Dagur - 18.08.1990, Síða 8

Dagur - 18.08.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 18. ágúst 1990 Safnahúsið á Húsavík: „Viljum kynna okkar þingeysku menningu“ - Finnur Kristjánsson og Hjördís T. Kvaran Finnur Kristjánsson forstöðumaður Safnahússins á Húsavík og kona hans, Hjördís T. Kvaran safnvörður, hafa starfað við Safnahúsið í rúm tíu ár og séð þar um öll söfnin að Bókasafni Suður-Þingeyinga undanskyldu. Þau hafa unnið ómælt starf við uppsetningu og skipulag safnanna og skráningu skjala- safnsins. Auk þess eru þau góð heim á safnið að sækja, miðla gestum þess af sínum mikla fróðleik með Ijúfmennsku en þó skörulega, og slá á létta strengi þegar slíkt er við hæfi. Smám saman hefur allt húsnæði safnsins verið tekið í notkun og fyrir nokkru fór sárlega að vanta rými til að geyma muni sem ákveðið er að varðveita. í síðustu viku tók Finnur fyrstu skóflustungu að nýbyggingu við safnið, sem hýsa á sjóminjasafn og safn landbúnaðarverkfæra auk þess verða munir úr byggðasafni til sýnis í tengibyggingu. „Stækkun á Safnahúsinu hefur í rauninni lengi staðið til. Frá- gangi við fyrri bygginguna er alveg lokið og hún hefur öll verið tekin í notkun, þá er kominn tími til að halda áfram og koma upp húsi fyrir sjóminjar og fyrir land- búnaðarvélar og -tæki. Það hefur alltaf verið meiningin að ekki yrði jafn mikið borið í nýja húsið, en aðalatriðið að það yrði fallegt hús á þessum stað sem gæti þjónað vel þeim tilgangi að geyma merka muni og væri gott sýningarhús. Ungur arkitekt í Reykjavík, Jón Þór Þorvaldsson, hefur gert fyrir okkur teikning- una en faðir hans, Þorvaldur S. Þorvaldsson, teiknaði allt sem við kom eldra húsinu. Nýja húsið er nokkuð stórt, sýningarplássið í því er um 600 fm, þar af um 500 fm í aðalbygg- ingunni sem er eins og pýramídi að lögun. Undir sýningarsalnum er kjallari, og þar er gert ráð fyrir rúmgóðum geymslum. Pýramíd- inn verður reistur þannig að límtré verða í hornum hans, og hann verður klæddur stálplötum, nema í toppnum, þar verður gler. Breiður tengigangur verður að eldra húsinu, í honum er gert ráð fyrir um 100 fm sýningarsvæði sem verður viðbót við byggða- safnið, og þar með tengjast húsin í raun sem eitt væri,“ sagði Finn- ur er hann var beðinn að lýsa byggingunni sem framkvæmdir eru hafnar við og fyrirhugaðri notkun hennar. Fyrri áfangi við bygginguna var boðinn út og Trésmiðjan Rein átti lægsta tilboðið, það eina sem var lægra en kostnaðaráætlun sem nam tæpum 23 milljónum króna. „Það hefur verið venja í þessu húsi að engar framkvæmdir hefur verið ráðist í nema að pen- ingar væru til fyrir þeim. Við höf- um viljað halda uppi merki Jó- hanns Skaftasonar, fara eins að og hann, og höfum verið að safna peningum fyrir nýbyggingunni. Jóhann sá eins og kunnugt er um allar fyrri byggingaframkvæmdir við húsið og hann og kona hans Sigríður Víðis lögðu sjálf til þeirra mikið fé. Uppistaðan af því fé sem til er nú er frá þeim hjónum komið, vegna sölu á Túni, stóra íbúðarhúsinu sem hann ánafnaði Safnahúsinu eftir sinn dag. Ýmsir fleiri hafa gefið peninga, þannig að við áttum 85% af þeim peningum sem þarf til byggingar þessa fyrri áfanga hússins," sagði Finnur. Þar með er búið að bjarga mununum í fyrri áfanganum verður gerður kjallari undir aðalbygginguna og lokið allri steypuvinnu við húsið, auk þess sem tengibyggingin verður frágengin utan og innan, svo hægt verði að táka hana strax til notkunar. „Kjallarann verður hægt að taka í notkun og í honum munum við geyma muni sem nú eru í lélegum geymslum, víða neðan við Bakkann og út um sveitir. Um leið og þetta klárast, sem á að verða innan eins árs, getum við geymt alla þá hluti sem við eigum víðs vegar um héraðið og þar með er búið að bjarga þeim. Síðari áfangi hússins, pýramídinn sjálfur, mun kosta um það bil annað eins og fyrri áfanginn, en líklega þó heldur meira. Til þessarar framkvæmdar þurfum við að safna peningum og höfum hugsað okkur að snúa okkur aðallega til sjómanna, útgerðarmanna og fyrirtækja sem vinna að útgerðarmálum og einn- ig bændasamtakanna. Inn í húsið kemur m.a. Hrafn- inn, sem við eigum að sjá um þó ekki hafi nógu vel til tekist með það. Hann ætti að komast í húsa- skjól þarna í haust, til geymslu fyrst um sinn.“ Þjóðhátíðarárið 1974 gáfu Norðmenn tvö skip, Hrafn og Örn, til íslands, var þeim siglt hingað og Þingeyingum falinn Hrafninn til varðveislu. Nú eru loks að skapast skilyrði til að geyma þjóðhátíðargjöfina sem gerð verður upp áður en hún fær framtíðarsess sinn á safninu. „Hrafninn hefur tvisvar verið léður til notkunar við kvik- myndatökur hjá Hrafni Gunn- laugssyni. Hann verður ekki oft- ar léður til slíkra hluta því f Finnur Kristjánsson við orgei Lissíar frá Halldórsstöðum í kapcllunni í Safnahúsinu. seinna sinnið var hann stór- skémmdur fyrir okkur. Við feng- um bætur vegna skemmdanna og skipið verður gert upp. Við eigum fleiri báta, gamla báta sem við eigum að fá og mjög mikið af allskonar munum úr gömlu beitiskúrunum." - Verður þú var við mikinn áhuga meðal sjómanna um að varðveita gamla muni? „Helgi Bjarnason, sem er í Safnahússnefndinni, hefur alveg séð um þennan þátt fyrir okkur og staðið sig frábærlega vel. Helgi hefur náð saman þessum gömlu hlutum sem nú eru að hverfa.“ Mílljón tíl sjóminjasafnsins Þegar eru myndarleg fjárframlög farin að berast til safnsins. Strax og fréttist að framkvæmdir væru hafnar við bygginguna hringdi Júlíus Stefánsson útgerðarmaður til Finns og tilkynnti um einnar milljón króna gjöf til byggingar- innar frá dánarbúi móðurbróður V, !(,»i /h i<> t Hetwtií!i í«/»'»<i>l><> >«> >t,» i fáli > hi 1,1 > K&fýBntt >,> //>.<» > \f>,M AtMMÍum !•>:» (/txfZff * 'átre&M $■*/#**£/>* 2 > • • * ■ . .? . . • # - >• • 4/i/ua liuý a/, /ýa4'£* '<tk. / 'féyf***// tyr***^***'. '*>*£**$ <"*/,■ ,y: f &***{/** ᣠ<%*■*#'#*/*' CffXm U , ' * . / 5 ^ .. „ Sýnishorn af einni síðu í nýjasta eintakinu af Safna. Handskrifad handrit Finns a þessu blaði var ad prentað og átti Hjördís þá hugmynd. Laugardagur 18. ágúst 1990 - DAGUR - 9 Myndir og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir Hjónin Hjördís T. Kvaran, safnvörður og Finnur Kristjánsson, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík í garðinum við Safnahúsið. sfns, Kristjáns Júlíussonar, sem hann hafði ánafnað sjóminjasafn- inu á Húsavík. Kristján var sonur Júlíusar Sig- fússonar bátasmiðs á Húsavík en á byggðasafninu er varðveitt sveinstykki hans sem trésmiðs, stór kommóða, einnig eru þar varðveitt öll verkfæri hans, byssa og fleiri munir. Búnaðarsamband Suður-Þing- eyinga hefur gefið 500 þúsund krónur til nýbyggingarinnar og fleiri hafa látið fé af hendi rakna. „Við erum mjög ánægð með hvað margir eru okkur vinveittir og gera mikið fyrir okkur því annars væri þetta ekki hægt,“ segir Finnur. „Þetta hús var upp- haflega byggt þannig að Jóhann Skaftason fékk til liðs við sig 150 styrktarfélaga, bæði hér í heima- héraði og burtflutta Þingeyinga. Þetta fólk gaf töluvert mikla pen- inga til framkvæmdanna og það hefur ekki mikið verið leitað til bæjar og sýslu til að biðja um fjárframlög til safnsins, en það hefur aldrei staðið á peningum þegar við höfum til þeirra leit- að.“ - Hvernig landbúnaðartæki verða varðveitt á safninu? „Hugmyndin er að safna göml- um vélum og tækjum sem eru víða til í sveitunum en hætt er að nota. Við þurfum að velja og eignast eintök af þessum tækjum eftir því sem hægt er. Þegar eig- um við t.d. Farmal Cub, einn þann fyrsta sem kom hér í sýslu, en hann er í fínu formi og gengur ágætiega. Þegar kjallarinn er kominn í gagnið getum við fyrst farið að safna af alvöru og ég vona að áhugi sé fyrir þessu í sveitunum.“ Hvaða söfn eru þetta? Finnur og Hjördís komu til starfa að Safnahúsinu í janúar 1980, en hann hafði þá nýlega látið af störfum sínum sem kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Byrjað hafði verið á byggingu Safnahússins 1968 og Bókasafn Suður-Þingeyinga hafði verið þar til húsa í nokkur ár. Safnahúsið var formlega opnað í maí 1980, en þá höfðu Finnur og Hjördís unnið við að koma munum fyrir á öllum söfnunum. Skjalasafnið var enn í kössum að mestu, en vel skrásett. Suður-Þingeyjarsýsla og Húsa- víkurbær eru eigendur Safna- hússins. Náttúrugripasafnið er á neðstu hæðinni. Þar vekur Gríms- eyjarbjörninn, stór hvítabjörn sem unnin var í Grímsey 1969, einna mesta athygli. Jóhannes Björnsson í Ytri-Tungu á Tjör- nesi gaf allar íslenskar skeljar til safnsins, um 400 tegundir, og Austfirðingar hafa gefið safninu nokkuð stórt steinasafn. Töluvert á annað hundrað uppstoppaðir fuglar eru á safninu þó nokkuð vanti á að þar finnist allir íslensk- ir fuglar. A safninu eru 300 teg- undir af þurrkuðum plöntum úr Þingeyjarsýslu, sem Helgi Jónas- son frá Gvendarstöðum safnaði. Stofa Jóhanns Skaftasonar og Sigríðar Víðis er einnig á neðstu hæð, stofa hjónanna sem Þingey- ingar mega fyrst og fremst þakka að þeir eignnuðust svo myndar- legt hús fyrir söfn sín. Þar er sömuleiðis stofa Lissíar og Páls Þórarinssonar á Halldórsstöðum, en sonur þeirra, William Frans, gaf allar þeirra eignir til náttúru- gripasafnsins eftir sinn dag. Þarna er einnig kapella þar sem settir hafa verið upp gamlir kirkjumunir sem hætt var að nota. Þarna má finna altaristöfl- una úr Húsavíkurkirkjunni gömlu, altari úr Ljósavatnskirkju frá 1799. Orgel Lissíar á Hall- dórsstöðum er í kapellunni, en það hefur verið gert upp og stundum leikur Finnur á hljóð- færið fyrir gesti safnsins. Á miðhæð Safnahússins er bókasafnið, sem Hrefna Jóns- dóttir veitir forstöðu meðan Elín Kristjánsdóttir forstöðumaður er í ársleyfi frá störfum. Á efstu hæðinni er myndlista- salurinn og safn sem smátt og smátt hefur aukist síðasta áratug- inn. Þegar Finnur og Hjördís komu að safninu voru þar til tvö málverk en nú á safnið hátt í 200 verk. Lögð hefur verið áhersla á að safnið eignaðist myndir eftir Þingeyinga, bæði heimamenn og burtflutta. Einnig hafa verið keyptar myndir listamanna sem sýnt hafa verk sín í húsinu. Finn- ur segir að málverkasýningar hafi verið vel sóttar í Safnahúsinu og mikið selst þar af myndum, sér- staklega fyrstu árin. Valtýr Pét- ursson gaf Safnahúsinu 22 mál- verk eftir sig sem sýna eiga þver- skurð af hans listferli. Nokkur málverk eru til eftir Arngrím Gíslason, Svein Þórarinsson og Hring Jóhannesson, svo nefndir séu nokkrir þekktir þingeyskir málarar, en einnig eru til myndir eftir minna þekkta Þingeyinga. Rétt um helmingur muna Byggðasafns Suður-Þingeyinga er í gamla bænum að Grenjað- arstað, en hinn helmingurinn í Safnahúsinu. Þar er eftirlíking af stofunni í Þverá í Laxárdal, þar sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 1882. I stofunni eru hús- gögnin sem voru í hinni upphaf- legu Þverárstofu. Skjalasafnið er líklega merk- asta safnið í húsinu og mest vinna liggur í frágangi á því sem til þess berst. Stærsta verkefnið að undanförnu hefur verið frágang- ur á skjalasafni Helga Benedikts- sonar frá Vestmannaeyjum. Allt- af berst töluvert af ljósmyndum til safnsins frá heimilum. Fyrir nokkrum árum vann Kvenfélaga- samband Suður-Þingeyinga ákaf- lega athyglisvert verkefni er kon- ur ferðuðust um sveitir og núm- eruðu gamlar ljósmyndir og skráðu í bækur samkvæmt heim- ildum eldra fólks sem þekkti af hverjum myndirnar voru. Bæk- urnar eru geymdar í skjalasafn- inu, og þangað eru gömlu mynd- irnar oft gefnar eftir að eigendur þeirra falla frá ög þar hefur fólk aðgang að heimildum um þær. Mikið verk hefur verið að ganga frá glerplötufilmum frá því um og fyrir aldamót. Þetta eru aðallega söfn Eiríks Þorbergssonar og Sig- ríðar Ingvarsdóttur, en þau ráku ijósmyndastofur á Húsavík. Mjög góðar myndir koma af þessum gömlu filmum og fólk getur fengið þær lánaðar til að láta gera myndir af forfeðrum sínum. Á skjalasafninu má finna meira en 80 titla af um 100 ára gömlum handskrifuðum sveita- blöðum sem látin voru ganga á milli bæja á sínum tíma. Á safn- inu er Guðbrandsbiblía sem gest- ir fá að skoða. Þar er einnig Þing- eyingaskrá Konráðs Vilhjálms- sonar frá Hafralæk og í hana fá margir að líta, ekki síst Vestur- íslendingar sem heimsækja safn- ið. Ferðahópar sjá ekkert nema kirkjuna „Þetta er eina skjalasafnið á ís- landi sem er sýnt eins og önnur söfn. Allir ferðahópar sem koma í Safnahúsið skoða líka skjala- safnið. Útlendingar fara margir hálfhikandi inn í skjalasafnið en oft er erfitt að koma þeim þaðan út aftur, þegar þeir hafa áttað sig á hvað þarna er um að vera. Mér finnst tjón af því að stóru ferða- skrifstofurnar koma aldrei með sína gesti til okkar, heldur eru það eingöngu útlendingar sem ferðast á eigin vegurn sem hér koma og einnig koma erlendar ferðaskrifstofur með gesti á sín- um vegum. Það er eins og inn- lendu ferðaskrifstofurnar viti ekkert um okkar starfsemi. Þeir uppgötvuðu fyrir 20-30 árum að hér væri falleg kirkja, sem þeir sýna, en fyigjast ekki betur með en það að þeir halda að ekkert sé að sjá hér nema kirkjuria. Við höfum dagskrár með mis- munandi áhersluatriðum við skoðun safnsins, það fer svolítið eftir því hvort um íslendinga eða útlendinga er að ræða, og áhuga- sviði hvers hóps. Við reynum að kynna okkar þingeysku menningu eins og við getum og það er hvergi betra að gera það en í Safnahúsinu. Okkur kemur það oft skemmtilega á óvart hvað útlendingar eru undrandi á þess- ari starfsemi, sem þeim finnst rnjög mikil í ekki stærra héraði. Þeir snúa oft við og spyrja hvern- ig standi á að svona safn finnist hér og hver reki þetta eiginlega. Ég er stundum býsna stoltur þeg- ar ég sé slík viðbrögð og þá finnst mér eftirsjá í því að ferðaskrif- stofurnar skuli skipuleggja ferðir með útlendinga þannig að þeir fái ekki að komast í snertingu við þessa menningu. Ferðafólk hefur mikinn áhuga á að sjá fjöll og dali, fossa og vötn, en þeim er nýnæmi að fá að sjá söfn eins og eru hérna.“ Möguleiki á að kynna menninguna á landsbyggðinni Á hverju ári hefur Finnur gefið út Safna, blað Safnahússins á Húsavík, og hefur ágóða af blað- inu verið varið til listaverka- kaupa fyrir safnið. Nýjasta og tíunda bíaðið af Safna er prentað eftir handskrifuðu handriti Finns. Mun Hjördís hafa verið aðal- hvatamaðurinn að því að hand- ritið sem hann sendi prentsmiðj- unni var ljósprentað, en rithönd Finns og fallegur frágangur efnis hefur verið rómaður. Samhliða starfi sínu við söfnin hefur Finnur véfið ritstjóri Árbókar Þingeyinga. - Nú hafið þið hjónin bæði starfað ómælt við söfnin og ótrú- legt er hve miklu þið hafið áork- að. Hvað finnst þér þetta starf hafa gefið ykkur? „Mjög mikið. Mér finnst Safna- húsið sérlega skemmtilegur vinnu- staður, þar er fróðlegt að vera og maður kynnist afskaplega mörg- um. Það hefur kannski hjálpað okkur mikið að ég hafði starfað hér við kaupfélagið í 27 ár og þar áður á Svalbarðseyri í 14 ár, þannig að við þekktum hvert ein- asta mannsbarn í öllu héraðinu, ekkert sfður innan við en hér fyr- ir austan. Það hefur verið stór- fróðlegt að fá að kynnast svo mörgu í sambandi við þetta fólk, í gegn um öll þessi söfn og allar þær gjafir sem hingað hafa borist. I safninu hittum við margt fólk og það er mjög skemmtilegt. Nú er ég að verða 75 ára gamall og þarf að fara að hætta þessu. En mig langar að koma upp fyrri áfang- anum að nýju byggingunni. Svo taka nýir við og ég gæti trúað að mikið væri til af ungu fólki sem gæti haft gaman af að vinna við þetta. Það er kannski það skemmti- legasta við að vinna á safninu að sjá hvað margir sem þangað koma verða hissa á því sem þeir sjá, og því finnst mér slæmt að nýta ekki betur þennan mögu- leika á að kynna menninguna hjá okkur á landsbyggðinni." IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.