Dagur - 03.10.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 03.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 3. október 1990 4 fréttir b Nefnd um 5 ára áætlun um húsnæðismál aldraðra: Byggðar verði 388 Mðir áNorðurlandi á næstu 5 árum - ijármagnsþörf vegna þeirra framkvæmda röskar 600 milljónir Nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til undirbúnings fram- kvæmdaáætlunar í húsnæðis- málum aldraðra leggur til að á næstu 5 árum verði byggðar 388 íbúðir fyrir aldraða á Norðurlandi. Hún leggur til að byggðar verði á þessu tímabili 124 íbúðir á Norðurlandi vestra en 264 íbúðir á Norður- landi eystra. Fjármagnsþörf vegna þessara íbúða geti orðið c IANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fram- leiðslu og afhendingu á leiðurum fyrir háspennulín- ur, samkvæmt útboðsgögnum BLL-14, „Trans- mission Line Conductors". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000.-. Helstu magntölur eru: Álblönduleiðari 57 km. Stálstyrktur álblönduleiðari 56 km. Afhendingardagur efnis er 1. maí 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, mánu- daginn 5. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 27. september 1990. LANDSVIRKJUN. um 625 milljónir króna á næstu 5 árum, 200 milljónir á Norðurlandi vestra og 425 milljónir á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra eru 398 hjón sem komin eru yfir 65 ára aldur og 631 einstaklingur. í kjör- dæminu eru 47 dvalarrými fyrir aldraða, 152 hjúkrunarrými og 37 íbúðir fyrir aldraða. Þar sem nefndin leggur til að byggðar verði íbúðir fyrir 35% af 65 ára og eldri á næstu 5 árum verður niðurstaðan sú í þessu kjördæmi að þörf sé á 124 íbúðum á þessu tímabili. Með sömu aðferðum fær nefndin þá niðurstöðu að á þessu árabili sé þörf fyrir 264 nýjar íbúðir fyrir aldraða á Norður- landi eystra á næstu 5 árum. Þar af verði byggðar 224 eignaríbúðir en 40 leiguíbúðir. í skýrslu nefndarinnar kemur einnig fram að rösk 90% hjóna á Norðurlandi eystra eiga fasteign- ir og er meðalfasteignamat þeirra 3,6 milljónir króna. Aðrar eignir þessa fólks eru að meðaltali 1,63 milljónir króna. Heildareignir hjóna yfir 65 ára aldri í þessu kjördæmi er því 5,3 milljónir kr. pr. hjón. Þessar tölur eru heldur lægri þegar kemur á Norðurland vestra. Þar eiga 88% hjóna yfir 65 ára aldri fasteignir sem að meðaltali eru metnar á um 2,8 milljónir. Aðrar eignir eru að meðaltali 2 milljónir á hjón og heildareignir því að meðaltali 4,8 milljónir pr. hjón. JÓH Síðari leikur KA og CSKA Sofia kl. 16 í dag: Kristján lýsír frá Búlgaríu Svo mikið er víst að gallharðir stuðningsmenn KA verða með hugann hjá sínum mönnum austur í Sofíu í Búlgaríu í dag. Þá mæta KA-menn búlgörsku meisturunum CSKA Sofía í síðari leik liðanna í Evrópu- keppninni í knattspyrnu, en eins og kunnugt er sigruðu KA-menn í fyrri leiknum á Akureyri með einu marki gegn engu. Útvarp Norðurlands verður með mikinn viðbúnað vegna þessa leiks og austur í Búlgaríu er fulltrúi þess, Kristján Sigur- jónsson, sem mun lýsa leik lið- Kristján Sigurjónsson, dagskrár- gerðarmaður, verður með beina lýs- ingu frá Sofíu í dag kl. 16-18 á dreifi- kerfi Útvarps Norðurlands. anna. Lýsing Kristjáns hefst kl. 16 og stendur til 18. Sent verður út á dreifikerfi Útvarps Norður- lands og fellur útsending Rásar 2 út á hlustunarsvæðinu meðan á leiknum stendur. Að leik loknum kemur Rás 2 aftur inn með enn meiri fótbolta, því þá lýsir Arnar Björnsson síðari leik Djurgaar- den og Fram í Evrópukeppni bikarhafa frá Stokkhólmi. Fram- arar standa vel að vígi, þeir unnu fyrri leik liðanna í Laugardalnum með þrem mörkum gegn engu. Lýsing Arnars stendur til kl. 20 og fá knattspyrnuunnendur hér nyrðra því fótbolta í æð í samfellt fjórar klukkustundir. óþh flraéjónusta * þjóðarsátt í hádeginu mánudaga — fóstudaga frá kl. 12-14 Lifandi músík í hádegi Sigfús Arngrímsson leikur létta tónlist á píanóið Matseðill IY 0$ eú3 m > i • Sími24199 Súpa og brauð .................... 200,- ★ ★ ★ Hádegis kabarett ................ 4-90,- ★ ★ ★ Pepito ........................... 490,- ★ ★ ★ Uppasamloka..................... 490,- ★ ★ ★ 9“ pizza dagsins.................. 600,- ★ ★ ★ Pasta með kaldri sósu .......... 500,- ★ ★ ★ Pasta með heitri sósu... ......... 590,- ★ ★ ★ Lasagne........................... 620,- ★ ★ ★ Calamar ........................ 620,- Súpa og kafíi innifalið í öllum réttum iiii iii iiii un iiii iirfflirttirii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.