Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 16
StfifBOK Akureyri, fimmtudagur 20. september 1990 CHICOGO Snyrtívörur fýrir koiiur á öíhim aldri/ Vöruliiis KEA Skógræktarfélag Eyfirðinga: Unnið við skógarhögg í Vaðlareit - með nýju gróðurhúsi er hægt að framleiða 800 þúsund plöntur árlega Skógarhögg í Eyjafiröi er staðreynd, því þessa dagana er verið að fella stór og öfiug lerkitré í Vaðlareitnum gegnt Akureyri. „Við erum að grisja Vaðlareitinn, en þau lerkitré, sem verið er að fella, voru gróðursett 1951. Þau hæstu eru rúmir 12 metrar,“ sagði Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga. „Þessir bolir gefa okkur smíða- við og girðingastaura. Já, þetta er mikið timbur, en við fellum vel á annað hundrað trjáa. Við höfum unnið að grisjun í Vaðlareit og vonandi tekst að ljúka því verki í ár. Næsta verkefni er grisjun í Blönduvirkjun: Smávægilegar tafir vegna snjókomu - verkáætlun ekki í hættu „Hér er meira heldur en hægt er að kalla grátt í rót, en eng- ar stórvægilegar tafir eru enn orðnar af yöldum þessa hrets,“ sagði Óiafur Jensson, yfirstaðarverkfræðingur við Blönduvirkjun, þegar Dagur innti hann eftir því í gær hvort sá éljagangur, sem ver- ið hefur síðustu daga, setti framkvæmdir við virkjunina úr skorðum. Snjórinn tefur sarnt aðeins fyrir stífiugerðinni, því að ekki má vera snjór eða frost í lögum hennar. Með áframhaldandi snjókomu gæti farið svo að verktakar yrðu að hverfa snögg- lega frá sínunt verkum, en framvinda verksins í heild yrði samt ekki í hættu að sögn Ólafs. Byrjað er að setja niður vél- arnar í stöðvarhúsinu og heild- aráætlun framkvæmdarinnar stenst að mestu leyti eftir því sem Ólafur sagði í samtali við Dag. Hretið kom verr við menn Svavars Árnasonar, verktaka, sem eru að byggja upp nýjan kafla í Kjalvegi og urðu þeir að fresta sínu verki aðeins. Um leið og hlýnar í veðri aftur og meðan engin niðurkoma er, halda þeir verkinu áfram, en lok þess eru í október sam- kvæmt áætlun. SBG Dalvík: Gott fiskverð á gólfmarkaðinum Mjög gott verð fékkst á físk- markaöinum á Dalvík í gær. Kílóið af þorski fór á 90 krón- ur og ýsan komst í 100 kall en framboðið hefði mátt vera meira. „Markaðurinn er daufur þeg- ar veðráttan er slæm, enda velt- ur þetta allt á því að trillurnar komist á sjó. Það er of lítið magn á markaðinum. Ég held samt að markaðurinn sé koni- inn til að vcra,“ sagði Hilmar Daníelsson, framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Noröurlands hf. Hann sagði að fleiri stóra báta og togara vantaði í við- skipti til að fiskmarkaðurinn gæti blómstrað. Þá er lítið eftir af kvóta hjá mörgum og kvaðst Hilmar forvitinn að sjá hvernig þetta þróaðist nteð vorinu þegar netavertíðin byrjaði. SS Þingeyjarsýsla: Sameining þriggja sparisjóða Þrír sparisjóðir í Suður-Þing- eyjarsýslu eru nú að samein- ast endanlega, þar sem í dag og á morgun fer fram tölvu- samkeyrsla á bókhaldi þeirra. Á laugardagsmorgun verða sparisjóðirnir komnir með sameiginlegt bókhald og bankanúmer. Það var í vor sem ákveðið var að sparisjóðirnir sameinuðust, þeir verða samt sem áður áfram með þrjá afgreiðslustaði og breytingar þar á eru ekki á döf- inni, hvorki um fjölgun eða fækkun afgreiðslustaða fyrst um sinn. Sparisjóðirnir sem hér um ræðir eru Sparisjóður Aðaldæla sem er með afgreiðslu í Hlé- garði; Sparisjóður Kinnunga sem er með afgreiðslu á Foss- hóli og Sparisjóður Reykdæla sem er með afgreiðslu að Kjarna við Laugar. IM Garðsárreit. í Kjarnaskógi hefur verið unnið af krafti í að grisja skóginn og við höfum verið að reyna að ná í skottið á okkur með grisjunina, því við erum töluvert á eftir með það verk, en nú njót- um við þess að vera með æfðan mannskap og góð tæki. Verkið vinnst vel,“ sagði Hallgrímur. Af öðrum framkvæmdum máj nefna að í Kjarnaskógi er veriðl að reisa 400 fermetra gróðurhús, sem verður fullfrágengið í haust, en tilkoma þessa hús gerir kleift að auka plöntufranrleiðsluna úr 500 þúsund plöntum á ári í 800 þúsund. Starfsmenn eru farnir að merkja jólatré út um allan skóg, en þau verða felld þegar nær dregur jólum. í sumar var plant- að út hátt í 300 þúsund plöntum á Eyjafjarðarsvæðinu, ýmist á veg- um Skógræktarfélags Eyfirðinga eða nytjaskóga vegna bænda og eru þetta heldur fleiri plöntur en ráð var gert fyrir á vordögum. ój Unnið við skógarhögg i Vaðlureit. Mynd: Golli Mývatnssveit: Göngum frestað um sólarhring - 5000 pr í Reykjahlíðarrétt „Veðurskeytin eru það slæm að við stefnum ekki mönnum í göngur á Austurafréttina á morgun, fímmtudag,“ sagði Þorlákur Jónasson, bóndi og fjallskilastjóri í Vogum í Mývatnssveit í gær. Á afrétt- inni eru 5000 fjár. Að sögn Þorláks eru veður- skeytin það slæm að bændur ætla að doka við en ákveðið er að fara til smalamennsku á morgun, föstudag. Fimm þúsund fjár eru á Aust- urafréttinni og bændur koma nið- ur með safnið um Námaskarð í Reykjahlíðarrétt. Fé kemur Gæsaveiðin: Fengu 42 gæsir á einum morgni „Já, gæsin er að byrja að koma niður úr fjöllunum eftir að grána tók í fjöll,“ sagði Ófeig- ur Ófeigsson, varaformaður Skotveiðifélags Eyjafjarðar, aðspurður um gæsaveiðina. Ofeigur lá við annan mann fyr- ir fuglum síðastliðinn föstudags- morgun og þeir félagar höfðu 14 fugla. Á laugardagsmorguninn bættist þriðji maðurinn í hópinn og í það skiptið fengust alls 42 fuglar. „Ég held að almennt hafi mönnum gengið ágætlega í veið- unum. Maður er farinn að heyra sögur af mönnum sem hafa feng- ið 15-20 fugla í skipti og það er mjög gott. Við erum því býsna glaðir yfir þessu hingað til," sagði Ófeigur. JÓH einnig á réttina norðan úr Gæsa- fjöllum og eins úr Neðri-Mið- fjöllum. „Austurafréttin er smöluð á tveimur dögum, en áður fyrr á þremur. Nú ökum við hestunum suður fyrir og þannig sparast einn dagur. Þrennar göngur eru gerð- ar hvert haust og síðan eftirleitir og í þeim þriðju og eftirleitunum njótum við flugvéla," sagði Þor- lákur, fjallskilastjóri. ój Bifhjólaslysið í Kaupvangsstræti: Ökumaður neitar að hafa ekið of hratt Ökumaður bifhjólsins, sem lenti í slysinu í Kaupvangs- stræti á mánudagskvöld, segir að hann hafi verið á mun minni hraða en vitni hafa borið, og að piltarnir sem ekið var á hafi hlaupið gáleysislega út á göt- una í veg fyrir hjólið. Eins og greint hefur verið frá í Degi var bifhjólinu ekið framúr tveimur bílum, á leið upp göt- una. Ökumaður bifhjólsins er ekki sáttur við lýsingu sjónar- votta á atviki þessu í skýrslum. Segist hann hafa haldið að öku- maður fremri bílsins ætlaði að beygja inn á bílastæði beint á móti Billiardstofunni. Ökumaður bifhjólsins, sem skarst talsvert í andliti og á fæti, ákvað að aka fram úr, „En um leið og ég gerði það sá ég annan piltinn koma hlaupandi beint á móti hjólinu, og lenti maðurinn á því. Meira veit ég ekki því ég missti meðvitund. En það er alls ekki rétt að ég hafi ekið langt yfir löglegum hraða. Það er heldur ekki rétt að hjólið hafi runnið upp eftir götunni, en ég hef að öllum líkindum frosið og ekki getað sleppt bensíngjöf," segir hann. EHB Hálkan á Akureyri: Engir árekstrar tilkynntir lögreglu Þrátt fyrir mikla hálku fyrri- hluta dags í gær urðu engin teljandi umferðaróhöpp á Akureyri, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni. Ingimar Skjóldal, lögreglu- varðstjóri, segir að engir árekstr- ar hafi verið tilkynntir í gær, en reyndar hefur mjög dregið úr að lögregla sé kvödd til, eftir að ökumenn fóru sjálfir að fylla út viðeigandi skýrslur vegna bif- reiðatjóna. Ingimar segir hins vegar að margir hefðu hringt til lögreglunnar til að fá að vita hvort óhætt væri að setja neglda hjólbarða undir bifreiðar. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.