Dagur - 18.08.1990, Page 13
Laugardagur 18. ágúst 1990 - DAGUR - 13
„Sjáið þið tindinn,
þarna fór ég! “
- spjallað við Tómas Júlíusson og Kára Magnússon, félaga í
Hjálparsveit skáta á Akureyri, sem klifu Hraundranga
í Öxnadal í sumar - Tómas í þriðja sinn en Kári í fyrsta
Leiðin liggur um þjóðveg 1 í Öxnadal, nánar tiltekið í
gegnum Hólana, og ferðinni heitið til norðurs. Það er
heiðskírt og á vinstri hönd blasir Hraundrangi við.
Jafnan ægifögur sjón og tignarleg og heillar ferðamenn
sem aka þjóðveginn fram og aftur. Tilhugsunin um að
standa upp á hæsta tindi heillar hinsvegar fáa og flestir
ímynda sér að þar sé aðeins pláss fyrir fuglinn fljúgandi.
En svo er ekki. Þangað hafa mannshendur og fætur
klifið, en það eru aðeins 34 ár liðin síðan menn gerðu
sér grein fyrir að það var yfirleitt mögulegt. Síðan hafa
nokkuð margir farið þarna upp og Dagur hitti að máli
tvo unga og hressa menn frá Akureyri, þá Tómas
Júlíusson og Kára Magnússon, sem fóru nýlega upp á
efsta topp Hraundrangans. Það var í þriðja skiptið hjá
Tómasi á tveim árum, en í fyrsta hjá Kára.
inu. Þeir sögðu að síðasti áfang-
inn væri aðeins fyrir vana fjall-
göngumenn og óvönum ekki ráð-
lagt að klífa hann. „Þegar við
vorum á leið niður þá hrundi
steinn efst úr tindinum og fjallið
ætlaði bara allt af stað,“ sagði
Kári, en dró aðeins úr lýsingunni.
„Við heyrðum dynki lengi á eftir
þegar skriðan fór niður. Það var
fólk fyrir neðan að ganga upp
hlíðina, en það var ekki í hættu
sem betur fer,“ sagði Kári.
Steinninn sem fór niður og kom
skriðunni af stað var af hæsta
tindi og núna eru tveir steinar eft-
ir efst á toppnum. Tómas og Kári
sögðu að hægt væri' að vagga
þeim til, þannig að það er aldrei
Þeir Tómas og Kári eru félagar
í Hjálparsveit skáta og þaðan er
kominn áhugi þeirra á fjallaklifri.
Hraundrangi heiliaði þá, ekki síst
fyrir hvað nafntogaður hann
er. „Það hefur lengi blundað í
manni að fara upp. Ég hélt að
þetta væri miklu meira mál held-
ur en það er,“ sagði Tómas og
upplýsti strax að það væri farið
upp drangann Hörgárdalsmegin.
Þaðan er mun auðveldara að
komast upp, enda sjá þeir það
sem aka um Öxnadalinn að
Hraundrangi virðist nánast ófær
þaðan séð.
„Fjallið ætlaði bara
allt af stað!“
Hraundrangi er í 1075 metra hæð
yfir sjávarmáli og það eru eiri-
ungis síðustu 70 metrarnir sem
þarf að klífa, upp að því er hægt
að ganga með góðu móti. Það er
norðausturhlið drangans sem er
klifruð og bönd sett á þrjá fleyga
sem búið er að reka í bergið á
traustustu stöðum síðustu 70
metra leiðarinnar. „Klifrið er
ekki mjög erfitt, en dranginn er
mjög laus í sér. Það er mikið um
mosa og þú finnur eiginlega
hvergi fastan stein til að halda í.
Erfiðast er að yfirstíga loft-
hræðsluna því það er hátt niður
og hálf þverhnípt," sagði Tómas.
Kári tók undir það með Tóm-
asi að það hafi verið auðveldara
að klífa drangann en hann hélt í
upphafi en lagði áherslu á að það
jyrfti að fara mjög varlega í klifr-
Mynd: KL
Kári koniinn á topp Hraundranga, maulandi Ilraun-bita með efsta stein í
baksýn.
Kári undirbýr sig fyrir lokasprettinn og ekki veitir af að innbyrða ferskt
fjallaloft áður en það þynnist meir!
Tómas bregður á leik. Hraundrangi er brattur, en ekki alveg eirts þverhnípt-
ur eins og þessi mynd gefur til kynna!
Tómas á leiðinni upp síðustu metrana, með skugga Hraundranga í bakið.
að vita hvenær Hraundrangi
hreinlega hrynur allur!
Hraundrangi tekið miklum
breytingum síðustu ár
An gamans þá er Hraundrangi
laus í sér og sögðust þeir hafa
heyrt steina hrynja í kringum þá.
„Mjög vinaleg og örvandi hljóð,“
varð Tómasi að orði. Þeir höfðu
það eftir bændum í Hörgárdal að
Hraundrangi hafi tekið miklum
breytingum síðustu ár vegna
stöðugs hruns. Mest er hrunið úr
svokallaðri Kistu sem er vinstra
megin við Hraundranga, séð úr
Öxnadal. Hún hefur ekki oft ver-
ið klifin, eða tvisvar sinnum, og
sögðu þeir að það væri mun erfið-
ara en að klífa Hraundranga. F.n
þeir láta sér fátt fyrir brjósti
brenna og er á dagskrá hjá þeim í
sumar að komast upp á Kistuna.
Aðspurðir sögðu þeir að síð-
ustu ár hafi nokkrir farið upp
Hraundranga, þá að sumri til, en
þeir vissu aðeins um einn
leiðangur að vetri til þegar tveir
félagar úr Hjálparsveit skáta á
Akureyri fóru fyrir nokkrum
árum.
Mauluðu Hraun-bita
á toppnum
Þegar þeir félagar fóru upp í
sumar fengu þeir blíðskaparveð-
ur. „Það var svo gott veður að við
sátum lengi á toppnum og viðr-
uðum okkur,“ sagði Tómas. Þeir
höfðu einnota myndavél með í
för og tóku myndir, sem m.a.
fylgja hér á síðunni. Þeir notuðu
lfka tækifærið og tóku Hraun-
súkkulaðibita með sér og maul-
uðu þá á toppi Hraundranga.
„Það er síðan aldrei að vita nema
við fáum auglýsingu út úr þessu,“
sögðu kapparnir og hlógu dátt að
tiltæki sínu.
Þegar á topp drangans kom
var ekki mjög víðsýnt sökum
hitamisturs sem lagðist yfir dalina
í kring. En hvernig tilfinning var
að komast á toppinn? Því svarar
Tómas: „Hún var rosalega góð,
að vera á toppnum og horfa
niður. Síðan getum við sagt
seinna meir: „Sjáið þið tindinn,
þarna fór ég!“
Tómas fór í fyrsta skiptið upp
Hraundranga síðasta sumar
ásamt einum félaga sínum,
Jóhanni Kjartanssyni. Þeir fóru
aftur í vor ásamt Arnari Eðvarðs-
syni og Jónínu Guðjónsdóttur og
mun Jónína vera eina konan sem
hefur farið á topp drangans. Það
var svo í sumar sem Tómas fór í
þriðja skiptið ásamt Kára, eins
og fram hefur komið. -bjb