Dagur - 09.10.1990, Side 2

Dagur - 09.10.1990, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990 Útkall Slökkviliðs Akureyrar í Skarðshlíð á sunnudag: SvMjammar brunnu við nokkurt tjón af völdum reyks Slökkvilið Akureyrar var kvatt að fjölbýlishúsinu númer 6 við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis á sunnudag þar sem mikill reykur var einni íbúð. íbúðin reyndist mannlaus og fóru slökkviliðsmenn milli svala og inn í íbúðina þar sem sviða- pottur reyndist vera á fullum straum en allt vatn uppgufað. Samkvæmt upplýsingum Slökkviliðs Akureyrar urðu skemmdir á íbúðinni sökum reyks en mikill reykjarmökkur var í íbúðinni þegar að var komið. Reyksins varð einnig vart í næstu íbúð fyrir ofan og í stiga- gangi fjölbýlishússins. Slökkviliðið fékk annað útkall kl. 4.32 í fyrrinótt þegar eldvama- kerfi íþróttahallarinnar, sem beintengt er slökkvistöðinni fór í gang. t>ar var heldur ekki um eld að ræða en í einum sturtuklefa rann heitt vatn og var mikil gufa sem setti kerfið í gang. JÓH skák i Haustmót SA: Síðasta umferðin tefld í gærkvöld í gærkvöld settust menn að tafli í siðustu umferð Haust- móts Skákfélags Akureyrar en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Þó er Ijóst að aðeins Arnar Þorsteinsson og Þór Valtýsson áttu mögu- leika á fyrsta sætinu. Staðan fyrir síðustu umferðina var þannig að þeir Arnar og Þór höfðu fengið 5 vinninga af 6 mögulegum en næstu menn voru með 3'/2 vinning þannig að fyrstu tvö sætin voru frátekin. Haustmótinu átti að vera lokið um helgina en sjöundu og síðustu umferðinni var frestað m.a. vegna þátttöku nokkurra ungra skákmanna í móti barna og ungl- inga í Reykjavík. SS Barna- og unglingamót: Góður árangur hjá Örvari Nokkrir félagar í Skákfélagi Akureyrar tóku þátt í barna- og unglingamóti í Reykjavík um helgina og stóðu sig vel, eftir því sem Dagur kemst næst. Örvar Arngrímsson mun hafa komist í úrslit og keppt um utan- landsferð en hann lenti að lokum í 2. sæti. Bogi Pálsson og Rúnar Sigur- pálsson munu einnig hafa staðið sig vel á mótinu en erfiðlega gekk að fá fréttir af því í gær. SS Sjálfstæði Islands - EB-EFTA Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans kemur í laugardagskaffi 13. okt. kl. 14.00 í fundarsal STAK, Ráðhústorgi 3, 2. hæð og ræðir um sameinaða Evr- ópu og stöðu íslands 1992. Allt áhugafólk er hvatt til að koma. Kvennalistakonur Norðurlandi eystra! Komið allar á áríðandi angafund um undirbúning alþingiskosninga laugard. 13. okt. kl. 11.00 á sama stað. fréttir Hár hönnunarkostnaður mannvirkja á vegum Akureyrarbæjar: Valda óljósar hugmyndir óþörfum aukakostnaði? I umræðum bæjarstjórnar Akureyrar hefur margsinnis komið fram að hönnunarkostn- aður væri hár við mannvirkja- gerð. Nýlega var greint frá því hér í blaðinu að starfsmenn byggingadeildar teldu hönnun- arkostnað t.d. vegna nýs húss á Iðavelli vera óljósan. Eiríkur Jónsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands, segir að næsta auðvelt sé fyrir verkkaupa að gera sér grein fyrir hönnunarkostnaði nýbygg- inga fyrirfram. Eiríkur segir að frá sínu sjón- arhorni ætti kostnaðarliðurinn hönnun í mannvirkjagerð alls ekki að vera óviss stærð, eins og ætla mætti af ummælum í frétt í Degi sl. laugardag vegna Iðavall- ar. Hönnunarkostnaður af ný- byggingum væri reiknaður sam- kvæmt ákvæðum taxta, sem verk- fræðingar og arkitektar þekktu vel. Þetta ætti við þegar fyrirfram væri vitað hver stærð og gerð byggingarinnar ætti að vera. „Pegar þetta liggur fyrir er auðvelt að gefa sér hver efri mörk hönnunarkostnaðar eru, þótt hugsanlegt sé að semja um lægra verð. Þetta eru eins og hverjar aðrar ákvæðisvinnu- verðskrár, sem hægt er að fletta beint upp í eftir stærð húsa. Hægt er að fá fullhannað hús og tilbúin útboðsgögn í ákvæðisvinnu, og fyrirfram er hægt að gefa sér hvað þetta kostar. Þetta á við um nýjar byggingar, en þegar um viðgerðir á eldra húsnæði er að ræða er einnig um að ræða skoð- un á vettvangi jafnhliða verkinu, þ.e. mat á viðgerðinni og ákveðna forsögn um framkvæmd verksins. En það er rangt að segja hönnunarkostnað nýrra mannvirkja óljósan,“ segir Eirík- ur. Eiríkur segir að menn megi ekki blanda saman kostnaði við hönnun og byggingaeftirlit. Byggingaeftirlit er ekki tengt hönnun, því það er ekki sjálfgef- ið að þeir sem hanna húsið hafi neitt um eftirlit að segja á eftir. Menn þekkja dæmi ákaflega vel úr skólabyggingum í bænum, t.d. við Vericmenntaskólann, hver hönnunarkostnaður er. Þar væri staðan sú að áður en nokkuð er teiknað er gerður samningur við ráðuneytið um húsagerð og stærð mannvirkis. Þannig liggur allt á borðinu áður en byrjað er að teikna. Hjá Akureyrarbæ kæmi hins vegar oft fyrir að breyta þyrfti teikningum meira og minna eftir að fyrsta hönnun fer fram, en aukakostnaður af þeim sökum kæmi til sögunnar vegna óljósra hugmynda viðkomandi aðila um endanlega notkun Aðalfundur Bandalags kenn ara á Norðulandi eystra var haldinn að Stórutjörnum sl. fimmtudag. Af málum sem tekin voru fyrir á fundinum má nefna að ákveðið var að leggja tímaritið „Heimili og skóli“ niður. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað var á sveitarstjórnir að standa vel að skólahaldi í ljósi nýrra laga um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ný stjórn BKNE var kjörin og tekur Hólmfríður Guðmunds- dóttir, kennari við Þelamerkur- skóla, við formennsku af Jóni Eyfjörð. Varaformaður var kjör- inn Ólafur Arngrímsson, Litlu- laugaskóla. Hann verður sjáif- mannvirkis og nýtingu. Sem dæmi um þetta mætta nefna sundlaugina í Glerárhverfi. Dagur hafði samband við Ágúst Berg, deildararkitekt byggingadeildar, og spurði hvað hann ætti við með því að hönnun- arkostnaður væri oft óljós þáttur. „Ég stend við það,“ segir Ágúst Berg. „Eins og oftast kemur í ljós þarf að endurskoða og breyta hönnun eftir að teikningar hafa verið lagðar fyrir í nefndum og ráðum bæjarins. Það er ekki óalgengt að fólk vilji fá að skoða málin betur. Hvað byggingaeftir- lit snertir þá hefst ekki eftirlit með byggingu fyrr en hún er komin af stað. Ég er að tala um hönnun á byggingu áður en það gerist. Hjá okkur er kostnaði við byggingaeftirlit og hönnun ekki blandað saman.“ EHB krafa formaður að ári liðnu sam- kvæmt reglum bandalagsins. Aðrir í stjóm eru: Pálmi Jakobs- son, Barnaskólanum á Húsavík, Sigríður Kristín Bjarnadóttir, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Ein- ar Þórbergsson, Framhaldsskól- anum á Húsavík, Alma Oddgeirs- dóttir, Síðuskóla, Hóimfríður Sigurðardóttir, Lundarskóla, og Sveinbjörn Njálsson, Dalvíkur- skóla. Þá voru kosnir tveir nýir full- trúar í fræðsluráð, þau Birgir Sveinbjörnsson, Barnaskóla Akureyrar, og Svanhildur Her- mannsdóttir, Barnaskóla Bárð- dæla. Varamenn: Birna Arnþórs- dóttir, Lundarskóla, og Ánna Helgadóttir, Grunnskólanum á Kópaskeri. SS Aðalfundur BKNE: Ný stjóm kjörin bridds Norðurlandsmótið í tvímenningi í bridds: Akureyringar í efstu sætunum - Jón Sverrisson og Reynir Helgason sigruðu með góðum endaspretti Norðurlandsmótið í tvímenn- ingi í bridds fór fram í Hamri, félagsheimili Þórs, á laugardag- inn. Keppendur komu bæði frá Norðurlandi eystra og vestra en sigurvegarar urðu þeir Jón Sverrisson og Reynir Helgason frá Akureyri með samtals 391 stig. Þeir félagar voru í 5.-6. sæti eftir fyrri umferð mótsins með 172 stig en í þeirri síðari spiluðu þeir glæsilega, bættu við sig 219 stigum og sigruðu sem fyrr sagði. Akureyringar áttu einnig þá full- trúa sem höfnuðu í 2. sæti en það voru þeir Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson. Anton og Pétur höfðu einmitt titil að verja að þessu sinni en þeir hafa sigrað á mótinu sl. tvö ár. Annars urðu 10 efstu pör þessi: Stig 1. Jón Sverriss./Reynir Helgas., Akureyri 391 2. Anlon Haraldss./Pétur Guðjónss., Akureyri 388 3. Unnar Guðmundss./Erlingur Sverriss., Hvammst. 383 4. Frímann Frímannss./Grettir Frímannss., Akureyri 359 5. -6. Soffía Guðmundsd./Ármann Helgas., Akurcyri 346 5.-6. Jón Sigurbj.son/Asgrímur Sigurbj.son, Sigluf. 346 7. Ragnhildur Gunnarsd./Gissur Jónass., Akureyri 345 8. Ólafur Jónss./Steinar Jónss., Siglufiröi 344 9. Stefán Benediklss./ Inga Jóna Stefánsd., Fljótum 325 10. Jónas Róbertss./Gunnar Berg, Akureyri 322 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson. Næsta Norðurlandsmót verður haldið á Norðurlandi vestra aðári. -KK Norðurlandsmeistarar 1990 í tvímenningi, Jón Sverrisson og Reynir Helga- SOn. Mynd: KL

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.