Dagur - 29.08.1990, Síða 6

Dagur - 29.08.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Eyfírsk matvæli opna hverfisverslun á Akureyri: Fólkið í hverfinu vildi fá búðina aftur - segir Bjami Ingvason „Okkar ætlun var aldrei sú að setja hér upp versl- un heldur ætluðum við að leggja allt húsnæðið undir vinnsluna. Þegar við vorum komin af stað í breytingunum fór strax að verða þrýstingur frá fólkinu í hverfínu um að opna litla verslun og það má segja að við höfum orðið við þessum óskum,“ segir Bjarni Ingvason, matreiðslumaður og aðal- eigandi Eyfírskra matvæla hf. sem á morgun opnar formlega nýja verslun í Ránargötu 10 á Akureyri. Með þessu er endurvakin ein af hverfísbúðunum í bænum en í þessu húsnæði rak Kaupfélag Eyfírð- inga verslun þar til um mitt síðasta ár. Eyfirsk matvæli hf. var stofnaö fyrir fjórum árum og hefur starf- að næsta óslitið síðan. Bjarni hef- ur rekið fyrirtækið með fjöl- skyldu sinni, í fyrstu í húsnæði iðngarða Akureyrarbæjar í Gler- árhverfi og síðan um tíma í Skipagötu 14. í janúar síðastliðn- um var hafist handa við breyting- ar á húsnæðinu í Ránargötunni og í apríl fór starfsemin á fullt á nýjan leik eftir að hún hafði legið mikið til niðri á meðan á breyt- ingum stóð. Engin útþenslustefna Eyfirsk matvæli hf. var stofnað sem fyrr segir árið 1986. Bjarni segir að frá byrjun hafi fyrirtækið framleitt pizzur og saíat, jafn- framt því að selja út smurbrauð, snittur, köld borð og þorramat. Auk þess var í byrjun gerð tilraun með framleiðslu á ýmsum skyndi- réttum fyrir örbylgjuofna en margt varð þess valdandi að frá henni var horfið. Mest er að gera í kjötvinnslunni á haustin þegar slátrun stendur sem hæst og segja má að strax að þeirri törn lokinni sé farið að huga að næstu törn, nefnilega þorramatnum vinsæla. Bjarni segir að framleiðsla fyrirtækisins sé seld í verslunum á Eyjafjarðarsvæðinu og á nokkr- um öðrum stöðum á Norðaustur- landi. í fyrstu hafi verið reynt að byggja upp dreifikerfi út um land en slíkt borgi sig vart fyrir ekki stærra fyrirtæki og meiri fram- leiðslu. Nýja húsnæðið í Ránargötunni er um 150 fm að stærð sem vart telst mikið rými fyrir vinnslu sem Bjarni við hluta tækjanna í vinnslu Eyfirskra matvæla. Húsnæðið er um 150 fermetrar og þarna vinna 6 manns. Fyrir framan Ránargötubúðina. Þessi verslun varð til fyrir óskir nágrann- anna sem lögðu hart að Bjarna að endurvekja hana. Bjarni Ingvason og starfsfólk í Eyfirskum matvælum og Ránargötubúðinni samankomin við afgreiðsluborðið. Opn- un þessarar hverfisbúðar hefur verið vel tekið af íbúunum. Myndir: Goiii þessa. Bjami segir það enda augljóst að fyrirtækið geti aldrei orðið stórfyrirtæki við þessar aðstæður og það sé heldur ekki ætlunin. „Við höfum verið að móta þetta fyrirtæki frá því við stofnuðum það. Við erum að skapa okkur fyrirtæki sem við getum lifað af og þetta á að hald- ast lítið. Á þessu er því ekki útþenslustefna, það eru nógu margir sem fara um koll á svo- leiðis hugsunarhætti,“ segir Bjarni. Fleirí járn í eldi Bjarni kvaddi ekki eldamennsk- una algerlega þegar hann stofn- aði Eyfirsk matvæli. Á sínum tíma rak hann veitingastaðinn Brekku í Hrísey og vinnur þar enn stöku helgi. Þá er hann einn þeirra sem reka veitingahúsið Fiðlarann á Akureyri en þann stað tóku þeir nokkrir félagar á leigu. „Við erum allir að gera þetta fyrir sjálfa okkur og það er mjög gaman að fást við þetta. Hjá mér hefur það alitaf verið kappsmál að láta þessi aukastörf ekki spilla fyrir rekstrinum á Eyfirskum matvælum og taka þann tíma sem fyrirtækið þarf. En maður er í þessari eldamennsku fyrir ánægj- una enda er þetta mikið áhuga- mál hjá manni,“ segir Bjarni. Stórmarkaðirnir og gamla fólkið Þó að á morgun sé formlegur opn- unardagur verslunarinnar í Rán- argötu 10 hefur búðin verið opin um mánaðarskeið. Bjarni segir að viðskiptin hafi farið vaxandi og sér í lagi sé eldra fólkið ánægt með að fá þarna á ný búð með helstu nauðsynjavörur. En er nauðsynlegt að setja þessa búð á stofn? Þjóna stórmarkaðir bæjar- ins og aðrar matvöruverslanir þessu bæjarfélagi ekki sem skyldi? „Það má jú segja að sam- keppnin sé of mikil,“ svarar Bjarni. „Við Akureyringar erum búnir að ganga í gegnum fækkun versiana og breytingar yfir í stór- markaðina. Hver er hagurinn af þessu? Jú, til dæmis hefur gamla fólkið orðið utanveltu í þessari þróun. Hér er til dæmis ekkert kerfi strætisvagna sem miðar að því að koma gamla fólkinu í stór- markaðina og frá þeim aftur. Þess vegna tekur þetta fólk því vel þegar hverfisbúðirnar koma aftur og við ætlum að bjóða hér uppá heimsendingarþjónustu þannig að þetta fólk þurfi ekki að rogast heim með pokana í snjón- um í vetur. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig þessari þjón- ustu verður tekið.“ JÓH Dalvík: Ellefu nýjar íbúðir í byggingu - enn slegist um hverja íbúð á leigumarkaðinum Það sem af er þessu ári hafa sex nýjar íbúðir verið afhentar á Dalvík, allar innan félagslega íbúðakerfisins. Þá eru alls 9 félagslegar íbúðir nú í bygg- ingu á Dalvík og verða ein- hverjar þeirra afhentar eigend- um fyrir áramót. Þessar íbúðir eru allar í rað- húsum en sem stendur er engin blokk í byggingu á Dalvík. Þessu til viðbótar eru tveir einstakling- ar með einbýlishús í byggingu og þar með eru upptaldar fram- kvæmdir við byggingar íbúðar- húsnæðis í bænum í ár. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins gætir lítið breytinga á leigu- markaðinum á Dalvík þrátt fyrir að nýjar íbúðir bætist við. Nánast er slegist um hverja íbúð sem losnar, sérstaklega yfir vetrar- mánuðina, enda koma þá til bæjarins nemendur við stýri- mannabraut Dalvíkurskóla sem auka á eftirspurnina eftir hús- næði. Aðrar byggingaframkvæmdir á Dalvík nú eru breytingar á Fóö- urstöðinni í skipaafgreiðslu fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Þá standa yfir framkvæmdir við byggingu Tæknideild Húsnæðisstofnun- ar hefur nú til umsagnar teikn- ingar og verðhugmyndir bygg- ingaverktaka á Dalvík vegna byggingar 6 íbúða fyrir stjórn verkamannabústaða sem áætl- að er að hefja byggingu á í haust. Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræðingur á Dalvík, segir að vonir standi til að tekið verði jákvætt í umsóknina og hægt verði að hefja byggingu á þessurn íbúðum í haust. Hann segir að leitað hafi verið eftir til- safnaðarheimilis við Dalvíkur- kirkju og byggingu nýja grunn- skólans. JÓH boðum í þessar 6 íbúðir frá fyrir- tækjunum Tréverki, Viðari og Daltré. Þau tvö fyrrnefndu bjóði raðhúsaíbúðir en Daltré lítið ein- býlishús. Sveinbjörn segir ekki ljóst á þessari stundu hvar þessar íbúðir verði en allt cins geti þær orðið á fleiri en tveimur stöðum í bænum. Miðað er við að þessar íbúðir komi til afhendingar á næsta ári. „Þetta er það sem við höfum heimild fyrir eins og er, en hvað við fáum að byggja á næsta ári kemur ekki strax í ljós," sagði Sveinbjörn. JOH Verkamannabústaðir á Dalvík: Ætlunin að byrja á 6 íbúðum í haust

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.