Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 9
Fösfudagur 28. sepfember 1990 - DAGUR - 9 Okkur langar til að minnast elsku ömmu okkar, Guðrúnar Stefaníu Steingrímsdóttur, eða ömmu á Ásgarðsvegi eins og við systkinin kölluðum hana. Það er ætíð erfitt að horfast í augu við það að persónur sem alltaf hafa verið hluti af lífi manns séu nú horfnar á braut. En minningin um ömmu og þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman á Ásgarðsvegin- um gera söknuðinn léttbærari. Amma var lífsglöð og kær- leiksrík kona sem þótti ákaflega vænt um alla þá sem urðu á vegi hennar. Þessir eiginleikar hennar komu vel fram í þeirri ástúð og umhyggju sem hún sýndi okkur barnabörnunum og við komurn mjög gjarnan í heimsókn til hennar. Það var sama á hvaða tíma sólarhringsins okkur bar að garði, hún hafði alltaf tíma fyrir okkur. Alltaf var heitt á könn- unni í eldhúsinu við Búðarána og ósjaldan gaukaði hún að okkur súkkulaðimola í kveðjuskyni. En yndislegast var þó að vera í návist ömmu þegar góð tónlist heyrðist í útvarpinu. Þá færðist yfir andlit hennar mikið gleðibros og augun ljómuðu. Svo fór hún að slá takt- inn og syngja með af svo mikilli innlifun að maður gat ekki annað en hrifist með. Þannig kenndi amma okkur að skynja tónlistina sem kraft til að láta sér líða vel og sjá björtu hliðarnar á lífinu - og það er ómetanleg gjöf. Elsku afi, pabbi, frændur og frænkur, guð styrki ykkur í sorg- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) , I Árni, Magga, Silli og Anna Rúna. OLAFSFIRÐINGAR Áætlunarflugið til Reykjavíkur hefst mánudaginn 1. október MÁN. MIÐ. FÖS. ÓFJ-REK 10.35-11.35 MÁN. MIÐ. FÖS. REK-ÓFJ 12.00-13.50* *UM AKUREYRI fluqfélaq norðurlands hf- SÍMAR 62120 Á ÓLAFSFIRÐI, 22000 Á AKUREYRI Merkisafmæli mæðgna. Dalrós Jónasdóttir, Hvammi, Húsa- vík er áttræð í dag, hún er fædd 28. sept. 1910 í Móbergi á Húsavík. Dalrós er ekkja Þórðar Friðbjarnar- sonar og áttu þau tíu börn, níu þeirra eru á lífi, þar af sex búsett á Húsavík. Sólveig, yngsta dóttir Þórðar og Dalrósar er fertug í dag. Dalrós tekur á móti gestum í Félags- heimili Húsavíkur frá kl. 17. í dag. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Kaupvangskirkja. Messa 30. september kl. 21.00. Sóknarprestur. Glerárkirkja. Barnastarfið hefst á sunnudaginn kl. 11.00. Krakkar fjölmennið og takið for- eldranna með. Guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 21.00. Guðsþjónusta í Hlíð kl. 16.00. Pétur Þórarinsson. Akureyrarprestakall. Messað verður í kapellu Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 11.00. Væntanlega síðasta morgunmessan. Sálmar: 453, 51, 194, 365, 420. B.S. Messað verður á Dvalarheimilinu Hlíð n.k. sunnudag kl. 16.00. Sér Pétur Þórarinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Möðruvallaprestakall: Sameiginleg fjölskyldu guðsþjón- usta fyrir allt prestakallið verður í Möðruvallakirkju n.k. sunnudag 30. sept. kl. 11.00 f.h. Ath! Breyttan messutíma. Þessi guðsþjónusta rnarkar upphaf vetrarstarfsins. Sungnir verða söngvar við allara hæfi. Sóknarprestur. Gjöf til Akureyrarkirkju kr. 5.000.- frá hjónunum Magnúsi Tryggvasyni og Valborgu Jónsdóttur. Þeim hjónum eru færðar bestu þakkir. Allar gjafir koma sér mjög vel þegar unnið er að lokafrágangi Safnaðar- heimilisins og miklar endurbætur eru gerðar á Akureyrarkirkju. Birgir Snæbjörnsson. Minningarkort Hjarta- og æðavernd- arfélagsins eru seld í Bókvali og Bókabúð Jónasar. Minningarspjöld Landssamtaka Hjartasjúklinga fæst í öllum bóka- búðum á Akureyri. Minningarspjöld Hjálparsveitar Skáta Akureyri fást í Bókval og Blómabúðinni Akur Kaupangi. Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá: Pedromyndum Hafnarstræti 98, Sig- ríði Freysteinsdóttur Þingvallastræti 28, Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24 og Guðrúnu Hörgdal Skarðshlíð 17. □ Huld 59901017 IV/V Fjhst. O.A. Samtökin. Fundir alla mánudaga kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kristniboðsfélag kvenna, hefur fund laugard. 29. sept. kl. 15.00 að Víði- lundi 20 hjá Ingileif. Skúli Svavarsson kristniboði, segir okkur frá starfinu hér heima og úti á heiðingjaakrinum. Kvenfélag Akureyrarkirkju. Haustfundurinn verður á Hótel Norðurlandi, Hlóðum, fimmtudag- inn 4. október kl. 20.00. Borðum kínverskan mat. Skemmtum okkur og ræðum fjöl- breytt vetrarstarf. Nauðsynlegt að láta vita um þátt- töku fyrir mánudagskvöldið 1. okt- óber í síma 23007 (Arnheiður), eða í sínta 22518 (Ingibjörg). Stjórnin. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í Bókvali og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Minningarkort Sjálfsbjargar Akur- eyri fást hjá eftirtöldum aðilum: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Akri, Kaupangi. Blómahúsinu Glerárgötu 28 og Sjálfsbjörgu Bugðusíðu 1. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. KFUM og KFUK, ''l'c Sunnuhlíð, Sunnudaginn 30. sept- ember. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Tekið á móti gjöfum til kristniboðs- ins. Allir hjartanlega velkomnir. §Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10. G Föstudagur 28. sept. kl. 20.30, æskulýður. Sunnudagur 30. sept. kl. 11.00, helgunarsamkoma, kl. 13.30, sunnudagaskóli, kl. 19.30, bæn, kl. 20.00, fagnaðarsamkoma fyrir Brit Sóvikhagen. Mánudagur 1. okt. kl. 16.00, heim- ilsambandið. Þriðjudagur 2. okt. kl. 17.30, yngri- liðsmannafundur, kl. 20.30, hjálp- arflokkur. Fimmtudagur 4. okt. kl. 20.30, Biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. SJÓNARHŒÐ ' // HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 29. sept.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára á Sjónarhæð kl. 13.30. Unglingafundur kl. 20.00. Verið öll velkomin. Ástirningar, munið að mæta! Sunnudagur 30. sept.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Allir velkomnir. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Brekkugata 3, efsta h., Akureyri, tal- inn eigandi Pálmi Björnsson, mið- vikud. 3. okt., ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hri., Bæjarsjóður Akureyrar, Óskar Magnússon hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Bygginga- sjóður ríkisins, Sveinn Skúlason hdl. og Ævar Guðmundsson hdl. Kaupangur v/Mýrarveg s-hluti, þingl. eigandi Verslunarmiðstöðin h.f., talinn eigandi Rafak h.f., mið- vikud. 3. okt., ’90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Hreinn Pálsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Björn Jónsson hdl., Bæjarsjóð- ur Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Gjaldskil s.f., Öskar Magnússon hdl. og Jóhannes Albert Sævars- son. Skarðshlíð 22 e, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir, miðvikud. 3. okt., '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Viðjulundur 2 a, nyðri hl„ Akureyri, þingl. eigandi Halldór Hauksson, miðvikud. 3. okt., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Óskar Magnús- son hdl, Reynir Karlsson hdl. og Fjárheimtan h.f. Ægisgata 13, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinar Rósantsson, mið- vikud. 3. okt., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs- son hdl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. ÁhugafólK um byggingarlist halldóra Arnardóttir, listfræðingur, flytur fyrirlestur um endurbyggt hverfi í London, í háshólanum á Ahureyri, 5tofu 24, n.h. laug- ardag 29. sept. hl. 14.00. Erindið var loharitgerð halldóru við háshól- ann í Essex. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri. Arkitektafélag Tslands. Starfsmenn KEA Dregið hefur verið í happdrætti Smjörlíkisgerðar, Brauðgerðar og Kjötiðnaðarstöðvar. 1. vinningur, ferð til Reykjavíkur, kom á miða nr. 1073 2. -5. vinningur, vörur frá afmælisbörnunum, komu á miða nr. 781,682,1239 og 365. Vinningshafar eru vinsamlega beðnir um að gefa sig fram, fyrir 10. október, við einhvern af eftirfarandi: Áskel Þórisson, sími 30-318, Jörund Traustason, sími 30-312 eða Halldór Bachmann, sími 30-458. Afmælisnefnd. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfskraft til almennra skrif- stofustarfa á fasteignasölu. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta æskileg. Framtíðarstarf. Umsóknir sendist: Lögmannsstofunni hf., Brekkugötu 4, 600 Akureyri. Heilræði Varúð! Geymið lyf þar sem börn ná ekki til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.