Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. september 1990 - DAGUR - 5 Gjaldþrot byggðastefnunnar: Ríkisstjóm á áhorfendapalli Nú virðist ljóst að ríkisstjórnin, með forsætisráðherra og iðnaðar- ráðherra í fararbroddi, ætlar sér að afskrifa landsbyggðina í stór- iðjumálum. Frá því á fyrri hluta þessa árs hefur sést að hverju stefndi. Sú ákvörðun ein, að láta erlendum viðræðuaðilum það eft- ir að velja þann stað, sem þeim hentaði best, jafngilti því að segja: Álverinu verður valinn staður á höfuðborgársvæðinu. í áliti ráðgjafarverkfræðings Atlantalhópsins kemur meðal annars fram, eins og vænta mátti, sú skoðun að þjónustuaðstaðan á höfuðborgarsvæðinu spari álfyr- irtækjunum mikinn kostnað í rekstri. Þegar saman eru teknar tölur um mismunandi rekstrar- kostnað á svæðunum þremur, Keilisnesi, Dysnesi og Reyðar- firði, kemst verkfræðingur álfyr- irtækjanna að þeirri niðurstöðu að þessi þjónustumunur ráði úr- slitum Keilisnesi í hag. Þetta þýð- ir með öðrum orðum að ef litið er fram hjá því hagræði, sein álfyr- irtækin hafa af nálægð við þjón- ustusvæði höfuðborgarinnar, hafa hin tvö svæðin vinninginn að því er varðar rekstrarkostnað. Sú þjónusta, sem byggð hef- ur verið upp á suðvesturhorni landsins, er kostuð af þjóðinni allri, ekki síst landsbyggðinni. Ef það er skoðun ríkisstjórnarinnar, að þessi þjónustuaðstaða skuli Tómas Ingi Olrich. ráða því að stóriðju skuli einung- is valinn staður á höfuðborgar- svæðinu, þá er það tímamóta- ákvörðun. Sú afstaða hefði getað legið fyrir í fyrrahaust, ellegar í ársbyrjun, alveg eins og nú. Ríkisstjórnin hefði þá getað gengið hreint til verks og lýst yfir gjaldþroti byggðastefnu sinnar strax í upphafi ferils síns. Ef þjónustan í Reykjavík og nágrenni ræður úrslitum um stað- setningu stóriðju nú, mun forskot höfuðborgarsvæðisins aukast enn við þá ákvörðun. Ríkisstjórnin er Vetrarstarf skáta er að hefjast víðast hvar um land og er yfir- skrift þessa starfsárs „Ut í nátt- úruna“. Skátastarf er útilífsstarf og vilja skátar hvetja til og styðja útilífsstarfsemi meðal almenn- ings. Á vegum Bandalags íslenskra skáta hefur verið unnið að útilífsdagskrá sem hentað get- ur ýmsum hópum, s.s. skólahóp- um. Mögulegt er að aðlaga | dagskrána þörfum, óskum og tíma hinna mismunandi hópa. I dag- skjánni er höfuðáherslan á útilíf- ið sjálft að lokinni fræðslu um búnað og almenna ferða- mennsku. Nú á haustdögum verður höfuðáherslan lögð á | fræðslu um búnað og léttari gönguferðir og fjallahólaferðir, en síðar í vetur taka við sérhæfð- ari námskeið, s.s. göngu- og fjallaskíðatækni, ísklifur og snjóhúsagerð. Bandalag íslenskra skáta veitir allar nánari upplýsingar um dagskrána „Út í náttúruna“ í síma 91-621390. (Fréttatilkynning.) því að leiða þjóðina inn á braut vítahrings í byggðamálum. „Mik- ið vill meira“ er það lögmál, sem hún leggur til grundvallar í mál- inu. Iðnaðarráðherra hefur stýrt álmálinu á þann veg, að hann getur nú spurt þjóðina hvort hún vilji fremur álver á Keilisnesi eða erlendis, án þess að hann þurfi að velkjast í vafa um hvert svarið verður. Nú er leikið á óttann við að ekki verði af samningum, og komii. er upp óskastaða Suður- nesjamanna. Ef iðnaðarráðherra hefði verið alvara í því að reisa álver á lands- byggðinni hefði hann ekki gefið viðsemjendum sínum annan kost en þann að reisa álverið við Eyjafjörð eða við Reyðarfjörð. Sú leið var ekki farin, og því var útkoman fyrirsjáanleg. Að vísu getur ríkisstjórnin brugðist við í þeirri erfiðu samningsstöðu sem íslendingar eru nú komnir í, og haft áhrif á staðarákvörðunina, en hún virðist hafa lítið svigrúm. Og ekkert bendir til þess að hún hafi áhuga. Einna helst bendir ágreiningur innan stjórnarinnar um álmálið til þess að samning- um verði klúðrað. Forystumenn sveitarstjórna áttu ekki annan kost en að freista þess að fylgja máli síns héraðs eftir í álralli iðnaðarráð- herra. Þeir trúðu því í lengstu lög að ríkisstjórnin og iðnaðarráð- herra mætu það svo, að hlutverk þeirra í íslensku þjóðlífi og byggðamálum væri annað og meira en að sitja á áhorfenda- Útfararskreytingar Kirkjuskreytingar Kransar og krossar •x. i FirnnnnniininT!niiTnnniiiiiiii:iiiiiiiiii::ii::igs Schola Akureyrensis. MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI verður settur í Glerárkirkju sunnudag 30asta september næst- komandi klukkan tvö eftir hádegi. Heimavist verður opnuð laugardag. Skólinn er opinn nemendum og aðstandendum þeirra að lokinni skólasetningu. Skólameistari. pöllunum. Tómas I. Olrich Það er kraftur í skátum eftir vel heppnað landsmót og nú vilja þeir fá almenning með sér „út í náttúruna“. Þessi mynd var tekin á landsmótinu á sl. sumri. Bandalag íslenskra skáta: „Út í náttúnma“ er yflrskrift starfsársins Kjörbút 5 KEA Byggí a> o ctq ■■ • 00 TILBOÐ Vínber 1 68.- kr. k{ Létt-ostur m/sjávarréttum 1- 1 35.- kr. stk. Létt-ostur m/grænmeti 1 35.- kr. stk. Kornax rúgmjöl 2 kg=93.- kr. Nemli hafragrjón 1 kg=87.- kr. Eldhús- rúllur 4 stk.=180.- kr. w.c. pappír 8 rúllur= 160.- kr. Unghænur-hlutar Tilboðsverð = 297.- kr. kg. Unghænur- Tilboðsverð = 208 kr. kg. Kjúklingahlutar Tilboðsverð = 599.- kr. kg. Föstudagskjúklingur Tilboðsverð = 580.- kr. kg. <&SM> Kakó mjólk 425 g 186.- kr. Tilboð Örbylgjupopp 300 g 145.- kr. Tilboð Saltines kex, 425 g 120.- kr. Tilboð Saltkex 350 g 1 20.- kr. Tilboð ATH! Heimsendinftðr- þjónusU 'J /JL', Opið alla daga til kl. 20.00, líka sunnudaga KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGI 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.