Dagur - 03.10.1990, Blaðsíða 12
Húsavík:
Riðuveikitilfelli staðfest
- tillaga um niðurskurð
Riðuveikitilfelli í þriggja vetra
kind frá Húsavík var staðfest
rétt fyrir helgina. í haust hefur
Bárður Guðmundsson, dýra-
læknir, sent 4-5 sýni til rann-
sóknar en niðurstöður hafa
verið neikvæðar þar til nú að
riðuveiki var staðfest. Bárður
sagði að við þessu mætti búast
á næstu árum; að eitt og eitt
tilfelli kæmi upp þar sem með-
göngutími veikinnar væri það
langur. Vonandi næðist þó fyr-
ir veikina og það byggðist á því
að bændur létu vita ef þeir
teldu sig sjá grunsamleg ein-
kenni á skepnum í hjörðum
sínum.
„Eigandinn þarf náttúrlega að
skera niður kindur sínar, en þær
eru um 20. Svo er komin tillaga
frá Sauðfjárveikivörnum um það
að allt fé á Húsavík verði skorið
niður. Pað er verið að reyna að
komast að samkomulagi við hina
fjáreigendurna um að skera niður
fé sitt haustið 1991,“ sagði
Bárður. Fjáreigendurnir á Húsa-
vík eru um 15 og munu eiga á
þriðja hundrað fjár. Geitur þarf
einnig að skera niður þegar riða
er á ferðinni.
„Það væri ákaflega æskilegt ef
hægt væri að skera niður allt fé á
Húsavík af því að riðuveikin er
búin að vera hér síðan 1970, og
enn hefur ekki tekist að uppræta
hana. Þess vegna er þessi tillaga
komin fram. Mikill samgangur
hefur verið milli fjár á Húsavík
og búið er að víxla fé á milli
hjarða, því er talið að það gæti
hjálpað til að útrýma riðunni að
lóga öllu fénu í stað þess að elta
eitt og eitt tilfelli í mörg ár,“
sagði Bárður, aðspurður um til-
löguna.
Skorið hefur verið niður hjá
þrem fjáreigendum á Húsavík á
síðustu árum, þar af einum þeirra
tvisvar sinnum. Einnig var riða í
Bakka, syðst á Tjörnesi, um 1970
og upp úr því fóru fjáreigendur á
Húsavík að lóga fé sínu vegna
riðu. Riðan hefur því verið við-
loðandi á Húsavfk. Þar sem heilu
hjarðirnar í sveitunum eru skorn-
ar niður finnst Bárði eðlilegt að
reynt sé að gera það sem hægt er
á Húsavík til að stemma stigu við
veikinni.
Tillaga Sauðfjárveikivarna á
eftir að fá nánari umfjöllun hjá
Fjáreigendafélaginu á Húsavík,
en sauðfjáreign Húsvíkinga hefur
löngum verið þeim mikið tilfinn-
ingamál. IM
Hinn brasilíski heimsmeistari í jójó leikur listir sínar fyrir utan Borgarsöluna í gær við mikla uthygli ungra vegfar-
enda. Mynd: KL
Aðstoðarlæknar við FSA lögðu niður vinnu í gær og ræddu hagsmunamál sín:
Lög um hvfldartíma og aðbúnað
hafa verið þverbrotín um árabfl
- segja aðstoðarlæknarnir m.a. í ályktun fundar þeirra
„Við styðjum einróma kröfur
Félags ungra lækna um endur-
bætt vaktafyrirkomulag m.t.t.
óhóflegs vinnuálags sem nú
ríkir. Ennfremur um kjör,
starfsaðstöðu og aðbúnað á
vinnustað. Sérstaklega viljum
við taka fram að við teljum lög
um lágmarks hvíldartíma á sól-
arhring, hvíld milli vakta og
aðbúnað á vinnustað hafi verið
Verklok við Blönduvirkjun:
„Áhrifin bitna fyrst og
fremst á A.-Húnavatnssýslu“
Nefnd sem komið var á lagg-
irnar til að kanna hvað gerðist
við lok framkvæmda við
Blönduvirkjun hefur nú varp-
að málinu frá sér. Þessi nefnd,
sem var á kjördæmisvísu, segir
í sínu lokaáliti að áhrif verk-
loka við Blönduvirkjun muni
fyrst og fremst bitna á A.-
Húnavatnssýsla og því telji
nefndin eðlilegt að framhaldið
sé í höndum Austur-Húnvetn-
inga og Lýtingsstaða- og Seylu-
hrepps í Skagafirði.
Nýlega tók héraðsráð A,-
Húnavatnssýslu málið upp á
fundi og þar var ákveðið að það
beitti sér fyrir stofnun fram-
kvæmdaráðs í atvinnumálum
héraðsins sem fulltrúar frá skag-
firsku hreppunum tveimur ættu
einnig sæti í. Héraðsráðið hefur
líka farið fram á fjárveitingu frá
Byggðastofnun, fyrst og fremst til
að greiða helming launakostnað-
ar eins starfsmanns á móti sveit-
arfélögunum í eitt ár. Þessi
starfsmaður mun verða einskon-
ar framkvæmdastjóri í verkinu og
sjá um undirbúningsvinnu.
Að sögn Valgarðs Hilmarsson-
ar, formanns héraðsráðs A.-
Húnavatnssýslu, var ákveðið að
boða fljótlega til fundar á þessu
svæði og ræða við sveitarfélögin
um hvaða hugmyndir þau hafa í
þessu sambandi. Málið er þvf
komið í hendur héraðsnefndar,
en álit sitt byggði kjördæmis-
nefndin aðallega á starfsmanna-
skiptingu við Blönduvirkjun þar
sem mikill fjöldi A.-Húnvetninga
vinnur. SBG
þverbrotin um árabil í krafti
nægilegs framboðs nýútskrif-
aðra læknakandidata undan-
farin ár. Nú er mál að þessi
málefni verði tekin fyrir til
leiðréttingar og úrbóta. Einnig
er sjálfsögð krafa að gjald fyrir
lækningaleyfi verði lækkað, en
það hækkaði úr kr. 4.000 í kr.
50.000 sl. vetur.“
Svo segir m.a. í ályktun fundar
aðstoðarlækna á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri í gær,
en þeir lögðu niður vinnu og
ræddu kjara- og önnur hags-
munamál sín og fóru þar að dæmi
kollega sinna í Félagi ungra
lækna. Ályktun læknanna var
afhent í gær stjórn FSA og yfir-
læknum þar.
Aðstoðarlæknar vilja með
þessum aðgerðum vekja athygli á
því sem þeir kalla óhóflegt vinnu-
álag og heita á stjórnir spítalanna
að koma til móts við kröfur
þeirra um bætt kjör og leiðrétt-
ingu á vaktafyrirkomulagi.
Á fundi aðstoðarlæknanna við
FSA kom fram að þeir væru fag-
lega ánægðir með að vinna þar,
þeim væri vel sinnt og nytu góðr-
ar handleiðslu. Hins vegar hefði
spítalinn ekki komið nægilega til
móts við kröfur þeirra um launa-
kjör og vaktafyrirkomulag o.fl.
og ef ekki yrði úr bætt yrði erfitt
að fá aðstoðarlækna til starfa við
spítalann á næstu misserum.
Fram kom hjá aðstoðarlæknun-
um áhersla á að krafan um tíu
tíma lágmarks hvíld lögum sam-
kvæmt yrði höfð í heiðri. Þá var
bent á að þrátt fyrir að aðstoðar-
læknum væri gert að vinna nætur-
vaktir á dagvinnukaupi væru
byrjunarlaun þeirra einungis 82
þúsund, sem væru lægri laun en
hjúkrunarfræðingar við spítalann
nytu.
Aðstoðarlæknar bentu á að oft
kæmi fyrir að eftirfarandi grein
Iaga frá 1980 væri ekki í heíðri
höfð: „Á hverju sjö daga tímabili
skulu starfsmenn fá a.m.k. einn
vikulegan frídag, sem tengist
beint samfelldum daglegum
hvíldartíma.“
í lok ályktunar aðstoðarlækn-
anna á FSA segir orðrétt: „Skort-
ur er nú á aðstoðarlæknum við
FSA, 7 kandidatar eru af 8 venju-
lega og útlit fyrir fækkun í 4-5
Samtök jafnréttis og félagshyggju: Ákvörðiin um framboðsmálin
tekin á rá Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka jafnréttis og félags- hyggju, segir að á ráðstefnu sem haldin verði um næstu helgi verði væntanlega tekin ákvörðun um hvort samtökin bjóði fram í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi alþing- iskosningar. Stefán vildi ekki gefa upp hvar ráðstefnan yrði, annað en það að ðstefiiu m lún yrði á Suðurlandi. „Það er mikil undiralda, margar áskoran- ir um framboð," sagði Stefán. Hann vildi ekki svara því beint hvort hann gæfi kost á sér til framboðs í Norðurlandskjör- dæmi eystra. „Ég hef verið í þessu í yfir 50 ár og korn fyrst nálægt framboðsmálum sem for- maður Félags ungra framsókn- armanna í Eyjafirði. Þá hafði ég n helgina það að meginmarkmiði að hver sá sem talið var að hefði mest fylgi ætti rétt á að fara fram og hann hefði líka skyldur við sína félaga. Þetta gildir jafnt fyrir fólk, hvort sem um er að ræða karla, konur, unga eða aldna. Ég býð ekki fram. Það verður fólkið sem býður fram og hvert kjör- dæmi ræður listanum þegar til kemur,“ sagði Stefán. óþh
fljótlega. Við teljum að þetta
vandamál sé að hluta til „heima-
tilbúið“ því stjórn FSA hafi ekki
tekið fullt tillit til ítrekaðra
ábendinga kandidatsefna síðast-
liðinn vetur um leiðir til úrbóta
svo laða mætti aðstoðarlækna til
starfa við spítalann í vetur. Við
álítum að það sé ótvírætt hagur
FSA og þeirra sem á þjónustu
þess þurfa að halda að þessar
stöður verði að fullu mannaðar."
óþh
Kaupþing Norðurlands:
Selur Akur-
eyrarbær
hlut sinn?
Til greina kemur að Akureyr-
arbær selji 15 prósent hlut sinn
í Kaupþingi Norðurlands hf.
Þetta kom fram á bæjarstjórn-
arfundi í gær, en Jón Hallur
Pétursson, framkvæmdastjóri
K.N., sagði í samtali við Dag
að hann hefði ekki heyrt um
þessa hugmynd áður.
Gísli Bragi Hjartarson spurði
Heimi Ingimarsson, formann
atvinnumálanefndar Akureyrar,
hvort hugmyndir hefðu komið
fram um að selja umræddan eign-
arhlut Akureyrarbæjar í K.N.
Heimir kvað meirihluta bæjar-
stjórnar þegar hafa fjallað um
þetta mál. Það virðist þó stutt á
veg komið.
Hlutafé Kaupþings Norður-
lands er þrjár milljónir króna.
Það skiptist þannig að Akureyr-
arbær á 15 af hundraði, eða 450
þúsund krónur að nafnverði,
K.E.A. á jafnstóran hlut, sjö
sparisjóði alls 15%, og Kaup-
þing hf. í Reykjavík 55%. EHB