Dagur - 29.08.1990, Side 12

Dagur - 29.08.1990, Side 12
Bændur í V.-Hún. mótmæla ummælum formanns Landssambands sauðQárbænda: „Sauðíjárbændur geta ekki haldið áfram á sömu Búnaðarsamband Vestur-Hún- vetninga átelur harðlega yfir- lýsingar og ummæli formanns Landssambands sauðfjár- bænda nú síðustu daga um vanda stéttarinnar og telur þau fráleit af hálfu þess manns sem telur sig í forsvari fyrir sauð- fjárbændur. Þau séu aðeins til þess fallin að skaða stéttina. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu og formaður Búnað- arsambands Vestur-Húnavatns- sýslu sagði að hér væri um að ræða ummæli sem Jóhannes Kristjánsson hefði látið hafa eftir sér í Morgunblaðinu og væru þess efnis að staða sauðfjár- bænda væri vonlítil og þeir gætu lítið annað en tekið því sem að þeim væri rétt. Einnig ummæli í útvarpi um að sú trygging, sem felst í núverandi búvörusamningi braut“ hafi slævt tilfinningu bænda fyrir markaðsmálum. Jóhannes Kristjánsson, for- maður landssambandsins sagði í samtali við Dag vegna yfirlýsinga frá Búnaðarsambandi Vestur- Húnvetninga að hann hefði með þessum ummælum einfaldlega átt við að sauðfjárbændur gætu ekki haldið áfram á sömu braut. Fyrir liggi ákveðinn samdráttur í sölu og leita verði allra leiða til að breyting verði þar á. „Útilokað er að fá samþykki ríkisvaldsins fyrir mikilli fram- leiðslu sem enginn markaður er fyrir. Það verður heldur ekkert samkomulag um slíkt í þjóðfélag- inu. Því verða menn að spyrja sig til hvaða ráða sé unnt að grípa í þeirri stöðu sem sauðfjárræktin er komin í,“ sagði Jóhannes Kristjánsson ÞI. Enginn er verri þótt hann vökni, Átta riðutilfelli síðan í fyrrahaust: Riðu útrýmt eftir 10-20 ár? flest tilfelli á Austur- og Norðurlandi Frá því í fyrrahaust hcfur riðu- veiki komið upp á 8 bæjum hérlendis og eru tilfellin öll á Austur- og Norðurlandi. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, eru það mun færri tilfelli en undanfarin ár. „En það er ekki fyrr en eft- ir 10-20 ár sem við getum búist við riðulausu landi. Við verð- um að vera áfram á varð- bergi,“ sagði Sigurður í samtali við Dag. Nýjustu tilfellin á Austurlandi eru sunnan Jökulsár á Brú og suður í Breiðdal. Á Norðurlandi eru tilfellin í Aðaldal í Þingeýjar- sýslu, Skagafirði og Húnavatns- sýslu, austan Blöndu. „Riðan er sjúkdómur sem tek- ur mörg ár að búa um sig. Þó að lógað sé öllum þekktum hjörðum þá er veikin að búa um sig í nokkur ár. Vel hefur tekist til með þá staði þar sem fjárskipti hafa farið fram og bændur sinnt því almennilega að sótthreinsa," sagði Sigurður og bætti við að frá því 1978, þegar herferð hófst gegn riðu, hefur það talist til undantekninga ef riða hefur komið aftur upp. Sigurður vissi um tvö tilvik, en þar hafi ekki verið fylgt þeim reglum sem nú gilda í dag um sauðfjárveikivarn- ir. -bjb Kaupfélag Vestur-Húnvetninga: „Getum verið sáttir með sumarið“ „Það hefur verið mikil umferð og verslunarstjórarnir segja mér að hún hafi verið meiri í sumar heldur en undanfarin ár og m.a. má sjá það á bensín- sölunni í sjoppunum sem er núna en í fyrra. Ég held að við getum því verið nokkuð sáttir með sumarið,“ segir Guð- steinn Einarsson kaupfélags- stjóri á Blönduósi. Samvinnufyrirtækin á Blöndu- ósi stóðu í sumar fyrir þeim aug- lýsingum sém útvarpshlustendur heyrðu á hverjum degi í viðtækj- um sínum um staðinn við ósa Blöndu. Að sögn Guðsteins verður fundað um það í haust hvort árangurinn af þessum auglýsingum hafi verið það mikill að sama bragði verði beitt næsta suniar og sagðist hann ekkert sjá því til fyrirstöðu þessa stundina. Aukningin í ferðamannastreymi væri eflaust að einhverju leyti þeim að þakka. Einu breytingarnar sem Guð- steinn segist sjá í framtíðinni er uppstokkunin í hótelrekstrinum sem blaðið greindi frá í gær, en kaupfélagið rekur það ásamt vélsmiðju og fleiru. Þegar Dagur spurði Guðstein hvernig lok við gerð Blöndu- virkjunar kæmu til með að snerta kaupfélagið sagði hann að í fyrsta lagi seldu þeir mikið af mat þarna upp eftir, í öðru lagi skipti atvinnuástandið miklu í þjón- ustugeiranum því að spurningin væri hvort að fólk hefði fjármuni til ráðstöfunar eður ei. SBG Eigandi Scháferhundsins sem réðst á Dalvíkurlögregluna: Á allt að sex ára fangelsi yflr höfði sér - hundinum hefur verið lógað - Grunur leikur á um að mennirnir hafi ekið ofurölvi milli Dalvíkur og Akureyrar Hundeigandinn sein sigaði Scháferhundi sínuin á tvo lögreglumenn á Dalvík síð- astliðið sunnudagskvöld, á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. Rannsókn máls- ins er ekki lokið en það er lit- ið mjög alvarlegum augum af hálfu hins opinbera. Grunur leikur á að mennirnir tveir hafi sjálfir ekið frá Dalvík til Akureyrar, en þeir voru báð- ir dauðadrukknir. Að sögn Arnars Sigfússonar fulltrúa hjá sýslumannsembætt- inu er mál þetta litið mjög alvarlegum augum. Arnar segir að rannsókn málsins verði hrað- að eins og mögulegt er og stefnt að því að henni ljúki í þessari viku. Enn á cftir að yfirheyra nokkur vitni. Málið verður síð- an sent til embættis ríkissak- sóknara sem að öllum líkindum gefur opinbera ákæru. Mennirnir tveir voru hand- teknir á mánudagskvöldið og færðir til yfirheyrslu en þeir hafa ekki verið í haldi vegna málsins. Báðir voru þeir ofur- ölvi þegar atburðurinn varð og muna lítið af því sem gerðist. Að sögn Tómasar Viðarssonar annars lögreglumannanna sem urðu fyrir barðinu á hundinum var komið í veg fyrir aö mennirnir ækju sjálfir fyrst eftir að seinni árásin átti sér stað. Talið var að þeir hefðu útvegað sér bílstjóra þar ytra. Nú leikur hins vegar grunur á um að þeir hafi ekið sjálfir að sögn Arnars Sigfússonar og er það mál í rannsókn. Um klukkutíma eftir síðari árásina hringdi Björn Víkings- son varðstjóri á Dalvík í lög- regluna á Akureyri og var bíll þaðan sendur áleiðis til Dalvík- ur. Þá sást hins vegar ekkert af mönnunum tveimur. Eigandi hundsins hefur undanfarinn einn og hálfan Umrxddur Scháfcrhundur scm sigað var á lögregluna á Dalvík. mánuö verið við tamningar hrossa í Þýskalandi. Maðurinn kom heim fyrir fáum dögurn gagngert til þcss að sækja hur.d- inn og fara með hann út. Nú er hins vegar ljóst að af því verður ekki því í gær var tekin ákvörð- un um að lóga hundinum. Ekki hefur veriö ákveðið hvort mað- urinn verður settur í farbann. Á meðan eigandi hundsins var erlendis, var hundurinn í geymslu hjá kunningja manns- ins. Að sögn þessa manns er hér um að ræða ntikla fyrirmyndar- skepnu, gallalausan hund, sem að vísu cins og aðrir vel vandir hurtdar hlýðir húsbónda sínum í blindni. Ekki er vitað til að önnur ntál hliöstæð þessu hafi komið upp á íslandi. Lögfróður aðili sem rætt var við segir að málið hljóti að verða litið mjög alvarlcgum augum. Hann segist telja aö brot þetta varði við 106. grein almennra hcgningarlaga, cn hún heyrir undir kafla scm heit- ir: „Brot gegn valdstjórninni". Þar segir í fyrstu málsgrein: „Hver sem ræðst með ofbcldi, eða hótunum um ofbeldi, á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyidustarfi sínu, eða útaf þvt', og eins hver sá sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd sh'ks starfa, eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti stnu eða sýslati, skal sæta varðhaldi cða fangelsi allt að sex árum." „Það þarf ekkert að leita vt'ð- ar vegna þess að refsiramirtinn varðandi brot á þessari grein er svo hár,“ sagöi heimildarmaður blaðsins. „Það verður ákært þarna og ég tcl víst að krafist verði þyngstu refsingar. Ég veit að saksóknari tekur ekki mildi- lega á svona máli," sagði liann ennfrcmur. í Danmörku hafa mál svipuð þessu kornið upp. Þar hafa svokallaðir rokkarar komiö sér um Scháferhundum sem þeir hafa í sumum tilfellum beitt gegn lögreglu og hefur verið tekið strangt á þeim ntálum. ET

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.