Dagur - 25.08.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. ágúst 1990
fréttir
Skagaíjörður:
Söludagar togaranna
- vinnsla út árið
Skagfirsku togararnir hafa allir
fengið úthlutað söludögum í
Bremerhaven í haust nema
Skagfirðingur SK 4. Drangey
SK 1 á sölu þann 27. septem-
ber, Hegranes SK 2 á sölu 17.
okt. og 13. desember og Skafti
SK 3 selur þann 13. sept. og 7.
nóv.
Hegranesið var í gær á leið til
hafnar á Sauðárkróki með um
145 tonn sem fengust á Pórs-
banka. Skagfirðingur liggur við
bryggju og Skafti er á veiðum
Gísli Svan Einarsson, útgerð-
arstjóri FISK, sagðist sjá fram á
það að kvótinn entist út árið að
þessu sinni svo að trúlega yrði
ekkert stopp í vinnslunni hjá
þeim.
Drangey SK 1 er nú á Siglufirði
þar sem verið er að gera upp á
henni spilið. Árni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Skjaldar,
sagði að Drangeyin gæti ekki
haldið til veiða fyrr en eftir næstu
mánaðamót þar sem sóknar-
dagarnir væru nú búnir. Hann
sagðist hafa frétt af góðu verði á
mörkuðum úti og vonaði að það
yrði svo í þeim eina sölutúr sent
Drangey fékk. Árni bjóst við að
kvótinn myndi duga út árið þó að
farið væri að saxast á hann. SBG
Sauðarkrókur:
Ruslagámar komnir í bæinn
- urðun næst á dagskrá
Ruslagámar eru nú að verða
algeng sjón á Sauðárkróki.
Bærinn ætlar sér m.a. að hafa
gáma fyrir bæjarbúa til að losa
sig við rusl í til þess að ekki
verði jafn mikil umferð og ver-
ið hefur á ruslahauga bæjarins.
Þar er einnig ætlunin að hefja
urðun á sorpi fljótlcga og
hætta þá brennslu.
Gerður var samningur við
Ómar Kjartansson um sorphirð-
ingu í bænum til tveggja ára í
þetta skiptið í stað eins áður.
Ómar er nú búinn að fá sér bíl til
að annast tæmingu á gámunum
og alltaf fjölgar þeim fyrirtækjum
á Króknum sem leigja sér gám.
Bærinn hefur að sögn Snorra
Björns Sigurðssonar, bæjar-
stjóra, ákveðið að leigja þrjá
gáma til að byrja með. Einn
þeirra verður staðsettur niðri við
höfn og hinir trúlega einhvers
staðar úti á Eyri vegna þess að
kurr hefur verið í bæjarbúum um
staðsetningu inni í íbúðahverf-
um.
Að sögn Snorra Björns er ver-
ið að gera saminga við landeig-
anda um land til urðunar sorps
þar sem haugarnir eru núna. Með
því móti munu þau óþægindi sem
fólk hefur haft af haugareyknum
hverfa, en einnig gætu þau
minnkað mikið með tilkomu
gámanna því umgangur fólks,
sem sér sóma sinn í að kveikja í
rusli, um haugana yrði þá minni.
Að sögn manna á Sauðárkróki er
það nefnilega ekki einungis sorp-
haugamaðurinn sem tendrar þar
eld. SBG
Sportbúðin Allir sem 1. Nýir eig-
endur talið f.h.: Guðmundur
Svansson, Ingólfur Guðmundsson
og Olafur Torfason afgreiðslu-
maður.
Akureyri:
sportvöruverslun,
„Allir sem 1“
Sportvöruverslun hefur verið
starfrækt að Strandgötu 6 á
Akureyri um skeið undir nafn-
inu Sportbúðin, en nú hefur
verslunin verið seld nýjum eig-
endum, Guðmundi Svanssyni
og Ingólfi Guðmundssyni.
Verslunin verður starfrækt
undir nýju nafni Allir sem 1.
„Við nýju eigendurnir munum
kappkosta að veita sem besta
þjónustu öllum þeim sem við
okkur vilja versla. Vöruúrvalið
er fjölbreytt. íþróttavörur frá öll-
um heimshornum. Merki sem
verður lögð áhersla á eru. Nike,
Rukanor, Lotto, Nitre, Berry og
fleiri. Hér getur íþróttamaðurinn
og hinn almenni útiveru- og tóm-
stundamaður keypt allan fatnað
frá toppi niður í tá, jafnt sumar
sem vetur," sagði Guðmundur
Svansson, annar eigenda verslun-
arinnar Allir sem 1. ój
Verslun KÞ á Kópaskeri:
Reksturinn
réttum megin
við núllið
Kaupfélag Þingeyinga hefur
verið með rekstur matvöru-
verslunar á Kópaskeri á leigu
af þrotabúi Kaupfélags N.-
Þingeyinga frá því í september
sl. og að sögn Hreiðars Karls-
sonar, kaupfélagsstjóra KÞ,
hefur sá rekstur gengið ágæt-
lega.
Hreiðar sagði að óséð væri um
framhaldið, hvort KP verður
áfram með reksturinn á Kópa-
skeri, og engar samþykktir verið
gerðar þar um. Það mun skýrast
þegar skipti fara fram í þrotabúi
KNP á næstunni.
„Þegar leigusamningur var
gerður í fyrra þá var rætt um það
sem hugsanlegt markmið að frek-
ara samstarf eða sameining ætti
sér stað á milli KP og KNÞ, ef
aðstæður væru til þess en mönn-
um var Ijóst þá að þær voru mjög
hæpnar," sagði Hreiðar.
Að sögn Hreiðars hefur rekst-
ur matvöruverslunarinnar á
Kópaskeri verið réttum megin
við núllið en gróðinn ekki stór.
Um leið og KÞ tók verslunina á
leigu í fyrra voru frystihús og
kjötvinnsla KNÞ einnig tekin á
leigu, en eftir að Fjallalamb hf.
keypti þau hús mun KÞ hætta
afskiptum af þeim. Verslun í
Ásbyrgi var einnig inni í þeim
leigupakka sem KÞ gerði í fyrra,
en rekstur hennar var leigður
öðrum aðila um síðustu áramót,
þannig að verslunin á Kópaskeri
og pakkhús hennar stendur eitt
eftir í leigurekstri KÞ á þrotabúi
KNÞ. -bjb
Meðferð og geymsla eggja í sviðsljósinu:
Framleiðandi ber ábyrgð á geymsluþoismerkingu
- merktar kælivörur skal geyma sem slíkar í verslunum
Ekki eru í gildi nein sérákvæði
um merkingu og geymslu eggja
heldur gilda almennar reglur
sem heilbrigðisráðherra setur.
Heilbrigðisnefndir á hverjum
stað geta þó þrengt þessar regl-
ur og hefur jafnvel verið rætt
um að slíkt komi til greina
varðandi meðferð eggja í versl-
unum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Valdimar Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigöiseftir-
lits Eyjafjarðar, hefur að
undanförnu rætt við söluaðila
um meðferð þessarar vöruteg-
undar.
Valdimar var í sumarleyfi þeg-
ar Dagur hafði samband við Heil-
brigðiseftirlit Eyjafjarðar og varð
Alfreð Schiöth fyrir svörum.
Hann sagði að eftir könnun Neyt-
endafélags Akureyrar og ná-
grennis hefði málið verið skoðað
nánar og Valdimar hefði rætt við
framleiðendur, auk þess sem
stefnt væri að fundi með kaup-
mönnum. Alfreð gat þó ekki sagt
til um hvort væntanlegar væru
sérstakar reglugerðir frá heil-
brigðiseftirlitinu um meðferð og
geymslu eggja.
Að sögn Alfreðs eru egg ekki
flokkuð sem kælivara en hins
vegar er mælst til þess að farið sé
nteð þau sem kælivöru. Með
þeirri meðferð eykst geymsluþol
eggjanna til muna. Framleiðandi
getur þó selt egg sem vöru er
geymist við stofuhita og takmark-
ast þá geymsluþolið. Framleið-
andi verður að taka tillit til þess
hvort varan er kælivara eður ei
þegar hann ákvarðar geymsluþol-
ið og ábyrgðin er hans.
„Ef verslanir fá vörur sem eru
merktar sem kælivörur þá er
þeim skylt að geyma þær sem
slíkar. Hins vegar hafa menn velt
þeirri spurningu fyrir sér hvort
þetta þurfi að gilda í sambandi
við söíu eggja í stórmörkuðum.
Umsetningin er svo hröð, eggin
stoppa stutt við og því ef til vill
ekki nauðsynlegt að geyma þau í
kæli,“ sagði Alfreð.
Egg flokkast undir reglugerð
um merkingu neytendaumbúða
fyrir matvæli og aðrar neysluvör-
ur. Á umbúðum skal taica fram
nafn og heimili framleiðanda,
heiti vörunnar, nettóþyngd,
geymsluskilyrði, geymsluþol og
innihaldslýsingu. Mest hefur ver-
ið rætt um merkingar á geymslu-
þoli eggja og skulum við líta á
þær reglur.
Fyrir kælivörur sem hafa
minna en 3ja mánaða geymsluþol
skal merkja umbúðir með
„Pökkunardagur" og „Síðasti
söludagur“. Pökkunardag og síð-
asta söludag skal gefa upp sem
dag og mánuð. Aðrar vörur sem
hafa minna en 3ja mánaða
geymsluþol skal merkja með
„Síðasti söludagur" og skal þá til-
greina dag og mánuð. Fyrir vöru-
tegundir sem hafa frá 3ja til 18
mánaða geymsluþol skal merkja
umbúðir með „Best fyrir“ og til-
greina þá mánuð og ár.
Eins og fram hefur komið telja
sumir að pökkunardagur eggja
gefi ekki rétta mynd af aldri
þeirra, betra væri að tilgreina
varpdag, en eins og fram kemur í
12. grein reglugerðarinnar ber
framleiðandi ábyrgð á geymslu-
þolsmerkingum:
„Framleiðandi vörunnar skal
ákvarða og bera ábyrgð á
geymsluþolsmerkingu hennar.
Við ákvörðun geymsluþols skal
tekið tillit til eðlis vörunnar,
flutnings-, dreifingar-, og geymslu-
skilyrða. Leiði athuganir í ljós
að gæði vörunnar eru ekki í sam-
ræmi við merkt geymsluþol, get-
ur viðkomandi heilbrigðisnefnd
ákvarðað það geymsluþol sem
skal gilda fyrir vöruna. Skulu
slíkar ákvarðanir tilkynntar Holl-
ustuvernd ríkisins. Ef ekki er
bætt úr, getur hlutaðeigandi heil-
brigðisnefnd stöðvað vinnslu og
sölu á vörunni." SS
SVARSEÐILL
Beiðni um millifærslu
áskriftargjalds
□ Er áskrifandi
□ Nýr áskrifandi
Undirritaöur óskar þess aö
áskriftargjald Dags veröi
framvegis skuldfært mánaöarlega
á greiöslukort mitt.
Strandgötu 31 Sími 96-24222
Dags.
Kortnr.:
Gildir út:
Nafnnr.
ASKRIFANDI:
HEIMILI:
PÓSTNR.-STAÐUR:
SÍMI:
UNDIRSKRIFT.