Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 28. september 1990 186. tölublað Venjulegir og demantsskornir -—,^r AKUREYRI Skagaflörður: Umferðarslysum fækkar - meira um ölvunarakstur Slysum sem tengjast umferðar- óhöppum hefur fækkað mjög í umdæmi lögreglunnar á Sauð- árkróki það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Hingað til hafa aðeins níu manns slas- ast í ár, en í fyrra á sama tíma voru þeir orðnir tuttugu. Kærum vegna ölvunaraksturs Hólssandur enn ófær: HólsQalla- lömbum slátraö á Húsavík hefur aftur á móti fjölgað mikið milli ára. Á sama tíma í fyrra höfðu 29 einstaklingar verið teknir, en í ár eru þeir orðnir 47. Par af eru að vísu 19 tilfelli tengd landsmóti hestamanna sem hald- ið var á Vindheimamelum í sumar. Pegar síðan er litið á tölur um tilkynnt umferðarohöpp er þó nokkur aukning frá árinu í fyrra og að sögn lögreglunnar telja þeir hana stafa af því að menn háfi lent illa út úr eigin skýrslugerð. Á þessum tíma í fyrra hafði verið tilkynnt um 46 umferðaróhöpp, en í ár eru þau 61. Sú tala er einnig mun stærri, ef litið er á fækkun í slysum, en skylda ber til að tilkynna umferðaróhapp ef fólk slasast. SBG Á kyrrum haustdegi við Búðará. Fundur á vegum Háskólans á Akureyri um horfur í atvinnumálum: Fyrirtæki kosti 2-3 nýjar stöður við Háskólann Hætt er við að flest lömbin frá Hólsfjöllum eigi eftir að bera beinin í Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík í haust. Hólssandur hefur verið ófær síðan í áhlaupinu um daginn og ekki hefur verið ákveðið hve- nær vegurinn verður ruddur, á meðan svo er er of langt að aka fé frá Hólsfjöllum í sláturhús- ið á Kópaskeri. Bændur á Hólsfjöllum slátruðu á Húsavík fyrr í vikunni og vænt- anlega aftur á mánudag. Þó að Hólssandur verði ekki opnaður er það þó ekki nema 2-300 lömbum fleira sem slátrað verður á Húsa- vík, því til stóð að slátra hluta fjárins frá Hólsfjöllum þar áður en vegurinn lokaðist. í gær var ekki ákveðið hvenær vegurinn yfir Hóissand yrði ruddur en talið var að víða væri mikill snjór á honum. Lokið var við að ryðja Öxar- fjarðarheiði í gær en á henni var töluvert mikill snjór á köflum. sér- staklega austur á fjallinu. í gær voru vegagerðarmenn að hefla veginn í Öxarfirði og töldu þeir veginn um Sléttu þokkalegan. Vegagerðarmenn frá Húsavík voru að hefla austur frá Gríms- stöðum en undanfarna daga hafa þeir verið að reyna að laga vegina eftir áhlaupið, þá sem ekki er búið að leggja bundið slitlag á og eru því dýrir í rekstri. IM í gær var haldinn fundur um stööu og horfur í atvinnumál- um á Norðurlandi á vegum Háskólans á Akureyri. Grunn- tónninn var spurningin um að hvaða gagni Háskólinn á Akureyri gæti orðið í fram- þróun atvinnumála, á þeim óvissutímum sem nú eru í atvinnumálum á svæðinu. Haraldur Bessason, háskóla- rektor, gat þess við setningu fundarins að hann ætti að vera vettvangur eins konar „hugar- flugs“ um leiðir í atvinnumálum. Til fundarins var boðið stjórn- endum fyrirtækja og öðrum sem eru í mikium tengslum við at- vinnulífið á einn eða annan hátt. Framsöguerindi fluttu kennar- Þrjátíu og fjórar fóstrur á dag- heimilum og leikskólum á Akureyri skrifuðu í þessari viku undir bréf til bæjarráðs, sem var afhent í gær. Efni undirskriftalistans er á þá leið ar við Háskólann. Smári Sigurðs- son, lektor, fjallaði um innri og ytri aðstæður fyrirtækja, sam- keppni og þróun. Sigrún Magnús- dóttir, bókavörður Háskólans, kynnti upplýsingatækni og gagna- banka sem nauðsynlegan þátt í þróun og ákvarðanatöku fyrir stjórnendur í atvinnurekstri. Lilja Mósesdóttir, lektor í rekstr- arhagfræði, fjallaði um atvinnu- stig, samspil atvinnurekstrar og vinnumarkaðar. Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegs- deildar, kynnti upplýsingar frá Byggðastofnun um atvinnuþróun á landinu. Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeild- ar, fjallaði um heilsugæslu í þétt- býli og dreifbýli og þörfina á nýj- að styðja tillögu félagsmála- ráðs um að leikskólahúsið á Iðavöllum verði rifið, og nýtt hús byggt í staðinn. Fóstrurnar eru mótfallnar því að gert verði við gamla Iðavalla- um störfum á því sviði á lands- byggðinni. Stefán G. Jónsson, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans, ræddi um áhrif stofn- unarinnar í peningalegu og at- vinnulegu tilliti fyrir Akureyri og Eyj afj arðarsvæðið. Eftir framsöguerindin voru fjörugar og gagnlegar umræður. Hólmsteinn Hólmsteinsson gerði að tillögu sinni að fyrirtæki við Eyjafjörð kostuðu sameiginlega tvær til þrjár stöður við Háskól- ann, og myndu þeir starfsmenn vinna að sérstökum verkefnum í þágu atvinnulífs á svæðinu. Var gerður góður rómur að þessari tillögu, ekki síst af háskólamönn- húsið. Dagur hefur fregnað að sjónarmið fóstranna sé að skynsamlegast sé að rífa umræddan leikskóla, þar sem hann sé úr sér genginn og ónýtur. Félagsmálaráð fjallaði á sínum tíma um þetta mál, en dagvistar- deildin heyrir undir það. um að matvælaframleiðsla ætti eftir að gegna mun þýðingar- meira hlutverki í heiminum þeg- ar fram líða stundir, og ætti Norðurland bjarta framtíð á þeim vettvangi. Bjartsýni virtist ríkja um góða framtíðarmögu- leika í atvinnulífinu, og lögðu margir áherslu á eflingu Háskól- ans, og samvinnu hans við fyrir- tæki til að svo mætti verða. EHB Húnaþing: Lömbin góð og flokkast vel - 15,5 kg meðalvigt Húnvetnsk lömb virðast vera með besta móti í ár. Meðalvigt- in hjá Sláturhúsi Kaupfélags V.- Húnvetninga á Hvammstanga þegar um 7000 lömbum hafði verið slátrað var 15,5 kg og 15 kg hjá Sölufélagi A.-Húnvetn- inga á Blönduósi. Lömbin flokkast vel að mati manna, sérstaklega á Hvammstanga. Gísli Garðarsson, sláturhús- stjóri á Blönduósi, sagði að lömbin flokkuðust vel, en þó færi töluvert í DIB, fituflokkinn. um. Fundarmenn voru sammála 34 fóstrur senda bæjarráði Akureyrar undirskriftalista: Iðavellir rifiiir og nýtt hús byggt Hreyfmg komin á gervigrasvallarmál á Akureyri: Velli fimdinn staður fyrir 1. nóv. Hreyfing er nú komin á umræður um byggingu gervi- grasvallar á Akureyri en nú I vikunni skipaði íþrótta- og tómstundaráð Akureyrarbæjar nefnd sem skila á tillögum um staðsetningu, uppbyggingu og rekstur slíks vallar fyrir 1. nóvember næstkomandi. Nefndina munu skipa tveir fulltrúar úr ráðinu en KA og Þór munu eiga hvort sinn full- trúa í nefndinni. Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, segir að samþykkt hafi verið tillaga Þórarins Sveinssonar um þetta efni þar sem segir að skipa skuli nefnd sem skili „raunhæfum til- lögum um gervigrasvöll fyrir 1. nóvember," eins og segir í þess- ari samþykkt. Gunnar segist túlka það svo að í þessari nefnd verði ákveðið hvar gervigrasvelli verði valinn staður í bænum, hvernig staðið skuli að uppbyggingu hans og rekstri. Starf nefndarinnar muni byggjast á skýrslu sem gerð hefur verið um mögulega staði fyrir slíkan völl á Akureyri. „Þetta gervigrasvallarmál var ekki rætt mikið í íþróttaráði en menn tóku mjög jákvætt í þetta mál. Ég held að allir séu sammála um nauðsyn þess að völlur sem þessi komi upp en spurningin snýst fyrst og fremst um forgang. En með þessu munu línur í mál- inu væntanlega skýrast mjög,“ segir Gunnar. JOH Fóstrurnar benda á að ekkert dagheimili er á stóru svæði í bænum, þ.e. í allri byggðinni fyr- ir neðan Mýrarveg. Fyrir utan þetta vanti mjög tilfinnanlega fleiri dagheimilispláss. Á Iðavöll- um telja þær best að láta reisa hús, sem væri bæði dagheimili og leikskóli, skipt til helminga. Nýtt hús sé forsenda þess að unnt verði að tvískipta rekstrinum á þennan hátt. „Þarna vantar dag- heimilisaðstöðu, því hún er hvorki fyrir hendi á Brekkunni, í Innbænum né á Oddeyri. Sérhver Akureyringur sem fylgist með þessum málum sér að þetta er það sem vantar," sagði ein fóstr- an í samtali við Dag. EHB „Þetta er heldur vænna en í fyrra, þó er ekki alveg að marka það vegna þess að ekki er kom- inn alveg einn hringur á svæðinu. Eftir jafnmörg lömb í fyrra var meðalvigtin 14,3 kg, en það var úr öðrum hreppum,“ sagði Gísli. Á Hvammstanga er lógað bæði hjá kaupfélaginu og Ferskum afurðum. Einn daginn hjá slátur- húsi kaupfélagsins fór meðalvigt- in í 16,5 kg og voru það lömb af Vatnsnesi og Vesturafrétt að sögn Eggerts Levy. Engar tölur voru til um meðal- vigtina hjá Ferskum afurðum, þó taldi sláturhússtjórinn að lömbin væru heldur í betri kantinum. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.