Dagur - 25.08.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. ágúst 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAPAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Stigminnkandi halli
ríkissjóðs
Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu er allt
útlit fyrir að afkoma ríkis-
sjóðs á þessu ári verði svipuð
og reiknað var með í fjárlög-
um. Þar var gert ráð fyrir að
hallarekstur ríkissjóðs næmi
rúmum 3,6 milljörðum króna
en samkvæmt endurskoðaðri
áætlun fjármálaráðuneytis-
ins gæti hann orðið tæpum
400 milljónum króna meiri í
árslok.
Gangi þetta eftir er merk-
um áfanga náð í ríkisfjármál-
unum. Um langt árabil hefur
ríkissjóður verið rekinn með
umtalsverðum halla, jafnt í
harðæri sem góðæri og halla-
reksturinn hefur aukist ár frá
ári. Með öðrum orðum hefur
ríkið jafnan eytt um efni fram
og safnað skuldum til að
brúa bilið. Svo er reyndar
enn, þótt nú stefni í minni
umframeyðslu en oft áður.
Því hefur verið haldið fram að
naumast sé hægt að snúa við
á þessari braut og reka ríkis-
sjóð án halla, svo mjög hafi
ríkisbáknið þanist út á
undanförnum árum. Sá
árangur sem núverandi ríkis-
stjórn hefur þegar náð í bar-
áttunni við að draga úr ríkis-
útgjöldum sýnir að þessi full-
yrðing á ekki við rök að
styðjast. Aukið aðhald í ríkis-
rekstri er þegar farið að skila
umtalsverðum árangri, þótt
betur þurfi að gera til að ná
jafnvægi milli tekna og gjalda
ríkissjóðs.
Síðustu þrjú ár hefur halli
ríkissjóðs farið stigminnk-
andi. Hann var 2,8% af vergri
landsframleiðslu 1988, árið
eftir lækkaði hlutfallið í 2,1%
og ef niðurstaða sérfræðinga
fjármálaráðuneytisins á
afkomuhorfum í ár reynist
rétt verður halli ríkissjóðs
sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu einungis 1,2% í
ár. Það er betri útkoma en
fengist hefur um langt árabil.
Hér er um mjög háar upp-
hæðir að ræða þyí árið 1988
var rekstrarhalli ríkissjóðs
7,2 milljarðar króna og um 6
milljarðar króna í fyrra. Ef
takast á að reka ríkissjóð
með enn minni halla á næstu
árum - jafnvel með tekju-
afgangi - þarf að grípa til enn
róttækari aðgerða en þegar
hefur verið gert. í því sam-
bandi er mikilvægt að ná tök-
um á þeim útgjaldaþáttum
ríkisins, sem hafa nokkurs
konar sjálfvirka þenslu inn-
byggða og ómögulegt er að
ráða við að óbreyttu. Þar er
til dæmis átt við hlut ríkisins
í lyfjakostnaði en hann vex
jafnt og þétt þrátt fyrir
aðhaldsaðgerðir af hálfu hins
opinbera. Þannig er talið að
íslendingar muni kaupa lyf
fyrir um 5 milljarða króna í ár
og þar af er hlutur ríkisins
um 2,6 milljarðar króna.
Þetta er mun hærri tala en
gert var ráð fyrir í fjárlögum,
tala sem hækkar ríkisútgjöld
til muna. Ef fram heldur sem
horfir mun kostnaður ríkis-
sjóðs vegna lyfjanotkunar
landsmanna halda áfram að
aukast um ókomna tíð og
sprengja allar áætlanir sem
gerðar verða. Sjálfvirkni af
þessu tagi í útgjöldum ríkis-
sjóðs verður að stöðva með
einhverjum ráðum ef ekki á
illa að fara.
Full ástæða er þó til að
fagna þeim árangri sem þeg-
ar hefur náðst við að halda
ríkisútgjöldum í skefjum.
BB.
úr hugskotinu
Heil Saddam
Það hefur aldeilis vcrið vertíð hjá því liði sem sér um
erlendu fréttirnar á fjölmiðlunum okkar. Svo sannar-
lega engin gúrkutíðin þar. Ástæðan: Austur við Persa-
flóa hafa heilu þjóðirnar allt í einu tekið upp á því að
þyrpast í kringum einhvern liðsforingjatitt, með að því
er manni skilst svona fremur takmarkaða greind eins
og gjarnan gerist með atvinnuhermenn, en nokkuð
klókur sýnist manni samt þessi náungi vera. Að
minnsta kosti berast nú alla leið hingað norðureftir
ómur af gamalkunnu hrópi lýðsins, komnu reyndar
allt frá tímum Barrabasar. Heil Saddam!
Olía er málið
Þannig hafa svona fyrirbrigði alltaf öðru hvoru skotið
upp kollinum í sögunni og á stundum náð alveg ótrú-
lega langt sakir grandaleysis þeirra sem heiminum
hafa stýrt. Að þessu sinni virðast menn þó, að minnsta
kosti í augnablikinu, ætla að taka í taumana. Því mið-
ur hefur maður á tilfinningunni að það sé ekkert endi-
lega vegna þess að menn hafi nú loksins lært af lexíum
sögunnar, heldur virðast aðrir hlutir fremur vera inni í
myndinni. Olía er málið.
Það er nefnilega ómögulegt að segja til um hvað
gerst hefði, hvaða stefnu málin hefðu tekið, hefði nú
litli Hitlerinn þarna fyrir austan haft vit á því að fara
að selja Vesturlöndum olíuna sína á sprottprís. Miklar
líkur eru á því að undir slíkum kringumstæðum hefði
honum liðist að kokgleypa hvert það Kúvæt sem hann
hafa vildi og gerast þannig, jafnvel með aðstoó hins
„siðmenntaða“ heims, sá Nebúkadnesar sem hann er
sagður dreyma um að verða.
En auðvitað hafði hann ekki vit á þessu heldur tók
að okra á olíunni sinni, svo afleiðingar hafði um
heimsbyggð alla, jafnvel hér norður á fslandi.
Eldfímt efni
Þetta tiltæki arabahöfðingjans hefur nefnilega sett
Kjaranúllið, sjálfa þjóðarsáttina, í meiri hættu en allir
heimsins BHMR liðar til samans. Því eins og hvert
mannsbarn veit þá er olía einkar eldfimt efni, reyndar
það besta fóður sem hugsast getur fyrir verðbólgubál
þjóðarinnar.
Það má þó teljast nokkuð athyglisvert að í þetta
skiptið voru það ekki olíufélögin sem byrjuðu á því að
rotta sig saman um hækkanir eins og vaninn hefur
verið, heldur voru það ferðaskrifstofurnar sem fyrstar
gerðu tilraun til þess að taka hækkanir út á olíubrask
arabanna og alþjóðlegra auðhringa sem ávallt eru
fljótir til að nýta sér svona tilvik. Græða reyndar
margir ótæpilega á því að við völd, einkum í ýmsum
þróunarlöndum, sitja á stundum allskyns furðufuglar,
sem í besta falli halda þjóðum sínum við eða undir
hungurmörkum og í versta falli eru glæpamenn gegn
mannkyni.
Ekki skal hér lagður neinn dómur á réttmæti þeirra
hækkana sem ferðaskrifstofurnar tilkynntu. Það má
sjálfsagt færa ýmis rök fyrir þeim, auk þess sem æði
stór hluti þess fólks sem í sólarlandaferðir fer getur án
efa tekið á sig þessar hækkanir, þó svo að það eigi að
vísu því miður ekki um margt af því fólki sem tekju-
lægst er í þjóðfélaginu og sem í mjög mörgum tilfell-
um hefur ef til vill mesta þörf fyrir það að komast í
slíkar ferðir. En um þá hlið mála má, ef viljinn er fyrir
hendi, finna einhverja félagslega lausn í samvinnu
ríkisvalds, samtaka aldraðra og öryrkja, verkalýðs-
hreyfingar og ferðaskrifstofa.
Hitt er svo annað mál, að mikið finnst manni það nú
alltaf hvimleitt þegar fyrirtæki, hverju nafni sem þau
nefnast, taka upp á þeim ósið að velta hverri kostnað-
arhækkun sem þau verða fyrir yfir á neytandann. Ótta-
lega finnst manni nú eitthvað hlálegt það markaðskerfi
þar sem fyrirtæki hafa samráð um hækkanir. Verðlags-
yfirvöld hafa án efa gert rétt í því að efast um lögmæti
þessa samráðs aðila sem aukinheldur eru, sumir hverj-
ir að minnsta kosti, vel þekktir af undirboðum.
En nú ættu þessi sömu verðlagsyfirvöld að vera
sjálfum sér samkvæm og setja hnefann í borðið þegar
olíufélögin koma. Þar tíðkast nefnilega miklu hættu-
legri samráð og þar eru sko undirboðin alls ekki uppi
á teningunum. Eiginlega er þetta dæmi með olíufélög-
in ennþá meira lýsandi en hitt með ferðaskrifstofurnar
um það hversu asnalegt íslenskt markaðskerfi er. Eig-
inlega getur enginn furðað sig á því hversu bág lífskjör
íslendinga eru miðað við þjóðartekjur þegar það er
haft í huga hvílíkum firna upphæðum þjóðin eyðir í
þann lúxus að hafa þrjú olíufélög seljandi sömu olíuna
á sama verðinu og jafnvel með höfuðstöðvarnar í
þrem háum höllum við gott ef ekki sömu götuna.
Reynir
Antonsson
skrifar
Lífskjaravandmál
Það hlýtur annars að verða helsti höfuðverkur stjórn-
málamanna í þessu landi á næstu mánuðum hvernig
hægt er að koma í veg fyrir það að lífskjör fólks, sem
eru að minnsta kosti ekki jöfn hvort sem þau eru góð
eður ei, skerðist ekki sakir tiltekta einhverra geðsjúkl-
inga úti í heimi, einhverra kalla sem ekki virðast víla
fyrir sér að svipta kornabörn mjólkinni sinni svo hún
megi nýtast fullhraustum dátaskríl. Og þetta verk
kann að verða erfitt, þar sem auðsætt er að viðskipta-
kjör munu versna vegna stígandi olíuverðs. En við
getum sitthvað gert til að draga úr þessum vanda . Það
má til að mynda mikið draga úr bensínnotkun. Manni
finnst þanng til dæmis ekkert tiltökumál þó að full-
frískir karlmenn fari gangandi til vinnu sinnar eða noti
almenningsfarartæki þar sem vegalengdir keyri úr
hófi. Einnig mætti draga úr þessum eilífu blikkbelju-
auglýsingum eða dýrkun á þeirri „karlmennsku" sem
felst í því að eyða dýrmætu bensíni í að aka allskyns
bíldruslum upp á moldarhauga, ellegar niður í drullu-
svöð, og helst velta þeim í leiðinni. Og maður spyr sig
líka stundum að því hvort aldrei megi hafa neitt annað
en bíla í vinninga hinna ýmsu happdrætta.
Hinu er svo ekki að leyna að ýmis ávinningur kann
að geta hlotnast af þessu ástandi. Líklegt er að rafork-
an okkar verði verðmætari og einnig að matvæli hækki
í verði komi til stríðsástands. Og það er nú eins og
mann minni að blessaðir friðarsinnarnir íslensku hafi
ekki alltaf verið yfir það hafnir að græða á styrjöldum.
Mikils er um vert, að við berum nú loksins gæfu til
þess að nota slíkan gróða ef til hans kemur til að bæta
kjör, ekki síst þeirra sem minna mega sín í þessu þjóð-
félagi, í stað þess að láta allan gróðann lenda í hönd-
um fámenns sérréttindaaðals eins og á sínum tíma
gerðist til dæmis með aðalverktaka. Mest væri þó um
vert ef við íslendingar bærum gæfu til þess að hafa for-
ystu fyrir því á alþjóðavettvangi að almenningi yrði
hlíft eftir föngum við efnahagslegum og félagslegum
afleiðingum þess þegar allskyns furðufuglar og geð-
sjúklingar ná völdum í einhverju landinu. Að þeir
auðhringar sem hingað til hafa á þessu hagnast verði
loksins látnir fara að borga brúsann.