Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 9 Aðstaða Óslax hf. við Ólafsfjarðarvatn. Hér þykir vera kjöraðstaða fyrir hafbeitarstöð, ein sú albesta við norðan- vert Atlantshaf. kvæmustu leiðina eigi þróun íslensks hafbeitariðnaðar að vera happasæl. Hagkvæmnismat verði að vera ákvarðandi um undirbún- ing, skipulag, framkvæmdir og rekstur. „Einkum er mikilvægt að undirbúningur er varðar nátt- úrlegar aðstæður, skipulag og hönnun sé ítarlegur og raunsær, þar sem hentistefnu- eða byggða- stefnupot og okurstarfsemi spekúlanta og hönnunaraðila eiga ógreiðan aðgang." Björn lætur ekki staðar numið hér í skoðunum sínum á stefnu- mótun fyrir hafbeit á íslandi. Hann segir að bendi heiðarleg og hlutvönd undirbúningsvinna ótvírætt til þess að fyrirhugað fyrirtæki reynist arðbært eigi aldrei að verða vandamál að afla nauðsynlegrar fyrirgreiðslu enda njóti slíkt fyrirtæki lánstrausts. „Bankar og lánasjóðir þrífast á því að ávaxta sparifé og eru jafn- an fúsir að lána þeim sem ætíð standa í fullum skilum. Skilvísi skapar traustum fyrirtækjum athafnafrelsi og losar þau við þær ógeðfelldu opinberu „fyrir- greiðslu“ eða „björgunaraðgerð- ir“ sem um þessar mundir eru í tísku í íslensku þjóðfélagi, m.a. í sambandi við þá grein laxaiðnað- ar sem fjallar um matfiskeldi á laxi. Og hér hræða sporin: Nú er Ijóst að undirbúningur umrædds laxa-matfiskeldis hefur verið gróflega falskur eða falsaður og fjölmiðlablekkingar um arðsemi purkunarlausar. Væri vinnuað- ferðum ámóta þeim sem komið hafa matfiskeldinu á vonarvöl beitt varðandi þróun hafbeitar- iðnaðar, má ljóst vera að hann ætti heldur ekki framtíð hér á landi. Það er því lífsspursmál, að hinn ungi hafbeitariðnaður hafi jafnan í huga framangreind varúð- arsjónarmið," segir Björn. Þrír staðir á Norðurlandi Eins og fram hefur komið er í þessari hafbeitarskýrslu farið mjög lofsamlegum orðum um Ólafsfjarðarvatn sem góðan haf- beitarstað. Ekki er annað hægt að ráða af þessari skýrslu heldur en Norðurland hafi upp á góða kosti að bjóða í þessari atvinnu- grein því um Lón í Kelduhverfi segir Björn að þar sé ágætur sleppistaður fyrir mikinn fjölda hafbeitarseiða, einkum ef þar yrði ekki stundað mptfiskeldi í kvíum. „Hins vegar er gildru- aðstaða fyrir þann lax sem snýr af hafi ekki góð, en ef um stórfellda hafbeitarstarfsemi yrði að ræða, mætti væntanlega koma upp við- unandi gildruútbúnaði, þó með talsverðum tilkostnaði." Ós Miklavatns í Fljótum er stóra spurningarmerkið hvað varðar aðstöðu fyrir hafbeit að mati Björns. Hann telur unnt að sleppa þar ógrynni sjógöngu- seiða, reynist unnt að hafa hemil á ósnum. Hins vegar segir hann aðstöðuna við ósinn þannig að erfitt verði að koma við gildru- búnaði nema með miklum til- kostnaði. Hugsa mætti sér að taka hafbeitarlax í net í vatninu og við mynni Fljótaár þó að það myndi draga úr gæðum fisksins. Skýrt kernur fram í skýrslunni það álit höfundar að leggja beri i mikla áherslu á það að í hafbeit hér á landi verði um stórar fram- Lón í Kelduhverfi. Þetta er einn af þremur álitlegustu stöðunum fyrir hafbeit á Norðurlandi. leiðslueiningar að ræða. Þar sér hann t.d. Ólafsfjörð fyrir sér sem nokkurs konar miðstöð hafbcitar á Norðurlandi. Björn segir að ganga megi út frá því sem gefnu að neysla á Atlantshafslaxi og markaður fyrir þennan fisk muni fara vaxandi í heiminum í fram- tíðinni. Góð aðstaða fyrir þessa atvinnugrein hér á landi gefi íslendingum það forskot að þeir eigi ekki að verða svo mjög háðir verðsveiflum á markaðinum. Raunhæft að stefna á 15% endurheimtur í lokakafla skýrslu sinnar tekur Björn Jóhannesson saman þá punkta sem standa uppúr hvað varðar þróun laxahafbeitar hér á landi. Hann segir að í fyrsta lagi þurfi að velja úr nokkra staði á landinu með hagstæð skilyrði til mikillar og ódýrrar framleiðslu. Jafnframt þurfi að leggja niður nokkrar óhagstæðar seiðaeldisstöðvar sem starfræktar eru í dag. I öðru lagi verði að setja sjúkdómsvarn- ir efst á blað til að geta framleitt fyrsta flokks sjógönguseiði. Á grundvelli erlendrar reynslu og með hliðsjón af ágætum innlend- um árangri í fáeinum tilvikum telur hann varlegt að setja sem raunhæft markmið að endur- heimtur íslenskra hafbeitarseiða verði að meðaltali minnst 15%. í þriðja lagi þurfi að fá með kyn- bótum fram hraðvaxnari og stærri eins árs fiska í sjó en þá sem nú eru nýttir til hafbeitar. 1 fjórða lagi sé vænlegast að safna hrognum fyrir hafbeitarlax á haf- beitarstað enda gefist þar tæki- færi til að velja til undaneldis bestu eins árs fiskana. I fimmta lagi nefnir hann til val á hafbeit- arstað og segir að á Norðurlandi sé Ólafsfjarðarvatn langhagstæð- asti sleppistaðurinn og geti vel þjónað öllum landsfjórðungum. í sjötta lagi verði að huga að flutn- ingi seiða frá eldisstöð á sleppi- stað og í sjöunda lagi þurfi að huga að meðferð seiða á hafbeit- arstöðum. Þá er loks komið að áttunda þættinum sem er hirðing fiskanna úr gildrum en Björn tel- ur brýnt að viðhlítandi aðstaða sé til að hirða fiskinn úr gildrum án þess að hann drepist eða skaddist. Brett upp erimim „Ef mörkuð yrði sú stefna að vinna skipulega að endurbótum á þeim framleiðsluþáttum sem um ræðir... og sé reiknað með 15% meðalendurheimtum hafbeitar- laxa og meðalþyngd 7 pundum, þá eru sterkar líkur á, að íslend- ingar gætu framleitt Atlants- liafslax í hámarks gæðaflokki og með minni tilkostnaði en unnt er að gera í nokkru öðru landi,“ segir Björn í niðurstöðum sínum. „En það táknar að við yrðum ætíð vel samkeppnishæfir á erlend- um mörkuðum, án tillits til ríkj- andi heimsmarkaðsverðs á hverj- um tima. Arðsemin myndi þó að sjálfsögðu ætíð háð heimsmark- aðsverði. Því er mál að bretta upp ermar og stefna að því að byggja upp arðbæran laxaiðnað, að skapa atvinnugrein, þar sem þekking, kunnátta og vandvirkni yrðu við- höfð í hvívetna. Um leið yrði sagt skilið við handarbaksvinnu- brögð, er til þessa hafa einkennt íslensk laxeldis- og laxaræktar- störf.“ JÓH BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA LEIDIN ER GREIDi Teppi Dúkar * Parkett Flísar Loft- og veggklæðningar Hreinlætistæki Sj Málningarvörur V Verkfæri m VI Boltar og skrúfur V Innréttingar V Skrifstofuhúsgögn V Eldhúsborð og stólar © Timbur W Plötur - margar gerðir ffl Sleypustál © Einangrunarefni ... og ótal margt fleira - Lónsbakki - Þægileg verslun fyrir þá sem vilja breyta, eru að byggja eða eru bara forvitnir! - Næg bílastæði - Heitt á könnunni! - Opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08 til 18. 601 Akureyri 96-30321 & 96-30326 Fax 96-27813 J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.