Dagur - 25.08.1990, Side 16

Dagur - 25.08.1990, Side 16
Sæplast hf.: Nýtt hlutafé boðið út Ákveðið hefur verið að auka hlutafé Sæplasts hf. á Dalvík um 10 milljónir. Kaupþingi hf. hefur verið falið að annast almennt útboð á því hlutafé sem núverandi hluthafar í fyrirtækinu kaupa ekki. Sala bréfanna á að geta hafíst um 20. september. Sæplast var gert að almenn- ingshlutafélagi síðastliðið vor og hefur félagið fengið heimild fyrir því að einstaklingum verði veitt- ur skattaafsláttur gegn hlutafjár- eign í fyrirtækinu. Hlutabréfin sem nú verða boð- in til sölu munu seld á genginu 6,4. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á bréfunum til 5. september og þá verður ljóst hve mikið hlutafé verður til sölu á almennum markaði. JÓH Bleiki fQlinn sálugi: Uppboð lausamuna í dag í dag kl. 14 fer fram nauðung- aruppboð á lausafé þrotabús Akursins hf. að Hafnarstræti 100 á Akureyri sem áður var skemmtistaðurinn Bleiki fíllinn. Staðurinn varð sem kunnugt er gjaldþrota á dögunum. Að kröfu skiptaréttar Akureyrar verða á uppboðinu seld húsgögn ýmiss konar, barborð, hljómflutnings- tæki, billjardborð, hljómplötur, ryksugur, ljóskastarar o.fl. JÓH Kennararáðningar í grunnskólum Akureyrar: Ennþá vantar herslumuninn - óvenju mikið um barnsburðarleyfi síðasta vor og óvenju fámennur árgangur kemur í staðinn. -bjb Ennþá vantar í nokkrar stöður kennara við grunnskólana á Akureyri. Að sögn Ingólfs Ármannssonar, skóla- og menningarfulitrúa bæjarins, er það einkum vegna barnsburð- arleyfa fastra kennara að eftir er að ráða í stöður. „Það vant- ar herslumuninn ennþá,“ sagði Ingólfur. Við Síðuskóla vantar rúmar 3 stöður og ein staða í Glerárskóla losnar í september vegna barns- burðarleyfis. Búið var að manna Lundarskóla að fullu en nýlega kom það upp að 2A af kennara- stöðu vantar vegna mikils fjölda nýnema. Oddeyrarskóli og Barnaskóli Akureyrar eru orðnir nær fullmannaðir. Ingólfur sagði að þessi staða í kennararáðningum í dag væri mjög svipuð og í fyrra. „Þá var komið fram í september þegar búið var að ráða í allar stöður. Það er aðallega í sérhæfða kennslu sem vantar kennara en í almenna kennslu er búið að ráða,“ sagði Ingólfur. Það styttist í að skólarnir hefjist, 5. september verða 2425 nemendur kallaðir inn í grunn- skólana fimm. í fyrra voru um 2470 nemendur þannig að þeir verða eitthvað færri í ár. Munar þar um mestu að fjölmennur árgangur lauk grunnskólagöngu Á réttum kili en röngum stað. Mynd: Golli Sviptingar í fiskvinnslunni á Sauðárkróki: Fískíðjan-Skagfirðíngur riftir samningi við Skjöld Fiskiðjan-Skagfírðingur hcfur nú rift samningi sem hún og Skjöldur hf. gerðu með sér þann 7. janúar á þessu ári. Ástæðuna segir Einar Svans- son, framkvæmdastjóri FISK, vera sífelld brot á samningnum af hálfu Skjaldar. Árni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Skjaldar, viðurkennir brotin en segir riftingu samningsins koma á einkar slæmum tíma fyrir fyrirtækið og til vinnslu- stöðvunar komi nema hægt verði að fá einhvern físk keypt- an að. Þessi samningur fól það í sér að Skjöldur fékk 24,25% alls afla sem skipin fjögur á Sauðárkróki fengu. Skjöldur á aðeins eitt af þeim, Drangey SK 1, en Fiskiðj- an hin þrjú. Drangey er nú í slipp og búin með sóknardagana, síð- an á hún söludag úti í september svo hún kemur ekki til með að landa hér á landi næstu sex vik- Sundlaug Húsavíkur: Hehningi dýrara að busla - en ráð var fyrir gert Nýlega var tekin í notkun busl- laug við Sundlaug Húsavíkur, en upphafleg kostnaðaráætlun rúmlega tvöfaldaðist á fram- kvæmdatímanum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúma eina milljón króna, en fullfrágengin kostar busllaugin rúmar tvær milljónir króna. í kostnaðaráætluninni láðist að reikna með rafvirkjavinnu, sem reyndist vera um hálf milljón króna, og pípulagnir munu hafa verið snöggtum meiri en gert var ráð fyrir. GG urnar. Astæðan fyrir riftuninni er samkvæmt bréfi Fiskiðjunnar sú, að tvær greinar samningsins séu margbrotnar. Önnur hljóðar upp á það að skipshöfnin á Drang- eynni skuli kaupa allan sinn matarkost af Kaupfélagi Skag- firðinga en hin segir til um sam- eiginlega skipulagða veiðitúra skipsins. „Það er engin lygi að þessar greinar hafa verið brotnar, hins vegar hafa Fiskiðju'menn senni- lega ekki athugað að þessi samn- ingsrof koma á versta tíma fyrir okkur. Drangey á söludag í Bremerhaven í september og get- ur því ekki farið að landa hér heima aftur fyrr en í október og ef við fáum ekki fisk til að vinna verður að stöðva reksturinn um tíma. Ég hef aftur á móti ekkert upp á Fiskiðjumenn að klaga,- vegna þess að eitt af samnings- atriðunum var það að báðir aðil- ar mættu rifta honum þegar þeim sýndist án fyrirvara," sagði Árni Guðmundsson. En hvernig horfir málið við framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar? „Menn rifta ekki samningum nema þeir séu brotnir og eins er það í þessu tilviki. Framkvæmdin á þessum samningi hefur gengið illa og hann verið brotinn af hálfu Skjaldar í mörgum atriðum. Það kemur sér ekki síður illa fyrir okkur að Drangey skuli ekki landa hér næstu sex vikurnar, því við yrðum þá að sjá Skildi fyr- ir afla til vinnslu þann tíma. Það töldum við okkur ekki fært að gera og það hafði áhrit á uppsögn samningsins,“ sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. SBG Norðurland: Veðurguðinn boðar haust „Veðurguðinn boðar haust. Þetta verða alvörulægðir,“ sagði veðurfræðingur Veður- stofunnar, er hann var spurður um væntanlegt helgarveður fyrir Norðurland. í dag, laugardag, verður í fyrstu hæg suðaustan átt um allt Norðurland, en þykknar upp með mjög vaxandi vindi er líður á daginn. Aðfaranótt sunnudags má búast við rigningu, sem helst til mánudags og jafnvel lengur. „Veðurguðinn boðar ykkur Norð- lendingum haust og alvörulægð- ir,“ sagði veðurfræðingurinn. ój Strákagöng holufyllt að næturlagi Strákagöng hafa verið lokuð allri umferð undanfarnar tvær nætur vegna nauðsynlegs lág- marksviðhalds í þeim. Hefja þurfti viðhaldið á því að moka út aur og leir og síðan að þvo. Holufylling fylgdi í kjölfarið og væntanlega fæst malbik í holurn- ar í næstu viku og má búast við einhverjum umferðartruflunum eða jafnvel lokunum meðan á lagningu malbiksins stendur. Vegurinn um Siglufjarðarskarð er fær jeppum eins og stendur, enda stóð til að fara í meiri við- gerðir í Strákagöngum en raun varð á. Á næsta ári verður skipt um gólf í göngunum og allar dren- lagnir endurnýjaðar, þannig að eftir þá aðgerð ættu bílar að komast gegnum Strákagöng án þess að nota rúðuþurrkur. GG ístess hf.: Fóðursala eykst stöðugt - unnið allan sólarhringinn Byrjað er að vinna allan sólar- hringinn í fóðurverksmiðju Istess hf. í Krossanesi að sögn Einars Sveins Ólafssonar verk- smiðjustjóra. Sala á fóðri eykst nú stöðugt vegna aukinnar fóðurþarfar hjá fískeldisfyrir- tækjum og verður stigvaxandi allt fram í októbermánuð. Aukningin er fyrst og fremst sala á Færeyjamarkað og fara Ríkisskip þangað á hálfsmánað- arfresti með um 300 tonn í hverri ferð. Skipið fer frá Seyðisfirði til Þórshafnar og kemur aftur til Hornafjarðar og tekur ferðin tvo sólarhringa. Einnig hefur fóður- þörf Sjöstjörnunnar hf. í Keldu- hverfi aukist verulega vegna bleikjueldis. í fóðurverksmiðju ístess hf. starfa nú tuttugu og tveir og bætt- ust 4 nýir starfsmenn við vegna sólarhringsvaktarinnar og er hver vakt 8 tíma löng. GG Kaffi og söngur - í Samvinnubankanum á Húsavík Samvinnubankaútibúið á Húsa- vík varð 25 ára 25. júní sl. og þá var haldið upp á það með því að gróðursetja trjáplöntur. I gær var viðskiptavinum hins vegar boðið upp á kaffí og meðlæti og söngsveitin Norð- austan tólf söng í afgreiðslu- salnum. Eins og kunnugt er verður Samvinnubankinn sameinaður Landsbankanum á næsta ári og er verið að samræma bókhaldslykla, vaxtatöflur og ýmis skipulagsmál. Núverandi útibússtjóri er Ein- ar Njálsson sem tekur við starfi bæjarstjóra á Húsavík 1. sept- ember nk. og tekur Lára Krist- jánsdóttir við útibússtjórastarf- inu, a.m.k. þar til ákvarðanir liggja fyrir um framtíð bankans. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.