Dagur - 25.08.1990, Page 3
Smábátaeigendur í slæmri stöðu
- segir Haraldur Jóhannsson hjá
Landssambandi smábátaeigenda
Haraldur Jóhannsson hjá
Landssambandi smábátaeig-
enda segir að staða margra
smábátaeigenda sé mjög slæm
um þessar mundir. Hann
bendir á að fjöldi manna sé að
láta smíða báta og séu dæmdir
frá „kerfinu“.
„Það er með eindæmum
livernig staðið er að málum.
Þessir væntanlegu útgerðarmenn
komast ekki inn nema úrelda
gantlan bát fyrir þann nýja,"
sagði Haraldur.
Veiðiheimildir til smábáta
skiptast í tvennt, að sögn Harald-
ar. Annars vegar er uppgefinn
kvóti og hins vegar ræður bann-
dagakerfið, en þar má báturinn
afla eins mikið sem framast er
unnt, aðeins ef báturinn er visst
marga daga í landi. Banndaga-
kerfið gildir fyrir báta upp að tíu
tonnum nú til áramóta og útgerð-
armenn hafa verið að afla sér
góðrar viðmiðunar, samanber
Hóll í Kelduhverfi:
Hestar og ber
auk gistingar
Á Hóli í Kelduhverfi er gisti-
aðstaða og hestaleiga í tengsl-
um við Ferðaþjónustu bænda
og að sögn Tryggva ísakssonar
hefur sumarið verið gott og
veruleg aukning í gistingu.
Auk gistingar er boðið upp á
morgunverð á Hóli.
Tryggvi sagði að ásókn í hesta-
leiguna hefði verið svipuð í sum-
ar og fyrri sumur. Þjónustan hef-
ur mælst vel fyrir en tímabilið í
ferðaþjónustunni er stutt. Nú
hefur Tryggvi gripið til þess ráðs
að auglýsa gott berjaland auk
áðurnefndrar þjónustu í því
skyni að teygja aðeins á ferða-
þjónustutímabilinu.
„Það er mjög mikið af berjum
núna, bæði bláberjum og kræki-
berjum. Það hefur lítið reynt á
aðsóknina ennþá enda ekki langt
síðan bláberin urðu fullþroskuð,
en það er mjög mikið magn af
berjum hérna,“ sagði Tryggvi.
Ferðamenn hafa verið duglegir
við að heimsækja Kelduhverfi í
sumar. Aðspurður kvaðst
Tryggvi ætla að bjóða upp á
ferðaþjónustu fram í september
en veðurlag myndi síðan endan-
lega stjórna því hve lengi honum
væri unnt að halda þessari þjón-
ustu úti. SS
bátar sent mælast 9,9 tonn, en
eru í reynd mu'n stærri og standa
vel í kvóta nú. Eftir áramót tekur
við nýtt banndagakerfi, sem nær
aðeins upp að sex tonnum, þann-
ig að bátar undir sex tonnum geta
aðeins farið í nýja kerfið. „Hóp-
ur báta frá sex til tíu tonna standa
nú mjög illa, sérstaklega bátar
sem hafa verið á grásleppu. Þeir
komast ekki í banndagakerfið,
hafa mjög litla viðmiðun í þorski,
geta ekki farið í þorsk og bregðist
grásleppan einhverra liluta vegna
þá sjá menn hvert stefnir. Á
þessu verður að taka af
röggsemd," sagði Haraldur.
Hann segist telja að fjöldi
útgerðarmanna ntuni velja afla-
vinnslu, selji bát og kaupi annan
undir sex tonnum, fari í bann-
dagakerfið og hefji upp á nýtt að
afla viðmiðunar fyrir næstu tvö
árin.
„Kvótasala út úr hópnurn er all
veruleg," sagði Haraldur. „Þegar
búið er að taka múrinn sem var
milli tíu tonna bátanna og þeirra
fyrir ofan, þar sem voru rýmri
eða aðrar veiðiheimildir fyrir
neðan, þá er ástandið orðið
slæmt. Hópurinn frá tíu tonnum
niður í sex tonn er í miklum
vanda. Veiðiheimildir til smábáta
voru afgerandi en nú dettur þetta
upp fyrir um áramót." ój
Norrænt knattspymumót
samvinnustarfsmanna
Um helgina verður haldið í Borg-
arnesi norrænt knattspyrnumót
samvinnustarfsmanna. Mótið var
síðast haldið í Svíþjóð 1987 og
lentu íslendingar þá í öðru sæti.
Á mótið mæta karla- og kvenna-
lið, og verður keppt á malarvelli
og grasvelli bæjarins.
Mótið hefst í dag kl. 10.00 og
verða leiknir 6 leikir í knatt-
spyrnu karla á malarvellinum og
6 leikir í knattspyrnu kvenna á
grasvellinum. Á morgun fara
fram úrslit og hefjast þau kl.
11.00. Að loknum úrslitaleikjum
fer fram verðlaunaafhending.
Gert er ráð fyrir að um 150
manns taki þátt í þessu móti og
gista keppendur í orlofshúsum
samvinnustarfsmanna og Hótel
Bifröst. Mótið er haldið í sam-
vinnu við íþróttaráð Borgarnes-
bæjar og Ungmennafélagið
Skallagrím. Mótshaldarar vilja
hvetja bæjarbúa, nærsveitamenn
og aðra að koma á íþróttaleik-
vangi bæjarins og fylgjast með
spennandi keppni.
Mót þetta er styrkt af Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga,
Jötni og Verslunardeild og Olíu-
félaginu hf.
Einar K. Einarsson, gítarleikari:
Heldur tónleika á Kópaskeri
Raufarhöfti og Þórshöfn
Einar Kristján Einnrsson, gít-
arleikari, heldur þrenna tón-
leika á Norðausturlandi í
næstu viku. Hann leikur í
Grunnskólanum á Kópaskeri
þriðjudaginn 28. ágúst, félags-
heimilinu Hnitbjörgum á
Raufarhöfn miðvikudaginn 29.
ágúst og Þórsveri á Þórshöfn
ílmmtudaginn 30. ágúst. Allir
tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk frá
Spáni og Suður-Ameríku og
„Jakobsstiginn" eftir Hafliða
Hallgrímsson. Þá frumflytur Ein-
ar Berceuse eftir Áskel Másson.
Einar Kristján Einarsson er
fæddur á Akureyri og hlaut þar
sína fyrstu tónlistarmenntun.
Haustið 1977 hóf hann gítarnám
við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og lauk burtfarar-
prófi 1982. Einar stundaði fram-
haldsnám í Manchester í Eng-
landi 1982-1988. Hann hefur auk
þess sótt námskeið hjá Alirio
Diaz, José-Luis Gonzalez o.fl.
Einar hefur haldið tónleika á
íslandi, Englandi og Spáni. Hann
lauk einleikara- og kennaraprófi
frá Guildhall School of Music
1987 og starfar nú sern gítarleik-
ari við Tónskóla Sigursveins og
Tónlistarskóla Kópavogs.
Laugardagur 25. ágúst 1990 - DAGUR - 3
Salan á Hafþóri RE-40:
„Ráðherra verður að
taka lokaákvörðurana“
- segir talsmaður sjávarútvegsráðuneytisins
„Við sendum tilboð til sjávar-
útvegsráðuneytisins í Hafþór
RE-40 fyrir þrjú fyrirtæki hér á
Húsavík, Höfða hf., Úthaf hf.
og Fiskiðjusamlag Húsavíkur
hf.,“ sagði Kristján Ásgeirsson
aðspurður um hugsanleg kaup
Húsvíkinga á togaranum. í
fyrradag rann út frestur til að
skila inn tilboðum í skipið.
Eins og komið hefur fram
áður, hefur það lengi verið á
dagskrá aö selja togarann Júlíus
Havsteen, og ntun þetta tilboð
tengjast því máli.
„Það verður byrjað á morgun
að skoða þau tilboð sem bárust í
skipið, en þau eru alls 10. Einn
af tilboðsgjöfunum verður í bæn-
um á morgun og munum við þá
ræða við hann og í næstu viku
munum við ræða við alla aðra
sem gerðu tilboð. Við munum
ekki endilega taka hæsta tilboð-
inu, heldur ntunu úrelding og
greiðsluáætlanir spila þar stórt
hlutverk," segir Gylfi Gautur í
sj ávarútvegsráðuneytinu.
Eldey hf. í Keflavík mun hafa
gert tilboð í skipið en þar mun
vanta sjálfa upphæð tilboðsins og
þannig ntun einnig vera um ann-
að tilboð. í þessum tilboðum
mun hins vegar vera áætlun um
úreldingu. Einnig verður kannað
hversu fjársterkir tilboðsaðilar
eru en ekki verður látið uppi
hversu há tilboðin eru.
Hins vegar mun ekkert skýrast
í þessu máli fyrr en í fyrstu viku
septembermánaðar, en þá kemur
ráðherra til landsins og þá munu
starfsmenn ráðuneytisins fara yfir
málið með honum og gefa honum
skýrslu.
„Hér er um það pólitískt mál
að ræða bæði á Vestfjörðum og á
Suðurnesjum að ráðherra verður
að taka ákvörðunina í þessu
máli, þ.e. hverjum skipið verður
selt, og þess vegna gæti þetta
komið til kasta ríkisstjórnarinn-
ar,“ sagði Gylfi Gautur að
lokum.
Tilboð í Hafþór bárust frá öll-
um fjórðungunt landsins nema
Austfjörðum. GG
Stöng í Mývatnssveit:
Sumarstarfið gekk vel
„Starfsemin hér aö Stöng hef-
ur gengið afar vel þ.e. í júlí og
ágúst, en nú er farið að draga
úr straumi ferðamanna, haust-
ið er á næstu grösum,“ sagði
Svala Gísladóttir, húsfreyja að
Stöng í Mývatnssveit. Sömu
sögu er að segja víðar af
Norðurlandi.
Að sögn Svölu qr starfsemin
vel skipulögð fram í tímann,
enda gengið frá dvöl að Stöng
nteð löngum fyrirvara. „Mikið er
um hópa erlendis frá, en útlend-
ingar eru aðal viðskiptamenn
okkar. Áhugi íslendinga eykst þó
ár frá ári, en vegna fyrirframbók-
ana útlendinga er lítið hægt að
gera fyrir þá. íslendingurinn hagar<
för eftir veðri og vindunt og
skipuleggur síður sitt ferðalag.
Erlendu ferðamennirnir koma
á vegum Feröamiðstöðvar Aust-
urlands um Keflavík og beina
flugiö frá Sviss til Akureyrar.
Hópar verða hér af og til í sept-
ember, og einn hópur er bókaður
í október. Við rckum starfsemina
að Stöng allan ársins hring, en
venjulcga lokast allt af sjálfu sér
þegar veturinn sækir á upp til
heiða," sagði húsfreyjan að
Stöng. ój
Opið liús
24.-26. ágúst
Laugardagur 25. ágúst 1000-1700
Sunnudagur 26. ágúst 1300-1700
Kynnt verður starfseini TöhTdræðslunnar á
komandi mánuðum t.d. cílirtalin námskeið:
★ Skrifstofutækni
★ PC-grunn
★ MS-DOS stýrikerfið
★ Ritvinnslu
★ Töflurcikni
★ Gagnagrunn
★ Forritun
★ Windows
Ásamt mörgum Öðrum áhugaverðum nám-
slteiðum. Komið og kynnið ykkur starfsemi
Tölvufræðsl unn ar.
Imuitmi og upplýsingm- á námskeið vetrarins
er hafin í síma 27899.
Aiikiii mermtun betri
atvimxvimöguleikar
Greiðslukjör við allra hæfi.
ALLIR VELKOMNIR - VEITINGAR.
Tölvufræðslan Akureyri hf'.
Glcrárgotu 34, IV. hæð, 600 Akurcyri, sími 27899.