Dagur - 29.08.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 29.08.1990, Blaðsíða 1
Ólafsfjarðarmúli: Vörubifreið bakk- aði á fólksbifreið Fólksbitreið skemmdist tölu- vert í Ólafsfjarðarmúla í gær þegar vörubifreið sem þar var að vinna bakkaði á hana. Eng- in slys urðu á fólki. Óhappið vildi til í gær austan Múlans þar sem unnið er að gerð nýs vegar í framhaldi Ólafsfjarð- arganga. Ökumaður vörubifreið- arinnar sá ekki fólksbifreiðina og bakkaði á hana. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- firði var allt með kyrrum kjörum í hlíðum Ólafsfjarðarmúla í gær, þrátt fyrir gífurlegt úrhelli fyrri- partinn í gær og fyrrinótt. Hins vegar er töluverð drulla á vegin- um, enda mikil umferð vöru- bifreiða með þung hlöss um veginn. óþh Akureyri: Um 40 þúsund fjár lógað í haust Sláturfjárloforð bænda hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri eru um 4% færri nú en í fyrra. Slátrun hefst í húsinu þann 12. september næstkomandi og verður slátrað þar 42.300 fjár í haust. Óli Valdimarsson, sláturhús- stjóri, segir að slátrun muni standa um 6 vikna skeið og við hana vinni um 120 manns. Að jafnaði vinna um 40 manns í hús- inu árið um kring þannig að bæta þarf við um 80 manns yfir þennan tíma. Óli segir að eftirspurn eftir vinnu sé mikil og vart verði vand- kvæðum bundið að manna húsið yfir þennan tíma. Aðspurður segir Óli að birgðir af kindakjöti í húsinu séu nú nálægt 50 tonn. Um mánaðamót- in lýkur sölutímabili á iambakjöti á sérstöku tilboðsverði og þá verður gefinn út nýr verðlags- grundvöllur fyrir kindakjöt. Öli segist ekki reikna með að kjöt hækki nú í verði. „Nei, varla getur verið að kjöt hækki á meðan þjóðarsátt er hér í landinu. Verðhækkun á kjöti yrði væntanlega til að sprengja íiana þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að til komi sérstök aukaniðurgreiðsla á gamla kjötið til að losna við það sem fyrst út af markaðinum," sagði Oli. JÓH Eins og viðrað hefur norðanlands síðustu daga hefur pollagallinn komið í góðar þarfir. Mynd: Goiií Hótel Húsavík hf.: Flóð ráðstefna í haust Talsvert betri herbergjanýting hefur verið á Hótel Húsavík það sem af er þessu ári miðað við síðasta ár.Frá sl. áramótum hefur Þórdis Hrönn Pálsdóttir verið hótelstjóri og hún segir ástæðu aukinnar nýtingar fyrst og fremst vera þá, að ferða- hópar sem heimsótt hafa Húsavík hafa verið fleiri og stærri á þessu ári. Hótelstjórinn segist líta með bjartsýni til haustsins, því all- margar ráðstefnur eru fyrirhug- aðar á hótelinu. Má þar nefna ráðstefnu um málefni fatlaðra; ráðstefnu umboðsmanna Flug- leiða á Norður og Austurlandi; fund fulltrúa norrænna sjón- varpsstöðva. Einnig verður Landssamband hestamanna með fundeina helgi og seinna í haust verður norrænt þing dýralækna. Vinsældir Húsavíkur sem ráð- stefnustaðar hafa verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum og það án þess að nein sérstök aug- lýsingaherferð hafi verið í gangi. Eigendur Hótel Húsavíkur eru Húsavíkurbær með tæp 50%, Flugleiðir, Kaupfélag Þingey- inga, Fiskiðjusamlag Húsavfkur og Ferðamálasjóður auk nokk- urra einstaklinga. GG Ein yfirstjórn Krossaness og ístéss fyrir bí: „Ekkert upp á Krossanes að klaga“ Eins og komið hefur fram voru á sínum tíma uppi hugmyndir um að sameina yfirstjórn Krossanesverksmiðjunnar og ístess hf. og viðræður í gangi í þeim tilgangi. En eftir að stjórn Krossanesverksmiðj- unnar ákvað að ráða fram- kvæmdastjóra og verksmiðju- stjóra eru þær hugmyndir fyrir bí. „Eftir standa ákveðnir Atvinnuhorfur á Siglufirði: „Mjög slæmt ástand og gjörsamlega óviðimandi“ - segir Kolbeinn Friðbjarnarson hjá Verkalýðsfélaginu Vöku að fá,“ sagði Kol Atvinnuástand hefur verið slæmt á Siglufirði allt frá hausti 1988, að sögn Kolbeins Frið- bjarnarsonar hjá Verkalýðsfé- laginu Vöku, og ekki er útiit fyrir neinar breytingar til batn- aðar í vetur. Um miðjan ágúst- mánuð voru 43 á atvinnuleysis- skrá og á umræddu tímabili hafa alltaf verið frá 20 og upp í nokkuð á annað hundrað manns atvinnulausir í bænum. „Það má segja að frá haustinu 1988 hafi samfellt verið hópur fólks á atvinnuleysisskrá en atvinnuleysi var nær óþekkt fyrir- bæri í fjölmörg ár þar á undan, eða allt frá 1972 til 1988. Það kom náttúrlega fyrir að fáein nöfn voru á skrá en alltaf var > Kaffibrennsla Akureyrar: / Framkvæmdastjóri ráðirni á næstunni Nýr framkvæmdastjóri Kaffi- brennslu Akureyrar verður að líkindum ráðinn í næstu viku. Starfið var auglýst laust tii umsóknar eftir að Helgi Bergs lét af störfum. ' Magnús Gauti Gautason, stjóriiarformaður Kaffibrennsl- unnar sagði í samtali við blaðið að börist hafi umsóknir um starf- iðog um þær verði fjallað í stjórn 'fyrirtækisins nú í vikunni. Akvörðun um eftirmann Helga geti legið fyrir í næstu viku. A meðan framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn stýrir Helgi Örlygsson, skrifstofustjóri Kaffibrennslunnar, daglegum störfum í fyrirtækinu. JÓH næga vinnu beinn. Hann sagði að atvinnuleysið virtist vera orðið viðvarandi ástand á Siglufirði en þó væru sveiflurnar nokkrar eins og tölur yfir atvinnulausa á hverjum tíma bentu til. Aldrei tekst samt að hreinsa atvinnuleysisskrána. „Þetta er mjög slæmt ástand og gjörsamlega óviðunandi. Því miður er ekkert útlit fyrir að þaö batni. Fyrir 1988 var þetta stund- unt dauft yfir vetrarmánuðina en menn sáu þó alltaf fram á vinnu og yfir hábjargræðistímann fengu allir vinnu, jafnvel börn og ungl- ingar. Nú er atvinnuleysið við- varandi," sagði Kolbeinn að lokum. SS möguleikar til samstarfs," sagði Guömundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess, í samtali við blaðiö og bar til baka þann orðróm að óánægja væri innan Istess um ákvörðun stjórnar Krossaness. Guðmundur neitaði því ekki að ístess hafi viljað frekari við- ræður um sameiginlega yfir- stjórn, en engar skuldbindingar höfðu veriö geröar hjá hvorugum aðila. „Við hefðum kosið að fara lengra með málið og athuga bet- ur hvort ekki væri flötur fyrir meira og nánara samstarfi. Hins vegar hefur stjórn Krossaness ekki hlaupið undan merkjum og við höfum ekkert upp á þá að klaga,“ sagði Guðmundur. Guðntundur sagði að framveg- is verði samstarf milli fyrirtækj- anna ekki f þeim niæli sem talað var um í upphafi. „Það eru ennþá t.d. möguleikar á að sameina eignir. rcka saman rannsókna- stofu og lagcr eða samnýta fast- eignir og lóðir. Fyrirtæki sem eru vegg í vegg og eru með álíka starfsemi komast ekki hjá því að vinna saman. Ég get ekki ímynd- að mér annað en að svo verði," sagði Guðmundur að lokurn. -bjb Aganefnd KSÍ Qallaði í gær um öryggismál á Akureyrarvelli: KA og Þór sleppa með stranga viðvörun Aganefnd Knattspyrnusani- bands Islands komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum síð- degis í gær að veita Knatt- spyrnuráði Akureyrar og Akureyrarfélögunum KA og Þór stranga viðvörun vegna atvika sem urðu á leikjum KA og Fram og Þórs og IBV í íslandsmótinu í knattspyrnu fyrr í sumar. Akureyrarliðin munu ekki missa síðustu heimaleiki sína í íslandsmót- inu, eins og jafnvel hafði ver- ið búist við. Þessi niðurstaöa verður kynnt í bréfi frá aga* nefnd til knattspyrnuráðs og félaganna einhvern næstu daga. Eins og fram hefur komiö veittist einn áhangenda KA að Þorvarði Björnssyni. dómara, að loknum leik KA og Fram í sumar og kastað var rusli úr stúku að línuverði í leik Þórs og ÍBV. Þessi atvik voru litin alvarlegum auguni og færð í leikskýrslu. Aganefnd mun gera kröfu um það að í kjölfar nefndra atvika muni öryggisgæsla verða efld við Akureyrarvöil þannig að tryggt verði að áhorfendur nái ekki til leikmanna liðanna eða dómara og línuvarða. „Málið er það að Akureyrarvöllur upp- fyllir engan veginn öryggiskröf- ur. Augljóslega væri það albesta í stöðunni að sett verði upp giröing frá vallarinngangi að vallarstúku þannig að fólk komist ekki inn á völlinn," sagöi Gísli Gíslason, starfsmað- ur aganefndar. í samtali viö Dag í gær. Fyrir dyrum stendur fyrsti Evrópuleikur í knattspyrnu á Akureyrarvelli, leikur KA og búlgörsku meistaranna CSKA Sredets Sofia. Gísli segir augljós- lega mjög mikilvægt að öll örygg- isatriði verði í lagi á þeim leik. „Þetta skiptir gífurlegu máli fyr- ir KA-menn. Eg minni á það að í Evrópuleik Vals og Wismut Aue frá Austur-Þýskalandi árið 1987 var kastað áldós inn á völl- inn og fyrir vikið fékk Valur háa fjársekt," sagði Gísli. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.