Dagur - 29.08.1990, Page 11

Dagur - 29.08.1990, Page 11
íþróttir Miðvikudagur 29. ágúst 1990 - DAGUR - 11 l íslandsmót íþróttasambands fatlaðra: Aðalsteinn setti met íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Yarmár- velli í Mosfellsbæ laugardaginn 18. ágúst sl. keppendur voru 43 og voru þátttakendur frá 9 aðildarfélögum ÍF. Árangur varð ágætur á mótinu en einna hæst bar árangur Aðalsteins Friðjónssonar, Eik, en hann stökk 5.03 í langstökki og setti nýtt íslandsmet. íþróttafólk úr Eik og ÍFA náði ágætum árangri á mótinu. Auk sigursins í langstökkinu sigraði Aðalsteinn einnig í 1. flokki í hástökki. Magnús Ásmundsson, Eik, sigraði bæði í 60 m hlaupi í 2. flokki og langstökki í 3. flokki. Stefán Thorarensen, ÍFA, varð annar í 400 m hlaupi í 1. flokki og þriðji í 60 m hlaupi í 1. flokki. Matthías Ingimundarson, Eik, sigraði í langstökki og varð annar í 60 m hlaupi í 2. flokki. Þá varð Anna Ragnarsdóttir, Eik, þriðja í hástökki í 1. flokki. Keppnisreglur á íslandsmótinu eru þannig að keppandi færist í næsta flokk fyrir ofan ef færri en þrír keppendur eru í hans flokki. Þetta veldur því að nokkrir kepp- enda kepptu í ntun sterkari flokki en þeirra fötlun segir til um. Evrópuleikurinn gegn Frökkum: Gunni og Toddi í hópnum Á blaðamannafundi sem KSÍ hélt í gær var tilkynnt val á landsliðinu sem mætir Frökk- um í undankeppni Evrópu- keppninnar í knattspyrnu mið- vikudaginn 5. september. Norðlendingar eiga þar tvo fulltrúa, Gunnar Gíslason og Þorvald Örlygsson. Einnig var gefið upp U-21 árs liðið sem mætir Frökkum 4. september og drengjalandsliðið sem hélt utan í gær til að leika fyrri leik sinn gegn Wales i Evrópubik- arkeppni landsliða. Eiga Norð- lendingar þrjá fulltrúa í því liði. Ef fyrst er vikið að A-landslið- inu þá eru markverðir Birkir Kristinsson, Fram, og Bjarni Sig- urðsson, Val. Aðrir leikmenn eru: Atli Eðvaldsson, KR, Pétur Pétursson, KR, Sævar Jónsson, Val, Porgrímur Þráinsson, Val, Antony Karl Gregory, Val, Ólaf- ur Þórðarson, Brann, Gunnar Gíslason, Hácken, Pétur Ormslev, Fram, Sigurður Grét- arsson, Grasshoppers, Þorvaldur Örlygsson, Nottingham Forest, Guðni Bergsson, Tottenham, Ragnar Margeirsson, KR, Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, og Rúnar Kristinsson, KR. Leikur Wales og íslands, skip- Úrslitakeppni 4. deildar: Magni-Hvöt í kvöld 2. umferð úrslitakeppni 4. deild- ar Islandsmótsins í knattspyrnu fer fram í kvöld. Magni og Hvöt mætast á Grenivík og hefst leikurinn kl. 19. Á sama tíma mætast Grótta og Skallagrímur á Seltjarnarnesi. Leiðrétting: Jón er í GÓs en ekki GÓ Á íþróttasíðum blaðsins í gær um opna Sauðárkróksmótið í golfi misritaðist skammstöfun golf- klúbbsins hans Jóns Jóhannsson- ar, sem lenti í 3. sæti með forgjöf. Jón er í GÓs (Golf- klúbbnunt Ós Blönduósi) en ekki í GÓ (Golfklúbbi Ólafsfjarðar). Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. uðu leikmönnum 16 ára og yngri, fer fram á morgun. Það lið sem hefur betur í viðureignunum tveimur fer beint í úrslitakeppn- ina sem fram fer í Sviss í maí 1991. Seinni leikurinn fer vænt- anlega fram 24. september. Liðið skipa: Árni Arason, ÍA, Egill Þórisson, Víkingi, Árni Pálsson, ÍA, Gunnlaugur Njálsson, ÍA, Pálmi Haraldsson, ÍÁ, Helgi Sig- urðsson, Víkingi, Guðmundur Benediktsson, Þór, Brynjólfur Sveinsson, KA, Jóhann Steinars- son, ÍBK, Sigurbjörn Hreiðars- son, Dalvík, Einar Árnason, KR, Hrafn Kristjánsson, FH, Orri Þórðarson, FH, Jón Gunnar Gunnarsson, FH, Lúðvík Jónsson, Stjörnunni, og Viðar Erlingsson, Stjörnunni. Landsliðið U-21 árs skipa: Ólafur Pétursson, ÍBK, Kristinn Finnbogason, KR, Þormóður Egilsson, KR, Jóhann Lapas, KR, Helgi Björgvinsson, Vík- ingi, Kristján Halldórsson, ÍR, Steinar Adólfsson, Val, Haraldur Ingólfsson, ÍA, Ingólfur Ingólfs- son, Stjörnunni, Valdimar Kristófersson, Stjörnunni. Valgeir Baldursson, Stjörnunni, Steinar Guðgeirsson, Fram, Gunnar Þ. Pétursson, Fylki, Gunnlaugur Einarsson, Grinda- vík, Ríkharður Daðason, Fram, og Finnur Kolbeinsson, Fylki. Þorvaldur Örlygsson er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frökk- um á Laugardagskvöldi. Akureyrarmeistarar Þórs. Efri röð f.v: Luka Kostic, þjálfari, Unnar Jónsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Siguróli Krist- jánsson, Þorsteinn Jónsson, Sverrir Heimisson, Valdimar Pálsson, Júlíus Tryggvason, Sigurbjörn Viðarsson, aðstoðarþjálfari, og Þorsteinn Árnason, starfsmaður Þórs. Neðri röð f.v: Nói Björnsson, Kjartan Guðmundsson, Hlynur Birgisson, Friðrik Friðriksson, Sverrir Kagnarsson, Birgir Karlsson og Arni Þór Árnason. Mynd: Golli Akureyrarmótið í knattspyrnu: Þórsarar sigruðu KA-menn í framlengdum úrslitaleik Þórsarar urðu Akureyrar- meistarar í knattspyrnu þegar þeir sigruðu KA 3:1 í fram- lengdum leik á Akureyrarvelli í fyrrakvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 en í seinni hálfleik framlengingar- innar skoraði Árni Þór Árna- son tvívegis og tryggði Þórsur- um titilinn. Þar með var sig- urganga KA-manna í mótinu rofin en fyrir þennan leik höfðu þeir unnið bikarinn fjór- um sinnum í röð. Aðstæður til knattspyrnu- iðkunar voru ekki með besta móti í fyrrakvöld. Mikil rigning var þegar leikurinn hófst og þrátt fyrir að fljótlega stytti upp var völlurinn mjög blautur og þungur og knattspyrnan í samræmi við það. Leikurinn var mjög fjörugur á köflum og bæði lið fengu töluvert af færum sem þeirn tókst ekki að nýta. Engin mörk voru þó skoruð í fyrri hálfleik en hins vegar fækkaði á vellinum þegar ágætur dómari leiksins, Magnús Jónatans- son, sýndi Kjartani Einarssyni, KA, og Unnari Jónssyni. Þór, rauða spjaldið eftir ábendingu frá línuverði sent hafði séð þá lenda í einhverjum útistöðum. KA-menn náðu forystunni á 53. mínútu þegar Ormarr átti Nói og Lárus Orri í bann Þórsararnir Nói Björnsson og Lárus Orri Sigurðsson leika ekki með liði sínu í leiknum gegn IA á Akureyrarvelli á laugardaginn. Þeir verða í leik- banni þar sem þeir hafa báðir hlotið fjögur gul spjöld. Nói og Lárus Orri hlutu báðir gult spjald í leik Vals og Þórs í 15. umferð, ásantt 5 öðrunt Þórs- urum. Bannið kemur á slæmum tírna fyrir Þórsara því þeir verða að vinna alla þrjá leikina sem eft- ir eru til að eiga von um áfram- haldandi veru í deildinni. skot af 20 m færi. Boltinn fór í varnarmann og lak innfyrir mark- línuna. 7 mínútum síðar jafnaði Valdimar Pálsson með draunta- marki. Hann skaut af 25 m færi og hafnaði boltinn efst í mark- horninu. Eftir þetta dofnaði heldur yfir leiknum og dró ekki til tíöinda fyrr en í seinni hálfleik framleng- ingarinnar. Þá skaut Árni Þór á KA-markið af 20 m færi og bolt- inn fór yfir Ægi Dagsson, sem stóð alltof framarlega, og í netið. Nokkrum mínútum síðar innsigl- Um síðustu helgi fór fram úr- slitakeppni í 3., 4. og 5. flokki íslandsmótsins í knattspyrnu. Þórsarar höfnuðu í 4. sæti í 3. flokki og 6. sæti í 4. flokki, KA-menn í 7. sæti í 3. flokki og 4. sæti í 4. flokki og Völs- ungur hafnaði í 6. sæti í 5. flokki. Úrslitakeppni 3. flokks fór frant á Akranesi en þar áttu Þór og KA lið. Þórsarar byrjuðu á því að sigra Fram 3:2 og töpuðu svo 2:4 fyrir KA. Þá léku þeir við Tý frá Vestmannaeyjum og þurftu Þórsarar að sigra með tveggja marka mun til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Það hefði sennilega tekist ef afar slak- ur dómari hefði ekki verið í aðal- hlutverki. Hafði hann þrjár víta- spyrnur af Þórsurum og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar unnu leikinn 3:2 og léku til úrslita um 3. sæti við ÍA og töpuðu 1:2. Þess má geta að hefðu Þórsarar komist í úrslitin hefðu þeir leikið við KR sem þeir sigruöu 8:2 í undanúrslitum fyrir sköntmu. KA-menn lentu í söntu dóm- aravandræöunum þegar þeir léku við Tý. Var dómgæslan á svipuð- um nótum og í leik Þórs og Týs og lauk leiknum með sigri Týs, aði Árni sigur Þórs þegar hann fékk sendingu inn í vítateiginn og renndi boltanum af öryggi í netið. Varnarmenn KA stóðu frosnir og töldu Árna rangstæðan en svo var augljóslega ekki. Bæði lið stilltu upp flestum sín- unt sterkustu mönnum í byrjun en þegar líða tók á leikinn fengu óreyndari menn að spreyta sig. Þórsarar léku betur og áttu sigur- inn skilinn. Verður fróðlegt að sjá hvort þeim tekst að fylgja honunt eftir þegar liðin mætast í íslandsmótinu unt aðra helgi. 2:1. Var það mál flestra að dóm- gæslan í þessum tveimur leikjum hefði verið algert hneyksli. KA- menn sigruðu síðan Þór 4:2 og töpuðu 1:4 fyrir Fram. Þeir léku til úrslita um 7. sæti við FH og unnu 3:1. íslandsmeistari varð KR. Úrslitakeppni 4. flokks fór fram í Garðabæ og Kópavogi og þar áttu KA og Þór einnig lið. KA-menn töpuðu 2:5 fyrir KR og unnu Þór 4:2. Þeir léku til úrslita um 3. sæti við Tý og töpuðu 4:3. Þórsarar byrjuðu á stórsigri á Grindavík, 10:0 og töpuðu síðan 2:4 fyrir KA. Þeir léku til úrslita urn 5. sæti við Stjörnuna og töp- uðu 1:3. íslandsmeistari varð Breiðablik. Úrslitakeppni 5. flokks fór fram í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi og þar átti Völsungur lið. Bæði a- og b-lið tóku þátt og gilti samanlagður árangur þeirra. Fyrst mættu Völsungar FH og tapaði b-liðið 0:5 og a-liðið 2:5. Næst tapaði b-liðið 1:4 fyrir ÍR en a-liðið vann 4:1 og b-liðið tap- aði síðan 1:4 fyrir Gróttu og a- liðið 0:2. Liðin léku til úrslita urn 5. sæti við KR og tapaði b-liðið 2:3 en a-liðið gerði jafntefli, 3:3. Völsungur hafnaði því í 6. sæti. íslandsmeistari varð FH. Úrslitakeppni yngri flokka í knattspyrnu: 3. flokkur Þórs og 4. flokkur KA náðu lengst

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.