Dagur - 20.09.1990, Side 2

Dagur - 20.09.1990, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990 i fréttir Mjög góð þátttaka var í fyrsta móti haustsins hjá Bridgefélagi Akureyrar sem fram fór í Hamri og létu briddsarar vel af aðstöðunni sem boðið er uppá þar. Mynd: hb Akureyri: Briddsarar una sér vel í Hamri Félagar í íþróttafélaginu Þór á Akureyri hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur, við að koma hluta Hamars í notkun. Vinna við austursal hússins er vel á veg komin og hefur þegar verið hafin starfsemi í þeim hluta. Bridgefélag Akureyrar reið á vaðið og hélt þar fyrsta bridds- mót vetrarins, svokallað Start- mót SS-Byggis og Bridgefélags Akureyrar sl. þriðjudagskvöld. Eins og komið hefur fram í Degi hefur bridgefélagið gert samning við Pór um afnot af félagsaðstöð- unni á þriðjudagskvöldum og mun öll starfsemi BA fara fram í Hamri næstu 5 árin. Briddsarar létu mjög vel af aðstöðunni í Hamri, bæði hvað aðstöðuna varðaði og veitingar þær sem kvennadeild Þórs var með í boði. Næsta mót bridgefélagsins er Þid gertö betri matarkaup iKEANETTO Eldhúsrúllur 4 í pk. kr. Þrif 1,61 kr. Þrif 3,81 kr. Kjúklingavængir stubbar kr. Flórusmjörlíki 500 g kr. Flóru bökunarsmjörlíki 500 g kr. Akra smjörlíki 500 g kr. Akra bökunarsmjörlíki 500 g kr. 167 172 w 150 kg 95 stk. 88 stk. 95 stk. 80 stk. Til sláturgerðar Kornax rúgmjöl 2 kg í poka Kornax heilhveiti 2 kg i poka Hafragrjón 1 kg i poka Sláturgam svokallað Bautamót, þriggja kvölda tvímenningur með Mitch- ell fyrirkomulagi. Skráning fer fram á staðnum en keppnin fer fram 25. sept, 2. okt og 9. okt í Hamri. Þórsarar ætla að leigja salinn út til félagasamtaka og hópa í vetur en húsnæðið er einkar hentugt til fræðslu- og fundahalda svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem áhuga hafa á því að nýta sér aðstöðuna í Hamri, geta haft samband við Dan Brynjarsson hagsýslustjóra Akureyrarbæjar. Heimasími hans er 24625. -KK „Þessi hlutabréfasala gengur vel þótt mun rólegra sé yfir þessu en var fyrsta daginn,“ sagði Elvar Guðjónsson, sölu- stjóri verðbréfadeildar Kaup- þings hf. í Reykjavík í gær þeg- ar hann var spurður uin pant- anir í ný hlutabréf í Útgerðar- félagi Akureyringa hf. Byrjað var að taka á móti pöntunum í þessi hlutabréf á fimmtudag í síðustu viku og verður tekið á móti pöntunum fram að lokun á morgun á sölu- stöðunum tveimur, Kaupþingi í Reykjavík og Kaupþingi Norður- lands á Akureyri. Á almennum markaði verða nú seld bréf fyrir 24 milljónir króna að nafnverði og sagðist Elvar reikna með að salan hafi þegar náð þessari upphæð, en sent kunnugt er fá kaupendur úthlutað bréfum hlutfallslega verði pantanir umfram þessa upphæð. Elvar segir að fleiri bréf á markaðinum hafi mikla eftir- spurn, t.d. bréf í Eimskipi hf. og Olíufélaginu hf. og í dag koma ný bréf í Sæplasti á almennan mark- að sem reiknað er með að verði eftirsótt. Aðspurður segir Elvar að Atvinnuleysi á Norður- og Austurlandi í ágúst: Minnkandi atviimuleysi á Norðurlandi vestra - miðað við mánuðinn á undan Kynnið ykkur Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Kynnist NEITTÓ-verði a KEA NETTÓ Atvinnuleysisdagar á Norður- landi vestra í síðasta mánuði voru 1889 á móti 2144 dögum í mánuðinum á undan. Þar af voru 786 atvinnuleysisdaga á Siglufirði. Á Norðurlandi eystra voru skráðir 6200 atvinnuleys- isdagar á móti 6084 dögum í júlí og þar af 4520 á Akureyri. Á Austurlandi voru skráðir 2550 atvinnuleysisdagar á móti 1675 dögum í júlí og þar af 535 á Seyðisfirði. Norðurland vestra Atvinnulausum fjölgaði á flestum stöðum á mánaðanna júlí og ágúst en þó varð fækkun á Sauð- árkróki, í Lýtingsstaðahreppi, Hofshreppi og Akrahreppi. Á Siglufirði voru 36 atvinnulausir í síðasta mánuði, 16 á Sauðár- króki, 8 á Hvammstanga, 7 í Lýt- ingsstaðahreppi, 6 í Seyluhreppi, 5 á Blönduósi, 4 á Skagaströnd og í Hofshreppi, 1 á Hólmavík og í Akrahreppi en enginn á Drangsnesi. i Norðurland eystra Eins og á Norðurlandi vestra fjölgaði atvinnulausum á flestum stöðum en þó varð fækkun á milli mánaða á Akureyri og í Hrísey. Á Akureyri voru 209 skráðir atvinnulausir í ágúst, 28 á Húsa- vík, 15 á Dalvík, 9 á Kópaskeri og í Árskógshreppi, 7 í Grýtu- bakkahreppi, 4 í Ólafsfirði, 2 í Hrísey og á Raufarhöfn og 1 á Þórshöfn. Austurland Á Seyðisfirði voru 25 á atvinnu- leysisskrá í síðasta mánuði, 20 á Egilsstöðum, 17 á Breiðdalsvík, Hlutabréfasalan í ÚA: Jöfti og góö eftirspum - síðustu forvöð á morgun að tryggja sér bréf margir panti hlutabréf í ÚA að hámarki, þ.e. fyrir 300 þúsund krónur. Hann segir að salan skiptist nokkuð jafnt milli útsölu- staðanna í Reykjavík og á Akur- eyri sem aftur þýðir að hlutfalls- lega er salan meiri á Akureyri, sé mið tekið af stærð markaðarins. JÓH Slátrun í Skagafirði: Lömbin betri en síðastliðin ár - meðalvigtin góð enn sem komið er Aö sögn sláturhússtjóranna á Sauðárkróki eru skagfirsk löinb með besta móti í ár, minnsta kosti það sem af er. Meðalvigt hjá sláturhúsi KS er 14,9 kg og hjá Slátursamlaginu 14,3 kg. Þetta kemur heim og saman við hvernig fé kemur af fjalli að áliti bænda. Eftir síðasta þriðjudag var búið að slátra hjá KS um 5500 fjár og hjá Slátursamlaginu í kringum 3000. Af þessum þrem- ur þúsundum hjá Slátursamlag- inu fóru 75% í fyrsta flokk A og 11% í fituflokk DIB og 1% í úrval. „Lömbin eru þokkaleg, flokk- ast ágætlega og eru ekkert feitari en menn bjuggust við. Annars koma bestu lömbin fyrst svo að lítið er að marka fyrstu dagana, en þeir eru samt betri en t.d. í fyrra,“ sagði Árni Egilsson, slát- urhússtjóri hjá KS. Þeir bændur í Skagafirði sem Dagur hefur heyrt í, hafa verið nokkuð ánægðir með hvernig fé kemur af fjalli og telja það vera með betra móti miðað við nokk- ur undanfarin ár. SBG 12 á Vopnafirði, 10 á Reyðarfirði og 6 á Bakkafirði, svo nokkrir staðir séu nefndir. -KK Vetraráætlun Flugleiða: Tuttugu og sjö ferðir á viku tll Akureyrar - sami §öldi bókana og á síðasta ári Samkvæmt vetraráætlun Flug- leiða verða farnar 27 ferðir til Akureyrar á viku fram til 10. febrúar en þá fjölgar þeim í 33. Níu ferðir verða farnar til Sauðárkróks og Húsavíkur á viku og fer sama vélin á báða staði í hverri ferð. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt að um 10. febrúar fjölgar bókunum í innanlandsflugi með- al annars vegna helgar- og skíða- ferða norður. Flognar verða fjórar ferðir á dag og er fyrsta brottför úr Reykjavík klukkan 8.00 alla morgna. Þá er önnur brottför klukkan 11.00, sú þriðja klukkan 14.00 og lagt er upp í kvöldferð klukkan 19.00 Eftir 10. febrúar, verða tvær kvöldferðir á fimmtu- dögum, föstudögum og sunnu- dögum. Að sögn Sverris Jónssonar, deildarstjóra hjá innanlandsdeild Flugleiða, er mjög lítil breyting á farþegafjölda á milli þessa árs og' ársins á undan. Hann hefur nán- ast staðið í stað og sætaframboð á leiðinni Reykjavík-Akureyri þvíi það sama og á síðastliðnum vetri. Flognar verða 9 ferðir til Sauð- árkróks og Húsavíkur í vetur. Flogið verður í sömu ferð á báða staðina vegna sætanýtingar. Far- ið verður frá Reykjavík klukkan 8.45 alla morgna nema laugar- daga, en þá er ekki flogið á þessa staði, og á sunnudögum er brott- för frá Reykjavík klukkan 9.00. Á fimmtudögum, föstudögum og mánudögum er einnig brottför klukkan 18.00 til Sauðárkróks og Húsavíkur. ÞI. DAGUR Sauðárkróki 0 95-35960 Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.