Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 12
Nýir réltir á vilHbráðarseðll
Smiðjiuinar í hvem \ilai
Vinsamlegast pantid borð tímanlega í síma 21818.
rramkvæmdir við Glerarkirkju. Mynd: Golii
Akureyri:
Framtíðarsvæði fyrir kirkjugarð
verður í Lögmaiuishlíð
- unnið að fegrun lóða umhverfis Glerárkirkju
og Lögmannshlíðarkirkju
- Hvaleyri hf. í Hafnarfirði á söluskrá:
Útgerðarfélag Akureyr-
inga inni í myndinni
- Samherji hf. vill selja 50 milljóna króna
hlut í fyrirtækinu
Búist er við því að á næstu
dögum eða vikum verði gengið
frá sölu útgerðar- og fisk-
vinnsiufyrirtækisins Hvaleyrar
hf. í Hafnarfirði. Frá þessu var
greint í fréttum Ríkisútvarps-
ins í gær. Fram kom í fréttinni
að ýmis fyrirtæki, þ.á m. tvö
fyrirtæki í Hafnarfírði hefðu
sýnt áhuga á kaupum á Hval-
eyri hf.
Hlutafé í Hvaleyri hf. er 105
milljónir króna og skiptist á þrjá
aðila, Samherja hf. á Akureyri
(50 milljónir) Hagvirki hf. (50
milljónir) og Jón Friðfinnsson,
framkvæmdastjóra Hvaleyrar hf.
(5 milljónir).
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja hf.,
staðfesti í gær að vilji væri fyrir
því hjá eigendum Hvaleyrar hf.
að selja sinn hlut. Hann vildi hins
vegar að svo komnu máli hvorki
upplýsa á hvaða stigi viðræður
um sölu hlutabréfanna í Hvaleyri
hf. væru né hvaða fyrirtæki hefðu
sýnt áhuga á kaupum á þeim.
„Það má orða það svo að uppi
séu hugmyndir um breytingar á
eignaraðild fyrirtækisins,“ sagði
Þorsteinn Már.
Dagur hefur hins vegar fyrir
því heimildir að eitt þeirra fyrir-
tækja sem hefur verið í umræð-
unni um kaup á Hvaleyri hf. sé
Útgerðarfélag Akureyringa. Pá
hefur Dagur fyrir því heimildir
að talan 450 milljónir króna hafi
verið nefnd fyrir hlutabréf í fyrir-
tækinu.
Hvaleyri hf. rekur fiskvinnslu
og gerir út togarann Víði HF-
201, sem áður hét Apríl. Hann
var smíðaður í Póllandi árið 1974
og er 741 brúttólest að stærð.
Eftir því sem næst verður kom-
ist fylgir skipinu 2200 tonna kvóti
í þorskígildum talið. óþh
Húsnæðisnefnd Húsavíkur:
30 aðilar óska eftir Mðiim
Að sögn sr. Péturs Þórarins-
sonar hefur mikið starf verið
unnið í að fegra lóðir umhverf-
is kirkjur á Akureyri. Nú eru
framkvæmdir í gangi við kirkj-
urnar í Glerárhverfí og Lög-
mannshlíð.
~ Framtíðarsvæði fyrir kirkjugarð
„Við erum ennþá mjög bjart-
sýnir á að þetta gangi allt upp.
Það hefur ekkert komið upp á
sem breytir fyrri forsendum og
núna iniðum við við 15. okt.
sem seinustu dagsetningu á
yfirlýsingu um að endurskipu-
lagningin hafí tekist,“ sagði
Birgir Bjarnason, rekstrar-
stjóri sútunarverksmiðjunnar
Loðskinns hf. í gær.
Þeir aðilar sem hlut eiga að
máli hafa nú farið fram á það að
dæminu verði lokið þann 15.
næsta mánaðar að sögn Birgis, en
í upphafi átti allt að vera komið á
hreint 15. sept.
Birgir segir að þegar búið verði
Uppsetning vatnsrennibrautar
við Sundlaug Akureyrar hefur
nú tafíst um hálfan annan mán-
uð en vonast er til að brautin
komist upp nú fyrir eða eftir
helgi. Framleiðendur brautar-
innar hafa viðurkennt mistök
við afgreiðslu hennar sem
kostað hafa miklar tafír og
var í gær unnið við breytingu á
fótstykki brautarinnar sem
framleiðendur bera kostnað
af.
Gunnar Jónsson, formaður
á Akureyri verður í Lögmanns-
hlíð ofan Akureyrar, en þar
verður greftrað þegar land þrýtur
í kirkjugarðinum ofan Innbæjar-
ins.
„Bílastæðið vestan Glerár-
kirkju verður malbikað í haust,
að gera grein fyrir áframhaldandi
rekstri verksmiðjunnar og senda
þau gögn út, þá sé málið á
enda. Hann segir að þegar
skilyrðum Sauðárkrókskaupstað-
ar, sem er jákvæður út í veitingu
á 20 milljónum króna í hlutafé,
verði fullnægt þá sé hægt að
ganga í hlutafjáraukninguna
vegna þess að aðrir aðilar eru
með sömu skilyrði. Ef allt gengur
upp verða nýir hluthafar 3-4 að
sögn Birgis.
Hjá verksmiðjunni er þessa
dagana tekið á móti gærum og
þær saltaðar fyrir verðandi fram-
leiðslu í vetur ef endurskipuiagn-
ingin gengur upp. SBG
íþrótta- og tómstundaráðs, segir
að brautin hafi komið til Akur-
eyrar fyrir viku en þegar setja átti
hana saman kom í ljós að fót-
stykki pössuðu engan veginn
saman. Eftir nokkurra daga þóf
viðurkenndu sænsku framleið-
endurnir að rangur fótur hefði
verið sendur til landsins og sam-
þykktu að nýr fótur yrði smíðað-
ur á þeirra kostnað. Sú vinna
hófst í gærmorgun. „Vonandi
kemst brautin því upp í dag ef
allt gengur að óskum,“ segir
Gunnar. JOH
en nú er unnið að undirbúningi
þeirra framkvæmda. Unnið hefur
verið að jarðvegsvinnu við
kirkjulóðina, en framkvæmdir
vegna gróðurs bíða vors.
I Lögmannshlíð eru Kirkju-
garðar Akureyrar að gjörbreyta
öllu umhverfi, þar á að rækta allt
og græða jafnframt sem bílastæði
fyrir framan kirkjuna verður mal-
bikað. Svæðið verður girt af og
nú þegar er búið að setja upp rist-
arhlið.
Nýtt áhaldahús Kirkjugarða
Akureyrar er risið í Lögmanns-
hlíð, sem jafnframt veitir
aðstöðu aðstandendum þeirra
sem eru greftraðir í Lögmanns-
hlíð, en Kirkjugarðar Akureyrar
eru með alla umsjón á svæðinu,"
sagði sr. Pétur Þórarinsson,
sóknarprestur. ój
„Við höfum verið kjarasamn-
ingslaus í þrjú ár og teljum að
kominn sé tími til að ráða bót á
því,“ sagði Lilja Mósesdóttir
hagfræðingur og kennari við
Háskólann á Akureyri, en fast-
ir kennarar þar á bæ hafa á
undanförnum misserum þrýst
mjög á að launamálum þeirra
væri komið í fastar skorður og
þeir nytu sambærilegra kjara
og kennarar við Háskóla
Islands.
Fulltrúar kennara við HA hafa
að undanförnu átt í viðræðum við
launanefnd fjármálaráðuneytis-
ins um tilhögun kjarasamnings
við ríkið. Fram hafa komið hug-
myndir um að þeir myndu gera
kjarasamning á vegum Útgarðs
og hafa kennarar lagt á það
áherslu að það yrði því aðeins
gert að sambærileg kjör við
félagsmenn í Félagi háskóla-
Bæjarstjórn Húsavíkur sam-
þykkti á fundi sínum sl. þriðju-
dag tillögu frá húsnæðisnefnd
um að sækja um lán til Hús-
næðisstofnunar ríkisins vegna
byggingar 16 félagslegra eign-
aríbúða í fjölbýlishúsum á
árinu 1991.
Eindagi umsókna um slík lán
er 1. okt. nk.
Húsnæðisnefnd hefur nýlokið
könnum á þörf fyrir húsnæði af
þessu tagi á Húsavík. Það voru
15 aðilar sem sóttu um húsnæði
hjá nefndinni og voru þó 15 aðil-
ar fyrir á biðlista.
kennara við HÍ næðust. í ljós
hefur komið að samninganefnd
ríkisins taldi að kennarar við
Háskólann á Akureyri væru aðil-
ar að Félagi háskólakennara við
HÍ. Það er hins vegar ekki og því
hefur samninganefnd ríkisins nú
farið þess á leit við fjármálaráðu-
neytið að það óski bréflega eftir
umsögn menntamálaráðuneytis-
ins um hvort Háskólinn á Akur-
eyri sé sambærileg stofnun við
Háskóla íslands. Telji mennta-
málaráðuneytið að um sé að ræða
sambærilegar stofnanir mun
fjármálaráðuneytið væntanlega
óska eftir því við Félag háskóla-
kennara við HÍ að kennarar hér
nyrðra fái aðild að því og geri
kjarasamning sinn við ríkið í
gegnum það. „Við sjáum fram á
töf í þessu máli, ekki síst vegna
þess að Félag háskólakennara við
HÍ segir að til þess að við fáum
aðild að því þurfi að koma til
Framkvæmdir við 12 íbúða
fjölbýlishús eru að hefjast um
þessar mundir og eru átta af þeim
íbúðum byggðar af húsnæðis-
nefnd. Einar Njálsson, bæjar-
stjóri, sagði að á síðustu misser-
um hefðu menn greint þá þróun
að fólk byggi skemur í húsnæði
sem byggt væri á félagslegum
grundvelli og að íbúaskipti yrðu í
um 15 íbúðum af þessu tagi á
Húsavík árlega. Með því að
sækja um leyfi til byggingar 16
íbúða léti því nærri að fullnægt
yrði þeirri þörf sem fyrir er um 30
íbúðir. IM
lagabreyting. Félagið vísar til
þess að lögum samkvæmt taki
það aðeins til kennara við
Háskóla íslands," sagði Lilja.
Hún sagði að kennarar við
Háskólann á Akureyri væru til-
búnir til að fara í hvaða félag sem
er, ef náð yrði fram sambærileg-
um kjörum og kennarar við
Háskóla fslands njóta. Lilja sagði
að launadeild fjármálaráðuneyt-
isins hefði hafnað þeim möguleika
að kennarar við HA stofnuðu til
sérstaks félags og semdi beint við
ríkið, til þess væri vísað að þeir
væru ekki nægilega margir til að
stofna til sérstaks félags. „Mér
heyrist að starfsmenn HA vilji
aftur reyna að komast inn í Félag
háskólakennara. Við bíðum bara
og sjáum, það getur auðvitað
verið að við verðum kjarasamn-
ingslaus næstu tvö árin,“ sagði
Lilja. óþh
Sauðárkrókur:
„Ennþá mjög bjartsýnir“
- segir rekstrarstjóri Loðskinns hf.
Vatnsrennibraut við Sundlaug Akureyrar:
Mistök við afgreiðslu
Kennarar við HA hafa verið kjarasamningslausir í þrjú ár:
Háskólakennarar á Akureyri
valda kerfinu heilabrotum