Dagur - 09.10.1990, Síða 3

Dagur - 09.10.1990, Síða 3
Þriðjudagur 9. október 1990 - DAGUR - 3 Byggingavörudeild og matvörudeild Kaupfélags Eyfirðinga: Nýir deildarstjórar taka við um áramótiii Ákveðið hefur verið að aug- lýsa stöður deildarstjóra bygg- ingavörudeildar og matvöru- deildar hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga lausar til umsóknar. ^Reiknað er með að nýir deild- arstjórar þessara deilda hefji störf um áramót. Um áramótin láta Mikael Jóhannsson, deildarstjóri bygg- ingavörudeildar KEA, og Brjánn Guðjónsson, deildarstjóri mat- vörudeildar, af störfum. Mikael mun taka við starfi aðstoðar- deildarstjóra, en Brjánn verður í hlutastarfi hjá KEA. Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri, sagði í viðtali við Dag að undanfarið ár hefði verið unnið að endurskipulagningu byggingavörudeildarinnar, og sú ákvörðun að auglýsa stöðu deild- arstjóra nú væri í framhaldi af þeirri endurskipulagningu. Vænt- anlegur deildarstjóri mun hafa með höndum yfirstjórn deildar- innar og gera breytingar á rekstr- inum og móta stefnu deildarinnar í samráði við kaupfélagsstjóra og stjórn KEA. „Við ætlum okkur að bæta þennan rekstur, hann hefur ekki skilað því sem við höfðum vonast til. Hvað mat- vörudeildina snertir þá óskaði deildarstjóri hennar eftir að minnka við sig vinnu og fara í hlutastarf, og í framhaldi af beiðni hans var ákveðið að aug- lýsa þá stöðu einnig lausa til umsóknar. Starfshlutverk deild- arstjóra matvörudeildarinnar verður endurskoðað, og kemur til með að breytast nokkuð frá því sem verið hefur. Nýi deildar- stjórinn verður t.d. yfirmaður Samlands. Að lokum vil ég nota tækifærið til að þakka þeim Mikael og Brjáni fyrir vel unnin störf í þágu KEA sem deildarstjórar," sagði Magnús Gauti. EHB Sameiningarkosningin framan Akureyrar: Nafnið Eyj afl arðarby ggð fékk mestan stuðning í skoðanakönnun Samhliða kosningum um sam- einingu Öngulsstaða-, Hrafna- gils- og Saurbæjarhrepps á laugardag fór fram skoðana- könnun um 14 nöfn á nýja sveitarfélagið. Atkvæðin í þessari skoðanakönnun dreifð- ust mjög og mjótt er á munum milli þeirra fjögurra nafna sem flest atkvæði fengu. Niðurstaða þessarar skoðana- könnunar verður nú rædd í sveit- arstjórnunum þremur og þar tek- in ákvörðun um hvaða nafn skuli valið. Niðurstaða könnunarinnar er ekki bindandi og ekki er held- ur sjálfgefið að það nafn sem val- ið verður komi af þessum 14 nafna lista. Þó er líklegt að svo verði, að sögn Sigurgeirs Hreins- sonar, oddvita Saurbæjarhrepps. Endanleg ákvörðun um nafnið er hjá félagsmálaráðuneytinu og eftir umfjöllun hjá sveitarstjórn- unum þremur á næstu vikum verður ráðuneytinu send tillaga að nafni til staðfestingar. Leikfélag Akureyrar: Benni, Gúddi og Manni senn á svið Eins og áður segir var áberandi mest fylgi við þau nöfn sem hefj- ast á Eyjafjarðar- en Eyjafjarðar- byggð fékk flest atkvæði í kjör- inu. Hér á eftir fara nöfnin 14 og niðurstaða skoðanakönnunarinn- ar. Eyjafjarðarbyggð 58 Eyjafjarðarsveit 57 Eyjafjarðarhreppur 52 Grundarþing 49 Staðarbyggð 26 Vaðlaþing 25 Sunnusveit 17 Kristneshreppur 12 Vaðlahreppur 8 Framfjarðarbyggð 5 Helgahreppur 4 Helgamagrabyggð 4 Kerlingarhreppur 2 - Framfjarðarhreppur 0 EYFJORÐ Hjalteyrargotu 4 • Simi 22275 FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA jStinga ekki júr fínustu merinóull jMjög slitsterk ->Má þvo viö 60°C GÆÐANÆRFÖT allir sem einn. Fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári er „Leikritiö um Benna, Gúdda og Manna“ eftir Jóhann Ævar Jakobsson, en hann er lærður málari og er þetta frumraun hans á sviði leikritunar. Leikritið verður frumsýnt föstudaginn 19. október. Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri, sagði að æfingar hefðu gengið mjög vel og væri verkið langt komið að ytri sem innri búningi. Leikstjóri er Sunna Borg, leikmynd er í höndum Hallmundar Kristinssonar og Ingvar Björnsson hannar lýsingu. „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“ fjallar um þrjá menn sem hafa orðið fyrir skakkaföll- um og falla ekki inn í þjóðfélags- mynstrið eftir það. Verkið dregur upp átakanlega mynd af lífi utan- garðsmanna en engu að síður eru spaugileg atvik á hverju strái. Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og séra Hannes Örn Blandon fara með hlutverk ógæfu- mannanna og þá kemur Jón Stef- án Kristjánsson lítillega við sögu. Leikfélag Akureyrar selur áskriftarkort á sýningarnar í vet- ur og að sögn leikhússtjórans eru slík kort hagstæður kostur fyrir leikhúsgesti. Auk fyrsta verksins eru í áskrift gleðileikurinn „Ætt- armótið“ eftir Böðvar Guðmunds- son og söngleikurinn „Kysstu mig, Kata!“ eftir Spewack og Cole Porter. SS Dalvík: Bygging verkamaima- bústaða hefur tafist vegna tregðu í kerfinu Nú er unnið af kappi við undir- búning byggingar sex íbúða í verkamannabústaðakerfi á Dalvík. Að sögn Sveinbjörns Steingrímssonar, bæjartækni- fræðings á Dalvík, hefur tafist úr hófi fram að fá endanlegt grænt Ijós á byggingu íbúð- anna frá yfirvöldum húsnæðis- mála og því hefur ekki verið unnt að taka fyrr grunn að íbúðunum. Þrjú byggingarfyrirtæki á Dal- DAGUR Akurevri 0 96-24222 Norðlenskt dagblað vík skipta með sér byggingu íbúðanna, sem eru við Böggvis- braut. Daltré byggir einbýlishús, en Tréverk og Viðar byggja fimm raðhúsíbúðir. Sveinbjörn segir að þessa dagana sé unnið að því að taka grunn að íbúðunum, en spurningin sé hvort veðurguðirn- ir haldi sig í skefjum og leggi blessun sína yfir að unnið verði við þær vetur. „Því miður hefur verið beðið umsagnar um þessar íbúðir, t.d. stærð þeirra, frá Reykjavík of lengi og því hefur dregist úr hófi fram að hefja framkvæmdir. Um þessar mundir er verið að sækja um fyrirgreiðslu frá Húsnæðisstofnun fyrir fram- kvæmdir á næsta ári, en með réttu finnst mér að þessi umsókn ætti að vera fyrir framkvæmdir á árinu 1992. Með því móti þyrfti þessi töf á afgreiðslu lána ekki að endurtaka sig ár frá ári,“ sagði Sveinbjörn. óþh Indy Sport 422.700,- st.gr. Indy Trail Deluxe 542.100,- st.gr. 355.600,- Björgunarsveitir ath. - PÓLARIS EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Hvannavöllum 14B - Simi 96-22840 PÓLARIS á Suðurlandi H.K. ÞJÓNUSTAN Krókhálsi 3 - Simi 91-676155 Hinir sívinsælu Polarissleðar eru komnir á sama frábæra verðinu: HggHgll Indy 650 RXL - st.gr. iriSaí v. gcngi 6.9.’90 574.000,- st.gr. Indy 500 Indy 650 699.600,- st.gr. .

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.