Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 28. september 1990
fréttir
h
Hitaveita Akureyrar:
Varlaþörf fyrirvatn úrlandi Revkja 2 á næstu árum
tilraunaborun að heflast við Laugaland
Nýlega fékk Hitaveita Akur-
eyrar afnotarétt af vatnsrétt-
indum í landi Reykja 2 í Háls-
hreppi. Hitaveitan greiddi
Bæjarsjóði Akureyrar átta
milljónir króna fyrir þennan
rétt. Ekki er gert ráð fyrir að
vatnsþörf H.A. vaxi það mikið
að borað verði á þessum stað
fyrr en eftir einn til tvo áratugi.
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Nýir húsaleigu-
samningar samþykktir
Tillaga um nýja húsaleigu-
samninga fyrir íbúðarhúsnæði
á vegum Húsavíkurbæjar var
samþykkt samhljóða á fundi
bæjarstjórnar sl. þriðjudag.
Þetta eru um 27 íbúðir og hús
sem um er ræða, fyrri leigu-
samningar renna út nú í lok
september en leigjendum var
sagt upp með 12 mánaða fyrir-
vara.
Tilgangurinn með gerð nýrra
leigusamninga er að færa leigu-
gjaldið til markaðsverðs og er
meginreglan sú að tveggja her-
bergja íbúð verður leigð á 20 þús-
und á mánuði, þriggja herbergja
íbúð á 25 þúsund og fjögurra her-
bergja íbúð á 30 þúsund.
Afsláttarákvæði eru í gildi en
þá er farið eftir þeirri meginreglu
að einstætt fólk með börn og
öryrkjar fái 55% afslátt af leigu
og þýðir það að hún hækkar ekki
í krónutölu. Kennarar sem flytj-
ast til bæjarins fá 30% afslátt af
leigu fyrsta árið, 20% afslátt ann-
að árið en afsláttur fellur síðan
niður eftir tvö ár. IM
Bæjarsjóður eignaðist Reyki 2
með kaupsamningi þann 15. júní
sl. Hitaveitu Akureyrar var, sam-
kvæmt bókun bæjarráðs 13.
þ.m., veittur afnotaréttur af öll-
um jarðhitaréttindum á jörðinni,
til borunar og virkjunar heits
vatns, að undanskildum einum
sekúndulítra, sem uppi er á jörð-
inni og fylgir henni, og öðrum
sekúndulítra sem var afsalað
áður með samningi til Reykja 2.
Ætlun er að láta fara fram
frekari rannsóknir að Reykjum
2. Franz Árnason, hitaveitu-
stjóri, segir að reiknað sé með að
þarna sé verulegt vatnsmagn,
sem sé tiltölulega auðvelt að
vinna. Hitaveitan hafi þá tryggan
aðgang að vatninu til afnota síðar
meir, auk þess sem samningurinn
veiti H.A. rétt til umferðar á
landareigninni, borana og lagn-
ingar hitaveituleiðslu.
Franz hefur ekki trú á að þörf
verði á vatnsöflun úr landi
Reykja 2 fyrr en eftir einn áratug
eða svo í fyrsta lagi, nema óvænt
þróun verði í notkun heits
vatns á Akureyri. „Hitaveitan
getur annað tíu prósent aukn-
ingu, en ef við miðum við eins og
hálfs prósenta aukningu vatns-
notkunar í bænum á ári eigum við
nægilegt vatn á okkar svæðum
fram undi’r aldamót. Auk þess
erum við enn að skoða Lauga-
land og Þelamörk, og þau svæði
geta líklega fleytt okkur áfram í
einhver ár í viðbót,“ segir Franz.
Á vegum Hitaveitu Akureyrar
er verið að bora rannsóknarholu
við Laugaland, og verður byrjað
á því verki í dag, ef allt gengur
samkvæmt áætlun. Hitaveitu-
stjóri segir að þessi borun sé til
viðbótar þeim rannsóknum sem
fram fóru í fyrra. Verið er að
vinna úr gögnum frá síðasta ári,
og nýja .tilraunaholan á Lauga-
landi er í beinu framhaldi af
þeirri.gagnaúrvinnslu. EHB
Hæstarétíardómurinn í máli Garðsbænda gegn Kaupfélagi Þingeyinga:
Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík og formaður Landssamtaka sláturleyfishafa:
Erfitt að fiiflyrða hvað dómuriim þýðir
Hreiðar Karlsson, kaupfélags-
stjóri á Húsavík og formaður
Landssamtaka sláturleyfis-
hafa, segir að á þessari stundu
sé erfitt að segja hvað hæsta-
réttardómur í máli Garðs-
bænda gegn Kaupfélagi Þing-
eyinga þýði í raun fyrir slátur-
leyfishafa í landinu. Hann seg-
ist ekki geta kveðið upp úr um
það, lögfróðir aðilar verði að
fara ofan í saumana á dómnum
og túlka hvað hann
þýði.
rauninm
UÍM uið HRRFNRQIL
Glæsileg
pottablómaútsala
hefst laugardaginn 29. september.
Troðfullt hús af blómum á frábæru verði.
Kaffihlaðborð sunnudag
Vínarís bestur
allt árið.
„Ég tel að hæstaréttardómur-
inn snúist um það að bændur í
Garði hafi ekki fengið útborgun.
þegar þeir óskuðu eftir því, en
ekki um að Kaupfélag Þingey-
inga hafi ekki farið að lögum.
Þetta er minn skilningur og hefur
dálítið að segja með fordæmis-
gildi málsins. Eftir sem áður .er
þeirri spurningu ósvarað hvernig
sláturleyfishafar eigi að borga
bændum fyrir innlegg, ef þeir
eiga þess ekki kost, og hver sé
réttur þeirra í þeirri stöðu. Staða
sláturleyfishafa umrætt haust,
árið 1987, var m.a. afleit vegna
þess að ekki var búið að gera upp
það sem þurfti af hálfu ríkisvalds-
ins til þess að afurðalán næðust í
eðlilega hæð. Þetta geta bankarn-
ir staðfest,“ sagði Hreiðar.
Hann sagði að menn þyrftu að
skoða þennan hæstaréttardóm í
kjölinn og lögfróðir menn myndu
væntanlega túlka niðurstöður
hans.
Hreiðar sagði að ef til vill
mætti draga þá ályktun af þessum
dómi að gildandi greiðslukerfi sé
gengið sér til húðar og kannski
ekki síður að sétning þess hafi
verið mistök í upphafi. „En ég
ætla ekki að hafa uppi neinar
ályktanir um það,“ sagði Hreið-
ar. óþh
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda:
Dómurinn eins og
við reiknuðum með
„í þessum dómi kemur í sjálfu
sér ekkert annaö fram en við
reiknuðum með. Búvörulögin
segja alveg skýrt um greiðslur
til bænda. Þau kveða á um að
ef ekki sé samið um annað
verði eigendaskipti á vöru og
fullnaðargreiðsla skuli vera
innt af hendi 15. desember,“
sagði Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands
bænda, um nefndan hæstarétt-
ardóm um mál Garðsbænda
gegn Kaupfélagi Þingeyinga.
Hann sagði þetta vera prófmál
og fordæmisgefandi niðurstöðu.
„Það er nokkuð ljóst að slátur-
leyfishafar hafa ekki allir greitt
samkvæmt ákvæðum búvörulag-
anna og í sumum tilfellum hafa
bændur samið um að falla frá
staðgreiðslu og samþykkt aðra
greiðslutilhögun. í öðrum tilfell-
um hafa bændur ekki gert það.
Mér þykir nokkuð ljóst að með
þessu fari ekki á milli mála að
bændur eiga þennan rétt. Síðan
er annað mál hvort þeir bændur,
sem telji að á sér hafi verið
brotið, muni sækja sinn.rétt. Og
það er ljóst að Stéttarsambandið
mun vekja athygli á þessu, þann-
ig að ljóst sé hver réttarstaða
bænda sé,“ sagði Haukur. óþh
Bílasala • Bílaskipti
Vantar jeppa
MMC Space Wagon 4x4, árg. ’88, Nissan Pathfinder, árg., ’89, ekinn MMC Galant EXE, árg. ’87, ekinn Subaru 1800 station 4x4, árg. ’88,
ekinn 45.000 verð: 1.150.000.- 40.000 verft: 1.800.000.- 35.000 verð: 900.000.- ek. 52.000, sjálfsk. verð: 1.050.000,-
á söluskrá
Til sölu Audi 200 Qatro Turbo árg.
1986 ekinn 46.0001rerd: 1500.000.
Lada Sport, árg. ’86, ekinn 50.000
verð: 420.000.-
B.M.W. 320i, árg. ’87, verð: Daihatsu Rocky, árg. '85, ekinn Subaru Justy J-12, árg. ’88, ekinn
1.400.000.-
70.000 verð: 880.000.-
44.000 verð: 600.000.-
Höldursf.
BÍIASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.