Dagur - 29.08.1990, Síða 4

Dagur - 29.08.1990, Síða 4
flUOAO ~ OGÍM fóUGC .GS lURBDU>tiVO!lW s - 4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. ágúst 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ungkratar vilja aðild að EB og ál- ver á Keilisnes Á þingum stjórnmálasamtaka þykir góður siður að semja stjórnmálaályktun áður en þingfulltrúar halda heim á leið. í slíkri ályktun er gjarnan fjallað um ýmis dægurmál stjórnmálabaráttunnar og stefnumið viðkomandi flokks eða samtaka í helstu þjóðþrifamálum. Þessari gullvægu reglu fylgdu ungkratar dyggilega um síðustu helgi er þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna var haldið í Hvera- gerði. Sú stjórnmálaályktun sem þar var samþykkt hefur hins vegar vakið meiri athygli en gengur og gerist með slíkar samþykktir — og ekki að ósekju. í stjórnmálaályktun sinni kynna ungkratarnir m.a. afstöðu sína til tveggja stærstu og þýðingar- mestu mála sem nú eru til umræðu í þjóðfélaginu. Annars vegar er um að ræða stöðu íslands í samein- aðri Evrópu og hins vegar byggingu nýs álvers á íslandi. Afstaða ungkratanna til hvors tveggja er sannast sagna með endemum. Ungir jafnaðarmenn segja hispurslaust að þeir „telji ekkert því til fyrirstöðu að íslendingar sæki um inngöngu í Evrópubandalagið að því tilskildu að Evrópubandalagið viðurkenni brýnustu hagsmuna- mál íslendinga, “ eins og það er orðað í ályktuninni. Á sama stað eru þeir, sem varað hafa við afleiðing- um þess fyrir sjálfstæði og sjálfsforræði íslensku þjóðarinnar að ganga í Evrópubandalagið, kallaðir „einangrunarsinnar sem af fullkomnu ábyrgðarleysi tala um endalok sjálfstæðisins við það eitt að taka upp samstarf á jafnréttisgrundvelli í hinni nýju Evrópu." Það er með ólíkindum að setningar þessar sé að finna í ályktun frá þingi ungkrata. Svo virðist sem ungir jafnaðarmenn geri sér enga grein fyrir þeim skilyrðum sem fylgja fullri aðild að Evrópu- bandalaginu. Sá hluti ályktunarinnar sem fjallar um byggingu nýs álvers á íslandi er álíka „gáfulegur" og EB- hlutinn. Þar er hvatt til þess að álver verði byggt á „hagkvæmasta staðnum" og síðan segir: „Allarlík- ur benda til að þessi staður sé Keilisnes á Vatns- leysuströnd, og fái Atlantal-fyrirtækin ekki að byggja það þar er stórkostleg hætta á að þau muni fremur taka tilboðum frá Kanada um að reisa fyrir- tækið þar.“ Skilaboð ungkratanna til þjóðarinnar eru einfaldlega þau að reisa eigi álverið á Suður- nesjum. Ekki er ólíklegt að afstaða ungkratanna í þessu máli ráðist af því að enginn fulltrúi frá lands- byggðinni sat þing ungra jafnaðarmanna um helg- ina, í það minnsta eru allir þeir sem kosnir voru í framkvæmdastjórn SUJ á þinginu búsettir í Reykja- vík og nágrannabyggðum. Það eitt út af fyrir sig hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir unga jafnaðar- menn á landsbyggðinni. Degi er það mjög til efs að þeir séu reiðubúnir til að skrifa undir stjórn- málaályktun þá sem Samband ungra jafnaðar- manna sendi frá sér um helgina. BB. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Enn um meðferð eggja „í júlímánuöi kannaði Neytenda- félag Akureyrar og nágrennis meðferð eggja í eyfirskum versl- unum. Sú könnun leiddi í ljós að mjög víða væri pottur brotinn varðandi merkingu umbúða og geymslu eggjanna. Vegna þessarar niður- stöðu hér á Eyjafjarðarsvæðinu, þótti Neytendasamtökum ástæða til að kanna hvort ástandið væri slæmt víðar á landinu, og gekkst því fyrir annarri könnun dagana 20. og 21. ágúst. í seinni könnuninni varð sú ánægjulega niðurstaða að ástand- ið í umdæmi Neytendafélags Akureyrar hafði batnað, og í öll- um meðalstórum og litlum versl- unum á svæðinu frá Ólafsfirði til Grenivíkur sem könnunin náði til, var einungis verslunin Síða sem ekki hirti um að hafa eggin í kæli, þrátt fyrir merkingu á umbúðunum þar að lútandi. Af stærri verslunum var hins vegar allt aðra sögu að segja, ein- ungis KEA Nettó hafði sín egg í kæli, á meðan Hagkaup, Hrísa- lundur, Matvörumarkaðurinn og Plúsmarkaðurinn höfðu sín egg frammi á gólfi í stofuhita þrátt fyrir að á umbúðum flestra eggj- anna stæði skýrum stöfum að þau ætti að geyma á köldum stað. Nú halda kaupmenn því fram að eggin stoppi aldrei nema 2-3 daga í verslununum, og því skaði það vöruna einungis óverulega að geymast við stofuhita. En þeg- ar tekið er tillit til þess að sum af þessum eggjum eru a.m.k. 2-3 mánaða gömul og hafa þar að auki verið geymd utanhúss um lengri eða skemmri tíma, er það stórkostlegur ábyrgðarhluti að geyma þau ekki stöðugt í kæli. í KEA Byggðavegi voru egg sem höfðu verið í búðinni 2-3 vikur þannig að fullyrðingar um 2-3 daga hámark eru léttvægar. Kaupmenn hafa haldið því fram að engar reglur séu um merkingu og geymslu eggja, þetta er rangt því í giidi er reglu- gerð sem tekur af allan vafa í þessum efnum. Framleiðendur geta valið um, hvort þeir vilja láta meðhöndla eggin sem kæli- vöru eða ekki. Hvorn kostinn sem þeir velja, eru skýrar reglur um viðeigandi merkingar, og eft- ir þessum merkingum framleið- enda ber kaupmönnum að fara. Á fundi sem fulltrúi Neytenda- félagsins átti fyrir 3 vikum með heilbrigðisfulltrúa og einum eggjaframleiðenda varð það að samkomulagi að heilbrigðisfull- trúi boðaði fund með fulltrúum framleiðenda og kaupmanna þar sem kynnt yrði væntanleg sam- þykkt heilbrigðisnefndar Eyja- fjarðar um meðferð eggja. Til þessa fundar hefur enn ekki verið boðað, en umræddur framleið- andi hefur þó bætt merkingar sín- ar á eggjaumbúðum sem fram að þeim tíma höfðu einungis tíund- að verð. Það hlýtur þó að teljast vafasöm hagræðing á staðreynd- um að merkja eggin sem kæli- vöru ef þau hafa verið geymd úti undir beru lofti um lengri eða skemmri tíma." Neytendafélag Akureyrar og nágrennis. Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvufræðslunnar: Námskeið að hefjast á Tálknafírði og Flateyri auk Akur- eyrar. Mynd: Golli. Tölvufræðslan Akureyri: Vetrarstarfið að Tölvufræðslan Akureyri var með opið hús um síðustu helgi þar sem starfsemi fyrirtækisins á komandi mánuðum var kynnt. Að sögn Helga Kristinssonar, framkvæmdastjóra Tölvufræðsl- unnar, var aðsókn góð og sagði hann að kynningin hefði í alla staði tekist vel. Helgi sagði að ráðgert væri að fara af stað með ný námskeið í skrifstofutækni í næsta mánuði. Boðið væri upp á þrjá mismunandi tíma til nám- skeiðahaldsins, þ.e. á morgnana, eftir hádegið og á kvöldin. „Skráning stendur yfir og það ræðst af þátttöku hvort við förum af stað með alla hópana þrjá,“ sagði Helgi. Um er að ræða 256 klukkustunda löng námskeið og auk þess geta nemendur á nám- skeiðunum sótt æfingatíma í tölvustofu fyrirtækisins sér að kostnaðarlausu. Auk skrifstofu- tækninámsins býður Tölvufræðsl- an Akureyri upp á alhliða tölvu- hefjast nám og ýmis sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja. Að sögn Helga eru á næstunni að hefjast tvö námskeið í skrif- stofutækni á vegum fyrirtækisins utan Akureyrar, þ.e. á Tálkna- firði og Flateyri. Bæði námskeið- in væru fullskipuð nemendum en hins vegar hefði gengið nokkuð erfiðlega að fá kennara á Vest- fjörðum, en stefna Tölvufræðsl- unnar væri sú að fá kennara á viðkomandi stöðum til að ánnast hluta kennslunnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.