Dagur - 03.10.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 03.10.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. október 1990 - DAGUR - 11 Gestir sýningarinnar fá meðal annars að kynnast tölvustýrðum LEGO kubbum og hér má sjá forritarann Björn Þór Jónsson fást við kubbana. Tölvur á tækniöld: Helstu nýjungar kynntar á sýningu í Reykjavík Dagana 3.-7. október verður sýningin Tölvur á tækniöld haldin í Þjóðarbókhlöðunni. í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna um tölvunet á Hótel Sögu í dag, 3. október, og að henni lokinni er þátt- takendum boðið á opnun sýn- ingarinnar. Það eru tölvunarfræðinemar í Háskóla fslands sem réðust í það stórvirki að halda almenna tölvu- sýningu á haustmánuðum, enda samdóma álit þeirra sem vinna að tölvumálum á íslandi að slík sýn- ing sé mjög þarft framtak. Sýn- ingin er ætluð leikum sem lærð- um og taka yfir 30 aðilar þátt í henni. Af nýjungum sem kynntar verða má nefna nýjar gerðir af tölvum, bæði einmenningstölvum og fjölnotendavélum, nýjustu tækni í netkerfum, nýja geisla- prentara, grafíska skjái með meiri upplausn en áður hefur þekkst og geisladiska sem geymslumiðil, sem bæði má lesa af og skrifa á. Einnig má nefna svokallaða RlSC-tækni, stórar vinnustöðv- ar, vélar sem fylgja nýjum sam- skiptastöðlum og nýja möguleika í fjarvinnslu á tölvum. Á sýningunni verður einnig margt óvenjulegt og skemmtilegt sem gestir munu eflaust kunna vel að meta. Fullkominn flug- hermir verður almenningi til sýn- is og gefst gestum sýningarinnar kostur á að skoða og prófa þetta tölvustýrða þjálfunartæki. Má benda á að flughermirinn getur líkt eftir aðstæðum við hvern ein- asta flugvöll hér á landi. Skáktölvur verða sífellt öflugri. Tveir af okkar sterkustu stórmeisturum, þeir Helgi Ólafs- son og Margeir Pétursson, ætla að etja kappi við nýjustu og öflugustu skáktölvurnar. Á sýningunni verður tölvustýrt og forritanlegt LEGO kynnt. Með því gefst krökkum á öllum aldri tækifæri til að smíða og for- rita eigin róbóta, teiknara, lyft- ara, umferðarljós og hvað sem ímyndunaraflið býður upp á. Með ættfræðiforritinu Espólín geta fjölmargir íslendingar rakið ættir sínar aldir aftur í tímann. Samskiptaforrit fyrir fatlaða verður kynnt. Forrit sem gerir tölvu kleift að yrkja og flytja atómljóð verður gestum til skemmtunar og allra nýjustu tæk- in í tölvutónlistarheiminum verða kynnt af atvinnumönnum. Þá verður myndlistarmaður á staðnum og sýnir hann gestum hvernig nota má tölvur í myndlist. Að lokum má minnast á tölvu- veirur, skaðvalda sem tölvunot- endur hafa brotið heilann um. Veirurnar verða kynntar ítarlega svo og varnir gegn þcim. SS LEGO - PLAYMO - FISHEfí PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY afsláttur á ýmsum leikföngum. Ný tilboð í hverri viku. Leikfangamarkaóurinn Hafnarstræti 96 ■ Sími 27744 JMÍRAÍmRTmSTÝRÐIR BÍLAR^MOPEL - RAMB0~ L LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í rafbúnað í stíflu- húsum við Blönduvirkjun, samkvæmt útboðsgögn- um 9538. Verkið felur í sér hönnun, smíði, útvegun, upp- setningu, prófun og gangsetningu á rafbúnaði í og við stífluhús. Helstu verkþættir eru. 11 kV rofabúnaður, 11/0,4 og 11/0,14 kV spenQar, vararafstöð, 400 V rofabúnað- ur, 110 V og 24 V jafnspennubúnaður, brunavið- vörunarkerfi, slökkvikerfi, Ijós, ofnar og strenglagnir. Skila skal rafbúnaðinum fullfrágengnum. Verkinu skal lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða afhent á skrif- stofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík frá og með mánudeginum 1. október 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3.000,- krónur hvert eintak. Tilboð skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykja- vík fyrir klukkan 12.00, fimmtudaginn 15. nóvember, 1990, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, 29. september 1990. LANDSVIRKJUN. ---9-pyl AEG FRYSTDOSTUR afborgv. staðgrv. 1501 30.900,- 28.991,- 2901 38.200,- 35.950,- 3901 42.500,- 39.950,- Kjöt- og slátur- flát í úrvali! Nýjung: „Bökunarmeistaiinn" Bakar allt gott matarbrauð Einfalt og þægilegt! Föstudaginn 5., 12. og 19. okt. kl. 17.00 verður boðið upp á brauð bökuð í „Bökunarmeistaranum" Akureyringar! Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins verða til viðtals á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 90, fimmtudaginn 4. október frá kl. 20.00-22.00. Heitt á könnunni! Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.