Dagur - 25.08.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 25. ágúst 1990 - DAGUR - 7
Kvikmyndasíðan
Jón Hjaltason
Hoflywood gerir upp reikninga sumarsins
- og spáir í framhaldið
Harrison Ford er á bekk hinna ákærðu í Presumed Innocent. Raul Julia
og Bonnie Bedilia hafa augsjáanlega áhyggjur af verferð Fords.
Seint í maí halda Bandaríkja-
menn hátíðlegan svokallaðan
Memorial Day eða Minningar-
dag. Þá minnast þeir allra landa
sinna er fallið hafa í styrjöldum.
Um þetta leyti eru stóru kvik-
myndafélögin vön að skella nýj-
um kvikmyndum á markaðinn.
Og í ár voru menn venju fremur
kokhraustir eftir sérlega góða
vertíð í fyrra. Sumartekjurnar
einar slógu þá öll fyrri met með
Batman og Indiana Jones and
The Last Crusade í fararbroddi.
Þessar tvær kvikmyndir gáfu tón-
inn og virtust festa í sessi tvær
uppáhaldsreglur Hollywoodstjór-
anna í ár; það kostar mikið fé að
græða mikla peninga og - ef
dæmið gekk upp einu sinni leiktu
þá sama leikinn aftur.
Afleiðingar þessa eru þær að
stjórarnir hafa ekki vílað fyrir sér
að eyða rúmum þremur ntilljörð-
um íslenskra króna til að senda
Tom Cruise hring eftir hring á
kappakstursbraut í Days of
Thunder, tæpum fjórum millj-
örðum í að skjóta Arnold
Schwarzenegger út í geintinn í
Total Recall og rúmum fjórum
milljörðum til að gefa Bruce
Willis færi á að bjarga umsetinni
flugstöð í Die Hard 2. Allt er
þetta gert í því skyni að slá fyrri
hagnaðarmet. Forstjórana í
Hollywood dreymir ekki lengur
um það eitt að hagnast, það er
þeim ekki nóg að reka arðvæn-
legt fyrirtæki. Kvikmyndir þeirra
verða að slá fyrri gróðamet
annars er metnaði þeirra ekki
fullnægt og allt er lagt undir til að
ná þessu marki.
En hvernig hefur þá dansinn í
kringum gullkálfinn gengið fyrir
sig þetta sumarið? Eitt cr víst,
hann er ekki eins fjörugur og í
fyrra. Það er þó ekki útlit fyrir
gjaldþrot hjá neinu stóru kvik-
myndaveranna og vissulega hafa
taxtar leikstjóra, leikara og hand-
ritshöfunda stigið verulega á
árinu en bíófarar hafa ekki stigið
dansinn af sömu ákefð og í fyrra.
Einstaka mynd hefur þó gefið
þokkalega af sér. Total Recall er
enn sem komið er í I. sæti topp-
gróðalistans með rúma 6 millj-
arða í tekjur. Ekki er talið
ósennilegt að Dick Tracy og Die
Hard 2 muni einnig ná þessu
tekjumarki áður en haustið geng-
ur í garð. Fjöldi annarra kvik-
mynda er hins vegar byrjaður að
missa flugið, einkum kostnaðar-
samar framhaldsmyndir eins og
Another 48Hrs., RoboCop 2,
Gremlins 2: The New Batch og
Back to the Future, Part III.
Engin regla án undantckninga
- hvers er að vænta
Óvænt tíðindi hafa einnig orðið í
ár. Einstaka kvikmyndaframleið-
andi veðjaði á snemrnbornar
myndir. I mars, en sá mánuður er
langt því frá að vera í uppáhaldi
hjá Hollywoodfurstum, var
Pretty Woman, Tccnagc Mutant
Ninja Turtles og The Hunt for
Red Oktober hleypt af stokkun-
um. Og það er skemmst frá því
að segja að hver þcirra hefur hal-
að inn yfir 6 milljarða sem þykja
allgóðar sumartekjur í Holly-
wood. Pretty Woman, ævintýrið
frá Disney-fyrirtækinu, þykir nú
líkleg til að fara í spor Blazing
Saddle's (1974) og verða arðbær-
asta mynd ársins þrátt fyrir að
hún hafi ekki verið sett á markað
um sumar eða jól - og það þykja
sannarlega tíðindi þar veslra.
Um þetta segir David Katzen-
berg stjórnarforseti Walt Disney
versins, að það sé hreinlega úr
tísku að halda kvikmyndaárið
skiptast í 12 gullnar sumarvikur
og aðrar tvær um veturinn. „I dag
erum við í þessu allar 52 vikur
ársins."
Það er ljóst að rándýru has-
armyndirnar sem komu út í júní
ætla ekki að gefa aðstandendum
sínum jafn mikið í aðra hönd og
vonir stóðu til, sumar ætla jafnvel
að verða til mikilla vonbrigða.
Það er því engin furða þó að
framleiðendur horfi með nokkr-
um vonaraugum á kvikmyndirnar
sem nú eru að koma út. Augijóst
er að bíófarar eru að leita að ein-
hverju nýju og ef til vill munum
við finna eitthvað við hæfi. Pres-
umed Innocent, sem Alan J. Pak-
ula leikstýrir, er ætlað að ná til
þeirra btófara er vilja ekki cin-
tómt léttmeti fyrir peningana
sína. í myndinni fer Harrison
Ford með hlutverk ríkislögmanns
sem ákærður er fyrir morð.
Arnold Schwarzenegger i Total
Kecall, sem gæti orðið skæðasti
keppinautur Die Hard 2 um titinn.
Myndin byggir á samnefndri
metsölubók Scott Turows. Þá
hefur David Lynch ruðst inn á
sumarmarkaðinn með Wild at
Heart, sem ætti að vera okkur
íslcndingum kunn jafn mikið og
búið er að fjalla um hana.
Þessir og fleiri ónefndir, vonast
auðvitað allir til að endurtaka hið
óvænta er gerðist í fyrra þegar
myndir eins og When Harry Met
Sally, Dead Poets Society, Par-
enthoodog Honey, I Shrunk the
Kids, slógu í gegn Hollywood-
furstunum til mikillar furðu.
En þegar öllu er á botninn
hvolft skiptir það ekki neinu
meginmáli hvort tiltekin mynd
halar inn stórfé á bíóhúsmarkað-
inum. Sannleikurinn er nefnilega
sá að aðaltekjurnar koma ekki
frá bíóunum heldur í gegnum
myndbandamarkaðinn. Að vísu
verður því ekki neitað að kvik-
mynd sem slær í gegn hjá bíó-
gestum verður einnig ábatasöm á
myndbandamarkaðinum. En
tölurnar tala sínu máli. Það er
ekki lengra síðan er 10 ár að
kvikmyndaverin fengu um 80%
heildarhagnaðar síns frá kvik-
myndahúsunum. í dag fá þau um
30 þaðan. Og það sem meira er;
30% af kökunni er stærri hluti í
dag en 80% voru árið 1980 og er
þó reiknað til jafnvirðis. Af þessu
leiðir að kvikntyndaframleiðend-
ur horfa til lengri tíma og einmitt
þess vegna eru þeir tilbúnir að
borga 120 milljónir fyrir
kvikmyndahandrit og hundruð
milljóna til stjarna eins og Sylv-
ester Stallones. Það er því ekkert
uppgjafarhljóð í kvikntynda-
framleiðendum þó ekki hafi
gengið jafnvel í ár og seinasta ár
að ginna fólk í bíó enda var
sumarið 1989 met sumar í sög-
unni. Og þrátt fyrir allt cr útlit
fyrir að sumarið 1990 verði það
annað arðbærasta í sögunni fyrir
Hollywood.
Bruce Willis í Die Hard 2 sem kannski vcrður önnur af tveimur arðbærustu kvikmyndum ársins 1990.