Dagur - 29.08.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 29.08.1990, Blaðsíða 2
fréttir Skipulagsdeild Akureyrarbæjar: Lausn í sjónmáli með húsnæði - deildin þarf að víkja fyrir Tónlistarskólanum Eins og komið hefur fram ósk- aði Tónlistarskólinn á Akur- eyri eftir því að fá neðstu hæð húsnæðisins í Hafnarstræti til afnota í vetur, en Skipulags- deild Akureyrarbæjar hefur verið þar til húsa. Ekki hefur enn fundist lausn á málinu, en að sögn Stefáns Stefánssonar, yfirmanns deildarinnar, má búast við lausn málsins í næstu viku. Roar Kvam, skólastjóri Tón- listarskólans, sagði í samtali við blaðið að skólinn væri í miklum húsnæðisþrengingum. Farið var fram á að skipulagsdeildin væri farin út um næstu mánaðamót. Roar sagði að skólinn myndi aðallega nota neðstu hæðina und- ir skrifstofur, en einnig undir kennslustofur og bókasafn. Elektro co. hf. á Dalvík hættir starfsemi sinni í áföngum á þessu ári, rafeindaverkstæðið hætti starfseminni sl. mánudag en verktakastarfseminni verð- ur ekki hætt fyrr en í október eða jafnvel um næstu áramót. „Það hefur staðið til í mörg ár að skólinn fái þetta húsnæði. Skrifstofuhaldið hefur nánast verið niðri í kössum hjá okkur, þannig að þörfin er mjög brýn,“ sagði Roar. Uthlutun ur Framkvæmda- sjóði fatlaðra fyrir árið 1990 hefur i'arið fram. í hlut Norðurlandssvæðis eystra komu 13 miljónir og 531 þúsund, sem er 6,7% af heild- arframlaginu. Ekki fékkst fjár- Tveir starfsmannanna fara suð- ur til náms í Tækniskólanum, einn fer að starfa sjálfstætt og annar framkvæmdastjóranna, Þorsteinn Skaptason rafvirki, hefur tekið við starfi hjá Sæplasti hf. Óvíst er um framtíð annarra, en hinn framkvæmdastjórinn, Helgi Indriðason rafvirkjameist- ari, segist ekkert vera farinn að þenkja yfir því hvað hann taki sér fyrir hendur, en eitthvað ætli hann sér að „dunda“ áfram. Með þessari. breytingu verður aðeins eitt rafverktakafyrirtæki starfandi á Dalvík, Rafvélar sf. GG Stefán sagði í samtali við blað- ið að ekkert ákveðið húsnæði væri í sigtinu fyrir skipulags- deildina, en líklega yrði deildinni útvegað þak yfir höfuðið í næstu viku. -bjb magn til nýframkvæmda. Framkvæmdasjóður fatlaðra er sjóður sem starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og veitir fé til framkvæmda innan þess málaflokks, að sögn Bjarna Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. „Norðurlandssvæðið eystra fékk 6,7% af framlagi sjóðsins í ár, en það er mikið minna en farið var fram á. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra sótti um kr. 43 miljónir, þannig að það sem fékkst er aðeins brot af upphæðinni og slíkt er ekki nýmæli. Hæsta einstaka upp- hæðin sem sótt var um var til byggingar á sambýli fyrir fjölfatl- aða. Við sóttum um tuttugu milljónir til þessa verkefnis, en ekkert fékkst. Umsókn að upp- hæð kr. 7,5 milljónir til kaupa á íbúð í fjölbýlishúsi var einnig hafnað. Annað, sem var skorið niður, var tii smærri verkefna sem veitt er fé til, flestra. Því er hægt að segja að þær fjárveiting- ar sem fengust fari í að Ijúka verkefnum sem unnið hefur verið að undanfarin ár, en ekkert fæst til nýframkvæmda," sagði Bjarni Kristjánsson. ój Dalvík: Elektro co. hf. hættir aJlri starfsemi í haust Framkvæmdasjóður fatlaðra: Þrettán og hálf mllljón í hlut Norðurlands eystra 2 - DAGUR - Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Akureyri: Dagvistin HoJtakot tekin í notkun Síðastliðinn fimmtudag var ný dagvist tekin í notkun á Akur- eyri. Ber hún nafnið Holtakot og stendur við Þverholt. Ekki mun Holtakot saxa á biðlista eftir dagvistarrými í bráð því börnin sem voru á Iðavelli munu dvelja þar fyrst um sinn. Sem kunnugt er voru gerðar athugasemdir við húsnæði Iðvall- ar og var dagvistinni lokað. Sig- ríður Magnea Jóhannsdóttir, dagvistarfulltrúi, sagði að bæjar- stjórn Akureyrar hefði ekki tekið ákvörðun um framhaldið en hún þarf að endurskoða fjárhagsáætl- unina því annaðhvort verður að ráðast í kostnaðarsamar viðgerð- ir eða byggja nýtt hús eigi Iðavöllur að komast í gagnið á ný. Að sögn Sigríðar er húsnæði Holtakots mjög fallegt og að- staða þar góð. Bygging dagvistar- innar tók 10 mánuði og sagði Sig- ríður að Holtakot væri gott dæmi um að hægt væri að byggja slíkar stofnanir upp á skömmum tíma. Hún vonaðist til að þetta milli- bilsástand stæði stutt yfir þannig að nýja dagvistin yrði sú viðbót sem gert hafði verið ráð fyrir. SS - gamli sjúkrahúshlutinn lagaður Staðan hjá Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki er svipuð og verið hefur að sögn Sæmundar Her- mannssonar, framkvæmda- stjóra, en reynt hefur verið að spara og draga saman seglin yfir sumarið. Útlitið fyrir vet- urinn er gott og Sæmundur reiknar ekki með að neyðar- ástand skapist vegna mann- eklu. í sumar hefur gamli hluti sjúkrahússins verið lagfærður með það fyrir augum að bæta aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Meðal þess sem lag- fært hefur verið er aðgengi hjóla- stólasjúklinga inn á salernin í gamla hlutanum. Sæmundur reiknar með því að reksturinn haldist í núlli eins og á síðasta ári og vel hefur gengið að manna stöður í sumarafleysing- um. Um veturinn sagði hann að alltaf vantaði eitthvað í skörðin en ekki væri búist við að neyðar- ástand skapaðist vegna þess. Á sjúkrahúsinu er nær eingöngu íslenskt starfsfólk og þó að aug- lýst hafi verið erlendis segir Sæmundur að það hafi ekki borið árangur. SBG Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: Ekki mannekia í vetur Pioneer hljómtækjasamstæða Ein með öllu Tilboðsverð kr. 82.500 stgr. KEYPT PIONEER

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.