Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 4
f*l« «*■*'' * •f1 rtAft *• or> MaiMr.u..^ 4 - DAGUR - Föstudagur 28. september 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÚRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Keilisnes eða Kanada Fyrrum íluttu íslendingar til Vesturheims þegar illa áraði og ekkert var fyrir sig að leggja á kaldri strönd á norðurhjara. Saga vesturfaranna er þekkt á meðal þjóðarinnar og við eigum mikinn frændgarð í norður- fylkjum Bandaríkjanna en þó einkum í Kanada. Þar fara afkomendur þeirra manna sem létu langar ferðir um úfið haf ekki aftra sér frá því að leita sér lífsbjarg- ar. Vesturferðirnar voru ekkert annað en búferlaflutn- ingar á þeirrar aldar vísu. Fólk elti vonina um vinnu og viðurværi új hvaða átt sem hún kom. Sem betur fór tókst þjóðinni að sigla út úr þrengingum 19. aldar og blómlegt athafnalíf tók smám saman að myndast, sem verið hefur undirstaða framfara og farsældar fram á okkar daga. Þegar líða tók á níunda áratuginn fór að bera á sam- drætti í atvinnulífinu. Erfiðleikarnir komu einkum fram í hinum hefðbundnu atvinnugreinum landsmanna, landbúnaði og sjávarútvegi. Bændum hefur fækkað verulega, jarðir farið í eyði og ekkert bendir til að sú þróun sé á enda runnin. Sjávarútvegsfyrirtækin eiga í erfiðleikum, Nú virðist hagkvæmast að strá klakamol- um yfir aflann um leið og hann kemur úr sjónum og senda hann beint af landi brott, á borð evrópskra fisk- markaða. Þegar samdráttur á sér stað í undirstöðu- atvinnuvegunum teygir hann anga sína um allt sam- félagið. Möguleikar til hverskyns neyslu minnka. Atvinnustarfsemi í þjónustu dregst sjálfkrafa saman. Samdrátturinn kemur einnig illa niður á hinum dreifð- ari byggðum. Við slíkar aðstæður verður að leita nýrra leiða til atvinnusköpunar. Að öðrum kosti þarf fólk að fara burt hvort sem leiðin verður jafnlöng og á tímum vesturfaranna. Við þessar aðstæður var farið að ræða um nýja stór- iðju. Álver á íslandi. Álver vegna þess að raforka er það stór þáttur álframleiðslu að fremur borgar sig að flytja jarðefnin, sem ál er unnið úr, um langan veg en nota dýrari orkugjafa til raforkuframleiðslunnar. í þessum einföldu sannindum felast möguleikar okkar til að ná samningum við erlenda álframleiðendur um nýtingu hins íslenska orkjgjafa. Landsbyggðarmenn í atvinnuvanda horfðu strax til þessa möguleika. Með tilkomu stóriðju sáu margir lausn á þeim vanda sem atvinnubrestur leiðir af sér. Vanda fólks sem verður að öðrum kosti að flytja burt. Nú virðist næsta ljóst að samningar munu ekki tak- ast á þessu stigi um byggingu stóriðju utan þess sam- eiginlega atvinnusvæðis sem Reykjavík og byggðirnar á Reykjanesi mynda. Látið er í veðri vaka að hinir erlendu aðilar hafi valið Keilisnes á Reykjanesi. Ef íslensk stjórnvöld hafi eitthvað við það að athuga verði öllum áformum um verksmiðju Atlantalmanna á íslandi slegið á frest. Með öðrum orðum muni þeir leita fyrir sér í öðrum löndum. Þá kemur Kanada vel til greina. Þessar niðurstöður, sem nú virðast óumflýjan- legar, hafa valdið mörgum vonbrigðum á landsbyggð- inni. Ef fólk vill ekki Keilisnes komi Kanada til greina. Við verðum að vona að landsbyggðinni takist að sigla út úr atvinnuvanda síðustu ára. Það gerist hins vegar ekki nema með samstilltu átaki heimamanna. Þeir verða að treysta á sjálfa sig í samskiptum við aðrar þjóðir en ekki velja um Keilisnes eða Kanada. ÞI l hvað er að gerast Myndlist: Öm Ingi sýnir loks á Akureyri Örn Ingi opnar sýningu á verkum sínum næstkomandi laugardag kl. 15.00 að Klettagerði 6, en þar er hann með gallerí og vinnu- stofu. Sýningin verður opin frá kl. 15-19 um helgar og kl. 20-22 á virkum dögum. Sýningin mun standa yfir til 7. október og á þessum tíma mun Örn Ingi einnig skrá niður nöfn þeirra sem hafa áhuga á myndlistarnámskeiðum hjá honum í vetur. Langt er síðan Örn Ingi hélt síðast sýningu á Akureyri en hann hefur komið víða við á undanförnum árum með verk sín, haldið námskeið, skipulagt afmælishátíðir og fyrir skömmu hélt hann erindi á ráðstefnu um Föstudaginn 28. þ.m. klukkan 21.30 verða Norðanpiltar á Bakkanum á Húsavík. Þeir flytja þar dagskrá sem geymir lög þeirra og Ijóð, leikin og sungin. Þetta er í fjórða sinn sem Norðanpiltar koma fram opin- berlega. Þeir hafa áður skemmt höfuðborgarbúum, Húnvetning- um og Hríseyingum. Norðanpiltar eru Jón Laxdal Halldórsson, skáld og listamaður ættaður af Svalbarðsströnd; Kristján Pétur Sigurðsson, söngvari, lagasmiður og listmál- ari, hann á ættir að rekja í Þing- barnamenningu í Reykjavík. Örn Ingi sýnir nú verk sem hann sýndi í Reykjavík í vor og auk þess nýjar hauststemmningar í pastel. Alls eru þetta um 25-30 myndir. Þar að auki hefur hann fengist við tréverk og verða um Sunnudaginn 30. september byrj- ar barnastarfið við Glerárkirkju á ný. eyjarsýslur og Guðbrandur Sig- laugsson, skáld sem er yngstur þeirra pilta og rekur ættir sínar meðal annars á Látraströnd. Jón og Kristján hafa áður heiðrað Húsvíkinga með nærveru sinni, þá þeir fluttu dagskrána „Lög og ljóð“ við opnun sýningar þeirra í Safnahúsinu í nóvember síðastliðnum. Umboðsmaður Norðanpilta, hjálparhella, atgeir og brynja, er hinn norskmennt- aði jarðfræðingur, Halldór G. Pétursson, Húnvetningur, Breið- firðingur og Eyfellingur. Síminn hjá honum er 96-22983. 35 slík verk á sýningunni, stór og smá. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð á morgun, laugardaginn 29. september, kl. 15.00 og eru allir velkomnir. Reynt er að hafa starfið fyrir alla aldurshópa barna, og með auknu húsrými er hægt að auka fjölbreytnina og vinna með hverjum aldurshópi út af fyrir sig. Margir sjálfboðaliðar eru við barnastarf kirkjunnar, og gefur það möguleika á meiri hópvinnu með börnunum. Ýmsir prestar hafa kvartað yfir harðri samkeppni við sjónvarpið á sunnudagsmorgnum, en það hefur sýnt sig, sérstaklega fyrri- part vetrar í Glerárkirkju, að börnin sitja ekki yfir sjónvarpinu heldur koma í sunnudagaskól- ann. Það er því mikilvægt að for- eldrar hvetji börn sín til að koma í kirkjuna kl. 11 á sunnudögum og komi helst með þeim. Það hef- ur veriða að aukast að foreldrar eða eldri systkini komi með börn- unum, einkum þeim yngri, og er það mjög gott, ekki síst til að hjálpa þeim við fræðsluefnið sem hvert barn fær. Það er mikið sungið á barna- samkomunum í Glerárkirkju, og vinsælastir eru hreyfisöngvarnir. Krakkarnir æfa helgileiki og sýna, sögur eru sagðar og myndir sýndar. Alltaf af og til koma góð- ir gestir í heimsókn, og undir vor- ið er farið í stutt ferðalag. Það er því bæði gaman og gott fyrir börnin að koma á sunnudögum kl. 11 í Glerárkirkju og gaman væri að sjá sem flesta foreldra með þeim. Starfsfólk barnastarfsins. Hluti Norðanpilta, þeir Kristján Pétur og Guðbrandur. Mynd: kl Húsavík: Norðanpiltar á Bakkanum Bamastarf í Glerárkirkju Safnaðarstarf í Húsavíkurkirkju: Fyrirbænaguðsþjónustur Það hefur færst í vöxt í kaupstöð- um í landinu á síðustu árum, að efna til helgihalds um miðja viku, Næstkomandi mánudagskvöld byrja á ný biblíulestrar í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Byrj- að verður á 9. kafla Matteusar- guðspjalls. Björgvin Jörgensson mun sem fyrr leiða biblíulestr- ana. Hver þátttakandi fær þá ljósritaða og getur glöggvað sig betur á innihaldinu er heim Skákfélag Akureyrar: AðaJfundur Aðalfundur Skákfélags Akureyr- ar verður haldinn í kvöld, föstu- daginn 28. september, kl. 20.00 í skákheimilinu við Þingvalla- stræti. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Stjórnir hvet- ur félaga til að mæta vel. þar sem áhersla hefur verið lögð á fyrirbænir. Það er komin góð reynsla á þessa þjónustu þar sem kemur. Björgvin hefir lagt geysi- lega vinnu í undirbúninginn og hefur því margt fram að færa. Allir eru velkomnir og safnaðar- systkini hvött til að koma. beðið hefur verið fyrir mönnum og málefnum. Þar hefur enn og aftur komið í ljós að bænin er lykill að drottins náð. Það hefur verið ákveðið að hafa fyrirbænaguðsþjónustur kl. 17.30 á miðvikudögum í Húsa- víkurkirkju. Sóknarprestur tekur góðfúslega á móti fyrirbænaefn- um, frá þeim sem æskja fyrir- bæna. Nánari upplýsingar gefur sr. Sighvatur Karlsson í síma 41317. Fyrsta fyrirbænaguðs- þjónustan verður miðvikudaginn 3. október kl. 17.30. (Fréttatilkynning.) Dalvík: Sveinsmót í skák Hið árlega Sveinsmót í skák fer fram í Víkurröst á Dalvík um helgina. Mótið hefst laugardag- inn 29. september kl. 13.30 og verður teflt á laugardag og sunnudag. Góð verðlaun eru í boði og er búist við mikilli þátttöku, t.a.m. ætla keppendur á Haustmóti Skákfélags Akureyrar að gera hlé á sínu móti vegna Sveinsmótsins. Akureyrarkirkja: BMulestrar heíjast

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.