Dagur - 20.09.1990, Page 13

Dagur - 20.09.1990, Page 13
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 13 Klúbburinn Nýtt af náJinni með námskeið um allt land íslenski tísku- og handavinnu- klúbburinn Nýtt af nálinni heldur á næstunni sauma- og prjóna- námskeið víða um land og er þetta fjórða árið í röð sem slík námskeið eru haldin. Nýtt af nál- inni er áskrifendaklúbbur sem bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að og er að því leyti ein- stæður að lifandi tengsl við klúbbfélaga eru mjög mikil. Klúbbfélagar fá í hverjum mánuði sendan heim pakka sem inniheldur 14 litprentaðar sauma- og prjónauppskriftir, auk upp- skrifta að ýmsu nytsamlegu og fallegu fyrir heimilið. Uppskrift- irnar og sníðaarkir eru flokkaðar eftir efni og þeim raðað í sérstak- ar klúbbmöppur til þess að allir geti haft sem mest gagn af því að vera í klúbbnum. Þá er ráðgjafar- starfsemi í gangi fyrir klúbbfé- laga og þeir geta hringt eða kom- ið til umsjónarmanns klúbbsins, Rögnu Þórhallsdóttur, sem er við allan daginn hjá Vöku-Helga- felli. Það hefur sýnt sig að klúbb- félagar eru alls óhræddir við að hafa samband ef þeir eru í vand- ræðum, eða langar að koma ósk- um á framfæri og margir hafa samband reglulega. Til að styrkja tengslin enn frekar, og til að klúbbfélagar hefðu sem allra mest gagn af því að vera í klúbbnum, þá var ákveðið að efna til námskeiða í tengslum við klúbbinn þar sem félagar fengju tilsögn í sauma- og prjónaskap undir leiðsögn handavinnukennara. Námskeið- in, sem haldin eru á vorin og haustin, urðu strax óhemju vin- sæl og eins og fyrr segir er þetta fjórða árið í röð sem þau eru haldin. Félagar í Nýju af nálinni eru búsettir um allt land og því er sífellt verið að bæta við nýjum stöðum á landinu þar sem nám- skeið eru haldin. Nú í haust verða þau á Akureyri, Borgar- nesi, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, ísafirði, Sauð- árkróki, Selfossi, Siglufirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Það má því með sanni segja að hér sé á ferð áskrifendaklúbbur Áhugi á saumaskap fer mjög vaxandi. Svipmynd frá einu námskeiðanna á vegum klúbbsins Nýtt af nálinni. sem hefur náð lifandi tengslum við félaga sína, en að lokum má bæta því við aö nýir klúbbfélagar eru alltaf velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að fræðast nánar um starfsemina geta leitað til Rögnu Þórhallsdóttur hjá Vöku-Helga- felli. Almanak Há- skólans komíð út Út er komið Almanak fyrir ísland 1991, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 155. árgangur ritsins, sem komið hefur út sam- fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsing- um um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik s.s. yfirlit um hnetti him- ingeimsins, mælieiningar, skrá um veðurmet og töflu sem sýnir stærð, mannfjölda og höfuðborg- ir allra sjálfstæðra ríkja. Þá er þar að finna tölvuforrit til alman- aksútreikninga, stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Islandi og litprentað kort sem sýnir hvað klukkan er hvar sem er á jörðinni. Af nýju efni má nefna grein um heimskautsbaug- inn og hreyfingu hans og upplýs- ingar um nálægustu fastastjörn- ur. Háskólinn annast sölu alman- aksins og dreifingu þess til bók- sala. Almanakið kemur út í 7000 eintökum, en auk þess eru prent- uð rúmlega 2000 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Háskólans. Óska eftir að ráða starfskraft til matvælaframleiðslu Vinnutími frá kl. 07.00-13.00. Þarf aö geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefur Bjarni. Matur & Mörk hf. Glerárgötu 26 ■ Pósthólf 624 ■ 600 Akureyri Skrifstofustarf Óskum eftir aö ráöa starfskraft til almennra skrif- stofustarfa, hálfan daginn, fyrir einn af viðskiptavin- um okkar. Umsóknareyöublöö og upplýsingar á skrifstofunni. KJARNI HF. Bókhalds- og viðskiptaþjónusta. Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 96-27297 • Pósthólf 88. Skrifstofustarf K. Jónsson & Co. hf. óskar að ráða starfsmann á skrifstofu. Starfið felst m.a. í umsjón og gerö útflutningsskjala, erlendum innheimtum og almennum ritarastörfum. Starfsreynsla og góö málakunnátta nauösynleg. Frekari upplýsingar gefur Baldvin Valdemarsson aöst. framkv. stj. Umsóknarfrestur er til 25. september n.k. Umsóknir sendist til: K. Jónsson & Co hf. Pósthólf 754, 602 Akureyri. Fataskápar, eldhús- og baðinnréttingar Gerum föst verðtilboð. Það borgar sig að líta inn. Trésmiðjan Tak hf. Réttarhvammi 3, Akureyri sími 24038. (Áður Vinkill sf., norðan við Gúmmívinnsluna). Innritun er hafin í alla flokka ■t; 10 tíma námskeið l x í viku Kennslustaður Gránufélagsgata 49 efri hœð Kennsla hefst 24. september Námskeið í barnadönsum yngst 3 ára • samkvœmisdönsum gömlu dönsunum • Rokk og Tjútt Vouge • Hipp Hopp • Námskeið fyrir hópa, félagasamtök og einstaklinga Innrítun og allar nánari upplýsingar ísíma 26624 milli kl. 10.00 og 18.00 Léttir og skemmtilegir tímar með góða skapið í fyrirrúmi Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ODDNÝ LAXDAL, Eikarlundi 16, Akureyri, sem lést á Borgarspítalanum 13. september verður jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju mánudaginn 24. september kl. 14.00. Jarðsett verður á Akureyri. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Pétur Ásgeirsson, Margrét Líney Laxdal og Jóhanna Helga Pétursdóttir. Síðasta innritunarvika í alla flokka Eldri nemendur hafið samband sem fyrsf S raðgreiðslur DANSSKÓLI Smu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.