Dagur - 18.08.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.1990, Blaðsíða 5
HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Hestamannafélög á Norðurlandi Hestamannafélög eru starfandi í flestum sveitum og bæjum landsins. Á nýliðnu Landsmóti hestamanna á Vindheimameium í Skagafírði mættu til keppni hestamenn frá 37 hestamannafélögum. Þar af eru 15 hestamannafélög af Norðurlandi. Auk þess starfar eitt hestamannafélag á Norðurlandi utan vébanda Landssambands hesta- mannafélaga og sendi því ekki keppendur á Landsmótið. Það er hestamannafélagið Þráinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þingeyjarsýsla Hestamannafélagið Feykir starf- ar í Norður-Þingeyjarsýslu í Kelduneshreppi, Oxarfjarðar- hreppi, Presthólahreppi og Fjallahreppi. Félagið var stofnað árið 1975 og voru stofnfélagar 27. Nú eru félagsmenn 57 en um 370 hross eru á félagssvæðinu. For- maður félagsins er Halldór Gunnarsson. Hestamót félagsins hafa verið haldin við Skúlagarð, en verið er að byggja upp aðstöðu inni í Ásbyrgi og vissu- lega verður það glæsilegur móts- staður. Hestamannafélagið Grani er á Húsavík. Félagsmenn eru 68 en 150-200 hross eru á svæðinu. Hestamót félagsins fara fram á Húsavík og Einarsstöðum í Reykjadal. Formaður félagsins ,er Stefán Haraldsson. Félagssvæði hestamannafélags- ins Þjálfa er öll Suöur-Þingeyjar- sýsla og Húsavík. í dag eru félag- ar Þjálfa úr eftirtöldum sveitum í Suður-Þingeyjarsýslu, Tjörnesi, Reykjahverfi, Aðaldal, Reykja- dal, Ljósavatnshreppi, Bárðardal og Mývatnssveit. Félagið var stofnað árið 1959. Félagar eru 131 og hross á svæðinu um 1200. Keppnisvöllur félagsins er á Ein- arsstöðum í Reykjadal. Formað- ur Þjálfa er Ásdís Þórsdóttir Bergsstöðum í Aðaldal. Hestamannafélagið Þráinn í Suður-Þingeyjarsýslu starfar á Grenivík, Svalbarðsströnd og Höfðahverfi. Félagar í Þráni eru tæplega eitt hundrað, formaður félagsins er Dóra Kristjánsdóttir. Hestamót félagsins eru haldin að Áshóli og á Melgerðismelum en félagið á keppnisvelli og mann- virki þar ásamt félögunum Létti og Funa. Eyjaijarðarsýsla Hestamannafélagið Funi í Eyja- firði var stofnað árið 1960. Stofn- félagar voru 68 og í dag eru félagsmenn í Funa 80. Funi á ásamt hestamannafélögunum Létti og Þráni keppnisvelli- og önnur mannvirki á Melgerðis- melum. Fórmaður Funa er Jónas Vigfússon í Litla-Dal. Á Akureyri og í nágrenni starf- ar hestamannafélagið Léttir. Félagið var stofnað árið 1928 og er með elstu hestamannafélögum á landinu. Stofnfélagar voru 14 en í dag eru 276 hestamenn félag- ar í Létti. Félagið á keppnisvelli og mannvirki á Melgerðismelum ásamt hestamannafélögum í Funa og Þráni. Einnig á félagið keppnisvelli á Akureyri. Félagar í Létti eiga nýtt og glæsilegt fé- lagsheimili í Breiðholti sem er annað tveggja hesthúsahverfa á Akureyri. Nú í ár festi félagið kaup á fimmtán hesta hesthúsi fyrir unglinga og verður byrjað að leigja þeim bása í húsinu í vetur. Innan vébanda Léttis starfa auk íþróttadeildar bæði Kvennadeild og Unglingadeild. Formaður Léttis er Stefán Bjarnason. Félagssvæði hestamanna- félagsins Hrings er Svarfaðardal- ur og Dalvík. F'élagið var stofnað 1962 og voru stofnfélagar 33 en í dag eru félagsmenn 106. Keppnisvellir félagsins eru að Flötutungum í Svarfaðardal. Félagar í Hring hafa fest kaup á geysistórum loðdýraskála á jörð- inni Ytra-Holti skammt sunnan Dalvíkur. Þar ætla Hringsfélagar að byggja upp hestamannapara- dís en ætlunin er að breyta skálanum í hesthús, reið- skemmu, og félagsaðstöðu fyrir hestamenn. Formaður Hrings er Ingvi Baldvinsson. Á Siglufirði starfar hesta- mannafélagið Glæsir. Félagið var stofnað 1942, stofnfélagar voru 46 og í dag eru félagar í Glæsi 49. Keppnisvellir félagsins eru á Siglufirði. Hestamannafélagið Gnýfari starfar á Ólafsfirði, það var stofn- að árið 1969, stofnfélagar voru 12 og í dag eru félagsmenn 33. For- maður félagsins er Njáll Sigurðs- son. Keppnisvellir eru á Ólafs- firði. Félagið á hesthús sem leigt er unglingum og byrjendum. Skagafjarðarsýsla Á Sauðárkróki og í nágrenni starfar hestamannafélagið Létt- feti. Léttfeti var stofnaður árið 1933 og voru stofnfélagar 27. í dag eru félagsmenn í Léttfeta 151. Keppnisvellir félagsins eru á Sauðárkróki og þar tóku Létt- fetafélagar í notkun nýtt og glæsi- legt félagsheimili á síðasta ári. Formaður félagsins er Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki. Hestamannafélagið Stígandi. Félagssvæði Stíganda er í fram- anverðum Skagafirði. Félagið var stofnað 1945, stofnfélagar voru. 18 en eru nú 217. Keppnissvæði félagsins er á Vindheimamelum. Félagið á jörðina Torfgarð í Seyluhreppi og hefur byggt þar félagsheimili. Formaður Stíg- anda er Sigurður Óskarsson í Krossancsi. Á Hofsósi í Fljótum og ná- grenni starfar hestamannafélagið Svaöi. Svaði var stofnaður árið 1974 og voru stofnfélagar 24 en í dag eru félagsmenn Svaða 94. Keppnisvöllur félagsins er á Hvammkotseyrum við Hofsós. Formaður félagsins er Símon Gestsson Barði. Félagssvæði hestamannafélagsins Hrings er Dalvík og Svarfaðardalur. Hross á beit á Flötutungum, en þar eru keppnisvellir félaga í Hring. Mynd: GG Félagar í Létti á Akureyri sýna gæðinga sína á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri síðastliðinn vetur. Húnavatnssýsla í Austur-Húnavatnssýslu starfa hestamannafélögin Neisti, Oðinn og Snarfari. Hestamannafélagið Neisti var stofnað 1943 og voru stofnfélagar 40, félagar í Neista eru 82 í dag. Formaður Neista er Ragnar Ingi Tómasson. Hestamannafélagið Oöinn var stofnað 1957. Stofnfélagar voru 14, félagar í dag eru 52. Keppnis- vellir félagsins eru við Húnaver. Formaður félagsins er Guðmund- ur Valtýsson á Eiríksstöðum. Hestamannafélagið Snarfari starfar í Höfðahreppi, Vindhælis- hreppi og Skagahreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Félagið var stofnað árið 1974, stofnfélagar voru 20, félagar í dag eru 30. Keppnisvellir félagsins eru í upp- byggingu hjá Spákonufelli. For- maður félagsins er Magnús Jónsson. Hestamannafélagið Þytur starfar í Vestur-Húnavatnssýslu. Félagið var stofnað árið 1950 stofnfélagar voru 27, en í dag eru félagar í Þyt 129. Keppnisvellir félagsins eru á Króksstaðamelum í Miðfirði. Formaður félagsins er Guðmundur Sigurðsson Hvammstanga. Heimildir: Landssamband hestamanna- félaga og Búnaðarfélag íslands, Mótsskrá XI Landsmóts hestamanna 1QQÍI TSTÍTST Bifhjólamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! || UMFERÐAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.