skemmdust lítið og farþegar sluppu án meiðsla. Um miðjan dag á fimmtudag var einn öku- maður tekinn á Akureyri með Bakkus í framsætinu. -bjb bera neinn kostnað af nefndar- starfinu. Tilgangurinn er að sögn Ólafs Óskarssonar, aldursforseta nefndarinnar, að reyna að fínna lausn á málinu sem allir geta sætt sig við, svo að þessar netadeilur þurfí ekki að koma upp á hverju ári og valda ósætti milli manna. „Petta er tilraun til að kanna hvort ekki sé hægt að ræða málin í vetur þannig að þessi hasar endurtaki sig ekki ár eftir ár. Það er þó ekkert vitað um það hvort þeir sem standa í þessum deilum viðurkenna þennan hóp nokkuð, en nefndin mun þá geta tekið breytingum og stækkað, ef meiri líkur eru á árangri með því móti," sagði Ólafur í gær, en fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn sl. fimmtudag. Hún er skipuð sex mönnum og m.a. Hótel Kiðagil: Síðasta hlaðborð sumarsins Starfsemi Hótel Kiðagils í Bárðardal lýkur væntanlega um næstu helgi en hótel hefur verið starfrækt að Kiðagili um tveggja mánaða skeið undan- farin sumur. Hótelstýrur í sumar eru þær Þórhildur Þórhallsdóttir og Henríetta Kristinsdóttir og eru þær mjög ánægðar með aðsókn- ina í sumar. Þetta er fyrsta sumarið sem þær reka hótelið og hafa því ekki samanburð við fyrri ár, hvað aðsókn varðar, en að sögn kunnugra var aðsókn betri en síðasta sumar. Hótelið hefur líka boðið upp á kaffihlaðborð á sunnudögum sem hefur verið vel sótt af ferðafólki og öðrum. Á morgun, sunnudag- inn 18. ágúst, verður einmitt síð- asta kaffihlaðborð sumarsins og ekki er að efa að það verður jafn vel sótt og hin fyrri. -vs tveimur prestum. Ólafur segir að þetta sé hópur áhugamanna um málið og Átaksverkefnið muni þar ekki hafa hönd í bagga þó að hugmyndin sé komin þaðan. Netamálið í Miðfirði stendur nú þannig að lögreglan á Blöndu- ósi er með það í framhaldsrann- sókn og verið er að ganga frá öll- um gögnum áður en það fer suð- ur til ríkissaksóknara, en ekki er búið að finna eigendur að öllum netunum. Maður frá RLR var fenginn til að yfirheyra fólk í sambandi við málið og Tumi Tómasson hjá Veiðimálastofnun skoðaði netin sem tekin voru í vörslu lögreglu og gaf skýrslu um þau. Tumi sagði í samtali við Dag að ólögleg net hefðu verið innan um í þessu sem hann skoðaði. SBG Körfuknattleiksdeild Þórs: Cedric Evans kemur í stad Relefords Körfuknattleiksdeild Þórs hef- ur gengiö frá ráðningu á geysi- lega sterkum bandarískum leikmanni, Cedric Evans að nafni. Sá er 25 ára, 210 cm á hæð og vegur 110 kfló. Hann er væntanlegur til Akureyrar nk. fímmtudag. Ekkert verður af því að Patrick Releford, bandaríski leikmaðurinn sem lék með bikarmeisturum Njarðvíkinga í fyrra, leiki með Þór næsta keppnistímabil eins og til stóð. Cedric Evans er enginn aukvisi þegar körfuboltinn er annars vegar. Hann er frá Alabama í Bandaríkjunum og hefur leikið með Alabama State háskólalið- inu. Síðasta keppnistímabil lék hann með liði í Kólumbíu og var að því loknu valinn besti erlendi leikmaðurinn í kólumbíska körfuknattleiknum. Að sögn Kjartans Bragasonar, formanns körfuknattleiksdeildar Þórs, fór Sturla Örlygsson, þjálf- ari og leikmaður Þórsara, vestur um haf og kynnti sér leikni Evans. Mun honum hafa vel lík- að og talið að mikill fengur væri af honum í raðir Þórsara. Kjartan segir að persónulegar ástæður hafi ráðið því að Releford kom ekki í herbúðir Þórsara og full eining hafi verið með stjórn körfuknattleiksdeildar óg Rele- ford um þá niðurstöðu. Ljóst er að Þórsarar verða harðir í horn að taka næsta vetur. Liðið er komið á fullt með æfing- ar undir stjórn Sturlu þjálfara, en keppni í úrvalsdeildinni hefst í október. óþh Átak í gróðurvernd og skógrækt: Tugþúsundir plantna í húsvíska jörð í sumar hafa verið gróðursett- ar rúmlega 40 þúsund plöntur í land Húsavíkurbæjar, og um mánaðamótin er von á 20 þús- und plöntum til viðbótar sem gróðursetja á að stórum hluta í fjallið og ofan við bæinn. Gróðursetningin er gerð í sam- vinnu Húsgulls og Vinnuskóla Húsavíkurbæjar en helmingur plantnanna sem settur hefur verið niður og þær sem eftir eiga að koma eru fengnar frá átaki um Landgræðsluskóga Skógræktar ríkisins og Land- græðslunnar. Að undanförnu hafa unglingar í vinnuskólan- um sáð lúpínu og grasfræi í bæjarlandið, stungið niður rofabörð og og borið áburð á mela. í fyrrasumar hófst verulegt átak í ræktunarmálum í landi Húsavíkurbæjar á vegum Hús- gulls, hins nýja félags sem beitir sér fyrir gróðurvernd og upp- græðslu og stofnað var í fram- haldi af hugmyndasamkeppni Iðnþróunafélags Þingeyinga um átaksverkefni. Settar voru niður 20 þúsund plöntur í bæjarlandið um sumarið, auk þess sem landið var girt af og voru þær fram- kvæmdir á vegum bæjarins og Landgræðslunnar. Að sögn Héð- ins Helgasonar, garðyrkjumanns bæjarins, koma plönturnar nokk- uð vel undan vetri, nema þær sem blessaðar kindurnar náðu að taka upp aftur í fyrra. Miklir þurrkar voru eftir gróðursetning- una í fyrrasumar síðan kom vetur sem var erfiður gróðri, svo Héð- inn sagði að það væri langt fram- ar vonum hve vel plönturnar hefðu staðið sig og teldist útkom- an mjög góð. í sumar hefur verið plantað birki, lerki, sitkagreni og víði- græðlingum, aðallega alaskavíði. Mestu hefur verið plantað í fjallið, mela og illa gróið land, við golfvöllinn austan Sprænu- gils, frá Botnsvatni og allt að Traðagerði og einnig í Höfðann. Fyrir tveim árum voru gróður- settar sex þúsund plöntur í bæjar- landið en í sumar tífaldast sú tala þegar sextíu þúsund plöntur verða komnar með rætur í jörð. Aðspurður sagði Héðinn að tvö til þrjú ár liðu þar til færi veru- lega að bera á plöntunum. Birkið sem gróðursett var í fyrra hefur vaxið vel í sumar og lerkið fer að taka við sér næsta sumar. Héðinn sagðist vona að rækt- unarátakið tækist vel, samkvæmt veðurspájn sem miðaðar eru við sólblettakenninguna hefði sl. vet- ur átt að vera sá versti um sinn, og veður að fara skánandi næstu 20 árin. Kannski það líði ekki mjög mörg ár þar til farið verður að tala um Húsavíkurskóg. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.