Dagur - 20.09.1990, Page 15
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 15
fbróttir
Hafsteinn Jakobsson skoraði sigurmark KA-manna með fallegu skoti. Hafsteinn átti frábæran leik, barðist mjög vel á miðjunni og vann mikinn fjölda af skallaboltum. Mynd: ki
Óvænt úrslit í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða á Akureyrarvelli:
KA-menn lögðu CSKA með frábærum leik
- Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu
voru sigri hrósandi KA-
menn sem gengu af Akureyr-
arvelli í gær eftir að hafa mætt
búlgörsku meisturunum í
CSKA Sofia í fyrstu umferð
Evrópukeppni meistaraliða.
KA-menn léku sinn langbesta
leik í sumar og sýndu CSKA,
sem verið hefur stórveldi í
búlgarskri knattspyrnu um ára-
tuga skeið, hvar Davíð keypti
ölið með því að sigra 1:0. Sigur
KA-manna var sanngjarn, þeir
komu Búlgörunum í opna
skjöldu með mikilli baráttu-
gleði og skynsömum leik og
mega gestirnir þakka fyrir að
vera ekki nema einu marki
undir þegar seinni leikurinn í
Sofiu hefst að hálfum mánuði
liðnum.
KA-menn byrjuðu strax af
krafti og kom á óvart hversu yfir-
yegaðir ieikmenn liðsins voru þar
sem flestir þeirra voru að spila
sinn fyrsta Evrópuleik. Búlgar-
irnir virkuðu hins vegar tauga-
óstyrkir og áttu í vök að verjast
fyrstu mínúturnar.
Strax á 3. mínútu gáfu KA-
menn forsmekkinn. Ormarr Ör-
lygsson átti þá sendingu á Jón
Grétar sem var í mjög góðu færi
en skot hans small í þverslá búlg-
arska marksins. KA-menn voru
hvergi bangnir og það var fylli-
lega í samræmi við gang leiksins
þegar þeir náðu forystunni á 16.
mínútu. Ormarr vann þá boltann
af miklu harðfylgi við endamörk-
in, sendi fyrir markið og fékk
boltann aftur út. Hann renndi þá
út í teiginn þar sem Hafsteinn
Jakobsson var mættur og skoraði
með fallegu skoti efst í markiö.
Á næstu mínútum voru KA-
menn tvívegis nálægt þvi' að bæta
við mörkum. Kjartan Einarsson
átti skot framhjá og annað utan
úr teignum sem búlgarski mark-
vörðurinn varði af stakri snilld.
Síðustu tíu mínútur fyrri hálf-
leiks pressaði CSKA nokkuð en
náði aldrei að brjóta sterka KA-
vörnina á bak aftur.
Búlgarirnir voru ákveðnir í
upphafi seinni hálfleiks og fengu
þá tvö dauðafæri, skot í þverslá
og skalla yfir úr opnu færi af
markteig. Jöfnunarmark lá í loft-
inu en KA-tnenn létu ekki bugast
og náðu smátt og smátt yfirhönd-
inni á ný. Þeir fengu þrjú dauða-
færi í röð í sömu sókninni en
markvörður CSKA bjargaði vel
eftir að Árni Hermannsson átti
skot í stöng. Endaspretturinn var
KA-manna sem fögnuðu mikið
þegar flautað var til leiksloka.
KA-menn léku þennan leik
mjög skynsamlega. Þeir vörðust
vel og sóttu af mikilli yfirvegun.
Spilið var betra en áður hefur
sést í suntar og sóknarleikurinn
hvass og ógnandi. Liðið í heild
átti góðan dag, Haukur traustur í
markinu, vörnin sterk, miðju-
mennirnir yfirvegaðir og sóknar-
mennirnir gerðu varnarmönnun-
um oft lífið leitt.
Búlgarirnir eru ntjög fljótir og
leiknir en KA-mcnn náðu að
brjóta spil þeirra á bak aftur.
Bestir voru Georgi Georgiev,
geysilega leikinn og útsjónarsam-
ur, og markvörðurinn Apostolov
sem bjargaði þeim frá stærra
tapi.
Liö KA: Hiiukur Bragason. Ormarr
Örlygsson, Jón Grctar Jónsson, Bjarni
Jónsson (Árni Hcrmannsson á 68. mín-
útu). Hcimir Guðjónsson. Kjartan Ein-
arsson (t'örður Guðjónsson á 7.3. mín-
útu). Stcingrímur Birgisson. Halldór
Halldórsson, Hafstcinn Jakohsson, Hall-
dór Kristinsson. Gauti Laxdal.
I.ið CSKA: Apostolov. Dimitrov. Ivanov.
Vitanov, Mladenov. Yanchcv, Donev.
Bakalov, Marashlicv, Georgiev, Bachev
(Anton Dimitrov á 58. mínútu).
Gult spjald: Mladenov.
Dómari: Kurt Sörensen frá Danmörku.
Línuverðir: Arnc Hanscn og Lars
Gcrncr.
Ormarr Örlygsson, sem hér leikur á einn varnarmanna CSKA, átti góðan leik og lagði upp sigurmark leiksins.
Mynd: Golli
Sagt eftir leikinn
Asparouh Nikodinov, þjálfari CSKA:
„KA-liðið spilaði vel og þetta var þeirra leikur. Ég er meö sex nýja
menn í liðinu og það spilaði illa. Hvað leikinn úti varðar þá eiga
bæði lið möguleika en við erum reynslumeiri og ég held að við eig-
um tneiri möguleika."
Guöjón Þóröarson:
„Við spiluðum agaðan leik og unnum verðskuldaðan sigur. Miðað
við færi hefðu eðlileg úrslit allt eins getað orðið 3-4:1. Við vörðumst
vel, sóttum hvasst og þetta gekk upp. Þetta var ánægjulegur sigur
og sýnir að það býr meira í liðinu en árangurinn í sumar bendir til.
Leikurinn úti verður mjög erfiður og ég á ekki von á að þetta eina
mark nægi.“
Hafsteinn Jakobsson:
„Það var góð tilfinning að skora. Ég er búinn að bíða eftir þessu í
allt sumar og það var ekki verra að skora í svona leik. Ég er ánægð-
ur með liðið, við spiluðum skynsamlega allan tímann."
Haukur Bragason:
„Þetta er meiriháttar og skemmtileg sárabót eftir sláppt sumar. Ég
átti satt að segja ekki von á sigri en úr því sem kornið var hefði verið
gaman að taka þá stærra. En róðurinn úti verður erfiður."
Steingrímur Birgisson:
„Sigurinn er sætur en það var verst að skora ekki fleiri mörk fyrst
við fengum færin til þess. Það var allt annar andi í hópnum en verið
hefur og við spiluðum vel. Þeir eru hins vegar mjög erfiðir og við
sáum að við máttum ekki byrja að elta þá. Við biðum þess vegna og
lokuðum svæðum og það gekk upp.“
Jón Grétar Jónsson:
„Frábært - þetta bjargar alveg tímabilinu. Við sönnuðum fyrir sjálf-
um okkur að við getum þetta. Þeir voru ekki eins sterkir og ég átti
von á. Verst að við skoruðum ekki fleiri mörk.“