Dagur - 18.08.1990, Page 16

Dagur - 18.08.1990, Page 16
 Um helgina verður mikil torfærukeppni haldin austur á Egilsstöðum. Þessi „bílalest" fór frá Akureyri áleiðis austur í gær, en átökin hefjast þar í dag. Mynd: Golli Umhverfisáhrif hugsanlegrar 200 þúsund tonna álbræðslu á Dysnesi í Eyjafirði: Gæti haft áhrif á búskap á 10- 12 bújörðum samkvæmt spá NILU - samsvarar fullvirðisrétti 3ja-5 meðallbúa Golfldúbbur Akureyrar: Unglingameistara- mót Norðurlanda næsta sumar áAkureyri Stjórn Golfklúbbs Akureyr- ar samþykkti á fundi sínunt í gær að taka boði Golfsam- bands íslands um að halda Unglingameistaramót Norð- urlanda í golfi á Jaðarsvelli 27. og 28. júlí næsta sumar. Unglingameistaramót Norðurlanda er haldið ár livert og að þessu sinni var röðin komin að íslendingum að halda mótið. Stjórn Golf- sambands íslands óskaði eftir því við Golfklúbb Akureyrar að hann héldi mótið og á fund- inum í gær ákvað stjórn GA svo að af þessu yrði. Aö sögn Gísla Braga Hjart- arsonar stjórnarmanns í GA er hér er um mikla lyftistöng að ræða fyrir íþróttalif á Akureyri og mikill heiðurfyrir Golfklúbbinn að fá að halda mót þetta. Búast má við 70-80 keppendum en það eru kylf- ingar tuttugu ára og yngri scm þar keppa. Að sögn Gísla er ljóst að ráöist verður í einhverjar framkvæmdir fyrir mótið sem fram fer dagana 27. og 28. júlí. Þar er fyrst og fremst um að ræða endurbætur á teigum og flötum, framkvæmdir sem voru á dagskrá en verður flýtt vcgna þcssa góða máls. ET • Bæjarráð Akureyrar fjallaði í fyrradag um tilboð fjögurra verðbréfafyrirtækja í skulda- bréfaútboð fyrir Akureyrarbæ. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Landsbréf hf. og verður það gert strax eftir helgi. Ráðgert hefur verið að boðin verði út skuldabréf fyrir um 200 milljónir króna og þetta fjármagn muni skila sér í bæjarsjóð á næstu 2-4 mánuð- um. Tilboð bárust frá Kaupþingi Norðurlands, Verðbréfamarkaði íslandsbanka og Fjárfestingarfé- lagi íslands, auk Landsbréfa hf. Tvö þessara tilboða voru mjög áþekk en mestu réði um að til- boði Landsbréfa var tekið að að því fyrirtæki á Landsbankinn Samkvæmt upplýsingum sem héraðsráð Eyjafjarðar hefur aflað sér, eru fullyrðingar um að 60 bújarðir verði ónothæfar til hefðbundins búskapar, fjarri öílum sanni. Samkvæmt athugun á vegum iðnaðarráðu- neytisins, sem byggist á nýrri dreifingarspá NILU, norsku loftmengunarstofnunarinnar, og miðast við Dysnes í Eyja- firði, gæti starfræksla 200 þús- und tonna álvers þar haft áhrif á búskap á 10 til 12 jörðum. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi sem héraðsráð Eyjafjarðar efndi til á Akureyri í gær. Þar voru kynntar ýmsar upplýsingar er lúta að hugsanlegri staðsetn- ingu álbræðslu í Eyjafirði. Upplýst var að samkvæmt aðild en hann er viðskiptabanki Akureyrarbæjar. Halldór Jónsson, bæjarstjóri, segir að líklegast verði minnsta eining í þessum bréfum kr. 100 þúsund. Ljóst sé að sjóðir og stærri aðilar komi til með að kaupa þessi bréf frekar en almenningur en kostnaður við útgáfu minni eininga ráði því að þessi leið var farin. Halldór sagðist mjög ánægður með tilboð Landsbréfa. Akureyr- arbær var með skuldabréfaútboð fyrir tveimur árum og sagði Hall- dór að þetta útboð muni verða verulega hagstæðara fyrir bæjar- sjóð en fyrra útboðið var. Bæði muni þar á ávöxtunarkröfunni, en hún verður nú 7%, og á þeirri þóknun sem greiða þurfi fyrir skuldabréfasöluna. JOH nýrri dreifingarspá fyrir álver í Eyjafirði, sem unnin var af NILU, verði tíu bújarðir í næsta nágrenni hugsanlegs álvers á Dysnesi innan þeirra marka sem búast má við einhverjum skaða af völdum mengunar. Tvær jarðir eru taldar á jaðarsvæði. Á þess- um 10-12 bújörðum er fullvirðis- réttur sem samsvarar 3-5 meðal- búum. Bent var á á fundinum að flutningur lóðar um einn km til suðurs muni hafa áhrif á niður- stöður og því leggi héraðsráð áherslu á að áhrif á búfé og gróð- ur verði metin hið fyrsta m.t.t. nýrrar staðsetningar og á grund- velli nýrrar dreifingarspár og niðurstöður verði birtar sem fyrst. Héraðsráð Eyjafjarðar telur nauðsynlegt að fulltrúar NILU, sem gerði dreifingarspárnar árið 1985 og svo aftur 1990, verði fengnir til að gera grein fyrir mis- munandi forsendum þeirra, til upplýsinga fyrir íbúa Eyjafjarðar og hagsmunaaðila. Þá er lögð áhersla á að fulltrúar Atlantsáls upplýsi nákvæmlega um þá tækni, sem notuð verði í fyrir- huguðu álveri á íslandi og veiti upplýsingar um rekstur slíks álvers. í bréfi sem héraðsráð Eyja- fjarðar hefur ritað iðnaðarráð- herra er bent á að skortur á nauð- synlegum upplýsingum sé vatn á myllu þeirra sem vinni gegn því að álver verði reist í Eyjafirði. í bréfinu er þess farið á leit í fyrsta lagi að birt verði álitsgerð um áhrif loftmengunar frá 200 þús- und tonna álveri í Eyjafirði á bú- fénað og gróður, byggð á nýrri dreifingarspá NILU. I annan stað að haldnir verði fundir, að til- hlutan iðnaðarráðuneytisins og héraðsráðs Eyjafjarðar, í Arn- arneshreppi, Glæsibæjarhreppi og á Akureyri, þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar um umhverfisáhrif 200 þúsund tonna álvers verði lagðar á borðið og sérfræðingar svari fyrirspurnum héraðsbúa um málið. í þriðja lagi verði í framhaldi áðurnefndra upplýsingafunda haldinn fundur þar sem mengunarsérfræðingur Atlantsáls veiti upplýsingar um þá framleiðslutækni, sem fyrir- tæki þeirra búi yfir og áætlað sé að nota í fyrirhuguðu álveri. Fundarboðendur fréttamanna- fundarins í gær lögðu á það áherslu að þessi miðlun upplýs- inga yrði áður en ákvörðun verð- ur tekin um staðarval álvers hér á landi. Fulltrúar í héraðsráði Eyja- fjarðar leggja áherslu á að nú er Nú er fulljóst orðið að á næstu dögum bætist nýtt skip í flota Útgerðarfélags Akureyringa. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er það hugmynd forráða- manna félagsins að gera skipið út sem frystiskip fram að ára- mótum en taka þá frystitækin úr því og nota skipið til hráefn- isöflunar fyrir frystihúsið eftir það. Kaupin á Aðalvík KE af Hrað- frystihúsi Keflavíkur eru frágeng- in að öðru leyti en því að hlut- hafafundur þar syðra á eftir að staðfesta kaupin. Kaupverð er eins og fram hefur komið um 450 miljónir. Aðalvík hét áður Drangey en þegar skipið var selt til Keflavík- ur var því breytt í frystiskip. Breytingarnar fóru fram í Slipp- stöðinni á Akureyri og er það skýringin á skuld Hraðfrystihúss- ins við Slippstöðina, en hún mun Gæsaveiðin hefst: „Menn ættu að fara varlega11 „Já, menn ættu að fara mjög varlega í upphafi og halda aft- ur af sér fyrstu 1-2 vikurnar. Gæsarungar eru enn vart full- vaxnir og dæmi eru um að gæs- ir séu enn ófleygar þannig að skyttur ættu að forðast alla skotveiði við vötn nú í upphafi veiðitímans," sagði Gísli Ólafsson, formaður Skotveiði- félags Eyjafjarðar. Félagsfundur var haldinn í Skotveiðifélagi Eyjafjarðar í fyrrakvöld þar sem veiðimenn báru saman bækur sínar og veiði- tímabil gæsa sem byrjar á mánu- daginn. Gísli segir að grágæsa- og heiðargæsastofninn sé sterkur og ekki hafi annað heyrst en varp hafi tekist vel í sumar. Hins vegar ungar vart fullvaxnir enn og það sé sjálfsögð virðing veiðimanna við bráðina að fara sér hægt nú í byrjun. JÓH verið að ræða um að reisa 200 þúsund tonna álver en ekki 400 þúsund tonna álver. Þeir segja að ef komi til þess að ósk berist frá Atlantsál um stækkun álversins í 400 þúsund tonn, verði íslensk stjórnvöld að veita nýtt starfsleyfi fyrir slíku iðjuveri. Starfsleyfið yrði háð sjálfstæðu mati á umhverfisáhrifum 400 þúsund tonna álvers og tekið yrði tillit til þeirrar reynslu sem þá hefði fengist af nútíma áliðnaði. Fram kom á fréttamannafundinum í gær að þessi atriði hefur héraðs- nefnd fengið staðfest hjá iðnað- arráðherra og Hollustuvernd ríkisins. óþh nema hátt í 50 milljónum króna. Aðalvík er keypt til þess að auka heildarkvóta ÚA og afla frystihúsinu hráefnis. Samkvæmt heimildum Dags hefur hins vegar verið ákveðið að gera skipið út sem frystiskip fram að áramót- um. Aðalvík er sóknarmarksskip en fer samkvæmt nýjum reglum á aflamark eftir áramót. Þá mun hugmyndin vera að leggja Sól- baki sem orðinn er mjög úr sér genginn, en dreifa kvóta hans á hina ísfisktogarana, þar á meðal Aðalvík. Útgerðarfélagið þarf því að ráða eina áhöfn í um fjóra mánuði og má búast við að pláss- in í frystiskipinu verði eftirsótt. Það sem hvað mest spenna rík- ir um nú er hvað hið nýia skip kemur til með að heita. Á skrif- stofu Útgerðarfélagsins er að finna lista með tugum nafna sem enda á -bakur og úr þeim lista þurfa forráðamenn félagsins nú að velja eitt nafn. ET Skuldabréfaútboð Akureyrarbæjar: Gengið til samninga við Landsbréf hf. Kaupin á Aðalvík KE: Hinn nýi -bakur fiysti- skip fram að áramótum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.