Dagur - 20.09.1990, Side 10

Dagur - 20.09.1990, Side 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990 myndasögur dags ÁRLAND ...ef þiö viljið í alvöru bjarga hjónabandinu... veröiö þiö að ‘'vvinna saman aö þvi. V ...þaö þýöir aö tala saman í hreinskilni. Þaö þýöir aö horfa fram hjá göllum hvort annars. Þáö þýðir að gefa sig 110%. Vá... þetta hljómar hræöi- lega bindandi. Viö hverju bjóstu? getur þú ekki bara skrifað uppá; pitthvaö handay J okkur. HERSIR Er allt í lagi meö þig Helga? j fopi _ it,- Zf # Andstæðingar landbúnaðar Furðulegt er hversu lítinn skilning eða áhuga margir íbúar þéttbýlisins á suðvest- urhorninu hafa á málefnum sem snerta dreifbýlið. Þetta hefur ekki ávallt verið svo. Fyrir nokkrum áratugum voru margir íbúar höfuðborgarinn- ar uppaldir í sveit, og til skamms tíma tíðkaðist í rtk- um mæli að senda börn og unglinga til sveitardvalar að sumrinu. Úr því hefur mjög dregið, og auk þess eru vaxn- ar upp kynslóðir sem engar rætur eiga utan þéttbýlisins. Þetta er sama gamla sagan, fólk gleymir fljótt því sem ekki er í daglegu umhverfi. Úr því eiga fjölmiðlar að bæta, en þegar umfjölíun þeirra er oftar neikvæð og bjöguð en hitt, er ekki von nema lands- byggðin taki á sig mynd sem er fjandsamleg hagsmunum þéttbýlis, í huga margra. # Tvær þjóðir í sama landi Bilið milli þéttbýlis og dreif- býlis breikkar sífellt. Land- búnaðurinn hefur átt í vök að verjast, og þær raddir hafa átt nokkurn hljómgrunn sem vilja hætta næstum þvi allri innlendri framleiðslu á heilu vöruflokkunum. Þjóðin á að lifa á fiskveiðum og einhverj- um óskilgreindum iðnaði, en flytja næstum allar landbún- aðarvörur inn. Með þessu á að sparast mikið fé. En hver ætlar að útvega bændum vínnu, svo ekki sé talað um þær þúsundir sem vinna að iðnaði og þjónustu í tengsl- um við landbúnaðinn? Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er dreifbýlið að miklu leyti undír landbúnaði komið. Enginn græðir á að leggja hann niður, því þá glatast um leið mikil þekking i landinu. # Horfnar byggðir Margar dreifðar byggðir eiga svo undír högg að sækja að aðeins vantar herslumuninn að þær leggist af. Þá myndast eyður í landsbyggðina, og þeim stöðum fjölgar þar sem óbyggð tekur við af byggð. Nú þegar hafa orðið of margir ósigrar ( byggðamálum. Það skilningsleysi sem lands- byggðin mætir oftar en ekki í umfjöllun um sín málefni get- ur orðið þjóðinni dýrkeypt þegar fram líða stundir. Að því getur komið að of seint _verður að snúa þróuninni við. dagskrá fjölmiðla h Annar þáttur norska heimildamyndaflokksins Ferðabréfa er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Aö þessu sinni er ferðast um Alþýöulýöveldiö Kína. Sjónvarpið Fimmtudagur 20. september 17.50 Syrpan (22). 18.20 Ungmennafélagið (22). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismærin (153). 19.20 Benny Hill (5). 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Gönguleiðir. 20.50 Matlock (5). 21.40 íþróttasyrpa. 22.00 Ferðabréf. Annar þáttur. Norskur heimildamyndaflokkur í sex þáttum. Sjónvarpsmaðurinn Erik Diesen ferðaðist um Kína, Tæland og Singapúr snemma árs 1989. Bréf hans þaðan segja frá dag- legu lífi fólks og áhugaverðum áfanga- stöðum ferðalangsins. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 20. september 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Með afa. 19.19 19.19. 20.10 Sport. 21.05 Aftur til Eden. (Returmto Eden.) 21.55 Nýja öldin. Ný íslensk þáttaröð um andleg málefni. 22.25 Náin kynni. (Intimate Contact.) Þriðji hluti. 23.15 Rafhlöður fylgja ekki. (Batteries not Included.) Hugljúf og skemmtileg mynd sem greinir frá íbúum blokkar nokkurrar í Nýju-Jórvík en þeir fá óvæntan liðsauka í baráttu sinni við borgaryfirvöld sem vilja láta jafna blokkina við jörðu. Aðalhlutverk: Jessica Tandy og Hume Cronyn. 01.00 Dagskráriok. Rás 1 Fimmtudagur 20. september 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn „Á saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðalsteinsdóttir les (34). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn. 13.30 Miðdegissagan: „Ake" eftir Wole Soyinka. Þorsteinn Helgason les (13). 14.00 Fréttir. 14.03 Gleymdar stjörnur. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Frænka Franken steins" eftir Allan Rune Petterson. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókiii. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvlarpið. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist e 'degi. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraf«ann. 18.30 Tónlis* uglýsingar ■ Dánarfregnir. 18.45 Veðurliognir ■ Auglýsingar. Orð kvöldsins. Ódysseifur í Dublin. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 21.30 Sumarsagan: „Hávarssaga ísfirð- ings." Örnólfur Thorsson les (4). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir ■ 22.30 James Joyce - Síðari þáttur. 23.10 Sumarspjall. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 20. september 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brotúrdegi. 16.03 Dagskrá. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Lausa rásin. 20.30 Gullskífan. 21.00 Sykurmolarnir og tónlist þeirra. 22.07 Landið og miðin. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Með hækkandi sól. 2.00 Fréttir. 2.05 Ljúflingslög. 3.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 4.00 Fréttir. 04.03 Vélmennið. 04.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Afram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 20. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 20. september 07.00 Eiríkur Jónsson. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 12.00 Haraldur Gíslason. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Listapopp. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 20. september 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.